Morgunblaðið - 27.10.1995, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.10.1995, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Hörð viðbrögð Alusuisse: Máliðerámís- skilningi byggt W7 iGtSAjkJD- Einar K, Guðfinnsson alþingismaður Orð fá ekki lýst aðstæðunum Samkomu- haldi víða aflýst SAMKOMUHALDI var aflýst víða um land í gær í kjölfar hinna hörmulegu atburða á Flateyri í fyrrinótt. Jafnframt var efnt til samverustunda í flestum kirkjum landsins þar sem beðið var fyrir Flateyring- um, aðstandendum þeirra og björgunarfólki. Að sögn Baldurs Jónssonar, markaðsstjóra auglýsinga í hljóðvarpi RUV, var mikið álag á símanum í gær því hringt var víða að til að aflýsa fundum, samkomum og íþróttaviðburðum svo dæmi séu tekin. „Um leið og fregnir bárust af snjóflóðinu hringdi fjöldi fólks og vildi fella niður tilkynningar um mannfagnaði af ýmsu tagi. Jafnframt báðu margir viðskiptavinir okkar um að auglýsingar á þeirra vegum yrðu ekki lesnar upp í dag.“ Baldur segir ennfremur að auglýsingatíma Ríkisútvarps- ins hafí verið breytt á þann veg að lesa fyrst hefðbundnar auglýsingar en síðan hafi til- kynningar um bænahald vegna snjóflóðsins verið lesnar eftir stutta þögn. Hætt var við útsendingu síðdegisþáttar Rásar 1 í gær- dag og tónlist leikin í staðinn. Einnig var útvarpað frá minn- ingarathöfn í Dómkirkjunni. Kennarar og nemendur Kvennaskólans í Reykjavík efna til minningarathafnar við kertaljós í skólanum í dag kl. 9.00 þar sem meðal annars verða lesin Ijóð. Ýmsum fundum og ráð- stefnum hefur verið frestað. Til dæmis frestaði Rauði kross íslands aðalfundi sínum, sem átti að hefjast í dag. Fyrirhug- aðri ráðstefnu Sjálfstæðis- flokksins um Evrópusamband- ið og ísland, sem vera átti í Valhöll á morgun, hefur verið frestað og lokahófl þings Verkamannasambands Is- lands hefur verið aflýst. „ÞAÐ er fyrst og fremst sorg sem heltekur mann eftir þessi hörmu- legu tíðindi frá Flateyri," sagði Einar K. Guðfmnsson, 1. þingmað- ur Vestfjarða. Einar sagðist hafa fengið frétt- ir af snjóflóðinu milli klukkan fimm og hálf sex á fimmtudags- morgun og þeir Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður, sem búsettur er á Flateyri, fóru saman í stjórnstöð Almannavarna í Reykjavík. „Þar höfum við dvalist í allan dag og fylgst með framvindu mála og þeim öruggu og fumlausu vinnubrögðum sem hafa verið í kringum björgunaraðgerðirnar. Fyrir það eru auðvitað allir hlutaðeigandi ákaflega þakklátir. Sérstakar aðstæður Á þessari stundu vil ég fyrst og fremst færa aðstandendum þeirra látnu og öðrum sem eiga um sárt að binda vegna þessara hræðilegu atburða, mína dýpstu hluttekningu og hugur okkar allra er bundinn við aðstæðurnar á Flat- eyri. Þarna þekki ég marga og í hópi þeirra látnu eru vinir mínir og kunningjar. Og þessi atburður snertir mann ákaflega djúpt, ekki síst vegna þess að þetta er í annað skipti sem snjóflóð af þessu tagi fellur á mínum heimaslóðum. Orð fá ekki lýst þessum aðstæðum," sagði Einar. Þegar Einar var spurður hvern- ig horfði til vetrarins í ljósi þess- í DAG spáir Veðurstofan norðan- kalda eða stinningskalda og éljum um norðanvert landið, en léttskýj- uðu veðri um sunnanvert landið. Síðdegis fer að lægja talsvert og ara atburða, sagði hann að veður- farsaðstæður síðustu daga hefðu verið mjög sérstæðar. „Auðvitað vonar maður að veðurskilyrði af þessu tagi verði ekki aftur, en það veit enginn hvað veturinn hefur að geyma. Ég held þó að ég mæli fyrir munn allra Vestfirðinga þeg- ar ég segi að síðasti vetur hafi reynt nægilega á okkur og við eigum þá von að komandi vetur fari mildari höndum um okkur,“ sagði Einar. Sorgin og björgunin Snjóflóðið sem féll á Flateyri fór langt niður fyrir áður skilgreind hættumörk. Því hafa vaknað spurningar um öryggi Vestfirð- inga annarstaðar á svæðum sem skilgreind hafa verið utan hættu- marka. Um þetta sagði Einar, að á þessari stundu hugsuðu menn eingöngu um þessa atburði, sorg- ina og björgunina. „Það er ekki skynsamlegt að reyna að sjá mikið fram í framtíð- ina, en auðvitað er öllum ljóst að stjórnvöld og fólkið hvar sem er í landinu stendur með Flateyringum í þeirra miklu sorg, albúið að tak- ast á við framtíðina með þeim. Hitt er það að þessir atburðir á Flateyri vekja með manni nýjar spurningar sem við erurti einfald- lega ekki í stakk búnir að svara hér og nú en að því viðfangsefni hljótum við að einbeita okkur á næstunni," sagði Einar K. Guð- finnsson. stytta upp á Vestfjörðum, en austan til á Norðurlandi bætir heldur í vind og verður norðan- og norðvestan stinningskaldi eða allhvasst með éljum þar undir kvöldið. Síðdegis lægir og styttir upp á Vestfjörðum Snjóflóðafræðingur Veðurstofunnar Oedlilegt aftaka- flóð sem á sér ekki hliðstæðu Morgunblaðið/Ámi Sæberg JÓN Gunnar Egilsson JÓN GUNNAR Egils- son, snjóflóðafræð- ingur á Veðurstof- unni, segir að snjóflóðið á Flateyri sé aftakaflóð og mjög óeðlilegt miðað við það sem áður hefur þekkst. Mikill vindur og snjóburður hefur verið á fjallinu ofan Flateyrar frá því um síðustu helgi. Ná- kvæmar upplýsingar um dýpt snjóflóðsins og um- fang lágu ekki fyrir í gær, en það er 300-400 metra breitt. - Hvemig var flóðið sem féll á Flateyri í nótt? „Það er ljóst að þetta var svokallað þurrt flóð en hvers eðlis það var get ég ekki sagt um enn sem komið er.“ - Er þetta þekkt snjóflóðagil? „Já, þetta er frægur snjóflóða- farvegur og flóð hafa oft verið að hlaupa þar niður. Vegagerðin færði meðal annars veginn á sín- um tíma vegna þess. Hins vegar fer flóðið mun lengra núna en nokkrar sagnir eru til um. Á Flateyri var 4-5 stiga frost á láglendi þegar flóðið féll en lík- lega 9-10 stiga frost í fjallinu." - Hvernig myndast þessar aðstæður sem valda snjóflóðinu? „Uppi á íjallinu er búinn að vera stífur vindur af norðaustri með ofankomu í langan tíma sem hefur flutt mikið magn af snjó þama fram. Ástæðan fyrir þessu er því mikið snjómagn sem er að koma á skömmum tíma. Fannburður byijar þarna um helgina og sunnudagseftirmið- daginn byijar að blása að ein- hveiju ráði. Á veðurathugunar- stöðinni á Þverfjalli, sem er mitt á milli ísafjarðar og Flateyrar, hefur verið 50 hnúta vindur sam- fellt síðan á mánudag og komist í 85 hnúta, sem er mun meira en 12 vindstig. Þetta er ástæðan fyrir þessu snjómagni, en hvað veldur því að snjóflóðið fer svona langt þekki ég ekki ennþá. Ég bíð bara eftir því að kom- ast vestur og gera mælingar og skoða.“ - Er hægt að skýra hvað gerðist? „Það sem gerðist á Flateyri er mjög óvenjulegt sérstaklega á þessum árstíma. Snjóflóðið fer svo langt fram yfir hættumarks- línurnar, sem þó voru gerðar eftir bestu vitund og þekkingu. Þetta er eitthvað sem við getum kallað aftakaflóð og það verður mjög fróðlegt að reyna að finna forsendur þess. í dag höfum við þær ekki.“ - Er yfirleitt hægt að spá fyrir um snjóflóð? ►Jón Gunnar Egilsson fæddist í Reykjavík árið 1960. Hann lauk prófi í byggingartæknifræði frá Tækniskóla íslands árið 1987 og hefur starfað á si\jó- flóðadeild Veðurstofu ís- lands frá árinu 1989. Hann er ógiftur og barnlaus. „Það er hægt að spá fyrir um snjóflóð að einhveiju leyti en bitur reynslan hefur sýnt okkur að margt í eðli snjóflóða er okk- ur óþekkt. Með aukinni þekk- ingu, athugunum og mælingum nálgumst við það mark að geta spáð fyrir um snjóflóð af auknu öryggi en við eigum ennþá tölu- vert í land að ná því marki.“ - Breytir þetta snjóflóð ein- hverju um hættumat? „Það er auglóst að snjóflóð sem fer þetta langt fram yfir hættumarkslínu kallar á að menn endurskoði þau vinnu- brögð sem notuð hafa verið.“ - Hvað tekur við? „í augnablikinu er mjög erfitt að hugsa skipulega um hvað gerist í framtíðinni. Eftir nokkra daga fara menn að skoða hvaða möguleikar eru í stöð- unni og þá jafnframt að raða hlutum í for- gangsröð.“ - Erum við á eftir öðrum þjóðum varðandi þekkingu á snjóflóðavörnum? „Já, við erum á eftir þeim þjóðum sem lengst eru komnar í þeim efnum en búum vel að því að þangað getum við sótt okkur þekkingu og nýtt okkur reynslu þeirra manna sem sinna þessum málum. Þetta höfum við verið að gera undanfarin ár og erum þar í samstarfi við Norð- menn og aðrar Evrópuþjóðir.“ Endurskoða vinnu við hættumat

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.