Morgunblaðið - 27.10.1995, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 19
_______UR VERIIMU____
Þróunarsamvinnustofnun íslands
Sendir skip og
útger ðar stj óra
til Mozambique
FENGUR, skip Þróunarsamvinnu-
stofnunar íslands, er að fara til
Mozambique eftir áramótin til að
vinna að hafrannsóknaverkefni, sem
unnið er í samvinnu við dönsku þró-
unarstofnunina og Norræna þróun-
arsjóðinn, en þessar þijár stofnanir
styrkja verkefnið.
14 umsóknir borist, en frestur
framlengdur
„Okkar framlag til verkefnisins
verður að leggja til skip og útgerðar-
stjóra,“ segir Björn Dagbjartsson,
framkvæmdastjóri Þróunarsam-
vinnustofnunarinnar. „Við auglýstum
eftir umsóknum í starf útgerðar-
stjóra og 14 umsóknir hafi borist.
Við framlengdum hins vegar frestinn
vegna þess að við vildum ná til fleiri
umsækjenda sem okkur gæti þótt
fengur í að fá.“
Hann segir að Norræni þróunar-
sjóðurinn, sem muni verða ábyrgur
fyrir rekstrinum ásamt Hafrann-
sóknastofnun Mozambique, muni
Aðalfundi
LÍÚ frestað
AÐALFUNDI LÍÚ hefur verið frest-
að um hálfan mánuð. Fundurinn átti
að hefjast í Reykjavík í gær, en hef-
ur hann nú verið fluttur til 9. og 10.
nóvember.
Dagskrá fundarins hafði áður veri
kynnt í Morgunblaðinu og verður hún
að öllum líkindum óbreytt að öðru
leyti en því að fundinum var frestað.
Skýringin á frestuninni er óveðrið,
sem gengið hefur yfir landið og og
hinn hörmulegi atburður er snjóflóð
féll á byggðina á Flateyri aðfaranótt
fimmtudagsins.
----» ♦ ♦
Ályktun FFSÍ
Stuðnmgiir
við veiðar á
úthöfunum
ÍTREKAÐUR var stuðningur við rétt
íslenskra fiskiskipa til veiða á Sval-
barðasvæðinu og í Smugunni á fundi
framkvæmdastjórnar Farmanna- og
fiskimannasambands íslands 20.
október sl. Ályktunin var send til
stjórnvalda vegna yfirstandandi
samningaviðræðna við Norðmenn og
Rússa vegna veiða íslendinga á al-
þjóðlegum hafsvæðum.
í ályktuninni var samninganefnd
íslands hvött til að gæta ítrustu
hagsmuna íslensku þjóðarinnar í við-
ræðunum. Þar segir ennfremur:
„Fundurinn beinir því sérstaklega til
samninganefndarinnar að hún hafni
algjörlega öllum hugmyndum um að
veita Norðmönnum og Rússum veiði-
rétt í íslenskri fiskveiðilögsögu í þess-
um samningaviðræðum."
----» ♦ »
Lítil síldveiði
LÍTIL síldveiði hefur verið undan-
farna daga vegna brælu. Alls hefur
verið tilkynnt um rúmlega 45.000
tonna afla og eru þá eftir um 84.000
tonn af leyfilegum afla. Mest af afl-
anum, tæplega 34.000 tonn hefur
farið í bræðslu.
hins vegar auglýsa eftir yfírmönnum
á skipið og áhöfn til að sigla því
suður eftir. Störfin verði auglýst hér
á íslandi og jafnvel á öðrum Norður-
löndum líka. Inni í því verði tvö föst
störf yfirmanna til tveggja ára og
líklega þijú störf í viðbót í áhöfninni
fyrir siglinguna til Mozambique.
Framlag íslands 60-70
milljónir
„Framlag íslands til verkefnisins
er metið á 60-70 milljónir króna,“
segir Björn. „Þá er reiknað með að
við lánum skipið endurgjaldslaust,
með afskriftum og að skipið verði
seinna meir í eigu Hafrannsókna-
stofnunar Mozambique. Norræni
þróunarsjóðurinn mun sjá um rekstr-
arkostnað, sem er áætlaður um 100
milljónir króna, en framlag Dana,
sem er mest fjárfestingar í fiskveið-
unum, er áætlað um 500 milljónir
króna.“
Björn segir að um sé að ræða rann-
sóknir á rækjumiðum á grunnsævi.
Mozambique sé nýtt samstarfsland,
en Þróunarsamvinnustofnun sé þeg-
ar með verkefni í gangi á Græn-
höfðaeyjum, Malaví og í Namibíu.
Þróunarverkefnin snúist að mestu
um fiskirannsóknir og tilraunveiðar
á fiski. Helmingur af fjárframlögum
íslendinga fari í laun íslenskra starfs-
manna sem séu um 20 erlendis, þar
af um 10 sjómenn með skipstjórnar-
eða vélstjóramenntun.____________
TILB0ÐSVERÐ
ÁPRENTURUM
Hewlett Packard litaprentarar:
DeskJet 340_________kr. 25.900
DeskJet 600_________kr. 27.900
DeskJet 660 C_______kr. 37.900
DeskJet 850 C_______kr. 55.900
DeskJet 1200 C kr. 94.500
DeskJet 1200 C
PostScript_________kr. 169.900
DeskJet 1600 C kr. 149.000
Hewlett Packard geislaprentarar:
LaserJet 5L__________kr. 54.900
LaserJet 5P kr. 97.000
Tilboótil 1. nóvember!
HP DeskJet 600
kr. 22.000, með nýrri tölvu!
Tölvu-Pósturinn
Hdmarksgæði • Ldgmarksverð
GLÆSIBÆ ÁLFHEIMUM, Sl'MI 533 4600
OSIAOG
SMIÖRSALANSE
Opið virka daga kl. 10 -18,
laugardaga kl. 10 -14 og
„langa laugardaga" kl. 10 -17.
d fteóta ótað íðcetuun!
Við höfum opnað glæsilega ostabúð að Skólavörðustíg 8,
par sem boðið er upp áfjölbreytt úrval gæðaosta.
Dýrindis ostar í miklu úrvali
Þú finnur örugglega ost að þinu skapi því úrvalið er ótrúlegt.
íslensku ostarnir í allri sinni fjölbreytni eru að sjálfsögðu í hávegum
hafðir. Einnig eru á boðstólum vinsælir ostar erlendis frá, t.d.
norskur Jarlsberg og geitarostar, franskur rjómaostur og hinn danski
Gamli-Óli. Þér er að sjálfsögðu velkomið að bragða á ostunum.
Einnig bjóðum við gæsalifur, andalifur, frönsk paté og sósur,
sérbakaðar ostakökur og ostabökur, rjómaostaábæti o.fl.
Persónuleg þjónusta í notalegu umhverfi
Sérþjálfað starfsfólk er þér innan handar, boðið og búið að veita
þér allar þær ráðleggingar sem þú þarfnast.
Veisluþjónustan - allt sem til þarf
Veisluþjónustunni er gert hátt undir höfði hjá okkur enda nýtur
hún sívaxandi vinsælda meðal viðskiptavina. Við aðstoðum þig
við að ákveða magn og meðlæti til veislunnar, þú færð allt til
ostapinnagerðar og hvaðeina sem þú þarft til að gera ostaveisluna
vel úr garði. Einnig færðu alls kyns smávöru, gjafavöru, skreytingar,
ostaáhöld, uppskriftarbækur, bæklinga o.fl.
Ostabökur í hádeginu!
Líttu til okkar í hádeginu og gæddu þér á ostabökunum okkar,
heilum eða í sneiðum, heitum eða köldum.
ÍSLENSKIR \,
ámm
olttlNAS^
BUÐIN
Verið hjartanlega velkomin tostabúðina að Skólavörðustíg 8. Sírninn er: 562 2772.