Morgunblaðið - 27.10.1995, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 7
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Þorkell
Beðið fyrir
syrgjendum
BEÐIÐ var fyrir Flateyring-
um, aðstandendum þeirra og
björgunarfólki víðs vegar um
land í gær. Voru flutt huggun-
arorð í flestum kirkjum að
beiðni biskups, til dæmis í
Dómkirkjunni í Reykjavík.
Meðal annarra syrgjenda í
kirkjunni voru forseti íslands,
frú Vigdís Finnbogadóttir, og
Vestfjarðaþingmennirnir Ein-
ar Oddur Kristjánsson, sem
búsettur er á Flateyri, og Ein-
ar K. Guðfinnsson frá Bolung-
arvík.
Athvarf íDrottni
Séra Hjalti Guðmundsson
flutti huggunarorð og gerði
meðal annars að umtalsefni
ógnarsmæð mannsins og van-
mátt gegn ofurefli náttúrunn-
ar. Séra Hjalti sagði að á
sörgarstundu sem þessari ætti
manneskjan ekkert annað at-
hvarf en Drottin. „Hann veitir
okkur kjark og kraft. Reisir
okkur við og bendir fram á
veginn til lífsins.“
Ennfremur sagði hann að
þjóðin væri sem einhuga á slík-
um stundum og þeir sem ættu
um sárt að binda væru í bænum
allra. Bað hann einnig Guð að
blessa þá sem nú þjást. Kirkju-
gestir sungu nokkra sálma
ásamt Dómkórnum, þar á með-
al sálm nr. 43, Ó, þá náð að
eiga Jesú, en athöfninni lauk
með sálmi nr. 523, Föður and-
anna, eftir Matthías Jochums-
son, sem séra Hjalti benti á að
þjóðin hefði margoft leitað
huggunar í á erfiðri stundu.
Patr eksfj ör ður
Stöðugt
eftirlit
ALMANNAVARNANEFND Pat-
reksfjarðar hélt uppi stöðugu eftir-
liti vegna snjófljóðahættu í gær og
í nótt að sögn Þórólfs Halldórssonar
sýslumanns.
•Veður hafði gengið niður á Pat-
reksfirði um fimm leytið í gær. Allt
skólahald hafði fallið niður um dag-
inn en rafmagn hafði ekki farið af
bænum.
Jónas Sigurðsson, aðalvarðstjóri
lögreglunnar á Patreksfirði og
nefndarmaður í almannavarnanefnd,
sagði að rutt hefði verið frá Tálkna-
firði til að koma björgunarveitar-
mönnum til Patreksfjarðar í gær-
morgun. Aðrir björgunarsveitar-
menn komu frá Bíldudal og Patreks-
firði og hélt 19 manna flokkur með
Sléttbaki til Flateyrar kl. 11 um
morguninn. Einn leitarhundur fór
með mönnunum. Jónas sagði að eins
margir björgunarsveitarmenn hefðu
verið sendir frá Patreksfirði til Flat-
eyrar og þorandi hafi verið að senda
með tilliti til ástandsins á Patreks-
firði.
Jónas sagði að starfað væri sam-
kvæmt viðbúnaðarstigi almanna-
varna og stöðugt eftirlit haft með
snjóflóðhættu. Hann sagði að Pat-
reksfirðingar væru slegnir yfir at-
burðunum á Flateyri og eflaust
hefðu margir áhyggjur af ættingjum
og vinum. Lögreglan beindi því til
almennings að halda sig innan dyra
nema sérstök nauðsyn kræfi.
-----» ♦ ----
Tálknafjörður
Tímaklukkan
gengið aftur
Tálknafirði. Morgnnblaðið.
TÁLKNFIRÐINGAR fengu sinn
skerf af óveðrinu í fyrrinótt. Það var
upp úr miðnætti, sem hvessti og
fylgdi mikil ofankoma. Venjulega
þegar hvessir af norðaustan gengur
á með hvössum byljum og hægir á
milli en í fyrrinótt var stöðugt hvas-
sviðri og fór ekki að hægja fyrr en
um tíuleytið í gærmorgun. Þokkalegt
veður var komið á um kaffíleytið í
gær.
Rafmagnsleysi var viðloðandi í
gær því einn rafmagnsstaur lagðist
á hliðina. Rafmagn komst á aftur
um hádegi. Kennsla féll niður í
grunnskólanum annan daginn í röð.
Allar götur í þorpinu voru kol-
ófærar og hafa menn það á tilfinn-
ingunni að tímaklukkan hafi gengið
afturábak um nokkra mánuði og að
við séum að upplifa óveðrin í janúar
og febrúar í fyrra.
Herra Ólafur Skúlason biskup
KIRKJAN
VEITIR AÐSTOÐ
HERRA Ólafur Skúla-
son biskup segir að
kirkjan sé reiðubúin að
veita alla þá aðstoð sem
hún getur vegna atburð-
anna á Flateyri.
„Við erum að ljúka
Kirkjuþingi og undan-
farna morgna hef ég í
bænagjörðinni beðið
sérstaklega fyrir þeim
sem eru á hættusvæðum. í
morgun var bænastund Kirkju-
þings helguð þessu fólki og von-
um þeirra um að fleiri fyndust.
Kirkjan er reiðubúin að veita
alla aðstoð sem hún getur með
því að prestar komi og tali við
fólk, en stundum er best þegar
fólk hefur prest hjá sér þótt
ekki fari mörg orð á milli,“ sagði
Ólafur við Morgunblaðið í gær.
Biskup bað presta um að hafa
sérstakar bænasamkomur í gær-
kvöldi vegna atburðanna á Flat-
eyri og urðu prestar um allt land
við þeirri beiðni.
Helaum und
Aðeins eru 10 mánuðir liðnir
síðan 14 létust í snjóflóði sem
féll í Súðavík. Ólafur
Skúlason sagði að sárin
eftir þá atburði væru
ekki nærri gróin og ýfð-
ust við harmleikinn á
Flateyri.
„Nú verður allt við-
kvæmara, ekki aðeins
hjá þeim sem nánast
stóðu heldur einnig hjá
okkur öllum sem vorum
fjær. Það hefur svo margt gerst
undanfarið, svo sem rútuslysið
í Hrútafirði, að þjóðin er eins
og helaum und vegna allra þess-
ara tíðinda,“ sagði Ólafur.
Prestar veita
stuðning
Þegar Ólafur var spurður
hvort þeir sem misstu ættingja
sína í Súðavík og víðar hefðu
getað sótt styrk til kirkjunnar
sagði hann engan vafa leika á
því. Kirkjan hefði reynt að að-
stoða eftir megni, bæði með því
að senda presta vestur og einnig
hefðu prestar fylgst með fólki
síðan, bæði því sem flutti frá
Súðavík og því sem enn býr fyr-
ir vestan.
# Leikur að eigin vali!
Þú ræður upphæðinni sem
þú spilar fyrir (frá 50 kr. uppí 250 kr.)
og hve margar tölur þú velur, minnst
eina og mest sex, en sjö tölur eru
dregnar út. Þú getur einnig notað
sjálfval.
# Leikurinn endurgreiddur!
Ef þú velur 6 tölur og færð
enga rétta tölu í útdrætti.
# Mikill fjöldi vinninga!
# Kínó er selt á öllum sölustöðum
íslenskrar getspár (lottósölustöðum)
# Útdregnar tölur birtar í
Sjónvarpinu laust fyrir kl. 20:00.
Upplýsingar um úrslit í símum 568 1511 og Grænu númeri 800 6511,
Textavarpinu, Morgunblaðinu og DV.
# Sölukerfinu lokað fyrir Kínó-sölu
kl. 19:00.
mNHINGA R1
» | ALl JAÐ