Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 VIKAN 10/12-16/12 ►HAGNAÐUR íslenzka ál- félagsins á þessu ári er tal- inn munu verða um 400 milljónir króna eftir skatta. Tekjur álversins eru hærri en í fyrra og söluverð að jafnaði 3% hærra. ►GÍFURLEG þorskgengd hefur verið fyrir Vestfjörð- um og algengt að togarar fái upp í tvö tonn á mínútu í trollið. Fiskifræðingar telja þetta sýna að tekin hafi verið rétt ákvörðun um veiði og aðgerðir séu greini- lega að bera árangur gagn- stætt því sem þeir segi sem vildu auka sóknina. ►HORF.UR eru á að gerðar verði 600 færri skurðað- gerðir á Landspitalanum á næsta ári en þessu ári og er það rúmlega 10% fækkun aðgerða. Nú er algengt að sjúklingar þurfi að bíða i 9 mánuði eftir aðgerð en sjúk- lingar með bakmeiðsl geta þurft að bíða í tvö ár. ►UM 100 kindur drápust þegar eldur kom upp í hiöðu á bænum Gijótgarði í Eyja- firði á þriðjudagsmorgun- inn. Heimafólki ásamt slökkviliði tókst að bjarga kúmog kálfum úr fjósi. ►FÉLAG framhaldsskóla- nema hefur fengið styrk frá menntamálaráðuneytinu til sérstaks verkefnis sem nefnt hefur verið jafningja- fræðsla en í því felst að nemar verða þjálfaðir til að starfa að fíknivörnum og vinna að því að félagar þeirra neyti ekki fíkniefna. ►MIKIÐ hefur verið spurst fyrir um námskeið í flugum- ferðarstjórn og hafa um 200 umsóknareyðublöð farið út frá því námið var auglýst sl. sunnudag. Flugumferð- arstjórar neita að leiðbeina þeim nemendum sem nú eru í námi. Uppsögn Baldurs dæmd ógild FÉLAGSDÓMUR hefur dæmt uppsögn Verkalýðsfélagsins Baldurs á ísafirði á kjarasamningi félagsins ógilda. Pétur Sigurðsson, formaður Baldurs, segir að félagið muni strax eftir áramót óska eftir því við vinnuveitendur að teknar verði upp viðræður um framhaldið og hvernig aðilar gætu sameiginlega bætt kjör fiskvinnslufólks. Hann segir að til greina komi að verkalýðsfélög grípi til þess ráðs að tilkynna hækkun launa- taxta einhliða fljótlega eftir áramót, t.d. um 5.000 kr., með sama hætti og vinnuveitendur hefðu einhliða breytt kjarasamningum með hækkun desemb- eruppbótar. Hugmynd um stofnun heildsölubanka HÓPUR fjárfesta er að kanna mögu- leikann á því að setja á fót nýtt fjár- málafyrirtæki hér á landi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er stofnun heildsölubanka meðal þeirra hugmynda sem rædd hefur verið, en slíkir bankar veita einstaklingum ekki bankaþjón- ustu heldur þjóna þeir fyrst og fremst stærri fyrirtækjum og stórum fjárfest- um. í hópi fjárfestanna sem að könnun- inni standa eru tvö stærstu trygginga- fyrirtæki landsins, Sjóvá-Almennar hf. og Vátryggingafélag íslands hf. Innkaupafyrirtækið Búr stofnað NOKKUR kaupfélög hafa í sameiningu við Olíufélagið hf. og Nóatúnsverslan- irnar á höfuðborgarsvæðinu stofnað fyrirtækið Búr ehf. sem ætlað er að annast innkaup og birgðahald á ný- lenduvörum fyrir hluthafana. Mark- miðið er að ná lægsta mögulega inn- kaupsverði hjá innlendum og erlendum framleiðendum og heildsölum í krafti stærðar og tryggja sem lægstan til- kostnað við innkaup, birgðahald og dreifingu á nýlenduvörum. Fyrirtækið hyggst reka birgðastöðvar í Reykjavik og á Akureyri. UNGIR Bosníu-Serbar fagna friðarsamkomulaginu. Samið um frið í Bosníu SAMKOMULAG um frið í Bosníu var undirritað í París á fimmtudag. Þar með var formlega bundinn endi á tæp- lega fjögurra ára stríð í lýðveldum fyrr- um Júgóslavíu. Það voru forsetar, Serb- íu, Króatíu og Bosníu sem undirrituðu sáttmálann. Bill Clinton Bandaríkjafor- seti hvatti þjóðimar og leiðtoga þeirra til að grípa þetta sögulega tækifæri. „Bregðist ekki bömum ykkar,“ sagði forsetinn. Fréttaskýrendur benda á að þótt formlega hafí verið samið um frið fari því fjarri að sættir hafí náðst. Kosið í Rússlandi ÞINGKOSNINGAR fara fram í Rúss- landi í dag, sunnudag. Alls eru 43 flokkar í framboði en talið er að einung- is niu þeirra nái tilskildum 5% greiddra atkvæða sem eru skilyrði þess að fá fulltrúa í neðri deild þingsins, Dú- munni. Borís Jeltsín Rússlandsforseti hvatti landa sina til að leiða ekki til valda á ný öfl afturhvarfs og miðstýr- ingar í sjónvarpsávarpi sem hann fluttl á föstudag. ►NOKKUR stærstu verkalýðsfélög Frakk- lands hættu verkfallsað- gerðum í ú fimmtudag og föstudag. Höfðu verkfalls- menn þá náð að knýja fram nokkrar tilslakanir af hálfu sljórnar Alains Juppé forsætisráðherra. VerkföII höfðu lamað sillt athafnalif í París og víðar í rúmar þijár vikur og hafði þjóðlifið ekki rask- ast svo mjög frá árinu 1968 er stúdentar risu upp gegn ríkjandi skipulagi. Sýnt þótti að lífið í París myndi ganga á ný sinn vanagang í þessarí viku. ►LEIÐTOGAR Evrópu- sambandins samþykktu á fundi sínum í Madríd á föstudag að tekin skyldi upp sameiginleg mynt að- ildarríkjanna eftir þijú ár. Nýi gjaldmiðillinn mun heita „Evró“ en nokkuð hafði vafist fyrir mönnum að finna heiti á hann sem allir gátu sætt sig við. Búist er við að almenning- ur i löndum þessum fái gjaldmiðilinn í hendur árið 2002. ► E VRÓPUS AMB ANDIÐ samþykkti á fimmtudag tollabandalag við Tyrk- land. Nokkuð var deilt um réttmæti þess að ganga til samstarfs við Tyrki vegna meintra mannréttinda- brota stjórnvalda í þvísa landi. Með samningnum öðlast Tyrkir nánustu tengsl sem nokkurt ríki utan ESB hefur við sam- bandið. HiaA.iaVUID5.IOM ______________________________MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fer formlega fram á greiðslu vegna tannviðgerða barna sinna Finnst kerfið reyna að þegja málið í hel „ÞÓTT ALLIR virðist boðnir og búnir til að tala við fjölmiðla hefur enginn haft samband við mig til að leysa málið. Mér finnst eins og kerfið sé að reyna að þegja mál mitt í hel,“ segir Jóna Möller. Jóna fer í bréfí til yfirskólatann- læknis fram á að skólatannlækning- ar Reykjavíkur borgi allan kostnað vegna tannviðgerða bama hennar enda hafi mátt afstýra mjög miklu af fyrirsjáanlegum kostnaði vegna tannviðgerðanna og sérstaklega hjá syni hennar. Þó börnin væru skráð hjá skólatannlækni reyndist 8 ára sonur Jónu með 10 skemmdar tenn- ur þegar hann fór til einkatann- læknis í október. Helgi Magnússon, formaður Tannlæknafélagins, telur kröfu Jónu matsatriði. Jóna sendi yfirskólatannlækni formlega kvörtun vegna málsins á föstudag. í bréfínu rekur Jóna sögu Williams Thomasar Guðmundsonar, 8 ára sonar síns, eins og fram kom í samtali hennar við Morgunblaðið þann 5. desember si. Jóna tekur fram að hún hafi skráð William hjá skólatannlækni við upphaf skóla- göngu hans þann 1. október árið 1993. Eftir heiftarlega tannpínu hafí einkatannlæknir hins vegar staðfest að ástand tannanna væri mjög alvarlegt. Við nákvæma skoð- un hafí fundist 10 skemmdar tenn- ur í Willam. Af þeim hafí ein verið ónýt. Leitað ráða Jóna segir að eins og allir geti ímyndað sér hafi henni brugðið ail- nokkuð því að þegar hún hafí skráð bamið hjá skólatannlækninum hafí hún í fyrsta lagi haldið að barnið yrði kallað til reglubundins eftirlits og viðgerða ef þeirra væri þörf og í öðm lagi að viðkomandi tannlækn- ir væri starfí sínú vaxinn. Hún seg- ir að viðkomandi skólatannlæknir hafí eftir að hún hafí talað við yfír- skólatannlækni hringt í sig og gefið þá skýringu að drengurinn hafí verið ósamvinnuþýður í stólnum fyrir áramót og kortið hans hafí ekki fundist eftir áramót. Hann hafí eftir samtalið skoðað William og systur hans tvær með hennar leyfi og ekki getað stillt sig um að gera við tennur annarrar. Skólatannlæknirninn hafí ekki boð- ið henni aðra úrlausn en að ýja að þvi að hann myndi gera við afgang- inn af tönnunum í barninu. Jóna fór að því búnu til tryggingayfir- tannlæknis og segir hún í bréfínu að hann hafi aðeins bent henni á að skrifa yfirskólatannlækni bréf og senda afrit til ráðuneytisstjóra í heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu og til sín til að kvarta undan því sem henni fyndist at- hugavert í málinu. Jóna hefur sent skólayfirtann- lækni bréfi og afrit til ráðuneytis- stjóra og tannlæknis heilbrigðis- ráðuneytisins, tryggingayfírtann- Iæknis, formanns Tannlæknafé- lagsins og Morgunblaðsins. Hún fer fram á að skólatannlækningar Reykjavíkurborgar borgi allan við- gerðarkostnað vegna tanna barna hennar, þ.e. Williams, Thelmu og Þóreyjar, þar sem hún haldi að ef rétt hefði verið staðið að málum hefði mátt afstýra mjög miklu af fyrirsjáanlegum kostnaði vegna tannviðgerða, sérstaklega hjá drengnum. Kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir að rúmlega 60.000 kr. kosti að géra við tennur í honum. Kostnað- arhlutdeild forráðamanna barna í Reykjavík er 40% ef börnin eru hjá einkatannlækni og 25% ef börnin eru hjá skólatannlækni. I bréfínu fer Jóna ennfremur fram á að öll þau börn sem skráð séu hjá skólat- annlækni í viðkomandi skóla verði athuguð því að hún telji mjög hæp- ið að svona sé einungis ástatt hjá syni sínum. Með bréfínu fylgir ljósrit af greinum og leiðara í Morgunblaðinu um málið og meðferðar- og kostn- aðaráætlun núverandi tannlæknis Willams vegna skemmdanna. Hjá honum kemur fram að hegðun Will- ams hjá honum hafí í alla staði verið eðlileg og vandalaust að gera við tennur hans. Jóna fer fram á svar yfirskólatannlæknis innan 2ja vikna eins og stjórnsýslulög kveði á um. Hún tekur að lokum fram að nái hún ekki ásættanlegri lausn sinna mála sé hún tilbúin til að leita til dómstóla. Fjögur stig Helgi Magnússon, formaður Tannlæknafélagsins, sagði í sam- tali við Morgunblaðið fyrr í vikunni að hann teldi eðlilegt að yfírskóla- tannlæknir leysti vanda Jónu enda sneri hann að skólatannlækningum. Ef honum tækist ekki að leysa vandann væri hægt að gera kröfu um endurgreiðslu vegna viðgerð- anna hjá Tryggingastofnun. „Ef ekki nást sættir getur hún sent okkur kvörtun. Kvörtunin verð- ur að vera skrifleg og koma verður fram um hvað er kvartað og gagn- vart hvaða tannlækni. Síðan látum við tannlækninn svara líka. Sátta- nefnd reynir svo að koma á sáttum. Ef niðurstaðan verður sú að tann- læknirinn hafí gert eitthvað af sér leiðréttir hann það eða einhver ann- ar gerir það og hann bæti fyrir það. Ef allt þrýtur er dómsstólaleiðin auðvitað fjórða leiðin," sagði Helgi og tók fram að þegar einstaklingar ættu við kerfíð þyrftu þeir að sækja á. „Þeir verða að hamra því opinber- ir aðilar koma ekkert með opinn faðminn til þín.“ Helgi sagðist hafa heyrt að sonur Jónu hefði verið erfiður í stólnum og eftir áramót hefði kortið hans ekki komið í ljós. Hins vegar sagðist hann ekki vilja leggja mat á kröfu Jónu um endurgreiðslu. Krafan væri matsatriði enda væri ábyrgðin ekki alfarið tannlæknisins. „Tannlæknir- inn er að laga það sem fer úrskeiðis á heimilinu. En mér finnst vera klaufaskapur hjá honum að fylgjast ekki betur með sínum sjúklingum, að þeir verði útundan." Stórkaupmenn um kæru ESA vegna vörugjalda Ottast refsiad- gerðir EES-landa Morgunblaðið/Sigurgeir 30 ára jóla- kaktus í 30 ÁR hefur jólakaktus Jóhanns Friðfinnssonar í Vestmannaeyjum vaxið og dafnað. Kaktusinn er nú orð inn 130 sentimetra hár og svíkst ekki um að springa út á jólaföstunni nú fremur en endranær. STEFÁN Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra stór- kaupmanna, segir að ákvörðun stjómar Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) að kæra ísland til EFTA- dómstólsins vegna álagningar og innheimtu vönigjalds, komi ekki á óvart. Félag íslenskra stórkaupmanna kærði þetta mál upphaflega til ESA og telur Stefán að stofnunin hafi í stórum dráttum tekið undir erindi félagsins. „Félagið hefur miklar áhyggjur af þessu máli, ekki síst vegna mögu- legra gagnaðgerða og refsiaðgerða af hálfu EES-landanna sem gætu falist í áiagningu einhvers konar refsitolla á íslenskar útflutningsvör- ur. Þetta er mikið áhyggjuefni okk- ar félags, ekki síst vegna þess stóra fjölda útflytjenda sem eru meðlimir í félaginu," sagði Stefán. Gjaldið innflytjendum og framleiðendum í óhag Samtök iðnaðarins hafa sent frá sér fréttatilkynningu vegna málsins þar sem segir að rangt sé að kærð mismunun vegna álagningar og innheimtu vörugjalds sé eingöngu innlendum framleiðendum í hag og dulbúin vernd fyrir íslenskan iðnað. Benda samtökin á að vörugjald sé lagt á heildsöluverð en áður var það lagt á verksmiðjuverð. „Hvorug leiðin er í raun fær, þar sem framleiðslu- og söluferli eru mismunandi og oft á einni hendi. Gjaldstofninn liggur af þessum sök- um ekki fyrir í öllum tilvikum. Þá hefur verið gripið til þess ráðs að áætla álagningu við innflutning og það er sú aðferð sem ESA hefur gert athugasemdir við. Áætlað heildsöluverð sem gjaldstofn veldur mismunun vegna þess að óhjá- kvæmilega verður raunveruleg álagning ekki hin sama (25%) á öllum innfluttum vörum. Ef álagningin er vanmetin, eins og Samtök iðnaðarins telja að sé t.d. við innflutning á drykkjarvörum og sælgæti, þá er um að ræða mis- munun framleiðendum í óhag. Ef raunveruleg álagning er hins vegar lægri er hallað á innflytjendur,“ segir m.a. í fréttatilkynningunni. Félag íslenskra stórkaupmanna og Samtök iðnaðarins eiga fulltrúa í nefnd fjármálaráðuneytisins sem Qallar um breytingar á vörugjöldum. ) ) i \ \ 1 I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.