Morgunblaðið - 27.10.1995, Síða 25

Morgunblaðið - 27.10.1995, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 25 I I > ) r I I I I I I I AÐSEIMDAR GREINAR ísland og Háskóli Sameinuðu þjóðanna GREINARHÖFUNDUR ásamt nokkrum fyrrum nemendum Jarð- hitaskólans á alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu í Flórens sl. vor. F.v.: Klara Bojadgieva (Búlgaría), Antonia Barriosde Luna (E1 Salv- ador), Ingvar Birgir Friðleifsson, Bai Liping (Kína), Carolina Grajeda (Guatemala), Beata Kepinska (Pólland) og Meseret Tekl- emariam (Eþíópía). Kjörinn vettvang- ur fyrir markvissa þróunaraðstoð HÁSKÓLI Sameinuðu þjóðanna er sú stofnun SÞ sem ísland hefur tekið hvað virkastan þátt í. Frá vorinu 1979 hefur árlega komið til landsins hópur vísinda- • og tæknimanna og kvenna frá þróunarlöndunum til að læra hvemig hægt er að finna, beisla og nýta jarðhita. Nemendumir, sem flestir em um þritugt og löngu út- skrifaðir úr venjulegum háskólum, yfirgefa böm og bú og störf sín heima fyrir og fara til sex mánaða náms á íslandi. En hvað er það sem dregur hæfileikafólk í sérfræðistörfum norð- ur til íslands og hvers konar stofnun er þessi Háskóli Sameinuðu þjóðanna? Hvað er Háskóli Sþ? Ákveðið var að stofna Háskóla Sameinuðu þjóðanna árið 1969 að tillögu U Thant, þáverandi fram- kvæmdastjóra SÞ. Þetta átti ekki að verða venjulegur háskóli með nem- endum, kennumm, fyrirlestrasölum og rannsóknastofum á einum stað. Skólinn skyldi hafa aðalskrifstofu á einum stað en háskóladeildir og nem- endur út um allan heim. Það átti ekki að byggja nýjar háskólabygging- ar heldur óskuðu Sameinuðu þjóðimar eftir því að aðildarlöndin tengdu sína bestu háskóla og rannsóknastofnanir við Háskóla Sameinuðu þjóðanna og opnuðu þannig miklu fleira fólki í þróunarlöndunum möguleika á að komast í úrvalsþjálfun. Skólinn var formlega stofnaður 1975. Smátt og smátt myndaðist net stofnana út um allan heim sem taka nemendur á veg- um Háskóla Sameinuðu þjóðanna (HSÞ) í framhaldsnám og þjálfun eft- ir venjulegt háskólanám. Einnig hefur HSÞ komið á miklu samstarfi milli sérfræðinga um víða veröld á ýmsum sviðum mannlífs á jörðinni. Verksvið HSÞ á 20 ára starfsferli er orðið mjög vítt. Stofnanir tefigdar HSÞ fjalla um hin ólíkustu málefni svo sem manngildi, aðferðafræði við lausn árekstra milli þjóða, nýjar stefn- ur í hagkerfum heimsins, samspil manns og náttúru, mannfjöldadreif- ingu og velferð fólks og margvísleg svið tækni og vísinda. Aðalstöðvar HSÞ í Tókýó í Japan eru miðstöð fyrir tæplega 30 samstarfsstofnanir í öllum heimsálfum. Jarðhitaskóli HSÞ á íslandi Strax við stofnun HSÞ árið 1975 var farið að kanna möguleika á að ísland tæki að sér að reka annað hvort jarðhitaskóla eða sjávarútvegs- skóla í nafni HSÞ. Að athuguðu máli varð jarðhitaskóli fyrir valinu og hóf hann starfsemi í Reylq'avík árið 1979. Skólinn hefur frá upphafi verið rekinn í tengslum við Orkustofnun en jafn- framt notið starfskrafta Háskóla ís- lands, hitaveitna og verkfræðistofa. Háskóli SÞ og íslenska ríkið standa undir kostnaði af rekstri skólans og dvöl nemenda hér og hefur hlutur Islands farið vaxandi og nemur hin síðari ár um 80% af rekstrarkostn- aði. Framlag íslands er hluti af okkar framlagi til þróunaraðstoðar. Fyrsta skólaárið voru nemendur aðeins tveir en nú eru þeir orðnis alls 163 auk um 50 sem komið hafa í skemmri námsferðir. Þetta er litríkur hópur, karlar og konur frá 29 þróun- arlöndum. Nú í haust útskrifast 16 nemendur sem koma frá Egypta- landi, E1 Salvador, Filipseyjum, Indó- nesíu, Jórdaníu, Kenýa, Kína, Nepal, Rúmeníu og Úganda. í Jarðhitaskólanum njóta nemend- ur áratuga reynslu íslendinga. Þeir læra það nýjasta í jarðhitaleit, að meta hve mikið og hve heitt vatn og gufu hægt er að fá úr jarðhitasvæði og síðan hvemig hægt er að nýta jarðhitann. Aðstæður hér eru sérlega góðar því ólíklegt er að jafnmikla jarð- hitaþekkingu og jafnflölbreytta nýt- ingu sé nokkurs staðar að finna á jafnlitlu svæði og hér á landi. Heim komnir breiða nemendur skólans út þekkingu sína og þannig höfum við Islendingar eignast jarðhita„ræðis- menn“ í öllum heimsálfum. í fjölmörgum löndum eru helstu jarðhitasérfræðingamir skólaðir á ís- landi. í E1 Salvador, Filipseyjum, Kenýa og Nikaragúa, sem framleiða yfir 20% af raforku sinni með jarð- gufu eru t.d. margir lykilmenn í jarð- fræði, eðlisfræði, efnafræði, forða- fræði og verkfræði fyrrum nemendur Jarðhitaskólans. Þeir eru þegar farnir að senda sína efnilegustu lærisveina til Islands til frekara náms. í fjöl- mennasta ríki heims, Kína, er verið að endurbyggja eina borgarhitaveit- una að íslenskri fyrirmynd. Þótt Jarð- hitaskólinn hafi aldrei kostað gerð kynningarbæklings eða auglýsingu í blaði berast miklu fleiri umsóknir en hægt er að sinna. Nemendur skólans hafa getið sér mjög gott orð alþjóðlega. Á rúmlega þúsund manna alþjóðlegri jarðhita- ráðstefnu sem haldin var í Flórens á Ítalíu í maí sl. voru 35 nemendur skólans og fluttu margir_þeirra erindi fyrir hönd landa sinna. I þeirra hópi vom konur frá Búlgaríu, E1 Salvador, Eþíópíu, Filipseyjum, Guatemala, Kína og Póllandi. Alls hafa 20 konur lokið námi við skólann og flestar þeirra staðið sig afburðavel. Við val á nemendum er okkur uppálagt af HSÞ að sækjast sérstaklega eftir hæfum konum. En því miður reynist það erfitt því í mörgum þróunarlönd- um er lítið um að konur læri raunvís- indi og verkfræði. Þær konur sem fara í langskólanám velja heldur læknisfræði, lögfræði, félagsfræði og tungumál. En þær fáu konur sem á annað borð læra raungreinar og fara að vinna að orkumálum em oftast hörkuduglegar og miklir eldhugar. Stofnun Sjávarútvegs- skóla HSÞ undirbúin Starfsemi Jarðhitaskólans og árangur hefur vakið mikla athygli alþjóðlega og innan Háskóla Samein- uðu þjóðanna. Hugmyndin um sjáv- arútvegsskóla, hliðstæðan Jarðhita- skólanum, var í fyrra endurvakin í höfuðstöðvum HSÞ og þess farið á leit við íslendinga að þeir könnuðu möguleika á að reka slíkan skóla. Utanríkisráðherra tilnefndi starfshóp í Jarðhitaháskólanum, segir Ingvar Birgir Friðleifsson,njóta nemendur áratuga reynslu íslendinga. með fulltrúum fimm ráðuneyta í júní sl. til að kanna hvort og hvernig ís- lendingar gætu staðið að sjávarút- vegsskóla HSÞ og er hópurinn að ljúka störfum. Verksvið sjávarútvegsskóla yrði um margt víðfeðmara en jarðhita- skóla því þróunarlöndin sem stunda sjávarútveg em miklu fleiri en þau sem hafa nýtanlegan jarðhita. Þó er gert ráð fyrir að byggt yrði á reynsl- unni af Jarðhitaskólanum og boðið upp á sérhæft nám á tiltölulega þröngum námsbrautum. Líklega yrðu námsbrautir í fiskileit og mati á fiskistofnum, fiskveiðum og með- ferð afla um borð, fiskvinnslu og dreifingu í landi, markaðssetningu fiskafurða o.s.frv. Ef íslensk stjóm- völd ákveða að gera Háskóla Samein- uðu þjóðanna tilboð um stofnun sjáv- arútvegsskóla hér á landi mun mats- nefnd á vegum HSÞ fara yfir ís- lensku tillögumar. Fari allt að óskum ætti að mega vænta fyrstu nemend- anna í Sjávarútvegsskóla HSÞ á ís- landi voriðl997. Kjörinn vettvangur fyrir þróunaraðstoð Háskóli Sameinuðu þjóðanna er á margan hátt mjög heppileg sam- starfsstofnun fyrir fámenna þjóð eins og íslendinga, til að styðja þróunar- löndin og koma þeim til aukinnar sjálfsbjargar. HSÞ er lítil og viðráðan- leg stofnun, ólíkt því sem gerist um margar alþjóðastofnanir, og reiðir sig mikið á styrk og hæfni þeirra stofn- ana sem taka að sér rekstur ein- stakra háskóladeilda. HSÞ er þannig kjorinn vettvangur fyrir hluta ís- lenskrar þróunaraðstoðar. Með sam- starfi við HSÞ getum við hjálpað fjöl- mörgum þjóðum að læra hvemig þær eiga að hjálpa sér sjálfar við nýtingu auðlinda sinna, hvort heldur fisks í sjó og vötnum eða hita í iðrum jarðar. Höfundur er forstöðumaður Jarð- hitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Gæði og fræði GAMAN að þessi tvö orð skuli ríma saman. Sérstaklega ef maður starfar í skóla - og keppir að því að láta þessi orð ríma saman - í verki. Fræði eru vísindi - af ýmsu tagi auðvit- að. Ein fræðin sem ég hef verið að velta fyrir mér undanfarna mánuði svona allt í bland og saman við - eru fræðin um gæði. Sérstaklega í sam- hengi við þá menntun sem mér er falið að veita mínum nemend- um - og svo auðvitað rammann utan um hana. Stefnt norður - og upp! Einn liðurinn í þessari hugleið- ingu allri var sú ákvörðun að taka þátt í ráðstefnu sem þeir Akur- eyringar (með virkilega stórum staf) stóðu fyrir í ágústlok. Hún var nefnd „Gæðastjórnun í menntakerfinu". Gott hjá þeim! Og gott hjá öllum þeim skóla- mönnum, af öllum skólastigunum fjórum, sem flykktust norður - og upp - til móts við nýja strauma, sem eiga að hjálpa okk- ur að taka okkur enn meira á - og gera enn betur. Frábært mark- mið. Ég verð nú samt að segja að ég varð fyrir pínulitlum vonbrigð- um þegar ég leit yfir þátttökulistann með öllum nöfnunum tvö- hundruðogeitthvað - og sá einungis einn skólastjóra grunn- skóla Reykjavíkur fyrir utan mig og samverkakonu mína, Maríu Solveigu. En svo var auðvitað ánægjulegt að sjá - og hitta - forstöðu- mann Skólaskrifstofu Reykjavíkur, Viktor A. Guðlaugsson. Hann var kappsfullur að vanda og tilbúinn að kynna sér gæðin á vettvangi þeirra norðanmanna. Mér til óblandinnar ánægju virt- ust nær allir framhaldsskólarnir í Reykjavík eiga sina fulltrúa. Hvað um það. Þarna frædd- umst við á prýðilega skipulagðri ráðstefnu um það hvað getur fal- ist í fræðunum um gæðastjórnun - og hvernig megi heimfæra þá hugmyndafræði, sem hingað til hefur fremur verið spyrt saman við fyrirtækjarekstur af ýmsu tagi, - upp á íslenskt skólakerfi. Og auðvitað var menntamálaráð- herra vor mættur til leiks. Að kappkosta við að bæta sig Mér þótti gaman á þessari ráð- stefnu. Margir fyrirlestrarnir voru áhugaverðir og vöktu til um- hugsunar hvað skipulögð nafla- Margrét Theodórsdóttir skoðun á eigin vinnu og vinnustað getur verið gott verkfæri til þess að finna veiku hlekkina - og í framhaldi af því leita leiða til að styrkja þá. Ég get ekki neitað því, að innlegg rektors Kvenna- skólans í Reykjavík, Aðalsteins Eiríkssonar, fyllti mig hrifningu. Hann útlistaði á skýran og skil- merkilegan hátt, og kryddaði mál sitt með góðum glærum, hvernig hann og hans samverkafólk, hafði tekið þátt í verkefninu: „Samn- ingsstjórnun, árangurs- og gæða- mat“ í samvinnu við fjármálaráðu- neytið. Verkefnið er enn í vinnslu, en í því felst m.a, að mælistika hefur verið lögð á afar fjölbreyti- lega þætti skólastarfsins í Kvenna- skólanum í Reykjavík. Þarna mátti t.d. sjá glærur með upplýsingum um mætingu, bæði kennara og nemenda, einnig mat nemenda á því hvernig þeim fínnst kennararn- ir standa sig m.t.t. undirbúnings, áhugaverðrar framsetningar, vals á námsbókum, hvort þeir skili fljótt/seint verkefnum sem þeir fara yfir... og margt, margt fleira. Forvitnilegt var að sjá við- horf kennara til ýmissa þátta Skyldi það vera á stefnuskránni, spyr Margrét Theodórs- dóttír, að koma á fag- legri gæðastjórnun? skólastarfsins, s.s. yfirmanna og þannig mætti lengi telja. Það sem mér þótti mest heill- andi í öllu þessu upplýsingaflóði var að kynnast því viðhorfi þeirra í Kvennó - að leikurinn væri auð- vitað fyrst og fremst gerður til þess að skoða skólastarfið á skipu- Íagðan hátt - til þess að auðvelda sér að bæta það sem væri ábóta- vant - og fá staðfestingu á því sem er gott og vel gert. Mér finnst fyllsta ástæða til að hvetja til þess að Kvennaskólatilraunin fái góða og gagngera kynningu. Hvað er að frétta að sunnan? Nú, í öllum þessum vangavelt- um og skemmtilegheitum norður á Akureyri fór ég að velta eftirfar- andi spurningu fyrir mér: Ætli núverandi forráðamenn skólamála í Reykjavík hafi kynnst þessum hugmyndaheimi og aðferðafræði? Skyld! það vera á stefnuskránni að koma á faglegri gæðastjórnun þegar ábyrgðin á velferð reyk- vískra ungmenna í reykvískum grunnskólum - verður á nær alla kanta á þeirra ábyrgð? Spyr sá sem ekki veit - og óskar um leið eftir svari. Ég man svo vel að skömmu eftir að Ámi Sigfússon varð formaður skólamálaráðs Reykjavíkur þá steig hann fyrsta skrefið í þá átt að kynna gæða- mat í grunnskólum Reykjavíkur - og tilraunaverkefni fór af stað með starfsmönnum fimm grunn- skóla. Það var árið 1993. Og svo, og svo, og svo varð til nýr meirihluti. Ég bíð spennt eftir að frétta af innri málefnum grunn- skóla Reykjavíkur en fátt hefur vitnast um þau á síðum þessa blaðs. Höfundur er skólastjóri í Tjarnar- skóla og formaður borgarmála- hóps Sjálfstæðisflokksins í skóla- og dagvistarmálum. Húðkrem dr. Guttorms Hernes frá Bodo f Noregi hefur vakið verðskuldaða athygli vegna árangurs gegn húðvandamálum. Ofannefndar vömr hafa áunnið sór sess og virðingu á fslandi og viðar vegna yfirburða gæða og árangurs. Oræni vagninn - sérfræðiþjónusta. 2. hæð Borgarkringlunnl. High Desert blómahjókom, fersk, lifrænt ræktud. Hlgh Deserf drottningarhunang, ferskt, hfrænt ræktaö. High Desert Propolis. Aloe Vera frá JASON snyrti- og hreinlætisvörur:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.