Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 37 STEINEY KETILSDÓTTIR + Steiney Ketils- dóttir (Sína) fæddist í Hafnar- firði 26. júní 1931. Hún lést á Borgar- spítalanum í Reykjavík 4. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Anna Kristinsdóttir, hús- móðir, f. í Hafnar- firði 29. júlí 1898, d. 17. október 1983, og Ketill Gíslason, kaupmaður, f. í Reykjakoti í Olfusi 28. janúar 1892, d. 4. mars 1970. Systkini Steineyjar eru Krist- inn, skrifstofumaður, búsettur í Hafnarfirði, f. 5. apríl 1934, Gísli, f. 21. júní 1938 (lést í frumbernsku) og Vigdís, hús- móðir, búsett í Garðabæ, f. 4. september 1940. Fyrri maður Steineyjar var SÍNA tengdamóðir mín er nú látin eftir löng og erfið veikindi. í byrjun þessa árs versnaði henni mjög mik- ið og var vart hugað líf, en svo hjarnaði hún við og í sumar og fram á haust var hún bara all hress. Sína hafði búið sig vel undir lokin og tók þeim af einstöku æðruleysi. Hún gekk vel frá öllum sínum málum. Sína var mjög vinamörg og má með réttu segja að það hafi verið fullt starf að sinna öllum vinkonun- um. Það starf rækti hún með ein- stakri prýði og hún naut þess að vera innan um allar vinkonurnar sínar. Það sem fólk tók strax eftir í fari hennar var hversu listelsk hún var. Hún hafði unun af klassískri tónlist og lestri góðra bóka og þá sérstaklega ævisögum. Það voru ófáar bækurnar sem hún annað- hvort gaf mér eða lánaði. Sína var einnig mikið gefin fyrir ferðalög og var þá Frakkland í sér- stöku uppáhaldi. Hún hafði búið í Frakklandi sem ung kona í nokkur ár og tekið alveg sérstöku ástfóstri við allt sem franskt var og var bæði talandi og skrifandi á franska tungu. Voru París og franska rivier- an í miklu dálæti. Hin síðari ár voru bamabörn hennar, Valdís og Halldór Örn, sól- argeislar í lífi hennar og þótti henni mjög miður að fá ekki meiri tíma með þeim. Sína trúði mjög á annað lif og sagði að hún hlakkaði til að hitta þau aftur í næsta lífi. Sína var mjög kraftmikil og lífs- Snorri Þorvaldsson fiðluleikari og eign- aðist hún með hon- um einn son, Haf- þór, f. 21. nóvember 1954, sem býr og starfar á Selfossi. Seinni maður henn- ar var Halldór Hjálmarsson, inn- anhúsarkitekt og eignaðist hún tvö börn með honum, Örn Þór, arkitekt, f. 9. júní 1965, og Önnu Margréti, húsmóður, f. 29. október 1966, í sambúð með Ragnari Birgissyni. Börn þeirra eru Valdís og Halldór Órn. Halldór Hjálmarsson og Steiney slitu samvistir. Útför Steineyjar fer fram frá Neskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. glöð manneskja sem því miður kvaddi þennan heim allt of ung og alltof snemma. Við söknum hennar sárt. Nú er komið að kveðjustund og við óskum henni alls hins besta í næsta lífi. Ragnar. Að kvöldi eins fegursta dags haustsins kvaddi elskuleg vinkona okkar, Steiney, þetta líf eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Mörg orrustan hafði unnist með hjálp góðra manna, en'nú var komið að leiðarlokum. Fundum okkar bar fyrst saman fyrir hartnær 40 árum, þegar við ungar og hressar réðum okkur til tímabundins verkefnis við gerð nýrrar símaskrár hjá Pósti og síma. Steiney var þá nýkomin frá heims- borginni París þar sem hún hafði búið um skeið með fyrri manni sín- um, Snorra Þorvaldssyni fiðluleik- ara, og syni þeirra Hafþóri. Hún bar með sér andblæ stórborgarinnar og var alla tíð mikill fagurkeri og listunnandi, sérstaklega hafði hún yndi af myndlist og klassískri tón- list og átti gott plötusafn. Á mörg- um ferðum erlendis naut hún þess að skoða söfn og sækja tónleika. Hún hafði dálæti á góðum bók- menntum og las ógrynnin öll sér til fróðleiks og ánægju. Steiney var kjarkmikil kona, hlý og örlát. Hún var gædd sterku aðdráttarafli og sjaldgæfum persónutöfrum, já- ARNIJAKOBSSON + Árni Jakobsson var fæddur á Siglufirði 27. júlí 1936. Hann lést í Reykjavík 2. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þóra Guð- mundsdóttir og Jakob Jóhannes- son. Bræður Árna eru Jóhann, Þórar- inn * og Sigurður. Árni átti fimm börn, þau eru: Þóra, Sverrir, Birg- ir, Haukur og Haf- dís. Útför Árna Jakobssonar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst afhöfnin klukkan 13.30. VINUR minn, Árni Jakobsson, er látinn. Fram í hugann streyma minning- ar um snjallan skákmann, traustan skák- og mótstjóra, bridsspilara í fremstu röð, mikinn keppnismann, góðan ferðafélaga, útsjónarsaman og hæfan ökumann, fengsælan veiðimann, lipran vinnufélaga, hvetjandi og hug- myndaríkan æfinga- stjóra, frábæran og skemmtilegan stílista og indælan mann á góðum stundum. Þau voru örlög hans að verða snjall í, öllu. Hvert nýtt verkefni var honum áskorun um að ná á því fullkomnum tökum. Að lokum náði hann líka fullkomnum tökum á áfenginu sem síðan fjötraði góðan dreng í heljar böndum. Um þessar mundir er þriðjungur aldar síðan við kynnt- umst. Þá voru hátíðir þegar við Ragna Freyja og Árni og Jóna kom- um saman heima og heiman. Skemmtun okkar var gleðileg og við áttum saman ævintýr. Við ferð- uðumst á bílum okkar um fáfarnar slóðir og þvert yfir hálendið jafnt á sumri sem á vetri og myndavél- arnar stóðu sig vel. Ein var þó sú vetrarferðin að við vorum einir á ferð í undursamlegri veröld og myndavélin skilaði engri mynd en að lokum varð ferðin okkur eilíf í 40 erinda ljóði. kvæðni og léttri lund svo unun var að vera í návist hennar, enda var hún með afbrigðum vinsæl og vin- mörg. Kæmum við hnípnar á henn- ar fund nú síðustu mánuðina, tókst henni ætíð að senda okkur heim léttari í lund, smituðum af bjartsýni hennar og kjarki. Steiney sinnti ýmsum störfum utan heimilis, en starfaði lengst af hjá Pósti og síma, bæði í 03 og hjá talsambandi við útlönd. Um árabil stundaði hún verslunarstörf hjá tískuversluninni Feldinum og síðar hjá versluninni Álafossi, auk þess sem hún rak sólbaðsstofu um skeið. Steiney giftist öðru sinni Hall- dóri Hjálmarssyni innanhússarki- tekt og eignuðust þau tvö börn, Önnu og Örn. Barnabörnin eru tvö, Valdís og Halldór Örn, og voru sam- verustundirnar með þeim bestu stundir ömmu Sínu. Vinahópurinn, sem í dag kveður okkar elskulegu vinkonu, er stór. Öll eigum við það sameiginlegt að stórt skarð verður nú ófyllt í hjarta okkar, en minningin um trygga vin- konu og þakklæti fyrir allar okkar ógleymanlegu samverustundir í ár- anna rás, verðuir okkar huggun. Önnu, Ragnari og börnum, Hafþóri og Erni, sendum við og fjölskyldur okkar einlægar samúðarkveðjur. Hervör og Sigrún. Úti er þetta ævintýr. Yfiuskuggum kvöldið býr. Vorsins glóð á dagsins vöngum dvín. Þögnin verður þung og löng þeim, sem unnu glöðum söng, og trúað hafa sumarlangt á sól og vin. (Tómas Guðmundsson) í dag kveðjum við elskulega vin- konu Steineyju Ketilsdóttur (Sínu) hinstu kveðju. Það er erfitt að þurfa að sætta sig við að Sína skuli vera horfín úr vinahópnum, því henni fylgdi mikill lífsþróttur, umhyggja og gleði sem allir hrifust af. Þegar Sína kom í heimsókn til okkar á Grenimelinn var eins og birti yfír umhverfínu og léttir straumar fylltu loftið. Sína rak snyrtistofu og sólbaðs- stofu í nokkur ár þegar hún bjó á Grenimel 9. Sólbaðsstofan var sannarlega kapituli út af fyrir sig. Hún minnti einna helst á félagsmið- stöð, þar var einatt margt um manninn. Fólk kom í sólbað, settist síðan niður og naut ljúfra veitinga sem voru undantekningarlaust á boðstólum. Enginn var að flýta sér því það var alltaf svo gaman. Þótt henni mætti margs konar andstreymi í lífinu, kom hún alltaf auga á björtu hliðamar á tilver- unni, og var jafnan létt og kát í daglegum samskiptum. Fólk laðað- Árni hafði jafnan mörg járn í eldinum. Hann rak fyrirtæki í iðn sinni og hafði menn í vinnu. Samt lét hann sig ekki rriuna um það, þegar við hjónin vorum erlendis við nám, að bæta því á sig að annast öll okkar fjármál hér heima. Eftir að hann hætti rekstri fyrirtækisins vann hann víðar þar sem menn komu saman - meðal annars fyrir Skáksambandið. Hann átti stóra fjölskyldu sem hann mat mikils, kynntist fjölda manns í störfum sín- um og áhugamálum og eignaðist marga góða vini. Öllum var það þungbært þegar hann sogaðist út í hringiðu vínsins. Líf Árna var kaflaskipt. Við sem áttum með honum samleið hugsum til hins ljósa kafla. Við kveðjum þann góða dreng og vottum fjöl- skyldu hans okkar innilegu samúð. Þegar við lítum til baka eigum við öll um hann ljúfar og ógleymanleg- ar minningar sem við lyftum skírum til vegs í gegnum mistur næstlið- inna ára. Gísli Ólafur Pétursson. Crfisclrykkjur A 'VeWA9tthð/ið CAft-mn Sími 555-4477 ist að Sínu. Hún hafði mikið að gefa, kunni að samgleðjast öðrum á góðum stundum eða létta þeim byrðar ef á þurfti að halda. Vinum og kunningjum tók hún opnum örm- um á hlýlegu heimili sínu á Eiðis- torgi, allir voru velkomnir og veitt var af konunglegri rausn. Sína var mikil kúltúrkona, sem hafði dálæti á tónlist og myndlist að ógleymdum bókmenntunum. Hún fylgdist vel með í þeim efnum og bar heimili hennar þess glöggt vitni. Allt yfirbragð sýndi að menn- ingararfur var í mikilum metum hjá henni og þar hafði hún af miklu að miðla. Það fylgdi því sérstök stemmning að hlusta á tónlist með Sínu, sérstaklega verk gömlu meist- aranna, sem hún hafði einstakt dálæti á, því hún átti svo auðvelt með að hrífa aðra með sér. Það var mikil upplifun að koma við hjá Sínu eftir kvöldgöngu um Seltjarnarnesið, þiggja hressingu á yndislegu heimili. Oft var hlustað á tónlist og horft á kvöldsólina baða sig í haffletinum, áður en hún sétt- ist úti við sjóndeildarhringinn. En eins og sólin kemur upp að morgni með birtu og yl munu Ijúfar minningar um góða vinkonu geym- ast í huga okkar og ylja okkur um hjartarætur. Elsku Sína, ekkert varð úr að við færum með þér til Parísar sem þú dáðir svo mjög, maðurinn með ljáinn sá um það, en þú manst að þú lofaðir að vera með okkur á þinn hátt. Við þökkum samfylgdina sem var allt of stutt og biðjum guð að blessa minningu þína. Hafþóri, Erni, Önnu, Ragnari og litlu barnabörn- unum þínum Valdísi og Halldóri, sem fengu ekki að kynnast ömmu sinni nema fyrstu ár ævi sinnar, svo og öðrum vandamönnum, vottum við okkar dýpstu samúð. Kristín og Valdimar. Nú haustar að og hverfa blóm og húmið völdin tekur. í okkar huga er einnig tóm, sem endurminning vekur. Um hana, sem að hvarf á braut og holl oss alltaf reyndist og hugrökk var í hverri þraut og hennar reisn ei leyndist. Upp, upp mín sál. Litlar vörður um langan veg eru raddir minning- anna sem við rifjum upp í góðum hópi. Þar eru engar tvær eins en allar bjartar og fullar af baráttu- þreki sem dygði heilum her til sig- urs. Þessi stórkostlega kona sem við dáum svo takmarkalaust er komin í höfn. Hætt að beijast, sátt, sigurvegari, sama hvað á dundi. Risastór prjónaður jólasveinn dáður af ungviðinu, erlendar bréfa- skriftir, Álafosstrefillinn, ótal kaffi- húsaferðir, matarboð og veislur til að fagna því að einhver okkar var á landinu eða í bænum. Þessi hópur sem kom úr mörgum áttum átti það eitt sameiginlegt að hafa hér einu sinni í fymdinni unnið saman í Ála- fossbúðinni. Stundum var hann stærri, stundum minni, en ákveðinn kjarni hélt alltaf saman og ljúf stund á Landakoti var þar engin undantekning. Við fórum allar bros- andi af þeim fundi þó við vissum að hann gæti vel verið sá síðasti. Þannig var Sína. Hún hertist við hveija raun, og þær voru ófáar. En alltaf var hún full af hvatningarorðum til okkar hinna. Umræðuefnin í okkar breiða hópi voru fjölbreytt og ævinlega hafði Sína sitt til málanna að leggja. Hún var amma barnanna okkar, félagi okkar og trúnaðarvinur. Ald- ur var ekki til fyrir Sínu, hún sá bara fólk - misjafnlega úr garði gert. Ekki var amast við öðru en leiðinlegu fólki. Við alla gat hún talað og um allt. Gott var að sækja í smiðju til hennar ýmislegt smálegt sem sam- ferðamanninn vantaði, uppörvun, hvatningu, girnilegar matarupp- skriftir, svo ekki sé talað um allan þann fróðleik sem þessi óforbetran- legi sögu-grúskari bjó yfir. Listakonan verður ekki frá okkur tekin. Tónlistin hljómar áfram, óperumar lifa í minningunni - hluti af ástríðum síungrar heimskonu sem drakk í sig menningu og listir af einlægni og ákafa ungviðisins. Héðan liggur leiðin áfram eins og upp var lagt. En hugurinn mun hvarfla að veginum varðaða og þá verður brosað og hlegið og hlaðið enn um sinn. Dóra, Þorbjörg, Guðrún, Björg og Asa. Hún kunni vel að gleðja geð, - lét gneista í orðum skína - og einnig hryggjast hryggum með og hjálpa og bæta, hún Sína. Hvar, sem var í heimi stödd þá hélt hún vináttuna. Því er hún hér af konum kvödd, sem kynning góða muna. (Elín Þ.) Vinkonur. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR BÍTEL LBFTLElllB ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 562 0200 Blómakrossar, Utfarakransar& Kistuskreytlngar Blómaskreytingar og afskorin blóm við öll tækifæri I i s t i n a ð s k r e y t a Hlíðasmára 8 • Miðjan • Kðpavogi Sími: 564 4406 Opið frá kl. 10 til 21 LEGSTEINAR MOSAIK H.F Hamarshöfða 4 - sími 587 1960
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.