Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 232. TBL. 83. ARG. FIMMTUDAGUR 12. OKTOBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Váhi segir af sér í Eistlandi Tallinn. Reuter. STJÓRNARKKEPPA skall á í Eistlandi í gærkvöldi eftir að Tiit Váhi forsætisráðherra sagði af sér. Þingið verður að samþykkja eða hafna afsögninni áður en hún kemur til kasta Lennarts Meri forseta. Ágreiningur blossaði upp innan stjórnarinnar þegar Lennart Meri forseti ákvað að víkja Edgar Savi- saar innanríkisráðherra frá vegna hneykslismálsins. Savisaar var leiðtogi þriðja stjórnarflokksins, Miðflokksins, en útvarpið í Tallinn skýrði frá því að hann hefði sagt af sér leiðtogaemb- ættinu. Áður hafði Sambandsflokkurinn lagt til við Dreifbýlissambandið að flokkarnir segðu báðir skilið við stjórnina. Óljóst var í gær hvort stjórnar- slit leiða til nýrra kosninga eða Asókn í grafir París. Ðaily Telegraph. ÓVENJULEGT kapphlaup er hafið í Frakklandi þar sem fólk freistar þess að kaupa sér leg- stað sem næst þeim stað sem Francois Mitterránd fyrrver- andi forseti hefur valið sem grafreit þeirra hjóna. Mitterrand-hjónin keyptu 100 fermetra spildu í söguleg- um garði í Mount Beuvray í Búrgúndí-héraði, skammt þar frá sem talið er að Vercinget- orix hafi safnað saman sveitum Gallverja til uppreisnar gegn yfirráðum Júlíusar Cesar keis- ara Rómverja í Gallíu. Fyrir skikann borguðu forsetahjónin einn franka. Hafa þau sætt gagnrýni og Mitterrand sagður sækjast eftir upphefð með því að láta grafa sig í Mount Be- auvray. Þar stóð Bibracte, höf- uðstaður Gallíu. Eftir að út spurðist að Mitterrand yrði bor- inn til grafar þar hafa tugir manna óskað eftir því að fá að leggjast þar til hinstu hvílu. Því hefur verið hafnað. hvort einum flokkanna verður falið að mynda nýja stjórn. Savisaar var vikið frá eftir að hann var sakaður um að hafa tekið upp samtöl hans við aðra stjórn- málamenn, þeirra á meðal Váhi forsætisráðherra, með leynd. Eist- neskir fjölmiðlar lýsa málinu sem „JSatergate-hneyksli Eistlands". Savisaar er einn af þekktustu stjórnmálamönnum Eistlands og var forsætisráðherra á árunum 1990-92 þegar sjálfstæði landsins var viðurkennt formlega eftir að það hafði verið hluti af Sovétríkjun- um í 50 ár. Taleban sækir að Kabúl Islamabad. Reuter. TALEBAN-hreyfingin í Afgan- istan hefur hafið stórsókn að Kabúl, höfuðborg landsins og voru miklir bardagar háðir rétt sunnan af henni, að því er haft var eftir embættismönnum Sam- einuðu þjóðanna og liðsmönnum Taleban. Stjórnarerindrekar í Isl- amabad í Pakistan staðfestu að sveitir hreyfingarinnar hefðu náð bænum Charasiyab, sem er um 20 km suður af Kabúl, úr höndum herliðs á bandi Burha- nuddins Rabbanis forseta. Sagt var að miklir bardagar geisuðu við Rishkor á milli Charasiyab og Kabúl. Haft var eftir félaga úr Taleban-hreyfingunni að hún hefði hafið sókn að Kabúl úr þremur áttum, vestri, suðri og suðvestri, á þriðjudag. Einnig hefði tekist að rjúfa varnir srjórnarliða í Arghandeh, sem er 15 km suðvestur af Kabúl, og í Pahgman, sem er 15 km vestur af höfuðborginni. A myndinni sjást liðsmenn Taleban standa á skriðdrekum, en þeir búa einnig yfir orrustu- þotum, að því er talið er. Samkomulag um vopnahlé í Bosníu undirritað í gær Reuter IBÚAR borgarinnar Zenica í Bosníu fagna sveitum stjórnarhersins, sem náðu borginni úr klóm Bosn- íu-Serba í gær í átökum við Ozran-fjall. Talsmenn Bosníustjórnar sögðu stjórnarherinn við það að „frelsa" borgirnar Banja Luka og Pryedor í gærkvöldi. Hart barist fram á síðustu stundu Sarajevo. Reuter. BOSNÍUSTJÓRN skrifaði í gær undir samkomulag við serbneska fjendur sína um tveggja mánaða vopnahlé, sem taka átti gildi klukk- an 23.01 að íslenskum tíma í gær- kvöldi. Hörð átök geisuðu í landinu í gær þar sem stríðsaðilar freistuðu þess að vinna sem mesta landvinn- inga áður en vopnahléð kæmi til framkvæmda. í gærkvöldi gáfu yfirstjórnir herja deiluaðila út fyrir- mæli til manna sinna um að leggja niður vopn. Tugþúsundir flótta- manna hröktust undan herjunum beggja vegna átakalínunnar. Um tíma var óttast að ekkert yrði af vopnahléssamkomulagi, þar serh lokafrestur, sem Serbum var gefinn, rann út án þess að þeir undirrituðu samkomulagið. Það gerðu þeir þó síðar um daginn og er talið að landvinningar herja Kró- ata og sveita Bosníustjórnar í norð- vesturhluta landsins hafi ráðið úr- slitum. Ógnuðu Banja Luka í gærmorgun féll borgin Sanski Most í hendur Króötum og músl- ima, en nokkrum stundum áður höfðu þeir einnig náð borginni Mrkonjic Grad úr klóm Serba. Þar með náðu þeir öllum yfirráðum yfir þjóðveginum milli Bihac og Sarajevo á sitt vald og ógnuðu borg- inni Banja Luka í fyrsta sinn frá því Bosníustríðið braust út fyrir hálfu fjórða ári. Andrej Kozyrev utanríkisráð- herra Rússlands sagði í gær, að raunhæft væri að ætla að sam- komulag um pólitíska lausn deilu- mála í Bosníu tækist innan mánað- ar. Ráðhert er að friðarviðræður deiluaðila hefjist í Washington síðar í október. Fastafulltrúar Atlants- hafsbandalagsins (NATO) sátu á rökstólum og freistuðu þess að ná samkomulagi um áætlun, sem gerir ráð fyrir því að 60.000 þungvopnað- ir hermenn taki við friðargæslu í Bosníu, náist friðarsamningar þar. Gert er ráð fyrir að Bandaríkjamenn leggi til 20.000 hermenn og Bretar 15.000, en í gær buðust Þjóðverjar til að senda 5.000 hermenn til þátt- töku í sveitunum. í gær sáust merki vaxandi aðstöðu í Bandaríkjunum við því að bandarískir hermenn yrðu sendir til friðargæslu í Bosníu. Reuter Juppe kemst hjá málsókn París. Reuter. ALAIN Juppe, forsætisráðherra Frakklands, komst í gær hjá máls- höfðun vegna aðildar hans að hús- næðishneyksli í París. Saksóknari lýsti því hins vegar yfir að ráðherr- ann hefði brotið lög um hagsmuna- árekstra og skipaði honum að flytja sig um set. Með þessum úrskurði kemst Juppe hjá því að segja af sér en málið kann engu að síður að skaða hann. Staða forsætisráðherrans er afar erfið um þessar mundir, vin- sældir hans hafa dalað mjög að undanförnu og hann á í stríði við verkalýðsfélög og opinbera starfs- menn, sem mótmæltu efnahagsráð- stöfunum stjórnar hans með alls- herjarverkfalli á þriðjudag. Juppe er sakaður um að hafa tekið glæsiíbúð í eigu borgarinnar á leigu fyrir afar lága upphæð er hann var aðstoðarborgarstjóri. Hann býr þar enn og setti saksókn- arinn í París það að skilyrði fyrir því að málsókn yrði látin niður falla, að Juppe flytti út fyrir ára- mót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.