Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 11 FRÉTTIR Menntamálaráðherra fagnar tillögu á danska þinginu um framlag til dönskukennslu hér Flutningsmaður væntir víðtæks stuðnings um í Reykjavík. Fé sem varið væri til hótelbyggingar og reksturs í Hafnarfírði væri því áhættufé í orðs- ins fyllstu merkingu. Enginn fæst til að kaupa eða reka hótel Á fundi bæjarráðs, 8. desember 1994, er lagt fram erindi frá Miðbæ Hafnarfjarðar hf., þar sem óskað er eftir að felld verði niður kvöð um hótel, þar sem árangurslaust hafi verið að leita eftir kaupanda eða rekstraraðila að hóteli. Hugmyndin væri að selja Sambandi ísl. fiskfram- leiðenda tvær hæðir undir skrifstof- ur, en samningar um sölu væru á lokastigi. Óskað var eftir stuðningi bæjar- yfirvalda við að ná samn- ingnum í höfn. Bæjarráð samþykkti að fella niður kvöðina og tók jafnframt jákvætt undir hugmyndir um að Miðbær Hafnarfjarðar hf. skoðaði síðar byggingu hótels annars staðar í miðbænum. Bílakjallari boðinn til kaups í lok apríl sl. var lagt fram í bæjarráði erindi Miðbæjar Hafnar- fjarðar hf., þar sem bæjarsjóði er boðið að kaupa bílakjallara félagsins við Fjarðargötu. Erindinu var vísað til Miðbæjarnefndar. Á fundi bæjar- ráðs 1. júní gerir Jóhann G. Berg- þórsson grein fyrir störfum og at- hugun Miðbæjarnefndar í bæjarráði og lagði fram fundargerðir. Bæjar- ráð samþykkir á þeim fundi að leita til utanaðkomandi aðila [Sinnu hf.] um ráðgjöf varðandi kaup bæjarins á bílakjallaranum. Hinn 8. júní 1995 er minnisblað fjármálastjóra lagt fram í bæjarráði ásamt bréfi frá Miðbæ Hafnarfjarð- ar hf., þar sem meðal annars er óskað eftir að bærinn samþykki veð- setningu fyrir 6 millj. króna skulda- bréfi vegna endurfjármögnunar og skipulagningar. Sérstaklega er tekið fram að jafnhliða verði að fara yfir samskipti Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. og bæjarsjóðs. Þá er óskað eftir heimild til að veðsetja eignarhluta fyrir 9 millj. króna tryggingabréfi á 2. veðrétti, en á þeim hluta væri baktrygging bæjarins fyrir gatna- gerðargjöidum. Þessum liðum var frestað en samþykkt að aflýsa 10 millj. króna tryggingabréfi, sem gert var ráð fyrir að yrði aflétt þegar lokið væri við uppsteypu 1. hæðar. Fyrri greinargerð Sinnu Hinn 14. júní er lögð fram í bæjar- ráði fyrri greinargerð Sinnu hf. Vitn- að er til þess að Miðbær Hafnarfjarð- ar hf. hafi óskað eftir að bærinn keypti bílakjallarann fyrir rúmar 116,4 millj. og lækkaði gatnagerðar- gjöldin um rúmlega 8,1 millj. Fjárhagsstaða fyrir- tækisins hafi verið könn- uð og í ljós komið að árs- uppgjör lægi ekki fyrir, en samkvæmt gögnum sem lögð voru fram væri áætlað söluverð óseldra eignarhluta um 420 millj., án bílakjallara. Jafnframt væri gert ráð fyrir að sala á tveimur óseldum eignarhlutum til Sambands ísl. fiskframleiðenda gengi eftir, en kaupsamningurinn hefði ekki verið staðfestur af stjórn SÍF. Skuldir væru áætlaðar um 475 millj., þar af væru skammtímaskuldir um 150 millj. og umtalsverður hluti þeirra í vanskilum. Skuldir umfram eignir væru um 55 millj., án tillits til hugsanlegs söluverðs bílakjallara. Fram kemur að félagið væri í raun komið í greiðsluþrot og ekki megnugt að ljúka framkvæmdum miðað við óbreytta stöðu. Ef ekki rættist úr með sölu á eignum félags- ins eða einhver önnur fjármögnun kæmi til, væri einungis tímaspurning hvenær kröfuhafar gengju að félag- inu og rekstur stöðvaðist. Skuld við bæjarsjóð rúmar 206 millj. Samkvæmt upplýsingum frá bæn- um skuldi Miðbær Hafnarfjarðar hf. bæjarsjóði 206.735 þús kr. Jafn- framt væru skuldabréfin sem bæjar- sjóður væri í ábyrgð fyrir tryggð með 1. veðrétti í sex eignarhlutum. í skýrsl- unni er fjallað um bíla- kjallarann og þar kemur fram að þegar ákvörðun um byggingu hans hafi verið tekin hafi bæjarráð samþykkt að endurgreiða gatna- og bílastæðagjöld að upphæð 50 millj. gegn því að fyrirtækið byggði bíla- geymsluna. í samþykkt sem allir rekstraraðilar hafi skrifað undir segði að eigendur bæru allan kostn- að við rekstur kjallarans. Júlíus Karlsson verslunareigandi, fyrir hönd verslunareigenda, teldi hins vegar að bærinn ætti að sjá um reksturinn. Bent er á að óljóst virtist hvort fyrirtækið hefði leyfi til að leigja út bílastæði. Einnig væri ljóst að aðilar væru ekki sammála um hver ætti að greiða rekstrarkostnaðinn. Loks væri ekki sami skilningur á því hvort kvaðir sem fylgdu kjallaranum féllu niður eftir 15 ár auk þess sem Mið- bæjarmenn teldu kvöðina ekki taka til alls kjallarans eins og fram komi í samþykkt bæjarráðs. Kaup á bílakjallara nægja ekki Niðurstaða ráðgjafanna var að ef bæjarsjóður samþykkti án breytinga umrædda beiðni um kaup á kjallara þyrfti bæjarsjóður að greiða 8,4 millj., fella niður kröfur að fjárhæð 26 millj. og skila húsnæði, sem ætl- að væri fyrir bókasafn, en það væri metið á 36 millj., eða samtals 70,4 millj. Að auki yrði bæjarsjóður áfram í ábyrgð vegna skuldabréfanna að ljárhæð 145 millj. og loks væru ógreidd gatnagerðargjöld 35,7 millj., eða samtals 180,7 millj. Bent var á að vegna erfiðrar greiðslustöðu fyrirtækisins og mikilla vanskila nægði ekki að kaupa bílakjallarann til að leysa fjárhagsvandann. Skammtímaskuldir eftir viðskiptin yrðu um 120 millj. að verulegum hluta í vanskilum. Þá segir: „Ef félagið fer í þrot teljum við miklar líkur á að gatna- gerðargjöld að fjárhæð 50 millj. inn- heimtist ekki þar sem bæjarsjóður hefur engar þinglýstar tryggingar vegna þeirra og verða þau því almenn krafa í þrota- búið. Aðrar skuldbindingar félagsins gagnvart bæjar- sjóði eru tryggðar með veðum í eignarhlutum í Fjarðargötu 13-15. Eignarhlutimir eru mikið veðsettir, sumir allt að 100% af áætluðu söluverði. Miklar líkur eru á að bæjarsjóður þurfí að leysa eignirnar til sín og selja þær aftur með þeim kostnaði, fyrirhöfn og óvissu sem því fylgir." í niðurlagi skýrslunnar er tekið fram að um flók- ið mál sé að ræða og óráðlegt að tekin verði ákvörðun fyrr en fyrir liggi áætlun um hvernig að yrði stað- ið og lagt mat á þá valkosti sem fyrir lægju. Bæjarráð samþykkti á fundinum að fela Sinnu að vinna frek- ari athugun á málefnum Miðbæjar- ins. MENNTAMÁLARÁÐHERRA segir þingsályktunartilögu sem lögð hefur verið fram í danska þinginu, þess efnis að efla skuli dönskukennslu á íslandi með 120 milljóna króna framlagi á næstu fimm árum, vera mikið fagnaðarefni. Hans Engell, fyrsti flutningsmaður tiliögunnar, kveðst álíta að frumvarpið fái víð- tækan stuðning í danska þinginu. „Vonandi verður tiliagan sam- þykkt en það hlýtur að vera ákvörðun Dana hvemig þeir ráðstafa fé á fjár- lögum sínum,“ segir Bjöm Bjamason menntamálaráðherra. Hann segir ljóst að danska sé hvergi kennd í heiminum með sama hætti og tíðkast hérlendis og hafi Danir sýnt því mik- inn áhuga að búa kennsluefni þannig úr garði að það fullnægi nútímalegum kröfum, auk þess sem til álita komi framhaldsmenntun dönskukennara og fleiri verkefni. „Tillagan er sprottin af þeirri ákvörðun íslendinga að danska verði áfram fyrsta erlenda tungumálið sem kennt er í íslenskum skólum og Danir eru að bregðast við þeirri póli- tísku ákvörðun með þessari ályktun. Við getum því ekki annað en fagnað viðbrögðum þeirra. Það er gleðiefni hversu áhugi Dana er mikill, ekki síður en margra hér á landi, á að dönskukennsla verði áfram við lýði, með þeim hætti að hún standist all- ar kröfur sem til hennar eru gerð- ar,“ segir Björn. Hans Engell leiðtogi danska íhaldsflokksins og fyrsti flutnings- maður tillögunnar segir hugmyndina sprottna upp af langvarandi kynnum sínum af Islandi og íslendingum og einnig þekki hann vel til umræðna á íslandi um dönsku og dönsku- kennslii. Afgreitt fyrir jól Enginn vafi er á því i huga Eng- ells að frumvarpið eigi fylgi að fagna á þingi, þar sem stjórnin sé á því að það sé vel þess virði að styrkja stöðu dönskunnar á íslandi. Frum- varpið kemur til fyrstu umræðu á næstunni og flutningsmenn hafa áhuga á að það verði afgreitt í sam- bandi við fjárlögin, sem samþykkt verða fyrir jól. Til sölu við Hjallabraut Mjög góð 3ja herb. íbúð á 1- hæð til sölu í fjölbýli, sem nú hefur verið klætt að utan. Nýyfirbyggðar svalir að hluta. Ný baðinnrétting. Nýslípað parket. Stutt íverslun og þjónustu. Mjög góð eign á frábærlega góðu verði. Upplýsingar hjá: Valhús, sími 565 1122, og eiganda, Kristínu, sími 568 2904. Mikil áhætta að leggja fé í hótelrekstur Áætlaðar skuldir 475 millj. >1104 U09
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.