Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C roffimlMbutffe STOFNAÐ 1913 289. TBL. 83. ARG. SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Vasaþjófar í vanda HERT öryggisgæsla í Frakklandi í kjöl- far sprengjutilræða í sumar og lang- vinn verkföll ríkisstarfsmanna hafa nær kippt fótunum undan stétt vasa- þjófa og ððrum misindismönnum. Þeir stunda helst iðju sína í troðfullum strætisvögnum og neðanjarðarlestum en eftirlit með almenningssamgöngum var hert til muna eftir að sprengjutil- ræðin hófust. Þá hefur neðanjarðar- lestakerfið verið lamað í þrjár vikur vegna verkfallanna. Lögreglustjórar Parísarborgar hafa greint frá því að 19% færri glæpir hafi verið tilkynntir í síðasta mánuði en í nóvembermánuði í fyrra. Eiturlyfjaglæpum fækkaði um 36%, stuldum úr bílum um 30% og vasa- þjófnuðum um 22%. Jackson var hætt kominn LÍFLÆKNIR bandaríska söngvarans Michael Jackson segir að ekki hafi mátt tæpara standa er Jackson var fluttur á sjúkrahús í New York eftir að hafa hnigið niður á æfingu fyrr í mánuðinum. Jackson greindist með veirusýkingu og var útskrifaður af sjúkrahúsinu sex dögum síðar. Læknir- inn Allan Metzger sagði að er sjúkralið- ar komu að söngvaranum hafi púls hans verið ógreinilegur og blóðþrýst- ingur „mjög, mjög lágur". Hafi Jackson verið í lífshættu í nokkra klukkutíma. Hann sagði lækna sjúkrahússins og tryggingafélags Jackson hafa verið sammála um að söngvarinn hafi verið einungis fimmtán mínútum frá dauða. Fitan látin fjúka LÆKNAR i Los Angeles fjarlægðu á föstudag 45 kíló af húð og fitu af lík- ama Tommy McGruder, fyrrverandi vörubílstjóra. McGruder, sem er 35 ára gamall, segist hafa byrjað að borða í óhófi er hann fékk þunglyndiskast fyr- ir níu árum. „ísskápurinn varð að besta vini mínum," segir hann og lýsti venju- legum morgunverði þannig að hann hefði hámað í sig tólf egg, tólf þykkar pönnukökur, um það bil tólf pylsur og tvo pakka af beikoni. McGruder hét að hefja nýtt og heilbrigðara líf er hann var fluttur í flýti á spítala vcgna hjartavandræða. Hafði hann misst 180 kíló fyrir aðgerðina á föstudag og vó því „aðeins" 180 kíló í stað 360 áður. Fitan, sem skorin var af McGruder, verður notuð til læknisfræðilegra rannsókna. Reuter ÖRYGGISVÖRÐUR fyígist með undirbúningi á kjörstað í miðborg Moskvu. Rússneska innanríkisráðuneytið óttast hryðjuverk í tengslum við kosningarnar og hefur skipulagt umfangsmikla öryggisgæsiu á kjörstöðum. Rússar ganga til lýðræðislegra þingkosninga í annað sinn Flókið kerfi talið kommúnistum í hag Moskvu. Reuter. RÚSSAR ganga að kjörborðinu í dag í öðr- um lýðræðislegu kosningunum, sem haldnar eru frá því Sovétríkin leystust upp. Mikil óvissa ríkir um úrslit kosninganna, en talið er að hið flókna kosningakerfi muni frekar koma Kommúnistaflokknum til góða en frjálslyndum flokkum, sem eru margir og tvístraðir. Borís Jeltsín Rússlandsforseti hvatti á föstudag kjósendur til að afstýra því að „öfl fortíðarinnar" kæmust aftur til valda í kjölfar kosninganna. „Það væru hörmuleg mistök," sagði forsetinn í sjónvarpsávarpi. Þó að hann nefndi hann ekki beint lá í orð- um forsetans að hann átti við flokk komm- únista, sem kannanir benda til að muni vinna nokkuð öruggan sigur. Kom'múnistaflokkurinn svaraði þessum yfirlýsingum forsetans í opnu bréfi á forsíðu dagblaðsins Sovietskaja Rossíja í gærmorg- un, þó svo að forsetinn sé ekki nefndur á nafn. í bréfinu sagði að flokkurinn hefði gengið í gegnum ítarlega naflaskoðun vegna mistaka fortíðarinnar. Flokkurinn hefði lært af reynslunni og byði nú upp á nútímalega stefnu er miðaði að því að blása nýju lífi í efnahag landsins, útrýma glæpum og láta ríkisvaldið ganga í endurnýjun lífdaga. Aragrúi frambjóðenda Hver kjósandi í kosningunum fær tvo kjörseðla, annan til að kjósa þingmenn í einmenningskjördæmum en á hinn eru skráð nöfn þeirra 43 framboðslista er bjóða fram á landsvísu. Er helmingur hinna 450 þing- manna neðri deildarinnar kjörinn í einmenn- ingskjördæmum en helmingurinn í lista- kosningum. Alls keppa 2.687 einstaklingar um sætin í einmenningskjördæmunum. Ekki hefur mátt birta skoðanakannanir síðustu fimm dagana fyrir kosningar og en þær beindust aðallega að listakosningunum. Flokkar verða að fá að minnsta kosti 5% kjörfylgi til að ná manni á þing og er markm- iðið að koma í veg fyrir aragrúa smáflokka. Kerfið er hins vegar fyrst og fremst talið eiga eftir að koma vel skipulögðum flokkum fyrrum kommúnista og bændaflokkum til góða en ekki frjálslyndum umbótasinnum, sem ekki hafa náð að sameina krafta sína. Margir stjórnmálamenn í Moskvu kjósa því frekar að bjóða sig fram í einmenningskjör- dæmum þar sem þeir óttast að flokka þeirra nái ekki 5% fylgi. Opinber úrslit kosninganna verður að birta innan 10-30 daga og hið nýkjörna þing að koma saman innan mánað- ar. ¦ Jabloko helsta von/10 Rússar að kjör- boröinu 12 UHGLIMGAR ERU LÍFSGLAÐIR URBRUNAI BREYTINGAR VJÐSHPIlttVINNUIÍF 77 Á SUNNUDEGI MsMm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.