Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Sambíóin og Háskólabíó sýna Goldeneye, Gullaugað, nýjustu myndina um James Bond eða njósnara númer 007 í leyniþjónustu hennar hátignar. Pierce Brosn- an fer með aðalhlutverkið í myndinni sem er sú sautjánda í röðinni um hetjuna vinsælu. Bond JAMES Bond, 007, er mættur á nýjan leik í banastuði til starfa sinna í leyniþjónustu hennar hátign- ar, en tímamir hafa breyst þar sem jámtjaldið hefur verið rofið og ný heimsskipan tekið við. Áður voru það illmenni í pólitísku valdatafli sem Bond þurfti að kljást við en nú em það samsærismenn með hagnaðarvonina eina að leiðarljósi sem era móthetjamir. En þótt stríð- ið hafi breyst þá era stríðsmennirn- ir hinir sömu og áður. Sex ár eru liðin síðan Bond sást stðast á hvíta tjaldinu. Þá var það Timothy Dalton sem lék Bond, en nú er það Pierce Brosnan sem spreytir sig á hlutverkinu. Fyrstu 16 myndirnar um James Bond höfðu ausið til þurrðar þá titla á skáldsögum og smásögum rithöf- undarins Ians Flemings sem skapaði hetjuna ódauðlegu, en aðstandendur Goldeneys vildu engu að síður votta Fleming virðingu sína. Nafnið á heimili rithöfundarins á Jamaíku varð því fyrir valinu sem titill mynd- arinnar, en þar byijaði Fleming að skrifa sögurnar um Bond árið 1952. Ian Fleming lést 56 ára gamall árið 1964. Hann fæddist 28. maf árið 1908 í Mayfair í London og eftir að hafa stundað nám í Eton gekk hann í háskóla í Sandhurst, Múnchen og Genf. Að því loknu hóf hann störf hjá Reuters-fréttastof- unni og vakti fyrst athygli sem blaðamaður þegar hann fjallaði um réttarhöid yfir breskum verkfræð- ingum í Moskvu árið 1933. Og þar fékk hann líka fyrstu nasasjónina af njósnaheiminum. Eftir að hafa starfað skamma hríð hjá verðbréf- amiðlara gekk Fleming til liðs við dagblaðið The Times of London og sneri til Moskvu á ný. Þegar seinni heimsstyijöldin geysaði var Fleming svo foringi í leyniþjónustu breska sjóhersins, og að stríðinu loknu hóf hann að starfa hjá blaðaútgáfunni GLÆSILEGIR bílar hafa löngum verið eitt af aðals- merkjum 007. í Goldeneye verður hann að sætta sig við heldur risminni farartæki en hami á að venjast. Kingsley Newspapers. Um þær mundir ákvað hann að reisa sér sumarhús á Jamaíku, en eins og fyrr segir kallaði hann það Golde- neye. Það gerði hann í höfuðið á skáldsögu Carsons McCullers, Reflections in a Golden Eye. Hug- myndin um persónuna James Bond varð svo til í Goldeneye 1952 og ári seinna kom fyrsta sagan um njósnarann út, en það var Casino Royale. Bækumar um Bond komu svo út árlega allt til ársins 1966, eða alls þrettán talsins, bæði skáld- sögur og smásögur. Fleming skrif- aði að auki tvær fræðibækur, The Diamond Smugglers og Thrilling Cities, og barnasöguna Chitty Chitty Bang Bang, sem kvikmynda- framleiðandinn Albert R. Broccoli gerði að geysivinsælli söngvamynd. Aðalframleiðandi Goldeneye er sá hinn sami Broccoli, en hann hef- ur framleitt allar myndimar um James Bond allt frá því sú fyrsta, BOND-stúlkumar em ekki af verri endanum frekar en fyrr. Famke Janssen leikur hina fögm Xeniu sem reynir að draga Bond á tálar. en af því gat ekki orðið þar sem hann var samningsbundinn við gerð sjónvarpsþáttanna Remington Ste- el. Það var því Timothy Dalton sem tók við að túlka 007 á hvíta tjaldinu og lék hann í tveimur myndum um kappann. Þá var hins vegar komið að Brosnan að spreyta sig og mun hann að öllum líkindum leika í þrem- ur Bond-myndum að minnsta kosti. Það kom í hlut nýsjálenska leik- stjórans Martins Campbells að koma nýjustu sögunni um Bond á hvíta tjaldið. Campbell flutti til Bretlands 1966 þar sem hann hóf feril sinn sem mynda- tökumaður. Hann framleiddi nokkrar myndir áður en hann hóf að leikstýra sjálfur og leik- stýrði hann fjölda vinsælla sjón- varpsmynda. Hann flutti sig svo um set frá Englandi til Bandaríkjanna þar sem hann gerði fyrstu stórmynd sína en það var spennumyndin Crim- inal Law með þeim Kevin Bacon og Gary Oldman í aðalhlutverkum. Því næst leikstýrði hann Defenseless með Barböru Hershey og Sam Shep- ard í aðalhlutverkum og næst á undan Goldeneye gerði hann No Escape með Ray Liotta í aðalhlut- verki. ROBBIE Coltrane, sem þekktur er úr sjón- varpsþáttunum um Cracker, fer með hlutverk rússneska vopnasalans Valent- ins Zukovsky. Dr. No, var gerð árið 1963. Eins og öllum ætti að vera kunnugt var það Sean Connery sem fór með hlut- verk 007 í henni, en hann hafði leik- ið í fimm myndum um njósnarann þegar ástralski leikarinn George Lazenby tók við. Hann þótti hins vegar ekki standa sig sem skyldi og lék aðeins í einni mynd, og Conn- ery tók upp þráðinn að nýju og lék í einni mynd til viðbótar. Þá kom Roger Moore til skjalanna og lék hann i næstu sjö myndum. Það var einmitt eftir að hann hafði lokið sínu hlutverki árið 1985 að Pierce Brosnan stóð til boða að taka við, í stuði Langur meðgö ÍRSKI Ieikarinn Pierce Brosnan er hinn nýi James Bond og hefur hann tekið að sér að leiða þessa þekktu kvikmyndaper- sónu inn í 21. öldina, en hann hefur þeg- ar gert samning um að leika í tveimur myndum til viðbótar um leyniþjónustu- manninn fágaða. Brosnan stóð reyndar til boða að taka að sér hlutverk Bonds fyrir áratug, en af því gat ekki orðið þar sem hann var þá samningsbundinn við gerð sjónvarpsþáttanna Remington Steel í Bandaríkjunum. Meðgöngutíminn hefur því verið nokkuð langur hjá Brosnan, en hann segist hafa verið fyllilega reiðubú- inn til að takast á við hlutverkið nú þeg- ar honum stóð það til boða á nýjan leik. Pierce Brosnan er fæddur 16. maí árið 1951 í County Meath á írlandi, en 11 ára gamall flutti hann með fjölskyldu sinni til London. Eftir skólagöngu starfaði hann um skeið sem leigubílstjóri og gluggaskreytingamaður, en gekk síðan til liðs við tilraunaleikhús og lærði leik- list hjá Drama Center. Hann starfaði sem aðstoðarsviðsstjóri hjá York Theatre Roy- al um skeið, en fékk sitt fyrsta hlutverk á leiksviði í London þegar Tennessee WiIIiams valdi hann til að fara með hlut- verk McCabe í frumsýningu Red Battery Sign. Fyrstu kvikmyndirnar sem Brosnan lék í voru The Mirror Crack’d og Long Good Friday, sem gerðar voru árið 1980. Sama ár var hann valinn til að fara með hlutverk í bandarísku míniseríunni The Manions of America, og flutti hann þá til Bandaríkjanna án þess að ætla sér að ílengjast þar. En það fór á annan veg þar sem hon- um var boðið aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Reming- ton Steel sem síðan voru sýndir við miklar vinsældir frá 1982 til 1987. í Remington Steel vakti fáguð framkoma hans og hnyttni verðskuidaða athygli og hann þótti tilvalinn til að taka að sér hlutverk James Bond. Þetta var árið 1986 og sýningum á Remington Steel átti þá að ljúka en skömmu eftir að tilkynnt var að Brosnan yrði næsti Bond var ákveð- ið að sýna þættina áfram. Brosnan var samningsbundin við gerð þeirra og því varð ekkert úr því að hann tæki að sér hlutverk Bonds í það skiptið. Brosnan segist vera feginn að hafa fengið tækifærið aftur þegarákveðið var að ráðast í gerð Goldeneye. „Ég vildi helst ekki fara í gröfina sem maðurinn sem gat orðið, gæti hafa verið eða ætti að hafa verið James Bond. Árið 1986 var mér boðið hlutverkið en fékk ekki leyfi til að taka það að mér. En ég held að þegar maður hefur einu sinni fengið \ smjörþefinn af þessari persónu þá hverfi hann aldrei . . . og ég var til- búinn til að taka að mér hlutverkið núna.‘‘ Frá því Pierce Brosnan lauk við að leika í Remington Steel og þar til hann loks fékk að takast á við Bond hefur hann leikið i fjölda sjónvarpsmynda og kvikmyndum. Meðal þeirra eru The Fourth Protocol (1987), The Decievers j (1988), Mister Johnson (1991), The Lawnmower Man (1992) og Mrs. Do- ubtfire (1993). Þá lék hann með Warren Beatty og Annette Bening í Love Affair (1994) og næst á undan Goldeneye lék hann í Robinson Crusoe. Um þessar mund- ir er hann að leika með Barböru Strei- sand í myndinni The Mirror Has Two Sides, en auk þess að leika í myndinni leikstýrir Streisand henni og framleiðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.