Morgunblaðið - 27.10.1995, Side 16

Morgunblaðið - 27.10.1995, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ___________________________________AKUREYRI______________________________________ Snjóflóð féllu í Ljósavatnsskarði og Fnjóskadal • Óveður olli rafmagnsleysi • Bændur misstu fé Sumarhús gjöreyðilagðist UM 800 metra breitt snjóflóð féll úr Króklækjar- gili ofan við bæinn Birkihlíð í Ljósavatnsskarði í fyrrinótt og hreif með sér nýlegan sumarbústað sem stóð í hlíðinni skammt ofan bæjarins. Nokkur minni flóð féllu úr giljum ofan við bæinn. Hlíðin undirlögð í flóðum „Við erum nú ekki alveg óhrædd, flóðið fór óhugnanlega nálægt bænum,“ sagði Lára Svavars- dóttir í Birkihlíð. Húsið var byggt fyrir fáum árum og sagði hún að afi sinn, sem bjó alla sína tíð á þessum slóðum, hefði bent á bæjarstæðið, sem hann taldi ákjósanlegt m.a. vegna þess að þar væri ekki snjóflóðahætta. Lára sagði að öll hlíðin ofan við bæinn væri Umtalsverðar skemmdir í Þórðarstaðaskógi undirlögð af flóðum. Eitt þeirra lenti á heimaraf- stöð sem þjónaði tveimur bæjum, húsið slapp en snjór komst inn í inntakið þannig að vatns- og rafmagnslaust var á bæjunum. „Við vitum ekki nákvæmlega hvernig ástandið er, við þorum ekki að hreyfa okkur, það eru alltaf af og til að falla smáspýjur úr fjallinu," sagði Lára en hvasst var og rigning fram eftir gærdeginum. „Við verðum að athuga með vatnið og rafmagnið seinna, það er ekki þorandi að vera á ferli í hlíðinni, það er engu að treysta Jón Óskarsson á Illugastöðum í FnjóskadaÍ sagði að snjóflóð úr Belgsárfjalli og Háafjalli handan orlofshúsabyggðarinnar hefðu verið með meira móti. Algengt væri að spýjur kæmu úr giljum á þessum slóðum en nú hefðu flóðin einnig fallið milli þeirra. „Þau virðast hafa hreinsað alveg hluta af Þórðarstaðaskógi, mér sýnist sem umtalsvert tjón hafi orðið þar. Veðrið er tvísýnt og því erum við ekkert að fara út að skoða aðstæður strax,“ sagði Jón. Hann sagði að Fnjóskáin hefði verið óvenju lít- il um miðjan daginn, það væri greinilegt að flóð hefðu fallið framarlega í dalnum og stöðvað rennsl- ið. í Þórðarstaðaskógi eru nokkur sumarhús og taldi Jón í gær að flest þeirra hefðu sloppið. Kindur krókn- uðu úr kulda ÓTTAST er að fjöldi kinda hafi bæði drukknað í skurðum og króknað úr kulda f Eyjafirði í óveðr- inu sem gekk yfír á miðvikudag. Brynjar Finnsson, bóndi á Litlu- Brekku í Amarneshreppi, missti um 30 ær, eða helming fjárstofns síns í þessum hörmungum. Ær hans höfðu hrakist undan óveðrinu og leitað skjóls í skurðum, þar sem þær annaðhvort drukknuðu eða króknuðu úr kulda. Albert Jensen, bóndi á Syðra- Koti, var að aðstoða Brynjar við að koma dauðu og hálfdauðu fé á kerru, þegar blaðamaður hitti þá að máli. Albert hafði sjálfur fundið tvær af sínum ám dauðár í skurði og fundust þær undir rúmlega eins metra skafli. Albert og Brynjar sögðu að nágrannar þeirra hefðu einnig verið að leita kinda en vissu ekki hvort eitthvað hafði drepist hjá þeim. Veðrið afleitt fyrir kindur „Ég veit til þess að víða vantar kindur og menn hafa verið að leita þeirra. Ég óttast að þær hafi fennt í kaf,“ sagði Ólafur G. Vagnsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, í gær. Hann sagði að einhveijir bændur hefðu sett fé sitt í hús áður en veðrið skall á, en flest hefði verið úti við. „Menn voru ekki nógu duglegir að koma fénu í hús miðað við þá eindregnu vonsk- uspá sem lá fyrir,“ sagði Ólafur. Veðrið á miðvikudag sagði hann afleitt fyrir kindur, bleytuhríð og hiti um frostmark. Snjórinn festist í ullinni þannig að ærnargætu lítið hreyft sig, væru kaldar og hraktar og króknuðu því fljótt. Samningur húsnæðisnefndar og Arki- tekta- og verkfræðistofu Hauks Skipulag og hönnun 72 íbúða við Snægil SAMNINGUR milli Húsnæðis- nefndar Akureyrar og Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks hf. um skipulag og hönnun á 72 félags- legum íbúðum í 18 húsum í Snæ- gili 2-36 var undirritaður í gær. Gert er ráð fyrir að húsin rísi á næstu 6 árum og að heildarkostn- aður við allt verkið nemi um hálf- um milljarði króna. Hagstæður samningur „Við teljum að við höfum náð afar hagstæðum samningi,“ sagði Gísli Kristinn Lórenzson, formað- ur húsnæðisnefndar, við undirrit- un samningsins. Hann sagði að um tímamótasamning væri að ræða, þetta væri stærsta bygg- ingasvæði sem nefndin hefði tekið undir byggingar félagslegra íbúða. Eftirspurn eftir slíkum íbúðum hefur aukist til muna á Akureyri á árinu og dregið úr endursölu eldri íbúða. „Það hefur sýnt sig að eftir að farið var að byggja minni íbúðir í litlum húsum hefur eftirspumin aukist, fólk kýs heldur slíkar íbúðir en þær sem byggðar hafa verið í stórum fjöl- býlishúsum." Hönnuðir byggingasvæðisins eru systurnar Anna María og Fanney Hauksdætur. Húsnæðis- nefndin leitað eftir tillögum á liðnu ári að skipulagi svæðisins og húsa- gerð sem hentaði fyrir byggingu félagslegra íbúða. Svæðið er í Giljahverfi 111. Verkið verður boðið út í tveimur áföngum, sá fyrri verður boðinn út næsta vor og byggður upp á tveimur til þremur árum. Guðríður Friðriksdóttir for- stöðumaður Húsnæðisskrifstof- unnar á Akureyri sagði að mikill áhugi virtist vera fyrir íbúðum á þessu svæði en þegar væri byrjað að spyijast fyrir um þær. Morgunblaðið/Kristján Morgunblaðið/Kristján ÓTTAST er að fjöldi kinda hafi króknað úr kulda í óveðrinu í Eyjafirði á miðvikudag. Ærnar lágu dauðar á víð og dreif þeg- ar komið var að þeim. NÝLEGUR sumarbústaður varð fyrir snjóflóðinu sem féll rétt við bæinn Birkihlíð í Ljósavatnsskarði í fyrrinótt. .í'v. . _ .. ^ Morgunblaðið/Kristján STARFSMENN Rafmagns- veitna ríkisins voru í önnum við að tengja rafmagnslínur. Mikil vinna við að koma línum í lag VÍÐA var rafmagnslaust á Norður- landi eystra í gær og voru starfs- menn Rafmagnsveitna ríkisins önn- um kafnir við að gera við línur og staura. Þeir nutu aðstoðar björgun- arsveitarmanna á svæðunum við það verk. Rafmagn var skammtað í Ólafsfirði en báðar línurnar þang- að voru bilaðar. Á Sléttu, Öxarfírði og Kelduhverfí var rafmagnslaust, en díselvélar keyrðar á Þórshöfn, Kópaskeri og Raufarhöfn. Tryggvi Þór Haraldsson, um- dæmisstjóri á Norðurlandi eystra, átti von á að tækist að gera við lín- una í gærkvöld og í dag á Sléttu til Raufarhafnar. Búast mætti við að lengri tíma tæki að gera við lín- una til Þórshafnar. í Eyjafirði var víða rafmagns- laust í gærdag, m.a. á Hjalteyri, hluta Arnamesshrepps og Árskógs- hrepps. Eitthvað af bæjum á Sval- barðsströnd og í Höfðahverfi voru án rafmagns og einn í Eyjafjarðar- sveit. Þess var vænst að tækist að koma rafmagni á þessi svæði í gærkvöld. Um 70 straurar voru brotnir í Aðaldal og nánast allur dalurinn straumlaus og hið sama gilti um Tjörnes. Tryggvi sagði að mikil vinna væri enn framundan við að koma rafmagni á í umdæminu. ------------» ♦ ♦----- Flutninga- bíllinn enn á hliðinni FLUTNINGABÍLLINN sem fauk útaf og valt við bæinn Rauðuvík á miðvikudag, var enn á hliðinni í gær. Félagar í hjálparsveitinni á Dalvík aðstoðuðu við að flytja vörur úr flutningabílnum upp á vörubíl. Flutningabíllinn, sem er frá Flutn- ingamiðstöð Norðurlands, var á leið frá Akureyri til Dalvíkur með nauð- synjavörur þegar óhappið varð. Eins og fram kom í Morgunblaðinu slapp bílstjóri flutningabílsins ómeiddur. idJtu e kki af októberbókunum ásútgáfan Glerárgötu 28 - Akureyri Áskriftarsími 462 4966

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.