Morgunblaðið - 27.10.1995, Qupperneq 42
42 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
BRIDS
Umsjón Arnðr G.
Ragnarsson
Föstudagsbrids
BSI
Föstudaginn 20. október var eins-
kvölds tölvureiknaður Monrad-baró-
meter. 30 pör spiluðu 7 umferðir með
4 spilum á milli para. Efstu pör voru:
Halla Bergþórsdóttir - Vilhjálmur Sigurðsson +80
Rósmundur Guðmundsson - Brynjar Jónsson +71
MagnúsTorfason-SævinBjamason +71
Unnsteinn Arason - Kristján B. Snorrason +70
Siguijón Tryggvas. - Guðlaugur Sveinss. +51
Föstudagsbrids BSÍ er spilað öll
föstudagskvöld í húsi Bridssambands-
ins í Þönglabakka 1. Spilaðir er eins-
kvölds tvfmenningar og byijar spila-
mennska kl. 19. Spilaður er Monrad-
barómeter og Mitchell tvímenningur
til skiptis. Dagskáin næstu föstudaga
er þannig:
27. október Mitchell tvímenningur.
3. nóvember Monrad-Barómeter.
10. nóvember Mitchell tvímenningur.
17. nóvember Monrad-Barómeter.
24. nóvember Mitchell tvímenningur.
EKTA HANDHNÝTT
AUSTURLENSK TEPPl
EMÍRf:
JL-húsinu.
Opið: Virka daga kl. 13-18,
laugardaga kl. 10-16.
Bridsfélag Akureyrar
Þá er lokið 10. umferð af 25 í Akur-
eyrarmótinu í tvímenningi og er stað-
an nú þessi:
Reynir Helgason - Tryggvi Gunnarsson 100
FrimannStefánsson-PállÞórsson 95
SveinbjömJónsson-JónasRóbertsson 80
Hróðmar Sigurbjömss. - Stefán G. Stefánss. 75
PállPálsson-ÞórarinnB.Jónsson 73
SigurbjömHaraldsson-StefánRagnarsson 72
Sunnudagsbrids var spiluð 22. októ-
ber. 16 pör mættu til leiks, úrslit urðu
þessi:
Stefán Stefánsson - Eiður Gunnlaugsson 248
PállÞórsson-FrímannStefánsson 243
ÖmEinarsson-StefánSveinbjömsson 237
Þórhallur Hermannss. - Sigurður Marteinss. 231
Meðalskor 210
Brids í Grafarholti
Bridskeppnir Golfklúbbs Reykjavík-
ur hefjast með tveggja kvölda tví-
menningi miðvikudaginn 1. nóvember
nk. stundvíslega kl. 19.30. Þátttöku-
gjald er kr. 500 og er kaffi og með-
læti innifalið. Skráning er á skrifstofu
GR í síma 5872211.
Bridsdeild Rangæinga og
Breiðholts
Hafinn er þriggja kvölda Barómet-
er, með þátttöku 18 para. (Það vantar
reyndar eitt par og er sæti þess
laust...)
Staðan eftir 6 umferðir:
Rósmundur Guðmundsson - Brynjar Jónsson 64
AlbertÞorsteinsson-BjömÁmason 56
Maria Ásmundsd. - Steindór Ingjmundars. 24
Auðunn Guðmundsson - Ásmundur Ömólfsson 21
Guðbjöm Þórðars. - Steingrimur Steingrimss. 18
Tómas Siguijónsson - Óli Bjöm Guðmundsson 16
o,s°OA ^.
30. október- 8. nóvember.
Mánudagar og miðvikudagar kl. 20-22.
Vöðvabólga, höfuðverkur, orkuleysi....
-skilaboð líkamans um streitu?
Skoðaðu streituvaldana i lífi þínu
og kynnstu aðferðum til þess
(Æ
HEIMSLJÓS Jógastöðin Heimsljós, Ármúla 15, 2. hæð, sími 588 4200.
að urnbreyta vanlíðan í vellíðan. Leiðbeinandi: Krístin Noríand
Kripalujógakennari.
Ábendingar á mjólkurumbúðum, nr. S af 60.
Upp til handa
og fóta!
Orð um líkamshluta eru algeng í
alls konar samböndum. Orðið
hönd kemur fyrir í a.m.k. 150
orðatiltækjum, fótur í a.m.k. 70,
höfuð og auga í 40-50 og orðið
rass er notað í a.m.k. 30
orðatiltækjum.
Dæmi: leggja síðustu
hönd á eitthvað; koma
fótunum undir sig; gera
einhverjum hátt undir
höfði; ganga í augun á
einhverjum; spila rassinn
úrbuxunum.
Manst þú
eftir fleiri slíkum?
íslenskan er
skemmtilegt tungumál!
MJÓIKURSAMSALAN
íslenskufrœðsla ú mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar,
íslenskrar málnefndar og Málrœktarsjóðs.
ÍDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegitil föstudags
Síþreyta og
þurrkur
EINAR Stefánsson hringdi
og sagðist vilja segja frá
því hvemig honum hefði
tekist að lækna sjálfan sig
af síþreytu og þurrki.
Sagðist hann hafa verið
illa haldinn af hvoru
tveggju og margt reynt til
að bæta úr. Á endanum
datt hann ofan á það ráð
að borða salt og fann strax
bót. Nú segist hann halda
sér góðum með því að
borða eina teskeið af salti
á tveggja daga fresti. Ein-
ar sagðist vita til þess að
margir ættu við síþreytu
og þurrk að stríða, án þess
að fá einhveija bót við.
Þess vegna vildi hann
segja mönnum frá þessari
reynslu sinni, ef það gæti
hjálpað einhveijum, sem
honum.
Jafnaðarlaun
í fréttum si. mánudags-
kvöld var haft eftir Áma
Benediktssyni hjá Vinnu-
málasambandinu að verið
væri að reifa þá hugmynd
að borga jafnaðarkaup fyr-
ir allar stundir sólarhrings-
ins. Finnst mér hugmyndin
snilldarleg og vona einiæg-
lega að hægt verði að gera
hana að veruleika, launa-
fólki til góðs.
Kristín Ástgeirsdóttir
kvennalistakona sendi
þjóðinni hins vegar kaldar
kveðjur í sjónvarpinu sl.
þriðjudagskvöld er hún
hvatti konur til að fara í
verkfall. Hvaða konur? All-
ar konur?
Rannveig Tryggvadóttir
Þakkir til Páls
SKÚLI Einarsson hringdi
og vildi koma á framfæri
þökkum til Páls Gíslasonar
fyrir góða grein sem birtist
í blaðinu á miðvikudag.
Eins vill Skúli skora á eldri
borgara að sameinast um
Pál Gíslason sem forsvara
Félags eldri borgara og
öryrkja og hrinda þessu
óréttlæti sem þessi hópur
er beittur, því skilaboð rík-
isstjórnarinnar em þau að
eldri borgarar geti tekið
skófluna og gengið út í
Fossvog. Gott væri að
muna eftir þessum herrum
í kjörklefanum í næstu
kosningum.
Tapað/fundið
Kápa tekin I
misgripum
KÁPA var tekin í misgrip-
um á Astró 14. október sl.
Tvær kápur virðast hafa
víxlast, báðar svartar með
stórri hettu, en sú sem tek-
in var er síðari og þykkari
og með tveimur tölum en
ekki einni eins og á hinni.
Sú sem hefur tekið vitlausa
kápu á Astró vinsamlegast
hringi í síma 561-1619 á
kvöldin.
Týnt veski
BRÚNT fílofax-veski
merkt Búnaðarbanka ís-
lands tapaðist í Bíóhöllinni
eða þar fyrir utan sl.
sunnudag. Finnandi vin-
samlegast hringi í síma
587-6399.
Frakki tekinn í
misgripum
SÍÐUR, ljósdrapplitaður
frakki var tekinn í misgrip-
um á dansleik í Akoges-
húsinu 20. október sl.
Frakkinn er vatteraður
rykfrakki. Skilvís fmnandi
vinsamlegast hafí sam-
band í síma 557-4897.
Gæludýr
Tómasína er týnd
TÓMASÍNA tapaðist frá
heimili sínu, Mávahlíð 6,
þann 19. október sl. Hún
er fjögurra ára brúnbrönd-
ótt læða, ólarlaus en
eyrnamerkt R-3032. Þar
sem hennar er sárt saknað
eru þeir sem kunna að vita
örlög hennar vinsamiegast
beðnir um að hafa sam-
band í síma 551-3107 eftir
kl. 18.
Kattagæsla
HELGA hringdi og vildi
koma á framfæri til katt-
areigenda að hún tekur að
sér að passa ketti í lengri
eða skemmri tíma. Uppl. í
síma 551-7110.
ÞESSAR duglegu stúlkur héldu nýlega hlutaveltu til
styrktar Rauða krossi íslands fyrir konur og börn i
neyð og varð ágóðinn 1.741 kr, Þær heita Hlín Vala,
Berclind osr Marerét.
ÞESSIR duglegu strákar héldu nýlega hlutaveltu og
notuðu ágóðann sem varð kr. 885 til styrktar Félagi
heyrnarlausra.
Lettinn þvingaði nú
frajn óveijandi mát með
fallegri hróksfórn:
31. - Hxg2+! 32. Kxg2
- Be4+ 33. Kh2 (Eða 33.
Kgl - Dh3) 33. -
Df7 (með tvöfaldri
hótun: Df2+ og Dh5+)
34. Hxe3 — Df2+ og
hvítur gafst upp, því
hann er óveijandi mát.
Sokolovs þessi sigr-.
aði á mótinu ásamt
Þjóðveijanum
Schlindwein með 5'/2
v. af 9 mögulegum.
3. Schmalts 5 v. 4-7.
Bezold, Onísjúk,
Úkraínu, Smejkal,
Tékklandi og Grund 4‘/2
v. 8. Beikert 4 v. 9-10.
Siegel og Lettneski stór-
meistarinn Rausis 3‘/2 v.
Afar jafnt mót og úrslitin
óvænt. Holger Grund, 16
ára, náði áfanga að alþjóð-
legum meistaratitli og var
jafn stigahæstu kepp-
endunum, þeim Onísjúk og
Smejkal.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
SVARTUR mátar
í 9.leik
Staðan kom upp á móti
í Viemheim í Þýskalandi
nú í október í viðureign
tveggja alþjóðlegra meist-
ara. Georg Siegel
(2.480), Þýskalandi, var
með hvítt, en Andrei So-
kolovs (2.505), Lettlandi,
hafði svart og átti leik.
Víkverji skrifar...
KRIFRÆÐI og duttlungar ís-
lenskra embættimanna hafa
oft orðið Víkveija að umtalsefni.
Víkveija varð þó ljóst, þegar hann
brá sér til Moskvu fyrir skömmu,
að íslenska kerfíð bliknar í saman-
burði við það rússneska.
Sem dæmi má nefna, að þeim
sem fara inn í Rússland er gert að
skrifa á sérstakt eyðublað skýrslu
um það sem þeir flytja með sér af
farangri, verðmætum og peningum.
Þegar farið er gegnum tollinn fylgj-
ast tollverðir með hvort ekki hafí
örugglega eitthvað verið skrifað á
eyðublaðið en skoða það ekki að
öðru leyti.
Þegar farið er út úr landinu þarf
að skila bæði upphaflega eyðublað-
inu og öðru eins, þar sem skráð er
hvað farið er með út úr landinu.
Þessi tvö eyðublöð taka tollverðir,
athuga hvort ekki sé skráð lægri
peningaupphæð á útflutnings-
skýrsluna en innflutningskýrsluna
(það er bannað samkvæmt lögum
að fara með meiri peninga út úr
landinu en fluttir eru inn) og að
merkt sé í nei-reitinn við spuming-
una hvort ætlunin sé að flyta út
rúblur (sem er einnig bannað sam-
kvæmt lögum). Síðan stimplar toll-
vörðurinn eyðublöðin og leggur þau
í bunka sem safnast upp yfir dag-
inn.
Því er raunar haldið fram að
enginn skoði þessi eyðublöð nánar
heldur sé þeim hent þegar bunkinn
hefur náð ákveðinni stærð. Tilgang-
urinn er þá sjálfsagt að veita ferða-
mönnum óbeint eftirlit: eftir því sem
þeir þurfa að fylla út fleiri skýrslur
þeim mun minni líkur eru á að þeir
bijóti reglurnar.
xxx
RÚSSLAND er einnig eina land-
ið, sem Víkveiji hefur komið
til, þar sem meira eftirlit er með
ferðamönnum sem fara út úr land-
inu en koma inn í það. Allur farang-
ur er gegnumlýstur og vegabréfíð
og vegabréfsáritunin skoðuð í óra-
tíma.
Það er raunar bannað með lögum
að flytja fommuni út úr landinu og
ef ferðamenn geta ekki sýnt fram
á það með kvittunum að minjagrip-
ir séu ekki forngripir, getur orðið
talsvert uppistand í tollinum.
Einn kvenkyns ferðafélagi Vík-
veija hafði farið á útimarkað og
keypt þar frekar óhijálegan olíu-
lampa sem hún hugðist taka með
sér heim. Fyrir lampann greiddi hún
um 1.900 krónuren hafði ekki feng-
ið neina kvittun.
Konan setti lampann niður í
tösku en gripurinn komst ekki fram
hjá tollvörðunum sem þóttust held-
ur betur hafa sett í feitt. Og eftir
míkil fundahöld og hlaup fram og
aftur, var niðurstaðan sú, að lamp-
inn, sem í augum Víkverja var bara
gamalt drasl, væri fomgripur og
því var hann gerður upptækur!
xxx
OFNOTKUN orðsins aðili er
mörgum þymir í augum. Um
daginn heyrði Víkveiji nýja útgáfu
af orðinu þegar forystumaður í
björgunarsamtökum talaði um við-
bragðsaðila!