Morgunblaðið - 12.10.1995, Side 8

Morgunblaðið - 12.10.1995, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Sauðfé skipað til öndvegis íslendingar hafa fengið það, sem þeir vildu og eiga skilið, nýjan búvörusamning til næstu aldamóta, sem kostar okkm-1,2 milljörðum meira en gamli samningur- inn hefði gert, ef hann hefði verið iramlengdur. Hvorki sparast þetta fé né verður það notað í neitt annað. Má ég kynna nýja hrútinn okkar... Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson UPPSKERUSTÖRF á Litlu-Tungu í Holta- og Landsveit sl. sunnudag. Víða tjón hjá kornbændum Syðra-Ijangholti. Morgunblaðið. Flugumferðar- stjórar Viðræður í næstu viku LÍKLEGT er að boðað verði til fundar með flugumferðarstjór- um og viðsemjendum þeirra hjá ríkissáttasemjara í næstu viku. Langflestir starfandi flug- umferðarstjórar hafa sem kunnugt er sagt upp störfum frá og með næstu áramótum. Deilan er nú í höndum ríkis- sáttasemjara. Karl Alvarsson, sem sæti á i samninganefnd Félags íslenskra flugumferð- arstjóra, segir að fundarboð verði að koma að frumkvæði ríkisins. UPPSKERA hjá kornræktar- bændum er misjöfn víða um land að sögn Jónatans Her- mannssonar, tilraunastjóra hjá RALA. Þar veldur miklu að tvívegis gerði mikið hvass- viðri 16. og 30. september. Af sex raða byggi fauk mik- ið af axinu en það þolir mun verr hvassviðri en tveggja raða byggið auk þess sem stöngullinn stendur betur. í heildina telur Jónatan að þetta teljist þó meðalár hvað uppskeru varðar. Vegna væt- utíðar dróst allnokkuð að skera kornið hjá mörgum bændum á Suðurlandi. Þá hefur borið við að álftir og gæsir hafi valdið tjóni á ökr- um en þó hvergi eins mikið og í Birtingaholti í Hruna- mannahreppi. Þá hefur annar kornrækt- arbóndi, Ágúst Sigurðsson, líkt ágangi fuglanna í akrana við engisprettufarald og telur tíma til kominn að endur- skoða lög um friðun álftar- stofnsins. Víðast er byggið valsað og síðan súrsað og líkar vel sem kjarnfóður, einnig er nokkuð þurrkað af byggi en lang- stærstur hluti af útsæðinu er fluttur inn. Snjóflóðaeftirlit Odýrast að byggja upp eftirlitskerfið BJÖRN Valdimars- son, bæjarstjóri og formaður Al- mannavarnanefndar Siglufjarðar, segir að stjórnkerfi snjóflóðamála sé í ólestri og hvað rekist á annars horn í frumskógi óskýrra boðleiða. „í núverandi skipulagi gerist það mjög oft að ein- stakar ríkisstofnanir fara með verkefni sem ekki heyra undir þeirra ráðu- neyti heldur önnur ráðu- neyti þannig að stjórnun- arleg völd og lagaleg ábyrgð fer ekki saman. Þess vegna fara mál með skjaldbökuhraða í gegn- um kerfið. Sem dæmi um þetta má nefna að snjóflóðaeft- irlitsmenn eru ráðnir af lögreglustjórum sem heyra undir dómsmálaráðherra. Snjóflóðaeftiriitsmenn vinna svo samkvæmt fyrirmælum Veður- stofu sem heyrir undir umhverfis- ráðherra og kostnaður af störfum þeirra greiðist af Ofanflóðasjóði sem heyrir undir félagsmálaráð- herra. Annað dæmi er að Almanna- varnir ríkisins, sem heyra undir dómsmálaráðherra, eiga að sam- þykkja framkvæmdar- og kostn- aðaráætlanir sveitarstjórna vegna varnarvirkja. Ofanflóðasjóður, sem heyrir undir félagsmálaráð- herra, á að greiða kostnaðinn en umhverfisráðuneytið, sem fer með byggingar- og skipulagsmái og fer með málefni Veðurstofu íslands, kemur hvergi að þessu ferli. Eitt dæmið í viðbót er svo að félagsmálaráðherra, sem á að taka formiegar ákvarðanir um greiðslur úr Ofanflóðasjóði, á eng- an fulltrúa í Ofanflóðanefnd, sem á að gera tillögur um þessi mái til Almannavarna, sem aftur heyra undir dómsmálaráðuneytið. Fé- lagsmálaráðherra tekur við papp- írunum á lokastigi til að skrifa undir ákvarðanir aðila sem hann hefur engan aðgang að. Þetta ástand kristallast svo i því að núna, sjö mánuðum eftir að lögum um snjóflóðaeftiriits- menn var breytt, skuli ekki einu sinni farið að auglýsa störf snjó- flóðaeftirlitsmanna til umsóknar hvað þá að farið sé að ráða menn til starfa. Afleiðingin af því er m.a. sú að reyndasti og hæfasti maðurinn í þetta starf á Siglufirði er kominn í fulla vinnu annars staðar. Eitt dæmi sem mætti nefna í viðbót er að í reglugerð um gerð hættumats er heimildarákvæði um að lögreglustjórar megi rýma stærra svæði en skil- ----------- greint er hættusvæði samkvæmt hættumati, ef þeir telja nauðsyn á. Hvaða fagleg rök liggja að því að fela einum embættismanni þetta vald? Ef rýma á hús á stærra svæði en samkvæmt hættumati tel ég að Almannavarnaráð ríkisins eða Al- mannavarnanefndir sveitarfélag- anna ættu að ákveða það. Það á ekki að leggja slíka ákvörðun á einn mann. Það mætti halda að þetta þjónaði ekki öðrum tilgangi en þeim að geta bent á einhvern sökudólg ef illa fer. - Hvernig hefur svona flókið stjórnkerfi í þessum málum getað orðið til? BJORN VALDIMARSSON ►Björn Valdimarsson er fædd- ur í Reykjavík 9. janúar 1955 og hefur verið bæjarstjóri í Siglufirði frá 1990. Hann er kvæntur Marisku van Der Meer og eiga þau eina dóttur. Á skjaldböku- hraða gegnum kerfið „Þetta byggist á 7-8 lögum og reglugerðum sem menn hafa verið að setja í gegnum tíðina án þess að búa til heildarmynd af mála- flokknum. Núna hefur hins vegar verið skipuð nefnd undir forystu Eiríks Tómassonar prófessors, sem á að endurskoða öll þessi mál, og þar eiga sveitarstjórnirnar sinn fulltrúa. Við sveitarstjórnarmenn höfum lagt áherslu á að það fari saman stjórnunarleg ábyrgð og lagaleg völd á öllum sviðum þessa stjórn- kerfís og að það verði allt einfald- að. í þessu meingallaða kerfí höf- um við verið að gefa umsagnir um lög og reglugerðir sem tekið hefur verið sáralítið tillit til enda hafa menn verið að vinna innan lagaramma sem er nánast ónot- hæfur. Eg hef fundið fyrir skilningi félagsmálaráðherra á því að það þurfí að taka á þessum málum, en þetta tengist embætti hans með ýmsum hætti auk þess sem hann er ráðherra sveitarstjórnar- mála. Þetta er mjög alvarlegt ástand. Mitt mat er að menn verði að við- urkenna að ekki eru til fjármunir til þeirra uppkaupa á húsum í þeim mæli sem menn hefðu kosið. Spurningin er þá hvort við verðum ekki að læra að búa við þessar aðstæður og fyrst og fremst leggja peninga i eftirlitsþáttinn. Ég held að ódýrasta leiðin sé að byggja upp þetta eftirlitskerfi og gera það markvisst og skilvirkt. ---------- Eftirlitskerfið hefur hvorki verið markvisst né skilvirkt. Þar til á þéssu ári hafa 1-2 starfsmenn Veðurstof- unnar sinnt þessum málum. Snjóflóðaeftirlitsmenn eru í hlutastörfum og fæstir þeirra ná tugum þúsunda króna í mánað- arlaun og í stuttu máli hefur allt eftirlitskerfíð verið í skötulíki vegna skorts á fjármunum. Ég held þess vegna að við stönd- um núna frammi fyrir tvennu. í fyrsta lagi að átta okkur á því hvernig við ætlum að leggja upp í þennan vetur og hins vegar því að gera þessar breytingar á stjórn- kerfinu sem er langtímaverkefni, sem ekki verður lokið í vetur. I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.