Morgunblaðið - 12.10.1995, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 12.10.1995, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 9 FRÉTTIR Sparnaður í heilbrigðiskerfinu og lokanir geðdeilda „LOKANIR geðdeilda í sumar, sem kallaðar voru sparnaður, bitnuðu mjög illa á sjúklingum. Sumir þeirra voru sendir of snemma heim, til að rýma fyrir öðrum og náðu sér því ekki að fullu. Aðrir þurftu að bíða vik- um saman eftir þjónustu. Þegar þeir loks komust að voru þeir mjög veikir og meðferðin tók því miklu lengri tíma en ella. Sparnaðurinn var því enginn og í raun er undarlegt að nefna sparnað í þessu sambandi, því þetta snýst um sjúklinga, fólk, en ekki tölur á blaði.“ Þetta segja þijár konur, sem allar hafa leitað til geðdeildar Landspítalans. Þær óskuðu eftir að fá að koma sjónarmiðum sín- um á framfæri í tilefni alþjóða- dags geðheilbrigðis, sem var á þriðjudag, 10. október. „Það heyrist aUt of sjaldan í þeim sem nota þjónustu geðdeildanna og við viljum bæta þar úr,“ segja konurnar, sem óska nafnleyndar. Konurnar segja allar að starfsfólk ogþjónusta geðdeild- arinnar sé til fyrirmyndar. Hins vegar hefur sparnaðurinn bitn- að á þeim. „f sumar var einni deild lokað í sex vikur,“ segir ein þeirra. „Þá var ég send heim, allt of fljótt, sem leiddi til þess að ég varð enn veikari en áður. Þegar ég komst aftur inn á deildina beið mín því lengri meðferð og að sjálfsögðu dýrari en ef ég hefði fengið að ljúka meðferðinni upphaflega." Óvinnufær svo vikum skipti Önnur tekur undir þetta. „Ég var óvinnufær vegna þunglynd- is, en í þessum niðurskurði verða læknar að meta hver þurf i allra mest á hjálp að halda. A meðan ég beið versnaði mér stöðugt og ástandið var orðið þannig að ég var algjörlega óvirk heima. Loks greip systir mín í taumana og ég fór til sál- fræðings, sem lagði mig inn á landspítalinn GFODEIl „D HUS 3 "LH I a~|b' c LLi « \ \ t Snýst um sjúklinga en ekki töl- ur á blaði sjúkrahús. Þá var ég orðin mjög veik og búin að missa öll tök á raunveruleikanum. Svona mikið þunglyndi er mjög hættulegt, þar sem sjálfsmorðshugleiðing- ar láta fljótt á sér kræla.“ Hún segir að eftir margra vikna hjálp hafi hún smám sam- an náð sér. Iðjuþjálfun hafi átt stóran hlut í því. „Það trúir því enginn, sem ekki hefur reynt, hvað það er erfitt fyrir þung- lyndissjúkling að gera einföld- ustu hluti, en ef ég hefði fengið hjálp fyrr þá hefði iðjuþjálfunin ein kannski nægt, ásamt göngu- deildarþjónustu. Þar sem ég þurfti hins vegar að bíða svo lengi eftir hjálp var ég orðin mjög veik og þurfti að dvelja á geðdeildinni í margar vikur. Kostnaður heilbrigðiskerfisins við það er auðvitað mikill, fyrir utan að ég hafði ekki getað stundað vinnu mjög lengi.“ Annar fylgifiskur sparnaðar- ins er, að þegar deildum er lok- að eru sjúklingar af ólíkum deildum hafðir saman. „Þessir sjúklingar eiga alls ekki heima saman, þar sem vandamál þeirra eru af mjög ólíkum toga,“ segja konurnar. „Starfsfólkið er líka fáliðað, en vinnur ótrúlegt starf.“ Þriðja konan í hópnum segir að hún haf i komist inn á geð- deild án fyrirvara, eftir að sum- arlokanir liðu hjá. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig hefði far- ið fyrir mér, hefði ég ekki getað leitað hjálpar strax. Iðjuþjálfun- in kom mér aftur á skrið og ég fékk einnig aðstoð félagsráð- gjafa.“ Snertir marga Konurnar þijár benda á, að Iokanir geðdeilda vegna sparn- aðar bitni ekki á lokuðum hópi örfárra sjúklinga. „Stór hluti þeirra, sem íeita sér hjálpar, nær sér aftur á strik og þarf ekki að leita til geðdeilda oftar. Hins vegar er mikilvægt að fólk fái hjálpina strax. Annað leiðir til þess að veikindin versna og bitna enn verr á sjúklingnum, fjölskyldu hans og heilbrigðis- kerfinu, því kostnaður við með- ferðina eykst. Það mætti gjarn- an efla dagdeildir, svo fólk geti til dæmis leitað beint í iðjuþjálf- un.“ Loks bæta konurnar þijár því við, að geðfatlaðir eigi kost á því að njóta svokallaðrar lið- veislu. „Fatlaðir og geðfatlaðir geta fengið einhvern í heim- sókn, með sér í bíó eða leikhús eða annað slíkt. Vegna fjár- skorts er hins vegar ekki tekið við fleiri skjólstæðingum fram að áramótum." Starfsmaður ráðinn til að sinna reynslu hverfi í Grafarvogi STARFSMAÐUR, Snjólaug Stefáns- dóttir, hefur verið ráðinn til að vinna að útfærslu á tillögu um að Grafar- vogur og Borgahverfí í Reykjavík verði eitt reynsluhverfi frá 1997. Markmiðið er að samræma þjón- ustu opinberra aðila eins og Félags- málastofnunar, skólaskrifstofu, fræðsluskrifstofu, Dagvist barna, íþrótta- og tómstundaráðs, heilsu- gæslu og lögreglu. Hugmyndin er að stofna eina hverfaskrifstofu fyr- ir starfsemina með einni yfirstjórn þessara málaflokka. Að sögn Láru Björnsdóttur félags- máiastjóra Reykjavíkurborgar eru allir aðilar, hverfasamtök, borgin og yfirvöld heilbrigðismála og lög- gæslu, áhugasamir um að koma þessu reynsluhverfi á fót. Lára segir að fleiri málaflokkar hafi verið nefndir til dæmis málefni fatlaðra og bókasafn. Fá hverfin meira sjálfstæði? Hún segir að fundir hafi verið haldnir með fulltrúum dómsmála- og heilbrigðisráðuneyta. Formleg afstaða þeirra verður ljós þegar starfsmaðurinn hefur lokið störfum eða 1. júlí 1996. Kosturinn við reynsluhverfi, að mati Láru, er að þjónustan yrði ekki lengur dreifð. Samvinna stofnana yrði tryggð og ekki væru lengur margar stofnanir að vinna að sama málinu óháð hver annarri. < Lára Björnsdóttir segir að í fram- haldi af þessu mætti kanna hvort raunhæft sé að hverfi borgarinnar fengju meira sjálfstæði. . 4.390 takmai magn, Styttri opnunartími - lægri verð Opid alla virka dagafrá kl. 12-18.30 laugardaga kl. 10-16. Sendum í póstkröfu, s. 581 41 ÞORl’Il) BORGARKRINGLUNNI Þykkar, síðar peysur Verð frá kr. 13.200 TESS Opið laugardag frá kl. 10-14 - Verið velkomin - neðst við °Pið virka ðaga . . . kl. 9-18, Dunhaga, laugardaga sími 562 2230 kl. 10-14. Rýmingarsala a kjólutn ELÍZUBÚÐIN Skipholti 5 20% AFSLÁTTUR Á TAKMÖRKUÐUM FJÖLDA VÉLA í SKAMMAN TÍMA liibemo ÞVOTTAVÉL GERÐ LV-158T (Verð áður kr. 52.600,-) Nú 42.080,- » 39.980,- stgr. Láttu ekki happ úr hendi sleppa! Tilboðið gildir aðeins meðan takmarkaðar birgðir endast. EURO/VISA raðgreiðslur án útb. Frí heimsending - og við fjarlægjum gömlu vélina þér að kosnaðarlausu. IBERNA er góður kostur: Regnúða-vatnsdreifing * frjálst kerfis- og hitaval * ullarkerfi * hraðþvottarofi * heitskolunarrofi * stillanleg vinding 500/850 sn. * íslenskur leiðarvísir * Fönix ábyrgð og þjónusta. iberno flokks /?anix ÞVOTTAVÉLAR - l’URRKARAR frá HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 Barnaskór. Teg. 2332 St. 29-33. Litir: Blátt og rautt. Kr. 1.495 Kr. 1.995 Loðfóðraðir barnakuldaskór. Teg. 9674. St. 22-35. Litir: Rautt, brúnt og grænt. Kuldaskór m/riflás. Teg. 571. St. 28-39. Litir: Blátt og rautt. Gönguskór. Teg. 7717. St. 22-35. Litir: Grænt, blátt. OpiOkl. 12-18.30. Laugard. kl. 10-16. ÞORPII) Geirsbúð BORGARKRINGLUNNI Sendum í póstkröfu. Simi 581 1290. Tískufataefni - vetrarefni • Nýjar sendingar í hverri viku. • Flísefnaúrvalið aldrei meira. • Teygjuflís og skyrtuflís nýkomin. • Malden flís kr. 1.380 pr. m. og venjuleg kr. 890. Qvirka °t“- .'.Vv Mörkin 3 við Suðurlandsbraut. np laueard Sími 568-7477 kl.10-14.’

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.