Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ I i; ) ) ) ) I I í I I •? } I I I 1 9 I J I I 1 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Bítlaæðið Frá Konráði Friðfinnssyni: ÞEGAR bresku Bítlarnir gáfu út fyrstu breiðskífuna „Please, Please Me“ 1963 að þá lagði Evrópu, í fyrstu, við hlustir og líkaði hún vel. Síðan óx þessi „fiskur“ og hlóð utan á sig uns hann breiddi sig yfir allan heiminn. Kannski er það rangt að halda því fram, að öll veröldin hafi legið flöt fyrir fjórmennihgunum frá Liverpool. Hið rétta er að krakkarnir, ungling- arnir, eða unga fólkið, svona almennt séð, var það fólk sem hreifst af þess- ari tónlist Beatles. En þetta æði magnaðist með hverri nýrri plötu frá þeim félögum og náði hámarki að margra mati 1967 er út kom, Sgt. Peppers Lonely Hearts Ciub Band, sem þótti og þykir en tímamótaverk. Sannleikurinn er að ráðsettari og reyndari menn og konur í löndunum hristu mörg hver höfuðið og heyrðu lítið annað en hávaða í Bítlatónlist- inni. Þess ber auðvitað að geta að í veröldinni er ungt fólk á hveijum tíma stór hiuti af heni og því ljóst að hópur- inn er fylgdi Bítlunum og tók þátt í skrípaleiknum, sem varð til með þessu svokallaða og margfræga Bítlaæði, er gríðarlega fjölmennur og náði til tugi ef ekki hundruð milljóna ungmenna, víða um heiminn. Eins og frægt er orðið í Bítlasögunni lét John Lennan, stofnandi The Beatles, hafa eftir sér í blaðaviðtali við ein- hverja blaðakonu, að Bítlarnir hefðu meira gildi fyrir krakkana á þessum tíma heldur en Jesú Kristur. Ollu þessu ummæli Lennons gríðarlegum viðbrögðum og hneykslun víða um veröldina. En voru þessi ummæli mannsins endilega röng, sé miðað við tíðarandann eins og hann blasti krökkunum í þann tíð? Gerum okkur nefnilega grein fyrir einu að ungling- arnir sem helteknir voru af Bítlaæði, að þeirra heij»asta ósk flestra var að fá að sjá þá snerta þá og komast í tæri við þá, fá eiginhandaráritun og svo framvegis. Fullyrða má að það unga fólk, sem tók þátt í þessum blekkingarleik, Bítlaæðinu, hugsaði fæst um Jesú Krist og kærleiksríkan faðm hans, á meðan þetta ástand varði hjá því. Öll hugsun unga fólksins snerist um það á þessum árum að líkjast Bítlnun- um, fylgjast með Bítlunum, breyta eins og þeir, líkja eftir þeim í klæða- burði. Strákarnir létu hár sitt vaxa vegna þess að Bítlarnir voru með sítt hár. Einnig voru til sérstök Bítlaföt, líkt og margir muna eflaust eftir. Og þannig var staðan á þessum títt- nefndi Bítlaárum og svo var Bítlunum kennt um allt saman. Staðreyndin er sú að þessir 4 ungu Bretar, John, Paul, George og Ringo, voru fangar eigin frægðar. Þeir höfðu hvergi frið. Allstaðar voru æpandi, aðdáendur hvar sem þeir komu. Unglingarnir settu þá á stall og hófu til skýja og tóku að tilbiðja þá á sinn hátt, og að þeim forspurðum. Því má með nokkru sanni segja að fólkið hafi gefíð þeim þann stað í hugum sínum og hjörtum sem Frelsaranum í raun ber, án þess þó _að gera sér það sjálft endilega ljóst. Áður er varði að ultu líka þessi goð af stalli sínum og skildu eftir autt rúm í hjarta fólksins. Og það gekk niðurlútt. Sumir felldu tár. Margur spurði hvað nú tæki við. Hveijir gætu fyllt það skarð sem Bítlarnir skildu eftir sig. Og til eru menn sem aldrei hafa jafnað sig al- mennilega á missinum. Ef menn halda að Bítlaæðið sé eitthvað nýtt í sögunni að þá er það misskilningur. Á þann hátt er mann- kynssagan öll skráð í raun. Fólk hef- ur á öllum tímum freistast til að setja menn á stall, og suma hefur það tek- ið í guðatölu. En allt farið á einn veg og endað með hruni, fyrir þær sakir að átrúnaðurinn var á sandi byggður. En sannleikurinn er sá að hvaðeina bliknar og fölnar í samanburði við þá dýrð sem fylgir samfélaginu við Frelsarann, Jesú Krist. Líka Bítlar allra tíma. KONRÁÐ FRIÐFINNSSON, Blómsturvöllum 1, Neskaupstað. Dýrmætasta gjöfin er þín - ef þú vilt Frá Erni L. Guðmundssyni: EN vorar þjáningar var það sem hann bar og vor harmkvæli sem hann á sig iagði. Vér álitum hann refsaðan, sleginn af Guði og lítillættan en hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin sem vér höfðum til unnið kom niður á honum og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir. Vér fórum aliir villir vegar sem sauðir, stefndum hver sína leið en Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á honum. Þetta er fagnaðarerindi Guðs í hnotskurn — Hreint og ómengað! Boðskapur þess er fagnaðarboð- skapur um góðan og óendanlega kærleiksríkan Föður sem elskaði svo þennan heim og fólkið í syndarfjötr- um hans að hann gaf okkur það dýr- mætasta sem hann átti, son sinn ein- getinn, til að hver sem á hann trúir myndi ekki glatast heldur hafa eilíft líf. Fagnaðarerindið er boðskapur um hjálpræði, fyrirgefningu og frið, lækningu og lausn frá sálarfjötrum. Endurreisn til anda, sálar og lrkama og samfélag og sátt við skapara okk- ar og Guð og eilíft líf með honum. Hið sanna fagnaðarerindi Biblíunnar inniheldur boðskap um stærstu og dýrmætustu gjöf sem gefin hefur verið. Jesús Kristur sonur Guðs dó á krossi fyrir ca. 2.000 árum síðan fyr- ir syndir mannkynsins og tók á sig þá hegningu sem við höfðum til unn- ið. Við erum dýru verði keypt! Svo mikilvægur er boðskapur fagnaðarerindisins að hundruð þús- unda hafa dáið og þolað fangelsi og pyntingar fyrir trú sína og þá við- leitni að gefa öðrum tækifæri til að bæði heyra fagnaðarerindið um Jes- úm Krist og taka síðan við því fyrir náð og trú og endurfæðast. Gegnum aldirnar hafa óvinir guðs barist gegn fagnaðarerindinu með öllum tiltæk- um ráðum og menn hafa deilt um það allt fram á okkar daga hvernig það beri að skilja og hvernig við því skuli tekið. Þjóðkirkjan og fleiri kirkjudeildir halda því fram að menn séu hólpnir gegn- um barnaskírn og síðan fermingu/trúaijátningu og þar sem við séum hólpin fyrir náð Guðs þá getum við ekki breytt neinu í lí'fi okkar. Okkar sé að leggja rækt við kærleikann og kristilegt líferni. En hvernig sem við svo veljum að lifa — þá eigum við samt fyrirgefningu vísa á himnum og þar munum við öll lenda að lokum. Mér getur skjátlast í ein- hveijum atriðum en þannig hef ég skilið boðskap þjóðkirkjunnar. Jesús Kristur segir aftur á móti: Tíminn er fullnaður og Guðsríki í nánd. Gjörið iðrun og trúið fagnað- arerindinu. Iðrun eða afturhvarf er að sjá eftir einhveiju og snúa síðan algjörlega frá því til að lifa öðruvísi en áður. Ef þú játar með munni þín- um Jesús er Drottinn og trúir að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum þá muntu hólpinn verða. Þetta er upp- gjör við Guð og það líf sem lifað er andstætt orði Guðs. En hvernig get ég lifað samkvæmt því sem orð Guðs segir — hvað þá skilið það sem þar stendur? Jesús sagði: Ég mun biðja föðurinn og hann mun gefa yður annan hjálp- ara að hann sé hjá yður að eilífu í anda sannleikans! Hér er átt við Heilagan Anda Guðs sem Jesús sagði að við mættum biðja föðurinn um og myndum fá eftir að við endurfæddumst. Hann mun kenna okkur allt og minna á það sem Jesús sagði. Hann er hjálpari okkar og huggari og útskýrir ritninguna og upplýkur þeim fjársjóðum sem í henni er að finna. Jesús sjálfur lifði og starf- aði með hjálp Heilags Anda og sömu- leiðis frumkirkjan og margir kristnir í dag. í krafti andans gerðust mörg tákn og undur: Sjúkir urðu heilir, dauðir risu upp og illir andar voru út reknir. Jafnvel vinda og haf lægði. Og mörg önnur kraftaverk, tákn og undur áttu sér stað og eiga sér stað enn í dag út um allan heim. Jesús er hinn sami í dag! Ritningin segir: Lífinu sem ég lifi nú hér á jörð lifi ég í trúnni á Guðs son sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig. Og hér á Þakkir Frá Halli Hallssyni: KATRÍN Fjeldsted, læknir og gagn- rýnandi Morgunblaðsins, baðst í vik- unni velvirðingar á óheppilegum um- mælum í ritdómi um bókina Karlar eru frá Mars, konur eiv frá Venus. Mig langar að koma á framfæri kæru þakklæti til Katrínar. Með afsökunar- beiðni sinni er hún maður að meiri. Bókin Knrlar eru frá Mars, konur eru frá Venus hefur fengið mjög góð- ar viðtökur meðal íslendinga, svo góð- ar að hún trónar nú í fyrsta sæti á metsölulistum. Landsmenn, ungir og gamlir, eru staðfastir í að bæta líf sitt. Til að undirstrika þetta langar mig að segja stutta sögu af 83 ára gam- kirkjan stóran þátt og samfélag trú- aðra. - Ekki ríkisstofnun, hefðir og dauð form — heldur líf og samfélag trú- aðra með Guði. „Biblían talar um algjört uppgjör við synd og lífsstíl sem er í andstöðu við orð Guðs. Ef einhver er í Kristi, þ.e. tekur við hjálp- ræði hans, þá er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá nýtt er orðið til. Syndin er raunveruleiki — það nægir að horfa á heiminn eins og hann er í dag. Biblían talar gegn synd því afleið- ing hennar er dauði og glötun — eilíf- ur aðskilnaður frá Guði. „En það er ekki vilji Guðs að neinn glátist heldur að allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum. Þess vegna sendi hann okkur Jesú sem frelsara frá lífi í synd! Ég hef valið að trúa á orð Jesú Krists og svo lengi sem það er til fólk á meðal okkar sem er andlega leitandi og er í þjáningum, hvort held- ur er andlega, sálarlega eða lík- amlega þá vil ég boða þeim sem vilja við því taka kærleiksboðskap Krists og benda á sannleika Biblíunnar. „Allir menn hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.“ Þessi staða kom til við syndafallið þegar Adam og Eva féllu í synd. En leiðin er opin fyrir alla — fyrirgefningin er til staðar, öll synd og misgjörð hefur verið lögð á Jesú. Eina sem við gerum er að taka við því fyrir náð og í trú og trausti á Frelsarann og lifa síðan lífí okkar með honum samkvæmt ritningunum. Kirkja Jesú Krists er opin öllum mönnum, konum og bömum — Jesús Kristur dó fyrir alla menn! Fagnaðar- erindi Guðs um Jesú Krist er fyrir þig. Vilt þú taka við því? Stærsta og þýðingarmesta spurn- ing sem við stöndum frammi fyrir í lífinu er: Hvað ætla ég að gera með það sem ég hef heyrt um Jesúm Krist? ÖRN L. GUÐMUNDSSON, Kársnesbraut 49, Kópavogi. alli konu. Hún kom til mín eftir að ég hafði lesið upp úr bókinni á Hrafn- istu og kvaðst endilega vilja festa kaup á eintaki. Hallur minn, sagði hún, mér finnst boðskapurinn svo fal- legur. Og bætti svo við: í dag á ég 65 ára brúðkaupsafmæli. Maðurinn minn lést fyrir nokkrum árum, hann var mikill ágætismaður - og mig lang- ar að gefa mér bókina í tilefni dags- ins. Bókin er alveg stórkostleg. Ég læt nafns hennar ekki getið hér, en hvílík kona, greind, víðlesin og full af visku og lífí. Þessi gamla kona er verðugur fulltrái hins breiða fjölda, sem stöðugt leitar leiða til þess að bæta líf sitt og ástvina sinna. Enda er það leiðin til árangurs í lífínu, að eiga kærleiksrík samskipti við fólk. HALLUR HALLSSON, stjórnarformaður Vaxtar. uxtismti-viMtMio- SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 41 AUKIN OKURETTINDI ivi i n? f=» n? c±> r= Námskeiðum á haustönn er að Ijúka. x Ný nómskeið hefjast f janúar næstkomandi. Innritun á nómskeið á vorönn stendur yfir. ^íslímds' Verið forsjál oa látið skrá ykkur tfmanlega. _ . ... 7 /Wj rrúvO^ Ökuskóli fslands hefur útskrifað rúmlega 500 nemendur með aukin ökuréttindi og býður hagnýtt nám undir leiðsögn færra og reynslumikilla kennara. Okkar takmark er slysalaus umferð, auldn þekldng og auidð öryggi ^övublfra^ ÞEKKING ÖKURÉTTINDI ATVINNUTÆKIFÆRI 8: 568 38 41 Okuskóli Islands hf. - Dugguvogur 2 -104 Reykjavík Rolex - heimsþekkt hágæðaúr. Þar sem saman fer frægð og fágun Hið eftirsótta Rolex eftirlit með nákvæmum Datejust-úr ber nafn- tímamælum. Eins og bótina „Chronométre" flest það sem ótvírætt en þá viðurkenningu . ber af öðru er úrið veitir opinber u mjög látlaust og þar stofnun í Sviss '*r með enn fallegra. sem annast ROLEX Erþérfeílt gftöndunum i Ótrúlegt úrval af ódýrum „Úlpuhönskum? Ungversku gæðahanskarnir VERÐ FRÁKR.3.500,- VERÐ KR.1.800.-TIL 2.500,- ^lálávötðuitujl, 101 TQjljávil, 55/ -5814
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.