Morgunblaðið - 27.10.1995, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 27.10.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 21 ERLENT Borís Jeltsín Rússlandsforseti aftur á sjúkrahús vegna hjartveiki Vaxandi efasemdir um getu Jeltsíns til að stj órna Moskvu. Reuter. Reuter ÖRYGGISVÖRÐUR við sjúkrahúsið í Moskvu, þar sem Borís Jeltsín dvelur, neitar að svara spurning-um blaðamanna um líð- an forsetans. Jeltsín var fluttur þangað vegna hjartatruflana. N-kóresk- ur herfor- ingi flýr 0 YONG-nam, liðsforingi í her Norður-Kóreu og ættingi fyrr- verandi varnarmálaráðherra landsins, flýði nýlega til Suð- ur-Kóreu, að sögn ríkisút- varpsins þar í landi í gær. 0 Jin-u, sem var varnarmálaráð- herra og talinn næst-voldug- asti maður N-Kóreu, lést í febrúar. Hann var náinn vinur og ráðgjafi Kim Il-sung ein- ræðisherra, sem lést í fyrra, og er talið að andlát 0 hafí verið mikið áfall fyrir son og arftaka Kims, Kim Jong-il. Lindfors látin SÆNSKA leikkonan Viveca Lindfors lést í fæðingarborg sinni, Uppsölum, í gær, 74 ára að aldri. Hún fíuttist ung til Bandaríkjanna og reyndi fyrst fyrir sér í kvikmyndum en varð siðar fræg sviðsleikkona í New York. Hún var á leik- ferð í Svíþjóð er hún lést og var sjálf í hlutverki Augusts Strindbergs í verki er hún samdi um listamanninn. Fjórir látast í spreng’ingn FJÓRIR létu lífið er sprenging varð í verksmiðju í Hvíta- Rússlandi á miðvikudag. Verk- smiðjan hafði sérhæft sig í að eyða fallbyssusprengikúlum og naut fjárstuðnings frá Bret- um og Bandaríkjamönnum. Hvít-Rússar stöðvuðu eyð- ingu hefðbundinna vopna, sem framkvæmd er í samræmi við CFE-samninginn um fækkun slíkra vopna, í apríl að skipun Alexanders Lúkasénkós for- seta. Hann sagði starfið of kostnaðarsamt en það hófst þó aftur fyrr í mánuðinum. Yfirvöld segja að slysið hafi orðið vegna þess að starfs- menn hafi brotið gegn fyrir- mælum og reynt að þurrka púður úr kúlunum til að gera það hættulaust. íraskur flug- maður æskir landvistar ÍRAKI, sem sagður er hafa verið flugmaður í flugher Saddams Husseins, flúði til Kúveits með eiginkonu sína og barn á miðvikudag. Hann sótti um landvist af pólitískum ástæðum, að sögn fulltrúa Sameinuðu þjóðanna en fyrst í stað vísuðu kúveiskir her- menn fólkinu burt og sögðu því að snúa aftur heim. Fjöl- skyldan fór yfír landamærin við hafnarborgina Umm Qasr. Kólibrífugl- • innþræl- sterkur BANDARÍSKIR vísindamenn segja að kólibrífuglinn, minnsti fugl í heimi, sé geysi- sterkur miðað við stærð. Þeir mældu afl fuglsins með flókn- um tilraunum og var niður- staðan sú að hann sé nær níu sinnum sterkari en maðurinn. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, var fluttur á sjúkrahús í gær vegna endurtekinna hjartatruflana en að sögn Víktor Íljúshíns, náins að- stoðarmanns hans, er líðan hans miklu betri nú en þegar hann fékk áfallið í júlí sl. Kvað hann lækna forsetans mundu gefa út tilkynn- ingu í dag um veikindin en full- yrti, að engin þörf væri á hjartaað- gerð. Sagði hann Jeltsín mundu gegna gegna störfum sínum áfram en samkvæmt rússnesku stjórnar- skránni er forsætisráðherrann eða Víktor Tsjemomyrdín staðgengill hans. Þetta er annað hjartaáfall Jeltsíns á fjórum mánuðum og eykur það enn á efasemdir um að hann hafi heilsu til að gegna for- setastarfínu. Kenna um Banda- ríkjaferðinni Interfax-fréttastofan hafði eftir heimildum, að Jeltsín hefði veikst í einu sumarhúsa sinna og verið fluttur þaðan með þyrlu á sjúkra- hús í Moskvu. Georgí Satarov, einn aðstoðarmanna hans, sagði, að ekki væri vitað hve lengi forsetinn yrði á sjúkrahúsi en Íljúshín sagði, að Jeltsín þyrfti að hvílast og ná EISTNESKA þingið lýsti í gær yfir stuðningi við nýja ríkisstjórn Tiit Váhis forsætisráðherra. 55 þingmenn greiddu atkvæði með stjórninni, fimm voru á móti og nítján sátu hjá. Síðasta stjórn Váhis varð að segja af sér í kjölfar þess að í ljós kom að Edgar Savisaar innanríkis- ráðherra hafði látið hljóðrita sam- töl sem hann átti við aðra stjórn- málamenn. Hafa eistnesk dagblöð kallað málið „Watergate Eist- lands“. Váhi hét því að hann myndi halda áfram árangursríkri stefnu sér vel áður en hann tæki aftur til starfa. Sagði hann, að veikindin nú væru tengd „andlegu og líkam- legu álagi vegna ferðarinnar til Frakklands og Bandaríkjanna". Kvað hann nauðsynlegt að skipu- leggja utanferðir forsetans betur í sinni í efnahagsmáium en efna- hagsumbæturnar eru taldar hafa gjörbreytt hagkerfi landsins á ör- skömmum tíma. Stjórnin samanstendur líkt og fyrri stjórn af Samsteypuflokki Váhis og Bændabandalaginu auk þess sem Umbótaflokkurinn, markaðssinnaður flokkur á hægi’i væng eistneskra stjórnmála, á nú aðild að henni. Þá er það stefna Váhis að reyna að bæta samskiptin við Rússa, er hafa verið nokkuð stirð að undan- förnu. framtíðinni til að hann gæti hvíist og jafnað sig á tímamismuninum eftir langar flugferðir. Vladímír Samarín, rússneskur hjartasérfræðingur, sagði ekki ástæðu til að gera of mikið úr veik- indum Jeltsíns. Ekki væri ástæða Forseti kjörinn í Zanzibar TILKYNNT var í gær að fram- bjóðandi stjórnarflokksins í Tansaníu hefði sigrað naumlega í forsetakosningum í Zanzibar á sunnudag. Stjórnarandstaðan sakaði flokkinn um kosninga- svik og nokkrir af 140 erlendum eftirlitsmönnum, sem fylgdust með kosningunum, létu í Ijós efasemdir um að rétt hefði ver- ið talið upp úr kjörkössunum. Kosningarnar á sunnudag voru fyrstu fjölflokkakosningar Zanzibar í 31 ár, eða síðan eyjan sameinaðist Tanganyika árið 1964 í sambandsríkinu Tansa- níu, sem byggði stefnu sína á afrískum sósíalisma undir for- sæti J. Nyerere. Á myndinni fagna stuðningsmenn stjórnar- flokksins úrslitunum. til að óttast raunverulegt hjarta- áfall nema ekkert væri að gert. Veikindin stafa annars af æða- þrengslum og ónógum súrefnis- flutningi til hjartavöðvans. Horfinn að heilsu? Þegar Jeltsín veiktist í júlí sl. sagði breskur hjartasérfræðingur, að nefna mætti fjórar ástæður fyr- ir veikindunum. Hann hefði of háan blóðþrýsting, væri of feitur, drykki of mikið og gegndi erfiðu starfí. Jeltsín hefur nú fengið tvö áföll á fjórum mánuðum og það hlýtur að valda auknum efasemdum um, að hann hafí heilsu til að bjóða sig fram til forseta öðru sinni eins og hann stefnir að. í ágúst 1991 stökk Jeltsín upp á skriðdreka og kvað niður valda- ránstilraunina í Moskvu og þá var hann hraustur og vel á sig kom- inn. Nú virðist hann hins vegar vera farinn að heilsu. Hann er ijóð- ur í andliti, göngulagið óöruggt og oft óskýrmæltur. Aðstoðarmenn hans neita því, að forsetinn eigi við drykkjuvanda að stríða en aug- ljóst er, að hann er undir miklú álagi og ekki alltaf sjálfum sér samkvæmur. Morðæði á Sri Lanka Hjuggii og skutu fólktil bana Colombo. Reuter. SKÆRULIÐAR tamílsku tígr- anna á Sri Lanka hjuggu til bana og skutu að minnsta kosti 23 ibúa í tveimur þorpum í gær. Óttast er, að tala lát- inna sé miklu hærri, allt að 100 manns, en þetta var í fimmta skipti á fimm dögum, sem þeir fara með morðum um þorp sinhala en þeir eru í mikl- um meirihluta í landinu. íbúar þorpanna voru í fasta svefni þegar tamílarnir réðust gegn þeim en talsmenn stjórn- arinnar í Colombo segja, að aðgerðirnar beri vott um ör- væntingu, skæruliðar hafi misst um fímm hundruð manna í átökum við stjórnar- herinn síðustu daga og um 1.500 séu særðir. Stjórnarherinn sækir nú fram á Jaffnaskaga þar sem tamílar búa flestir og er búist við lokasókn gegn Jaffnaborg fljótlega. 50.000 fallnir Tamílar hafa barist fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis í norð- ur- og austurhluta Sri Lanka í 12 ár og talið er, að í þeirri baráttu hafi 50.000 manns látið lífið. Sagt er, að leiðtogi tamílsku tígranna, Velupillai Prabhak- aran, hafí flúið land en fréttir eru um, að skæruliðar reyni að neyða íbúa í Jaffna til að vopnast og beijast við stjórn- arherinn. ______________________________ Reuter Eistland Þingið styður nýju stjórnina Tallin. Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.