Morgunblaðið - 27.10.1995, Page 52
Jíem&C
-setur brag á sérhvern dag!
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 669 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUaCENTRUMJS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Þriðja mannskæðasta snjóflóð á íslandi skall á Flateyri í gærmorgun
HUNDRÚÐ manna unnu þrotlaust að björgunarstörfum á Flateyri í gær og þegar kvöldaði var unnið við leitarljós.
600 leitarmenn, læknar og
hjúkrunarfólk til hjálpar
340 björgunarsveitarmenn héldu til Flateyrar í gær eftir að snjó-
flóð féll þar klukkan 4.07 í gærmorgun, auk lækna, hjúkrunar-
fólks og sérþjálfaðra slökkviliðsmanna. 230 til viðbótar voru í
viðbragðsstöðu á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Árnessýslu,
Snæfellsnesi og Vestfjörðum. Snjóflóðið féll á 19 íbúðarhús og
í þeim voru 45 manns. Nítján létust og í nótt var lítillar stúlku
enn saknað. Snjóflóðið er hið þriðja mannskæðasta hér á landi.
Björgunarsveitarmenn fundu
fjóra á lífi í rústunum, en 21 bjarg-
aðist af eigin rammleik eða með
aðstoð nágranna áður en skipulagð-
ar björgunaraðgerðir hófust. íbúar
á Flateyri voru 379 fyrir flóðið.
Snjóflóðið féll úr Skollahvilft
fyrir ofan þorpið. Þar sem hætta
var talin á snjóflóði voru hús efst
í þorpinu rýmd fyrr í vikunni, en
snjóflóðið féll á svæði, sem hingað
til hefur talist öruggt. Aðeins efsta
húsið af þeim sem flóðið hreif með
sér taldist á hættusvæði.
Liðsauki frá ísafirði
Heimamenn byijuðu leit í
rústunum strax eftir að flóðið féll,
en þeim barst liðsauki frá ísafirði
um kl. 11. Björgunarsveitarmenn
þaðan voru með leitarhunda og
gekk leit mun greiðar eftir komu
þeirra.
Varðskipið Ægir lagði af stað
frá Reykjavík rétt fyrir kl. 8, með
105 menn og tvo leitarhunda. í
hópnum voru, auk björgunarsveit-
armanna, lögreglumenn, læknar
og hjúkrunarfólk. Ægir kom til
Flateyrar um kl. 19.30.
Varðskip og þyrlur með
leitarmenn og hunda
Varðskipið Óðinn fór frá Grund-
arfirði kl. 11.30 og þar um borð
voru einnig björgunarsveitarmenn,
læknar og hjúkrunarfólk, auk
manna úr neyðarsveit slökkviliðs-
ins í Reykjavík og tveggja leitar-
hunda. Þá voru þrír leitarhundar
fluttir til Flateyrar með þyrlu.
Á Flateyri settu heimamenn upp
hjálparstöð í húsnæði fiskvinnsl-
unnar Kambs.
■ Á innlendu fréttasíðunum er
að mestum hluta fjallað um
óveðrið og afleiðingar þess.
Fundu konu eftir átta stundir í snjónum
Eina ljósið
„EINN björgunarsveitarmann-
anna bað okkur um að hætta,
hann taldi sig heyra eitthvað.
Þegar við höfðum hlustað í tvær
mínútur, þá heyrðist hvískur í
einu horninu. Þar grófum við og
fundum Margréti. Þetta er eina
ljósið sem ég sá í dag,“ segir
Guðlaugur Pálsson verksmiðju-
stjóri.
Hann var í hópnum sem fann
Guðnýju Margréti Kristjánsdótt-
ur, 27 ára, á lífi í rústum Tjarnar-
götu 7, þar sem hún hafði verið
gestkomandi. Hún hafði þá verið
grafin í snjó í átta klukkutíma.
„Leitarmenn byijuðu á að stað-
setja húsin eftir því sem hægt
var. Erfitt var að finna kennileiti
vegna þess hve langt var niður á
húsin. Helst var hægt að miða út
frá tveimur neðstu húsunum sem
enn standa," segir Guðlaugur.
Þegar hans hópur var búinn
að grafa í tvo tíma var hann leyst-
ur af og fór niður í gamla bakarí-
ið. Guðlaugur fór aftur til leitar
um klukkan tíu. „Við fórum beint
að Tjarnargötu 7, sem var að
hálfu leyti uppistandandi, en fullt
af snjó. Við vorum búnir að grafa
í tvo tíma þegar við fundum Mar-
gréti. Þetta er eina ljósið sem ég
hef séð í dag,“ segir Guðlaugur.
Hann segir að Margrét hafi
verið vel á sig komin, en alveg
föst og samanhnipruð. „Það var
kannski eins gott að hún gat ekki
hreyft sig því að mikið var af
glerbrotum í kringum hana. Hún
gat talað við okkur, en það tók
okkur kortér til hálftíma að ná
í dag
henni. Mig minnir að hún hafi
fyrst talað um hvað henni væri
kalt, en svo spurt hverjir við
værum.“
Fékk kraft til
að halda áfram
„Það er ótrúlegt hvaða áhrif
það hefur á mann að finna lífið,
það gaf mér kraft til þess að
halda áfram,“ segir Guðlaugur.
Guðlaugur er í hreppsnefnd
Flateyrarhrepps: „Ég hefði aldrei
getað ímyndað mér að við ættum
eftir að þurfa að taka á svona
máli hér. Fyrirhugað var að lengja
snjóflóðavarnargarðinn þannig að
hann næði þarna fyrir en ég hef
ekki trú á því að hann hefði dug-
að. Höggbylgjan hefur verið svo
mikil," segir Guðlaugur Pálsson.