Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ SJET ALASKALÚPfNA? EINÆRAR tegundir af lúpínu hafa verið kynbættar til þess að losna við beiskjuefnin í þeim og verða þá til „sætar“ lúpínur. Menn hafa velt fyrir sér hvort hægt væri að fara þá sömu leið með alaskalúpínuna, sem er fjö- lær - en er það hægt? Áslaug Helgadóttir hjá RALA er sérfræðingur í plöntukynbót- um. Hvað segir hún um þetta mál: „Eflaust er hægt að beita sambærilegum aðferðum og gert var við kynbætur á einæru tegundunum, það er að velja úr einstaklinga sem eru með lítið af beiskjuefnum," sagði Ás- laug.„Einnig væri mögulegt að flytja þennan sætueiginleika úr annarri tegund. T.d. eru til sæt- ir stofnar af fjölærri lúpínuteg- und (lupinus poliphyllus). Með því að víxla þessum tegundum saman væri hægt að fá sæta alaskalúpínu. Þetta hefur aðeins verið reynt en er komið skammt á veg. Kynbótaferill af þessu tagi tekur langan tíma og er kostnaðarsamur. Því er vert að velta fyrir sér hvort þetta muni leiða til varanlegs árangurs. Við vitum ekki hvort kynbætt al- askalúpína getur þrifist á ís- landi sem fjölær planta 'því beiskjuefnin veita henni vörn gegn ýmsum skaðvöldum og auka henni kannski vetrarþol. Þess vegna verður að vega og meta hvort ástæða sé til að leggja út í dýrt verkefni af þessu tagi þegar árangurinn er svo óviss.“ Morgunblaðið/Þorkell ÁSLAUG Helgadóttir og Jóhann Þórsson. FÓÐUR- OG BEITARTILRAUNIR ALASKALÚPÍNA getur orðið góð fóðuijurt ef hún er kyn- bætt. Til þess að hægt sé að kynbæta hana þarf að vera hægt að mæla nákvæmlega beiskjuefnin í henni á fljótlegan hátt. Jóhann Þórsson hjá Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins er ásamt fleirum þar að vinna að þróun nýrra jðferða sem gefa eiga nákvæmari niðurstöð- ur en hingað til hefur verið hægt að fá. „Árið 1989-90 voru gerðar tvennskonar fóðrunartilraunir með alaskalúpínu," sagði Jó- hann. „Báðar fóru fram innan dyra og var fénu skammtað fóð- ur í vissum hlutföllum. Fyrra árið var sauðfénu gefið gras og lúpína í ákveðnum hlutföllum. Seinna árið var fénu líka gefið gras og lúpína, en þá var lúp- ínan slegin á mismunandi tímum sumarsins. Lúpínan er belgjurt og slíkar jurtir hafa mjög hátt næringar- innihald og eru mjög góðar beitijurtir yfirleitt. Við höfum ekki mikið af slíkum belgjurt- um, lúpínan er stærsti fulltrúi þeirra hér. Hún er hins vegar eitruð og markmið tilraunanna var að kanna hvaða áhrif þetta eitur, sem er beiskjuefni, hefði á át og meltingu fjár. Við viss- um frá upphafi að mest er af eiturefnunum fyrst á vorin en þau minnka þegar líður á sum- arið. Efni þessi eru hluti af náttúrulegu varnarkerfi plönt- unnar gegn beit og skordýra- plágum. Það sem fram kom í þessum tilraunum var að meltanleiki fóðursins var ekki breytilegur eftir mismunandi hlutföllum lúp- ínunnar í því. Hann varð hins vegar aldrei meiri en grassins sem við gáfum til viðmiðunar. Seinna árið kom í ljós að meltan- leikinn hækkar eftir því sem líð- ur á sumarið. í júlí er meltanleik- inn orðinn töluvert hár. Hann lækkaði síðan talsvert í septem- ber. Við mældum líka átið hjá skepnunum. Fyrra árið átu þær mjög vel allt fóðrið en ef þær skildu eitthvað eftir þá voru það lúpínustönglar. Árið eftir gáfum við sumum kindum lúpínuna sem hreint fóður. Þá gerðist það að féð sem fékk bara lúpínu hætti algerlega að éta hana. Við urðum því að hætta tilrauninni svo skepnurnar dæju ekki úr hungri. Kindurnar sem fengu gras og lúpínu saman breyttu ekki háttum sínum nema hvað þær átu minnst af lúpínu á vor- in en mest á haustin. Næringar- innihald lúpínunnar er hins veg- ar minnst á haustin. Við gerðum líka beitartilraun- ir með lúpínuna. Létum fé ganga á akri sem var með gisinni lúp- ínu og miklu grasi og það hafði frjálst val um hvað það æti. Þvert gegn væntingum át féð nánast alla lúpínuna síðla sum- ars en tiltölulega lítið af grasinu í þeim beitarhólfum sem beitar- þunginn var mestur. Þetta gerðu kindurnar þrátt fyrir að þær yrðu sjáanlega veikar af lúpínu- átinu. í beitarhólfunum þar sem meira var af grasi átu kindurnar minna af lúpínu, en eigi að síður varð vart eitrunaráhrifa hjá þeim. Þær ályktanir sem draga má af þessum tilraunum er að það er ekki hægt að mæla með ala- skalúpínunni sem fóðurjurt nema að kynbæta hana þannig að eiturefnin minnki. Þetta hef- ur verið gert við sumar aðrar tegundir lúpína. Þær henta hins vegar ekki til ræktunar hér á landi. Við verðum því að kyn- bæta sjálfa alaskalúpínuna ef við ætlum gera hana að góðri fóðurjurt." ALASKALUPINA - ÖNDVEGISJURT? eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Ð undanförnu hafa staðið yfir miklar umræður hér á landi um lúpínuna og er þá átt við Alaskalúpínu (Lupinus nootkat- ensis). Rætt hefur verið um kosti hennar og galla sem landgræðslu- jurtar og svo hins vegar um þau not sem hafa má af henni. Lúpínur eiga sér langa sögu sem nytjap- löntur en talið er að þær hafi ver- ið ræktaðar við Miðjarðarhaf og í Suður-Ameríku í um 3000 ár. Um 200 tegundir lúpína finnast í Am- eríku og eru þær mjög breytilegar að gerð og lífsferli. Þar eru bæði einærar og fjölærar tegundir. Rætkun fjölærra lúpínutegunda er mun minni en hinna einæru. Fjöl- ærar lúpínur hafa helst verið nýtt- ar sem áburðargjafar við ræktun barrtijáa á rýru landi og til upp- græðslu lands. Náttúrleg heim- kynni alaskalúpínunnar eru með- fram Kyrrahafsströndinni. í heim- kynnum sínum finnst hún einkum með skógaijöðrum, í brattlendi og skriðum og á áreyrum og 'mal- arkömbum við sjó. í Fjölriti Rala nr. 178 frá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins um alaskalúpínu segir að ræktun henn- ar til landgræðslu hafi gengið vel hér á landi en önnur not verið tak- mörkuð. Ymis teikn eru þó á lofti um að hafa megi margháttuð not af alaskalúpínu, svo sem til lyfja- gerðar, beitar og fóðurs og jafnvel sem eldsneytis (etanol). Alaskalúpínan á sér rösklega aldarlanga sögu hér á landi. Fyrst- ur til að rækta hana var Schierbeck landlæknir, sem var formaður hins' íslenska garðyrkjufélags og gerði tilraunir til jurtaræktunar á ís- landi. Hann sáði lúpínunni í Reykja- vík árið 1885 en talið er að fræið hafí hann fengið frá Noregi. Það er þó ekki fyrr en árið 1945 sem alaskalúpínan nam land á íslandi. Hákon Bjarnason skógræktarstjóri kom með tvær matskeiðar af fræi og nokkrar rætur af lúpínu þessari Hann stóð fyrir því að hún var flutt á ýmis svæði, einkum í girðingar Skógræktar ríkisins og reynd við ólík skilyrði. Af þessum efnivið Hákonar er komin lúpína sú sem breiðst hefur ört út og er notuð í síauknum mæli til landgræðslu. Komið hefur í Ijó's að lúpínur geta gefið gott fóður, þær eru mjög próteinríkar, hafa háan meltanleika og eru fremur auðugar af steinefn- um. Alaskalúpínan inniheldur fremur lítið af beiskjuefnum miðað við aðrar lúpínur, eigi að síður hef- ur komið fram merki um lúpínueitr- un í sauðfé í tilraunum með_ beit á alaskalúpínu í Heiðmörk. í fyrr- nefndu Fjölriti Rala nr. 178 segir ennfremur að takist í framtíðinni, með úivali og kynbótum, að rækta stofn af alaskalúpínunni sem inni- heldur lítið af beiskjuefnum megi ætla að hún geti orðið mikilvæg fóðuijurt. Rót alaskalúpínu var meðal þess sem sumir frumbyggjar á Kyrra- hafsströnd Kanada og Alaska nýttu af villtum plöntum til matar. íbúar Aleutin-eyjanna söfnuðu rótum í október. Af rótunum flettu þeir hýðinu og átu þær síðan hráar eða soðnar. Voru þær sagðar aðeins beiskar á bragðið og varð mönnum misdægurt af óhóflegu áti þeirra. Rót lúpínunar er uppistaðan í lyfi því sem Ævar Jóhannesson hefur um nokkurra ára skeið verið að gera tilraunir með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.