Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.10.1995, Blaðsíða 56
Afl þcyav þörf krefur! 0m< w > RISC System / 6000 ~ ■ <0>nýh ERJI OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 pjpVectra MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL<S)CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Endurnýting vatns Innflutt grænmeti á markað eftir helgi UPPSKERAN á blómkáli og spergilkáli gengur væntan- lega til þurrðar í lok næstu viku og má þá búast við að innflutningur á þessum grænmetistegundum hefjist. Þá eru innfluttar gúrkur einn- ig væntanlegar á markaðinn í næstu viku, að sögn Kol- beins Agústssonar, sölustjóra hjá Sölufélagi garðyrkju- manna. Kuldi setti strik í reikninginn Kolbeinn Ágúfetsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að kuldi upp á síðkastið hefði komið í veg fyrir frek- ari útiræktun grænmetis. Þannig myndi rófuuppskeran væntanlega ekki duga nema rétt fram yfir áramót. Sömu sögu sagði Kolbeinn að væri að segja af gulrótum og kínakáli, en hvítkál yrði lengur á markaði. Ástæða þess er sú að það geymist betur. Hvað varðar inniræktað grænmeti sagði Kolbeinn að litaðar paprikur hyrfu vænt- anlega af markaði innan skamms. Húshitunar- kostnaður *gæti lækkað HITAVEITA Akureyrar hefur í samvinnu við Orkustofnun, unnið að tilraunum síðustu ár með að endurnýta bakrásarvatn frá hita- kerfum húsa. Bakrásarvatn frá Kristnesi og Reykhúsum í Eyja- íjarðarsveit, sem er nú um 40°C heitt er nú látið niður í óvirkjaða borholu við Reykhús þar sem það hitnar upp í allt að 78°C áður en því er dælt upp aftur. Þá eru uppi hugmyndir um að nýta allt bakrásarvatn á Akureyri með þessum hætti, sem í framtíð- inni gæti þýtt lægri hitakostnað fyrir bæjarbúa en ella. Hér er um að ræða fyrstu meiriháttar tilraun- irnar til að endurnýta bakrásarvatn hitaveitna hérlendis og er markmið- ið að auka orkuframleiðsluna með mjög litlum tilkostnaði. Húshitunarkostnaður á Akureyri er einn sá hæsti á landinu. Hér gæti verið komin leið til þess að lækka þann kostnað í framtíðinni, bæjarbúum til hagsbóta. ■ Athyglisverð tilraun/12 Jafntefli JAFNTEFLI varð í landsleik ís- lands og Tyrklands á Laugar- dalsvelli í gærkvöldi, 0:0. Voru það talin sanngjörn úrslit. ■ Landsleikurinn/Dl-4 Morgunblaðið/RAX Samningur um hluta eigna Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. Bærinn greiði nær Viðræður íslendinga við Norðmenn og Rússa um veiðar í Smugunni Bjóða allt að 15 þúsund tonnum auk kvótaskipta NOREGUR og Rússland gefa í skyn að hægt sé að semja um allt að 15.000 tonna kvóta íslenzkra skipa í Smugunni, auk þess sem semja megi um gagnkvæm skipti á veiðiheimildum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur bilið á milli krafna íslands og boðs hinna ríkj- anna stytzt undanfarið, þótt enn beri eitthvað á milli. Rætt hefur verið um að samið verði um gagnkvæmar veiðiheimildir, sem tengist stofn- stærð þorsks í Barentshafi annars vegar og við ísland hins vegar. Þannig fengju Norðmenn kvóta við ísland ef þorskstofninn hér efldist, en Islendingar kvóta í Barentshafinu þegar þorskstofninn þar væri í góðu ásigkomulagi. Fyrirkomulag af þessu tagi myndi líkast til koma íslendingum til góða í upphafi. Rætt hefur verið um að veiðiheimildir í þessum kvóta- skiptum gætu numið 3.000-5.000 tonnum og heildarkvóti íslands því nálgast 20.000 tonn. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er ekki útilokað að samningur um lausn Smugu- deilunnar myndi kveða á um að gengið yrði frá grunnkvótanum strax, en viðræðum um gagnkvæm skipti veiðiheimilda yrði haldið áfram. Samið um þorskveiðar í öllu Barentshafi Þannig er litið á, af hálfu íslenzkra stjóm- valda, að með samningum um þorskkvóta í Bar- entshafínu yrði endi bundinn á deilur ríkjanna um þorskveiðar í Barentshafi sem heild, þar með talið á Svalbarðasvæðinu. Hins vegar er líklegt að krafa verði gerð um að fá að veiða kvótann á fiskvemdarsvæðinu við Svalbarða, jafnt og í Smugunni, og að samið verði um veiðar á öðmm fisktegundum en þorski á Svalbarðasvæðinu. ■ Fyrra boð endurtekið/6 600 tonn af 253 milljónir króna kjöti á Á NÆSTU dögum og vikum verða 600 tonn af kindakjöti frá síðasta ári boðin til sölu á lækkuðu verði. 60-70 milljónum króna verður varið úr ríkis- sjóði í niðurgreiðslur í þessu skyni. Bændur á búnaðarþingi vildu helst að allar kindakjötsbirgðir yrðu fluttar úr landi, en stjómvöld munu hafa krafist þess að a.m.k. 600 tonn yrðu seld á innanlandsmarkaði á lækkuðu Fulltrúar á búnaðarþingi lýstu margir yfir miklum áhyggjum af því að tímabundin útsala á kindakjöti myndi raska öllu jafnvægi á kjöt- markaðinum og leiða til almennrar verðlækkunar. Auk þess væri hætta á að verslanir og kjötvinnslur myndu — ■ kaupa mikið af kjöti í heilum skrokk- um, sem myndi síðan leiða til sölusam- útsölu dráttar á nýju kjöti. Þingfulltrúar bentu á að þetta hefði að jafnaði gerst þegar efnt hefði verið til útsölu á kjöti. Til að koma í veg fýrir þetta samþykkti þingið að kjötið, sem yrði selt á lægra verði, yrði snyrt, sérpakk- að og merkt sérstaklega. Jafnframt var lögð áhersla. á að kjöt sem selt yrði úr landi yrði flutt út með þeim hætti að það spillti ekki því markaðs- starfi sem nú er unnið að erlendis. Ríkisstjómin hefur samþykkt að veija 150 milljónum í ár til að lækka birgðir á kindakjöti, en þær eru um 2.200 tonn. Miðað við að 60-70 millj- ónir fari til afsetningar á kjöti innan- lands fara 80-90 milljónir í að kosta útflutning á kjötinu. ■ Búnaðarþing samþykkti/6 SAMNINGUR um kaup bæjar- sjóðs Hafnarfjarðar á hótelturni og bílageymslu í verslunarmiðstöð Miðbæjar Hafnarfjarðar hf., liggur fyrir. Kaupverð eignarhlutanna er 252,9 milljónir króna samkvæmt samningnum auk þess sem gert er ráð fyrir að bæjarsjóður leggi til 24 milljónir króna í lokafrágang á bílageymslu, samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins. Leggja átti kaupsamninginn fram á fundi í bæjarráði í dag en í gær tilkynnti Ingvar Viktorsson bæjarstjóri að málið myndi frest- ast um viku. Forsvarsmenn Miðbæjar Hafn- arfjarðar hf. hafa nú þegar undir- ritað samninginn sem felur í sér kaup á hótelturni verslunarmið- stöðvarinnar fyrir rúmar 169 millj- ónir króna og bílageymslu fyrir rúmar 83,7 milljónir. Afgreiðslu bæjar- ráðs Hafnarfjarð- ar var frestað um eina viku Deilt um leigugreiðslur Styr hefur staðið um hvort bærinn hafi leigt kjallarann fýrir 55 milljónir til 15 ára eða þegar keypt hann fyrir sömu upphæð. Þá eru í samningnum ákvæði um að bæjarsjóður greiði 24 milljónir fyrir frágang á umræddri bíla- geymslu, auk þess sem felld verða niður opinber gjöld, svo sem fast- eignagjöld og um 30 milljóna króna útistandandi gatnagerðar- gjöld. Samkvæmt þessu nema út- gjöld bæjarsjóðs Hafnarfjarðar vegna samningsins að minnsta kosti 307 milljónum króna. Minnihluti ekki hafður með í ráðum Jóhann G. Bergþórsson og Ing- var Viktorsson bæjarstjóri hafa staðið að samningsgerðinni fyrir meirihlutann, ásamt Steingrími Eiríkssyni lögfræðingi, en hann hefur áður unnið álitsgerð vegna Miðbæjar Hafnarfjarðar að beiðni Jóhanns. Af hálfu Miðbæjar Hafn- arfjarðar hf., tóku þátt í samnings- gerðinni Hrafnkell Ásgeirsson lög- fræðingur og Viðar Halldórsson framkvæmdastjóri Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. Enginn fulltrúi minnihlutans í bæjarstjórn tók þátt í samningsgerðinni. ■ í kapphlaupi/10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.