Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Allt í einu er ég farin að leika ... Ur nýjum bókum Kristbiörg Kield hefur um árabil veríð í fremstu röð íslenskra leikkvenna og einn helsti burðarstólpi leikhópsins í Þjóðleikhús- inu, jafnframt því að vera frumkvöðull í kvik- myndaleik, þegar hún og Gunnar Eyjólfsson fóru með aðalhlutverkin í 79 af stöðinni fyr- ir margt löngu. Jórunn Sigurðardóttir ræð- ir við hana í bókinni Kristbjörg Þorkelína um viðburðaríka ævi og afstöðu hennar til listar- innar. Hér eru kaflabrot úr bókinni. OFT ER það svo í lífinu að ósk er svo stór og fjarlæg að hún er aldrei mótuð í hugsun, hvað þá sett í orð. Þegar svo þau straumhvörf verða að slík ósk rætist virðist það ofureðlilegt. Unga, glæsilega konan, aem ekur litla syni sínum í kerru frá Eangholtsveginum upp í Steinahlíð til ídu í bítið á morgnana og skund- ar síðan að ná í strætisvagninn tii að komast í bókhaldið hjá Hreyfli, rennir ekki í grun að þetta lífsmynst- ur heyri brátt sögunni til. „Flosi Ólafsson lék með mér í Stanz-aðalbraut-stopp og hann tal- aði stundum um að hann myndi byija í Leiklistarskóla Þjóðleikhúss- ins um haustið. Einhvern tíma hitti ég hann — á götu held ég bara — og hann segir við mig: „Ætlarðu ekki að skella þér í skólann líka?“ Ég hafði aldrei hugsað um það í alvöru og varð eiginlega hálfskelk- uð. Ég var ánægð á Hreyfli og hafði gaman af því sem ég var að gera hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar en ég hafði aldrei farið á nein námskeið. Aðstæður mínar buðu nú heldur ekki upp á það að ég færi að skuld- binda mig til þess að mæta í skóla á hvetju kvöldi og á laugardögum líka. En Flosi gaf sig ekki, skjallaði mig heil býsn og sagði að þetta væri ekkert mál. Hann þekkti Ævar Kvaran og skyldi hringja í hann fyr- ir mig. Ég heyri alveg fyrir mér hvemig Flosi hefur sagt við Ævar: „Heyrðu, Ævar minn, það er hérna stelpa sem ætlar að reyna að taka próf, geturðu ekki undirbúið hana?“ Ég var hálfpartinn lömuð eftir þetta samtal við Flosa. Að vinna við það að leika, lesa mér til um bak- grunn ólíkra persóna, hreyfa mig sem þær á sviði, hella mér út í hlut- verkin. Allt var þetta órafjariægt en kitlaði mig óumræðilega svo líklega var hugsunin búin að búa með mér lengi. Tjáningardansamir heima hjá Unnu ... Já, því ekki að prófa? Ég hugsaði um þetta alla leiðina heim í vagninum. FIosi var svo rogg- inn, ég öfundaði hann hvað hann var öruggur og frjálslegur. Ég var næstum búin að tala sjálfa mig ofan af þessu öllu saman þegar ég var komin heim. Líklega væri ég allt of stór, ég gæti þetta aldrei, FIosi hefði bara verið að grínast og best væri að gleyma þessu. Þeim mun meira undrandi varð ég þegar Flosi hringdi á skrifstofuna strax daginn eftir og segir að ég megi koma til Ævars sama dag. „Upp á Bergstaðastræti, þú veist hvar Bergstaðastræti er, Bíbí, er það ekki?“ segir hann. Jú, jú, ég þóttist vita allt um það. En eitthvað hef ég verið fálát í símann því FIosi undirstrikar við mig að það skipti miklu máli að ég mæti. Ég hló nú bara en var í rauninni mest hrædd um að einhver hefði heyrt símtalið. Ég vildi ekki að nokkur maður vissi um þetta. En auðvitað fór ég. Ég var heila eilífð að fínna rétta húsið við þessa löngu götu. Það var gengið inn baka til í kjallarann og það leið þó nokkur stund frá því ég hringdi dyrabjöllunni þar til Ævar opnaði dyrnar. Ég þekkti ekkert þennan mikla leikara og fannst hann frekar gamall. Ég var nýorðin tutt- ugu og eins árs og Ævar hefur stað- ið á fertugu en fínn var hann. Hann býður mér að ganga með sér inn í herbergi og setjast á móti sér við lítið borð. A því stendur segulbands- tæki, það var það eina sem ég sá að svo stöddu. Svo bytjaði hann að spyrja mig út úr um reynslu mína af leiklist. Ég stamaði einhveiju upp um þessi hlutverk sem ég hafði-ver- ið að leika í Hafnarfirði. Ég var svo óörugg, titraði öll og hélt svo fast í handtöskuna að mig verkjaði í fing- urna. Svo var mér svo heitt. Ég var alveg viss um að það myndi líða yfir mig. Almáttugur, mér fannst ég svo fáfróð, kannaðist ekki við nema örfá nöfn sem hann nefndi á leikritum og hlutverkum. Jú, Stein- unni í Galdra-Lofti, hana þekkti ég, en ég þekkti ekkert það sem átti að vera fyndið. Ég man ekki einu sinni hvað það var. En ég lét ekki á neinu bera. Svo þurfti ég að velja ljóð. Ég var mjög hrifin af Tómasi Guðmundssyni á þessum tíma og nefndi það. Ég valdi ljóðið hans um smámeyna sem hélt að hún væri til ... Þá var ég nú eitthvað farin að slaka á. Ævar talaði eitthvað um íslenska tungu, um fegurð hennar og hinn rétta hv-framburð. Mér fannst hann pínulítið tilgerðarlegur og það jók mér einhvern veginn ör- yggi að mér skyldi þó finnast eitt- hvað. Svo byijaði ég að lesa og Ævar setti segulbandið í gang. Ég reyndi að láta eins og ég vissi ekki af þessu segulbandi, einbeitti mér bara að lestrinum og reyndi að lesa fallega með hv-framburði. Svo lét hann mig hlusta. Það var engrar undankomu auðið, alveg hræðilegt. Ég þekkti ekki röddina, bara þagn- irnar og einhver örlítil mismæli á einum stað eða tveimur. Mér fannst herbergið allt í einu svo lítið og maðurinn hinum megin við borðið svo stór. Og einhvers staðar í fjarska heyri ég hann segja að þetta hafí verið prýðilegt. Nú skuli ég fara heim, læra rullurnar og koma svo aftur. Ég held að Ævar hafi séð hvað mér leið óendanlega illa því í 79 af stöðinni árið 1962 ásamt Gunnar Eyjólfssyni. í BÓKHALDINU hjá Hreyfli. KRISTBJÖRG og Guðmundur í París. KRISTBJÖRG og landið. KRISTBJÖRG, Guðmundur Steinsson og dóttirin Tóta. Á GÓÐRI stund í Kína. hann spurði mig hvort þetta hefði verið svona erfitt. Ég brosti nú bara og fannst þetta alls ekki svo slæmt, svona þegar það var búið. Textana lærði ég einhvers staðar í pukri, ein inni í herberginu mínu, þuldi þá yfir Jens sofandi og með sjálfri mér í strætisvagninum á morgnana. Ég fór einum tvisvar sinnum til viðbótar til Ævars og þá gekk allt miklu betur, meira að segja röddin á segulbandinu hætti að hrella mig. Steinunn og hræðileg örlög henn- ár urðu mér strax mjög hjartfólgin. 'Einhvern veginn vissi ég hvernig henni leið og átti auðvelt með að samsama mig henni. Steinunn eygir enga leið út úr ógöngum sínum þeg- ar Loftur snýr við henni baki og hún er ófrísk. Sjálf hafði ég átt góða foreldra sem hjálpuðu mér þegar aðstæður mínar voru kannski ekki ólíkar aðstæðum Steinunnar. Ég fór að vinna á skrifstofu Loftleiða í kóngsins Kaupmannahöfn í stað þess að ganga í ána og nú var ég allt í einu að búa mig undir að þreyta inntökupróf inn í Leiklistarskóla Þjóðleikhússms. Þetta var næstum því fyndið. Ég gaf Steinunni allan þann skilning og samúð sem ég átti til og reyndi að leika eins vel og ég gat og hafði öðlast svolitla æfingu í. Prófíð var haldið í Þjóðleikhúsinu, uppi á ballettsal, þar sat dómnefnd- in, einhveijir karlar við borð.“ Dómnefndina hafa líklega skipað þau Haraldur Björnsson, Indriði Waage, Lárus Pálsson, Arndís Björnsdóttir, Ævar Kvaran auk þjóðleikhússtjóra, Guðlaugs Rós- inkranz, og formanns þjóðleikhús- ráðs, Vilhjálms Þ. Gíslasonar. Sú dómnefnd var skipuð við stofnun skólans árið 1951 og á þessum árum var lítil áhersla lögð á að skipta út í nefndum. „Svo kom að inntökuprófinu sjálfu. Ég var eiginlega hissa á sjálfri mér hvað ég var taugaspennt. Ég var búin að ákveða að þetta væri svo sem ekki neitt, bara eitthvað sem ég ætlaði að prófa. Veðrið var mjög gott þennan dag, næstum því heitt, þótt kominn væri október. Ég man að ég reyndi að passa mig á því að skunda ekki of mikið svo ég yrði ekki kófsveitt í prófinu. Ég átti að koma bakdyramegin og varð óskap- lega fegin þegar ég sá að það voru bara einar dyr á bakhlið hússins. Miðað við glæsileikann í framsölun- um fannst mér stigagangurinn sem blasti við mér óttalega tilkomulítill. En það ríkti eitthvert andrúmsloft þarna sem ég kunni strax ansi vel við. Dyravörðurinn sat í lítilli kompu uppi á stigapallinum og það mátti ekki miklu muna að ég gæti setið á mér að kíkja ekki inn eftir ganginum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.