Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 12. OKTÓBER 1995 13 LANDIÐ Heilsuskór frá Skagaströnd verða seldir í Þýskalandi Ný tegund hagla- skota á markað Húsavík - Hlað sf. er fyrirtæki sem þrír ungir menn á Húsavík stofnuðu fyrir 11 árum. Þeir hófu fram- leiðslu haglaskota og hefur framleiðsla þeirra líkað vel og aukist með ári hveiju svo nú munu þeir selja um helming þeirra skota sem notuð eru í landinu. Hlað sf. hefur hafið framleiðslu nýrrar tegundur haglaskota sem nefnast „Patriot“. Þessi skot eru með nýja Gordon system-demparanum og hlaðin Diamond-höglum. Telja framleiðendur þetta byltingu á íslenskum markaði þar sem skotin fara betur með veiðimanninn og auka hæfni hans. Við framleiðsluna vinna tveir eigendanna, þeir Jónas Hallgrímsson og Trausti Gunnarsson, en hjá Hlaði sf. er selt flest það sem skotveiðimennsku til- heyrir og í verslun þeirra má sjá hvatninguna: „Góð- Morgunblaðið/Silli TRAUSTI Gunnarsson og Jónas Hallgrímsson, tveir eigenda Hlaðs sf. ir veiðimenn bera virðingu fyrir náttúrunni. Skiljið ekki eftir tóm skothylki og/eða annað drasl.“ Skagaströnd - Skóverksmiðjan Skrefíð hefur nú hafið útflutning á Fet-heilsuskóm til Þýskalands. Þar eru skórnir seldir í gegnum þarlend- an pöntunarlista, „Pro Idee“, sem dreift er um allt Þýskaland. Að sögn Bryndísar Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóri Skrefsins, bindur hún ákveðnar vonir við útflutninginn en segir þó að auðvitað geti hann brugðist til beggja vona. „Heilsu- skómir hafa verið mjög vinsælir hér á landi og nú eru farnar tvær send- ingar til Þýskalands, um 1.000 pör. Pro Idee hefur áður verið með ís- lenskar vörur á lista og þama em náttúrulega um gríðarlegan stóran markað að ræða, markað sem er tilbúinn að borga gott verð fyrir góða og vandaða vöru.“ Verðið viðunandi Að sögn Bryndísar er verðið sem fæst fyrir skóna vel viðunandi. Fyrri skósendingin, sem var 500 pör, var send út í byijun september, eða um svipað leyti og pöntunarlistinn kom út í Þýskalandi. Nú nýverið kom svo pöntun upp á sama magn og Morgunblaðið/Ólafur Bemódusson ÞÓR Arason við skósmíði í verksmiðju Skrefsins. verður það að teljast góðs viti fyrir Skrefið, þar sem skórnir hafa ekki verið í sölu nema tæpan mánuð. Árssala Skrefsins á skóm hefur verið um það bil 9.000 pör, þannig að útflutningurinn getur orðið veru- leg lyftistöng fyrir fyrirtækið, verði framhald á sölunni. í dag eru fimm stöðugildi í skóverksmiðjunni en stækkunarmöguleikarnir era miklir ef nýir markaðir vinnast fyrir fram- leiðsluvörarnar. Morgunblaðið/Valdimar Guðjónsson MAGNIJS Baldursson (t.v.) afhendir Andra Ástráðssyni á Eystri- Hellnum árangur söfnunarinnar. Skólasystkinin í Gaulverja- skola eru Aldrei jafn mikil umferð Eyrarbakki - Dagur iðn- aðarins sl. sunnudag heppn- aðist mjög vel á Eyrarbakka. Veður var hið besta og fróð- ustu menn telja að aldrei hafi önnur eins bílaumferð verið í þorpinu. Á annað þúsund gestir skoðuðu verksmiðju Alpan hf. og margir fjárfestu.í potti eða pönnu. Um 500 manns skrifuðu nafnið sitt í gestabók Húss- ins, sem er hluti af byggða- safni Árnesinga. Öllum ber saman um að dagurinn bafí verið hinn ánægjulegasti. baksýn. Söfnuðu fé handa skólabróður Gaulverjabæ - Andri Ástráðsson, 10 ára, á Eystri-Hellnum í Gaul- verjabæjarhreppi missti allt sitt í bruna 27. september sl. Ákváðu skólasystkini Andra í Gaulveija- skóla að safna fé handa honum og afhentu þau honum afrakstur- inn, 20.300 kr., á tröppum skól- ans fyrir skömmu. Krakkarnir fundu að sjálf- sögðu til með Ándra að missa allt sitt dót og persónulega muni. Allir nemendur skólans voru með í þessu myndarlega framtaki og héldu allir þessu leyndu fyrir honum, jafnt sex ára börnin sem hin. Hlutavelta var haldin í hlöð- unni á bænum Dalbæ og síðan selt kaffi og meðlæti í eldhúsinu. Andri þakkaði kærlega fyrir sig. Hann sagði sér koma þetta mjög á óvart og hann tryði þessu varla. og ENDINGARGOÐUR fatnaður fyrir káta krakka ca. 5-12 ára mwií* YSTI VERSLANIR UUGAVEGI51 - S. 551 -7717 - SKEIFUNNI19 - S. 568-1717 ____________ Útsöluaðilar___________________ K-Sport, Keflovík Siglósport, Siglulirði Nína, Akranesi Tóp og fjör, Egilsstöðum Heimahornið, Stykkish. Við lækinn, Neskaupsstað i-sport, ísafirði Orkuver, Höfn Hornofirði Heilsuræktin, Souðórkr. 69, Vestmannaeyjum Sportver, Akureyri Sportlíf, Selfossi Fjölsport, Hafnorfirði Litir: Ljósgrátt, dökkblátt, Verð kr. 2.990.- Litir: Ljósgrátt.dökkblátt, rautt, dökkgrænt Verð kr. 1.190.- Litir: Ljósgrátt, dökkblátt, rautt, dökkgrænt Verð kr. 1.990.- Litir: Ljósgrátt, dökkblátt Verð kr. 2.700.- Litir: Ljósgrátt, dökkblátt, Verð kr. 2.290.- Litir: Ljósgrátt.dökkblátt, Verð kr. 1.150.- WÍVW.T'I" HETTUPEYSA RENND ' *. PEYSA T-BOLUR HETTUPEYSA HEIL BUXUR §|§§||É STUTTBUXUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.