Morgunblaðið - 27.10.1995, Page 22

Morgunblaðið - 27.10.1995, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Hátíð á ártíð Hallgríms Péturssonar í Hallgrímskirkju um helgina HALLGRÍMSKIRKJA efnir til hátíðar á ártíð Hallgríms Pét- urssonar um helgina. Meðal atriða verða leikritið Heimur Guðríðar eftir Steinunni Jó- hannesdóttur og selló- og org- eltónleikar Ingu Rósar Ingóifsdóttur og Harð- ar Áskelssonar. Hátíðin hefst með Hallgrímsmessu í kvöld kl. 20:30 og mun Mótettukórinn meðal annars flytja mótettuna Upp, upp mín sál eftir Jón Hlöðver Áskelsson. Unnendum sálma og kirkjutónlistar er boðið að koma í Hallgrímskirkju á laugardagsmorgun milli kl. 10:00 og 12:30 til að syngja með Mótettukómum á opinni æfingu. Mun kórinn við sama tækifæri kynna starfsemi sína. Á laugardagskvöld kl. 20:00 er hátíðarsýn- ing á leikriti Steinunnar Jóhannesdóttur Heimi Guðríðar, síðustu heimsókn Guðríðar Símonar- dóttur í kirkju Hallgríms. Leikritið, sem var frumsýnt á Kirkjulistahátíð við mikla aðsókn á liðnu vori, fjallar um einstakan æviferil Guðriðar Símonardóttur, eða Tyrkja-Guddu, píslarsögu hennar og örlög. Fleiri sýningar á næstunni í aðalhlutverkum eru Helga Bachmann, Helga Elínborg Jónsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson en auk þeirra koma fram Guðjón Davíð Karlsson og Björn Brynjúlfur Björns- son. Leikstjóri er Steinunn Jóhannesdóttir, leikmynd gerir Elín Edda Ámadóttir og Hörð- ur Áskelsson semur og flytur tónlistina. Nokkrar sýningar verða á Heimi Guðríðar á næstunni. Sú næsta í Landakirkju í Vest- mannaeyjum miðvikudaginn 1. nóvember. Verkið verður síðan sýnt á miðvikudögum og sunnudögum í nóvember í nýjum safnaðarsal Morgunblaðið/Kristinn ÞRÖSTUR Leó Gunnarsson í hlutverki sínu í leikritinu Heimi Guðríðar. Morgunblaðið/Sverrir HÖRÐUR Áskelsson og Inga Rós Ing- ólfsdóttir leika á tónleikum á sunnudag. Rómantískar hug- leiðingar og Heimur Guðríðar Hallgrímskirkju í suðurvæng kirkjunnar. Rómantískar hugleiðingar verða viðfangs- efni hjónanna Ingu Rósar Ingólfsdóttur selló- leikara og Harðar Áskelssonar orgelleikara á tónleikum Listvinafélags kirkjunnar á sunnudaginn kl. 17:00. Tónlistarmennirnir „ramma tónleikana inn“ með tveimur Hallgrímsstefjum. í upphafi snýst hugleiðingin um íslenska passíusálmalagið Gefðu að móðurmálið mitt . . . og í endinn um Dýrð, vald, virðing . . . Bæn fyrir selló og orgel og Svanurinn eru framlag Frakkans Camille Saint-Saéns til tón- leikanna. Hann var, að sögn Harðar, org- anisti og afar afkastamikið tónskáld. „Tón- smíðar hans voru lengi vanmetnar en sam- tímamönnum hans þótti hann eiga grunsam- lega auðvelt með að semja tónlist. Ég held hins vegar að þeir sem kynna sér Saint- Saéns komist að þeirri niðurstöðu að hann hafí verið frábært tónskáld." í háum gæðaf lokki Eftir Þjóðvetjann Karl Höller verður leikin 25 mínútna löng hugleiðing í sex köflum yfir þjóðlag sálmsins Dýrlegi Jesús. Þessi sálmur er til I íslenskri þýðingu Sigurbjöms Einarsson- ar en hann er jafnan sunginn við annað lag. „Höller er ekki mjög þekkt tónskáld en þau verk hans sem ég hef kynnst em í háum gæðaflokki, þar á meðal þetta verk. Sennilega hefur hann liðið fyrir það hvað hann skrifaði tónlist undir miklum áhrifum frá öðrum tón- skáldum," segir Hörður. Joseph Rheinberger á einnig verk á efnis- skránni, Sorgarljóð og Kvöldljóð. Hann er þjóð- artónskáld Lichtenstein og tónlist hans hefur þar, að sögn Harðar, svipaða stöðu og tónlist Griegs meðal Norðmanna. „Tónlist Rheinber- gers er hunangssæt," segir Hörður. Samhljómur sellós og orgels er sjaldgæfur á tónleikum enda segir Hörður að fá verk hafi verið skrifuð fyrir þessa hljóðfæraskipan. Hörður er organisti og kantor Hallgríms- kirkju en Inga Rós leikur með Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Þau hafa ekki leikið saman um hríð. „Við höfum einfaldlega ekki haft tíma til þess,“ segir Hörður. „Við höfum verið svo upptekin á okkar sviði að þetta hefur orðið útundan. Það er miður enda höfum við óskap- lega gaman af því að spila saman.“ Litlu vísbend- ingarnar BÆKUR Sálf ræði INNGANGSFYRIRLESTR- AR UM SÁLKÖNNUN eftir Sigmund Freud. Þýðandi Sigur- jón Bjömsson. Hið islenska bók- menntafélag 1995 — 254 siður. FÁIR menn hafa átt jafn dijúgan þátt í að móta mannskilning sam- tímans og sá fróði læknir og hugs- uður Sigmund Freud. Áhrifa hans gætir ekki einasta í verkum lista- manna, sálfræðinga, heimspekinga og geðlækna heldur og í hugsana- gangi meginþorra almennings. Raunar má segja að Freud hafi bylt sjálfsskilningi tuttugustu aldar manna með hugmyndum sínum og orðfæri. Nægir í því viðfangi að nefna kenningar hans um drauma, mismæli, undirmeðvitundina og um áhrifamátt kynhvatarinnar. ímynd sálarfræðinnar Sjálfur hefur Freud orðið ímynd sálfræðingsins í huga almennings. Hann er sá sem sér ótal vísbending- ar og sannindamerki þar sem aðrir sjá aðeins innantóm svipbrigði og merkingarlitlar tilviljanir. Sjálfsagt hefur það einnig eflt frægð Freuds hversu auðvelt hefur reynst að ein- falda kenningar hans og lýsa þeim á myndrænan hátt; herskari líkinga tengdur fræðum hans er þessu til staðfestingar. Enda þótt slíkar ein- faldanir geti verið hjálplegar við kennslu er ekki ólíklegt að þær hafi á endanum hamlað skilningi á sál- könnun. Skrif Freuds hafa einnig orðið vísindamönnum og heimspekingum tilefni mikilla bollalegginga um hvernig best sé að stunda rannsókn- ir á mannlegu sálarlífi. Sumir gagn- fynendur Freuds hafa talið aðferðir hans svo meingallaðar að flestar niðurstöður hans séu vafasamar og kenningar hans standi því á brauð- fótum. Og þeir eru ófáir fræðimenn- imir sem hafa haft af því fullt starf að gagnrýna Freud. En andmælend- ur Freuds hafa haft of ríka tilheig- ingu til að einfalda aðferðafræði hans; þeir telja ranglega að sálkönn- un standi og falli með ákveðinni kennisetningu eða byggist á einni tiltekinni (gallaðri) rannsóknarað- ferð. Inngangsfyrirlestrar um sálkönn- un eru holl lesning öllum þeim sem hafa gert sér ofureinfalda mynd af kenningum Freuds. Fyrstu 15 fyrir- lestrarnir af 28 eru nú aðgengilegir íslenskum lesendum í þýðingu Sigur- jóns Björnssonar prófessors. Fyrir- lestrarnir, sem fluttir voru við Há- skólann í Vínarborg á árunum 1915 til 1917, sýna glöggt hversu fjöl- breytilegum rannsóknaraðferðum Freud beitir og hversu margvísleg- um stoðum hann reynir að renna undir kenningar sínar. í fyrstu fjór- um fyrirlestrunum fjallar hann um mismæli, misheym, gleymsku og önnur slík glappaskot sem fyrir koma í hversdagslífinu og menn sjá sjaldnast ástæðu til að staldra lengi við. í næstu ellefu fyrirlestrum rekur hann rannsóknir sínar á draumum og reifar kenningar sínar um þá. Það er mál margra að Freud hafi hvergi gert draumakenningu sinni jafn góð skil og einmitt í þessum fyrirlestrum. Loks eru þrettán fyrir- lestrar um taugaveiklun, sem eru væntanlegir í síðara bindi af þýðingu Siguijóns. Inngangsfyrirlestrar um sálkönnun veita betri innsýn í fræði Freuds en þær þijár bækur hans sem áður hafa komið út á íslensku. Þýð- ing Siguijóns er, eins og vænta mátti, fagmannlega unnin og í alla staði læsileg. Nálægðin við hversdagsleikann Aðferð Freuds og efnismeðferð einkennast ávallt af næmi fyrir hin- um litlu og margræðu vísbendingum hversdagsleikans. í öðrum fyrirlestri bókarinnar spyr Freud: ... væruð þér leynilögreglumaður að leysa morðgátu mynduð þér þá búast við því að morðinginn hefði skilið eftir ljósmynd af sér á morðstaðnum með árituðu heimilisfangi? Hlytuð þér ekki að sætta yður við tiltölulega lítil og óljós merki um þann sem þér eruð að leita að? Vér skulum því ekki vanmeta litlu vísbendingarnar." (S. 29) Þótt Freud setji að sjálfsögðu traust sitt á rannsóknaraðferðir sál- könnunar, er hann oftast í hlutverki spæjarans sem er reiðubúinn að hagnýta sér hvaðeina er greitt geti úr ráðgátum hans. Það er ekki síst í því hlutverki sem honum tekst vel upp. Draumráðningar hans bera til dæmis vott um mikla skarpskyggni og víðfeðma þekkingu. Freud veit að hlutverk hins sál- fræðilega leynilögreglumanns er vandasamt. í fjórða fyrirlestri sínum segir hann: „Það að styðjast við smáar vísbendingar eins og við höf- um vanið oss á að gera sífellt í þessu efni hefur sínar eigin hættur í för með sér. Það er til geðsjúkdómur, nefndur „samsett ofsóknaræði", þar sem notkun smárra vísbendinga eins og þessara gengur út í öfgar.“ (S. 70) Stundum getur verið erfitt að sjá hvar mörkin milli skarpskyggni og ofsjóna liggja, hvar túlkun endar og skáldskapur hefst. Raunar eiga næmar skynjanir það sameiginlegt með ofsjónum að þær stýrast ekki af lögmálum vanans sem hefðbund- inn orðaforði nær að lýsa. Þær kalla á nýtt tungumál, nýja aðferð við að fóta sig í veruleikanum. Máttur slagorða Freud reynir að varast öfgar í notkun smárra vísbendinga með því að leggja áherslu á breiðan grunn athugana og rannsaka svipuð fyrir- bæri frá „hinum margvíslegustu sviðum sálarlífsins" (s. 70). Sumar af niðurstöðum hans eru flestum kunnar, hafa í reynd orðið að klisj- um. Freud óttaðist að svo færi enda taldi hann að við hefðum „eðlisgróna hneigð til að veijast vitsmunalegum nýmælum .. [til að] smækka nýj- ungina þegar í stað niður í það allra minnsta með því að þjappa henni saman í eitt slagorð." (S. 226) Þeir sem vilja kynnast Sigmund Freud verða að bijótast í gegnum þykkan múr slagorða sem hálfrar aldar heimsfrægð hefur reist í kringum hann. Takist það er spennandi og skemmtilegt að fylgja þessum víð- förla sálkönnuði eftir. Róbert H. Haraldsson ------» ♦ 4----- Sápunni frestað FRUMSÝNINGU á gamanleikritinu Sápu þijú og hálft, sem vera átti í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum í kvöld, hefur verið frestað til föstu- dagsins 3. nóvember vegna atburð- anna á Flateyri. Skagfirska söngsveitin í Fella- og Hóla- kirkju SKAGFIRSKA söngsveitin í Reykjavík er 25 ára um þessar mundir og verða af því tilefni haldnir afmælistónleikar í Fella- og Hólakirkju laugardag- inn 28. október og hefjast þeir kl. 16.00. Þar koma fram Skagfirska söngsveitin og Söngsveitin Drangey. Á söngdagskránni verða eingöngu flutt lög eftir skagfirska höfunda og eru það þeir Pétur Sigurðsson, Eyþór Stefánsson, Jón Björnsson, Geirmundur Valtýsson og Krist- ján Stefánsson. Auk kóranna koma fram sjö einsöngvarar, sem allir eru ætt- aðir úr Skagafirði, en þeir eru: Ásgeir Eiríksson, Friðbjörn G. Jónsson, Guðmundur Sigurðs- son, Helga Rós Indriðadóttir, Margrét Stefánsdóttir, Óskar Pétursson og Sigurjón Jóhann- esson. Snæbjörg Snæbjarnardóttir sljómaði Skagfirsku söngsveit- inni frá stofnun eða frá árinu 1970, í 13 ár, en þá tók Björg- vin Þ. Valdimarsson við og hef- ur stjórnað síðan, eða í 12 ár. Söngsveitin Drangey var stofnuð 1985 og er því 10 ár um þessar mundir, en það er kór sem stofnaður var af eldri félögum Söngsveitarinnar. Fyrstu árin stjórnaði Björgvin báðum kómnum en síðan 1991 hefur Snæbjörg Snæbjarnar- dóttir stjórnað Söngsveitinni Drangey. Undirleikari á tón- leikunum er Vilhelmína Ólafs- dóttir. Eitthundrað ára afmæli kvikmyndarinnar Afmælishátíð í Háskólabíói í TILEFNI af 100 ára afmæli kvikmyndarinnar standa Alliance Francaise, Háskólabíó og Dauphinois safnið í Grenoble, Frakklandi fyrir sýningu á munum frá fyrstu 100 árum kvikmyndarinnar. Á sýningunni eru sýndar ljósmyndir, gömul sýningartæki og ýmsir munir og eru þeir frá ísere-héraði í Frakklandi. Sýningin verður opnuð kl. 18 í dag, fóstudag, í anddyri Háskólabíós. STARFSFÓLK í frönsku kvik- myndahúsi í kringum 1960 SKAGFIRSKA söngsveitin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.