Morgunblaðið - 27.10.1995, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 3
FRETTIR
Sléttbakur
með björg-
unarlið og
hund
NITJÁN björgTjnarsveitarmenn með
hund til leitar í snjóflóðum voru
sendir frá Patreksfirði til Flateyrar
með togaranum Sléttbak EA, sem
leitað hafði vars utan við Vatneyri.
Skipið lagði af stað frá Patreks-
firði um klukkan 10 í gærmorgun,
að sögn Ivans Brynjarssonar, 1.
stýrimanns á Sléttbaki, og var
væntanlegt til Flateyrar um klukkan
17 og var áætlað að vegna veðursins
tæki siglingin 7 tíma í stað um
þriggja og hálfs tíma við venjulegar
aðstæður.
ívan Brynjarsson sagði að Slétt-
bakur hefði ieitað vars utan við
Vatneyri eftir að hafa lónað á Hamp-
iðjutorginu í rúman sólarhring.
Hann sagðist gera ráð fyrir því
að þegar björgunarmennirnir væru
komnir á áfangastað gæfi áhöfnin á
Sléttbak sig fram til aðstoðar við
þau störf sem óskað væri eftir, hvort
sem um yrði að ræða aðstoð við að
lýsa upp Flateyri, fólksflutninga eða
annað.
Hópur lækna
og hjúkrunar-
fræðinga til
Flateyrar
AÐ MINNSTA kosti sautján læknar
og sextán hjúkrunarfræðingar voru
sendir áleiðis til Flateyrar í gær.
Frá ísafírði fóru strax tveir lækn-
ar, auk tveggja hjúkrunarfræðinga.
Með varðskipinu Ægi fóru frá
Reykjavík fjórir læknar, einn hjúkr-
unarfræðingur og fjögurra manna
áfallahjálparhópur, auk þriggja
lækna og hjúkrunarfræðings frá
Landspítala.
Varðskipið Óðinn flutti frá Grund-
arfirði tvo lækna og tvo hjúkrunar-
fræðinga frá Stykkishólmi og Ólafs-
vík, auk þriggja lækna, hjúkrunar-
fræðings og þriggja manna áfalla-
hjálparhóps frá Landspítala.
í ráði var einnig að flytja þijá
lækna frá Borgarspítala, hjúkrunar-
fræðing og tvo úr áfallahjálparhópi
flugleiðis um leið og færi gæfist.
Ennig var sendur tíu manna hóp-
ur á vegum Rauða kross íslands til
fjöldahjálpar frá Reykjavík, ísafírði,
Bolungarvík og Akranesi.
- ellefu manns úr sérþjálfaðri sveit
Slökkviliðsins í Reykjavík voru flutt-
ir frá Grundarfirði til Flateyrar.
-------» » ♦-------
Veðurofsinn
tafði Baldur
Björgunarlið
safnaðist saman
í Grundarfirði
Grundarfirði. Morgunblaðið.
FJÖLDI björgunarmanna safnaðist
saman í samkomuhúsinu í Grundar-
firði í morgun til að bíða eftir flutn-
ingi vestur til Flateyrar.
Almannavarnanefnd Grundar-
fjarðar var kölluð á fund og var
falið að skipuleggja skráningu
björgunarmanna en Slysavarnafé-
lagið og Rauði krossinn sáu um
framkvæmdir. Um það bil 80 björg-
unarmenn fóru með varðskipinu
Óðni ásamt með tveimur læknum
og fleira hjúkrunarfólki og lét skip-
ið úr höfn upp úr kl. 11. Um tutt-
ugu manns, björgunar og áfalla-
hjálparlið frá Landspítalanum og
stjórnendur sérþjálfaðra hunda,
komu með þyrlu til Grundarfjarðar
og fóru þaðan á flugvöllinn á Rifi,
áður en flogið var vestur.
í samkomuhúsinu var afdrep fyr-
ir fleiri björgunarsveitarmenn af
Vesturlandi sem biðu átekta frekari
fyrirmæla frá Almannavörnum rík-
isins.
FERÐIR Breiðafjarðarfeijunnar
Baldurs lágu niðri frá sunnudegi
þangað til í gær. „Veðurofsinn kom
illa niður á okkur, því Baldur gat
ekki lagst að bryggju á Bijánslæk.
Eg hef aldrei vitað annan eins veður-
ofsa jafnsnemma hausts," sagði
Guðmundur Lárusson, fram-
kvæmdastjóri Baldurs, í samtali við
Morgunblaðið.
í gær gat Baldur loksins lagst upp
að á Bijánslæk þar sem vindur var
orðinn meira af norðan sem er hag-
stæðari átt við Bijánslæk. Með skip-
inu í eær fóru frá Stykkishólmi tveir
flutningabílar, mjólkurbíll með
vagni, þrír jeppar og einn fólksbíll.
Talsvert af fólki hafði gefist upp á
að bíða að gæfi til að sigla yfír að
Bijánslæk. Á heimleiðinni átti að
koma við í Flatey og taka farþega.
Guðmundur sagði að ófært væri
um Klettsháls, svo fólk yrði að
,treysta á Baldur. „Ég veit að menn
reyndu að fara hálsinn á jeppum á
þriðjudag, en komust ekkert áleiðis.
Fiutningabílarnir fara hálsinn enn
síður en jeppar, þar sem sú ferð er
mjög hættuleg í snjó og svona miklu
hvassviðri," sagði Guðmundur.
um Island
á stéttarfélagsverði
Sérkjör á innanlandsflugi, gistingu, rútuferðum og bílaleigubílum fyrir
félagsmenn stéttarfélaganna
Fljúgandi á
félagsverði
12. okt. ’95 - 26. maí ‘96
eiugleiöir* inn»nland,
Sjö þúsund sæti í innanlandsflugi á einstöku
verði kr. 5.630 - rrfteð skatti, fram og til
baka frá Reykjavík til eftirtalinna staða:
Akureyrar, Egilsstaða, Hornafjarðar,
Húsavíkur, ísafjarðar, Patreksfjarðar,
Sauðárkróks og Þingeyrar.
(Til Vestmannaeyja: kr. 4.630 )
Sofandi á
sérkjörum
Vetrarorlof Lyk.il-hótelanna
Dæmi: 2 manna herbergi með baði
og morgunmat aðeins kr. 5.000
Regnbogahótelin
um allt land
Gisting í 2 manna herbergi með
morgunverði og baði:
Verð: 2.750 kr. á mann í tvíbýli
Hótel Borgarnes • Reynihlíð,
Mývatni • Selfoss
Verð: 2.000 kr. á mann í tvíbýli
Flugleiöabótelin
Dæmi: 2 manna herljergi með baði
og morgunmat aðeins kr. 4.700
Vestmannaeyjar
Dæmi: 2 manna herbergi með baði
og morgunmat aðeins kr. 2.000
Akandi á
afslætti
Merkir
um afslátt
Europcar og Hertz Við bjóöum _
■ | ■ | — ‘ • - -ero'.
Bilaleigubílar
stéttarfélagsv
Afgreiðslustaðir um allt land!
Bílar af öllum stærðum og gerðum.
Dæmi um verð (Hertz - Bílaleiga
Flugleiða s: 569 0458).
Bílaleigubíll af S-flokki (Volkswagen
Polo) með tryggingu og sköttum:
Daggjald 3.400 kr. (m.v. 100
km).
Dæmi um verð (Europcar Interrent
- Höldurhf. s: 568 8663). Bílaleigubffl
af 1-flokki með tryggingu og sköttum:
Daggjald 3.150 kr. (m.v. 100
km).
Afsláttarkjör með
langferöabílum
Sparfar
4 L-
A
Sparfar er fullt fargjald á áætlunarleiðum með
50% afslætti. Kaupa verður far fram og til
baka með tveggja daga fyrirvara. Það er ekki
hægt að breyta farmiða og þeir eru ekki
endurgreiddir.
Sölustaðir: B.S.Í. - Umferðarmiðstöðinni í
Reykjavík sími: 552 2300, sérleyfishafar og
Umferðarmiðstöðin á Akureyri sími: 462 4442
Aðilar að þessu tilboði:
Austfjarðaleið
Guðmundur Jónasson
SBA
Sérleyfisbílar Helga Péturssonar
Austurleið
Norðurleið
SBK
Sérleyfisbílar Suðurfjarðar
BSH
Sæmundur Sigurmundsson
Vestfjarðaleið
MikiU Jjöldi þjónustustaða um allt
land býður aðildarfélögum sérstakt
verð á þjónustu sinni. Þetta litla skilti
þýðir að stéttarfélagsverð er í boði og
það er um aðgera að nýta sér það!
Að Ferðanefnd
aðildarfélaganna standa:
Alþýðusamband íslands
Bandalag háskólamanna
Bandalag starfsmanna ríkis og bæja
Farmanna- og fiskimannasamband íslands
Samband ísl. bankamanna
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Landssamband aldraðra
Blaðamannafélag íslands
Kennarafélag Islands
Vélstjórafélag Islands
Stéttarfélag tæknifræðinga
Stéttarfélag verkfræðinga
Félag bókagerðarmanna
Samvinnuferðir - Landsýn
Hafið beint samband við
þá þjónustuaðila sem að
tilboðinu standa.
Ferðanefndin hefur nú samið við nokkra af stærstu ferðaþjónustuaðilum innanlands um verulegan afslátt og sérkjör
fyrir félagsmenn sína veturinn ‘95-’96. Markmiðið er að auka möguleika íslendinga til þess að ferðast um eigið land
og um leið stuðla að aukinni atvinnu í ferðaþjónustu á landinu. Það er von okkar að þessir samningar auki áhuga
landsmanna á ferðalögum innanlands, bæði sumar og vetur.