Morgunblaðið - 27.10.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.10.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Snjóflóð myndaði 6-7 m flóðbylgju sem olli miklum skemmdum og drap fé við Súgandafjörð og á Suðureyri „Hættuástand og bíðum bara eftir næsta flóði“ Tíu íbúðarhús rýmd í gær STÓR flóðbylgja, sex til sjö metra há að því að talið er, olli talsverðum skemmdum á bátum og hafnargarð- inum á Suðureyri við Súgandaflörð á ellefta tímanum í gærmorgun. Þá drapst fjöldi íjár frá bænum Botni við Súgandafjörð í flóðinu. Flóð- bylgjan myndaðist í kjölfar snjóflóðs sem féll úr fjallinu handan fjarðarins nokkrum kílómetrum innar í firðin- um. Æddi flóðbylgjan þvert yfir fjörð- inn, og upp á land. Flæddi hún inn í gamla sundlaug sem stendur í 4-5 km fjarlægð frá Suðureyri og dráp- ust þar margar kindur sem höfðu leitað skjóls í byggingunni. Einnig drapst Qöldi fjár sem var á dreif í fjörunni. Flóðaldan hélt hins vegar áfram út með firðinum og stöðvaðist ekki fyrr en hún brotnaði á hafn- argarðinum við Suðureyri og inn í höfninni en þar olli hún miklum skemmdum, sleit frá tvo báta sem þar voru og sökkti öðrum þeirra. Ekki er vitað til þess að fólk hafí slasast í þessum hamförum. Ottast að flóð falli í Norðureyrargili Vonskuveður var á Suðureyri í gær og sást ekki yfir fjörðinn. Var því ekki unnt að meta nákvæmlega hvar snjóflóðið sem olli flóðinu féll. Óttast var að annað snjóflóð kynni að falla úr gilinu fyrir ofan Norður- eyri, sem er handan fjarðarins and- spænis kauptúninu. Það gæti valdið flóðbylgju sem færi bei'nt á þorpið. Mun algengara er að snjóflóð falli úr því gili. Að sögn Halldórs Her- mannssonar sveitarstjóra ákvað al- mannavarnanefnd að rýma tíu íbúð- arhús sem standa næst sjónum og jafnframt var öll umferð um neðstu TALIÐ er að snjóflóðið sem féll í gær hafi verið mjög stórt og fallið úr 500 metra háu fjallinu talsvert innar- lega í firðinum. Flóðbylgjan sem myndaðist á sjónum æddi yfir fjörðinn og gekk svo út eftir firðinum, jafnvel nokkurra kílómetra leið, flæddi yfir þjóðveginn og hreif með sér 18 tonna jarð- ýtu, sem stóð við hús Orku- bús Vestfjarða, sem stendur við lónið nokkur hundruð metra frá þorpinu. Flóðald- an brotnaði að lokum á hafn- argarðinum við þorpið. FLÓÐBYLGJAN brotnaði á hafnargarðinum og fór inn í höfnina þar sem hún sleit upp tvo báta og sökkti öðrum. götur þorpsins bönnuð. Einnig var öllum börnum á Suðureyri bannað að fara út úr húsi. „Við vitum ekki hvernig aðstæður eru í Norðureyrar- hlíðinni en þar er snjóflóðahætta," sagði hann. Snjóflóð féll í Norðureyrarhlíðinni handan fjarðarins sl. þriðjudag. Það gekk niður í sjó en var þó ekki nægilega stórt til að valda flóð- bylgju. Annað flóð féll nokkru innar í firðinum. „Ef þetta hefði gerst beint á móti þorpinu vitum við ekki hvað gerst hefði,“ sagði Halldór um flóðið sem féll í gærmorgun. Að sögn Jóhanns Bjarnasonar, formanns björgunarsveitarinnar, tókst að ná bátnum sem sökk á þurrt eftir hádegi í gær og er hann ekki talinn ónýtur en er mikið skemmdur. Einnig urðu miklar skemmdir á hafnargarðinum. „Það er hættuástand hérna. Við bíðum bara eftir næsta flóði. Það getur komið hvenær sem er,“ sagði hann. Eins og maður sér í bíómyndum „Ég var staddur í björgunarstöð- inni á Suðureyri og sá þegar flóð- bylgjan kom æðandi innan úr firðin- um og gekk yfir varnargarðinn. Þetta var bara eins og maður sér í bíómyndum. Ég tel að hún hafi ver- ið sex til sjö metra há. Hún gekk hér inn í höfnina en hún brotnaði þó að mestu á hafnargarðinum. Uppfylling sem gerð hafði verið við hafnarkantinn fór alveg í flóðinu en gamli hlutinn braut flóðbylgjuna nið- ur. Flóðið fór einnig á 18 tonna jarð- ýtu rétt við orkubúshúsið, sem stend- ur skammt frá þorpinu, og færði hana eina 10 til 15 metra. Flóðbylgj- an fór líka yfir veginn sem liggur inn í þorpið og er hann nú þakinn gijóti. Klæðningin flettist af vegin- um á stórum hluta og lá hún eins og teppadruslur út um allt,“ sagði Jón Gestsson, björgunarsveitarmað- ur á Suðureyri, þegar hann lýsti hamförunum í gær. „Það er ekki algengt að flóðbylgj- urnar séu þetta kröftugar en við vit- um af þessari hættu. Menn urðu meira varir við þetta áður fyrr meðan eyrin var óvarin en á síðustu þremur árum hafa komið tvær kröftugar bylgjur sem hafa valdið skemmdum," sagði Halldór Hermannsson. ÓVÍÐA á landinu er meiri snjó- flóðahætta en ofan Norðureyrar norðan við Súgandafjörð and- spænis kauptúninu. Rétt utan við eyrina gengur mikið gil upp í fjallshlíðina og falla oft mikil snjóflóð úr því sem hafa myndað flóðbylgjur þegar þau ganga í sjó fram og hafa nokkrum sinnum valdið miklu ölduróti og skemmd- um á Suðureyri. Flóðið í gær féll hins vegar mun innar í firðinum, og gekk flóðaldan síðan út fjörð- inn og brotnaði á hafnargarð- inum á Suðureyri. Fyrir þremur árum féll snjóflóð í Norðureyrargili og myndaði flóðbylgju sem gekk yfir fjörðinn og inn í höfnina á Suðureyri. Hvolfdi hún flotbryggju í höfninni og olli skemmdum á bátum. Flóðöldurnar geta orðið 6-7 metra háar Þorleifur Guðnason, sem nú býr á Suðureyri, ólst upp á Norð- ureyri, en hún stendur fremst á lítilli eyri, gegnt þorpinu. Bjó hann þar á árunum 1955 til 1970 og þekkir vel flóðahættuna á þessum slóðum, en Þorleifur seg- ist ekki minnast þess að jafn stórt flóð og féll í gær hafi fallið áður svona snemma vetrar. Hann sagði að oft hefðu fallið snjóflóð ofan Norðureyrar sem valdið hefðu miklum flóðbylgjum, sem gætu orðið 6-7 metra háar. „Þessi stóru flóð virðast falla á vissu árabili eða á 10 til 15 árum, sérstaklega á Norðureyrina sjálfa,“ segir hann. „Þegar flóðin falla fyrir ofan bæinn á eyrinni gengur aldan venjulega yfir fjörðinn og á höfn- ina. En þó að hlaupi utan til við Þorleifur Guðnason bjó á hættusvæðinu á Norðureyri til 1970 Aldrei heyrt um svo stórt flóð á þessum tíma Ljósmynd/Halldór Agúst Gunnarsson. HÆTTUÁSTAND var á Suðureyri í gær þar sem óttast var að flóð félli úr gilinu ofan Norðureyrar í fjallinu norðan Súgandafjarðar og að flóðbylgja myndi ganga þvert yfir fjörðinn og upp í byggð- ina. Snjóflóð féll úr gilinu sl. þriðjudag. gilið er sjaldgæft að ^það valdi miklum skemmdum. Áður fyrr kom þó nokkrum sinnum fyrir að aldan kastaði til bátum á kambinum. Þegar hefur fennt og svellhúð er komin yfir snjóinn verður krafturinn á flóðinu miklu meiri. Ég hef sjálfur alveg slopp- ið við flóðin," segir hann. Stundum falla snjóflóð eftir fyrstu snjóa í ritinu Skriðuföll og snjóflóð segir að oft hlaupi öll fjallshlíðin sem er um 500 metra há, hjalla- laus og brött. „Hlaupin á Norður- eyri koma veivjulega úr spjó- dyngjum, er safnast ofarlega í fjallinu og helst í lok hríða. Fjalls- brúnin er slétt og skefur fram af henni, svo að þar verður mikil snjósöfnun. Snjóflóð koma þarna stundum eftir fyrstu snjóa, þótt ekkert hjarn sé undir, en oftast hleypur á gömlu hjarni. Ofarlega í hlíðinni, þar sem upptök snjó- flóðanna venjulega eru, vottar víða fyrir dýjaveitum, og má vera, að þær eigi einhvern þátt í að hleypa snjóflóðunum af stað eða geri svellbunka, sem srjórinn skríður á. Stundum hleypur öll hlíðin utan fyrir Norðureyri og inn undir Selárdal," segir í ritinu. 4. febrúar 1946 féll snjóskriða á Norðureyri sem olli mikilli flóð- bylgju, sem braut bryggjur á Suðureyri, tók báta, er stóðu þar á kambinum, og færði þá upp á götu. Rétt fyrir jól 1951 kom hlaup úr gilinu utan við Norður- eyri og gekk flóðalda undan því þvert yfir fjörðinn og fast upp að dyrum húsa sem neðst standa á Mölunum Suðureyrarmegin. Ekki hlutust þó miklar skemmdir af.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.