Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 3 7 þeirra við útgáfu árbókanna svo- kölluðu og fleiri rita var einstök og einnig kurteisi þeirra og tillitssemi hvor við annan. Ég fór fijótlega að sækja til þeirra, sérstaklega þegar kominn var sá tími dags að te- drykkja skyldi hefjast og hinn góði drykkur var í þann veginn að koma á borðið. Japanir munu víst iðka tedrykkju og helgisiði samtímis. Þó ég segi ekki að helgiblær hafi verið yfir tedrykkjunni í Þjóðsögu var eigi að I síður yfir henni sérstakt andrúms- loft. Eg tók þá betur eftir því að óvenjulegt falsleysi var áberandi í fari Gísla - það mátti eiginlega kallast kennimark hans. Þegar við iétum einhver stóryrði falla til þess að sýna af okkur manndómsbrag, varð hann ögn vandræðalegur og breytti stundum um umræðuefni, því að hann gat með engu móti fengið sig til þess að taka þátt í gáleysislegu tali, jafnvel þó engin ij alvara væri á bak við það. Sagan af bílstjóranum sem send- ur var með bókahlass í forlagið uppi á annarri hæð og kvartaði yfír því að hafa ekki fengið neina hjálp, því þar inni hefðu aðeins ver- ið „tveir aldraðir menn með þver- slaufur", fannst mér spaugilega mótsagnakennd miðað við mína reynslu. í orðræðunum við teborðið , voru Gísli og Hafsteinn nefnilega ' svo ungir í anda að ég hafði ekki | tekið eftir því að þeir væru neitt verulega eldri en ég. Þegar Gísli fór aftur að vinna á skrifstofu sinni heima hélt ég áfram sambandi við hann og Hólmfríði, konu hans, sem þá eins og endra- nær stóð bjargföst við hlið manns síns. Síðastliðið haust, þegar gróð- urinn fyrir utan gluggann var búinn | að ná hámarki sínu, sat ég hjá hon- H um og var að spjalla við hann eftir _ eina spítalaferðina, en þær urðu P .nokkrar í baráttunni við krabba- meinið. Og enn fann ég hvílíkan velvildarmann ég hafði átt í honum. Með einni handarhreyfingu sópaði hann burt öllu tali um líðan sína og fór í staðinn að spyrja mig hvern- ig ég hefði það sjálfur og hvað liði bókverki um íslenskt mál sem hann hafði byijað á að minni beiðni. 1 Akafi hans og einlægni snertu mig m djúpt, en þannig var hann alltaf, 'L reiðubúinn að leggja sig allan fram 9 þar sem hann taldi sig geta orðið að liði, og svo skýr var hugsun hans að oftast gufuðu vandamálin upp eftir að búið var að ræða þau við hann. Við sem þekktum Gísla og þótti vænt um hann söknum góðs manns, en ég veit að þegar frá líður mun minningin um trú hans á lífið og 9 þá hamingju sem það veitti honum || gera okkur söknuðinn léttbærari. Q Björn Gíslason. Vegir okkar Gísla Ólafssonar lágu fyrst saman fyrir þrjátíu árum, þegar samvinna okkar hófst 1965 við útgáfu Árbókar Þjóðsögu, en vinur hans Hafsteinn Guðmunds- son, útgefandi, valdi hann sem rit- stjóra hennar. Mitt hlutverk var rit- @ stjórn íslenzka kaflans í alþjóðlegri Q útgáfu árbókar um helztu viðburði ag líðandi stundar í máli og myndum. ^ Útgáfa Þjóðsögu var sú fyrsta, sem bætti innlendum kafla við alþjóða- útgáfuna, og sýndi það glöggt þann þjóðernislega metnað, sem þeir fé- lagar Hafsteinn og Gísli höfðu í öllum sínum útgáfustörfum. Fátt skipti Gísla meira máli en vegur íslenskrar tungu og kom það g| fram í öllum hans víðfeðmu störfum við útgáfu blaða, tímarita, bóka og 9 umfangsmiklar þýðingar úr erlend- |g um tungumálum, að ekki sé talað um eftirlætisiðju hans, gerð kross- gátna og útgáfu þeirra. Gísli Ólafsson var einstaklega ljúfur og elskulegur maður og þægi- legur í samstarfi og hann hikaði ekki við að leggja á sig ómælt erf- iði til að ná þeim árangri í ritstörf- um sínum, sem hann taldi sæma íslenzku máli. Sem blaðamaður þekkti ég að sjálfsögðu til Gísla áður en sam- 4 starf okkar hófst, ekki sízt vegna starfa hans við ritstjórn Ægis, 4 . í * tímarits Fiskifélags íslands. Málin æxluðust þannig, að tengsl okkar urðu enn nánari síðar, því hann var bekkjarfélagi tengdaföður míns og samstúdent frá MR árið 1933. Vinf- átta hans og Þorsteins Egilson var einstæð og þeim báðum mikils virði. Nú þegar Gísli heldur yfir móðuna miklu er ekki að efa að þar verður fagnaðarfundur er þeir vinimir mætast á ný. Að leiðarlokum vil ég þakka vin- áttu Gísla Ólafssonar, hjálpsemi hans, ljúfmennsku og glaðværð og sendi fjölskyldu hans samúðar- kveðjur. Björn Jóhannsson. Þegar við lítum til æskuáranna bregður myndinni af Gísla Ólafssyni oft og einatt fyrir; hann og pabbi úti á gangi með hendur fyrir aftan bak og lausn lífsgátunnar á vörum, þeir tveir að glíma við talnaþrautir eða velta fyrir sér uppruna orða eða í útgáfustússi, sem átti að bæta heiminn og hressa upp á fjárhag heimilanna, og ekki síst notalegar kvöldstundir þar sem rædd voru nýjustu verk Laxness eða djarfar bækur Agnars Mykle undir dillandi hlátrinum hennar Lillu. Pabbi og mamma, Gísli og Lilla. Á vináttu þeirra bar aldrei skugga. Þorsteinn Egilson, faðir okkar, og Gísli Ólafsson voru bekkjarbræð- ur og samstúdentar árið 1933. Vin- áttuböndin styrktust þegar báðir höfðu stofnað heimili á Leifsgötunni og ekki síður þar sem góð kynni tókust með móður okkar, Snæfríði, og Hólmfríði, konu Gísla, sem við kölluðum alltaf Lillu. Á tímabili var nær daglegur samgangur milli heimilanna en lítill hversdagsbrag- ur á samskiptunum, sem voru krydduð af ljúfri kímni, löngun til að bæta heiminn og efla hug og sál. En stundum tóku hlutirnir ver- aldlegri stefnu, eins og þegar ákveðið var að ráðast í kaup á sum- arbústað þótt litlum íjármunum væri til að dreifa og engum farar- tækjum nema Strætó-Lækjarbotn- um. Og lengi vel báru fjölskyldurn- ar kolapoka og aðrar nauðsynjar langar vegalengdir yfir kargaþýfi og lækjarsytrur að „Höll sumar- landsins" þar sem Lilla var framvæmdastjóri og þar sem sólin skín ævinlega í minningunni. Manni fannst líka hugsjóna- stefna þeirra pabba og Gísla taka á sig heldur nöturlegan blæ þegar maður var gerður út af örkinni til að selja blaðið sem átti að bjarga heiminum eða hringja á dyrabjöllur og bjóða fúlu fólki kosningahand- bók til sölu. Samt var gaman að vera nálægt þeim þegar þeir voru að bralla saman því að þeir höfðu alltaf tíma til að svara spurningum frá litlu fólki og yljuðu báðir með návist sinni. Þau Gísli og Lilla voru ekki bara vinir pabba og mömmu, þau voru vinir okkar líka. Ungu mennirnir sem sáu „roðann í austri“ á kreppuárunum urðu að sætta sig við að sumar hugsjónir rætast aldrei og kannski er heimin- um ekki við bjargandi. Hins vegar týndu þeir aldrei sjálfum sér og hvor öðrum þótt fjarlægðimar milli þeirra yrðu smám saman meiri en nokkrar húslengdir á Leifsgötunni. Þeir ræktu vináttuna með gagn- kvæmum heimsóknum, gönguferð- um og síðar utanlandsferðum. Þeir gátu rætt allt milli himins og jarðar og við skyndilegt lát föður okkar árið 1983 varð okkur ljóst hvers virði vinátta hans var fyrir Gísla. Pabbi hafði ekki tækifæri til að þakka fyrir sig á sama hátt og því kemur það í hlut okkar systkinanna að þakka fyrir hann, fyrir okkur og ekki síst fyrir móður okkar og þá órofa tryggð sem þau hjónin hafa ævinlega sýnt henni. Og þegar öllu er á botninn hvolft em fáar hugsjónir eins merkilegar og einlæg og sönn vinátta sem endist heila mannsævi og yljar þeim sem nærri standa. Slík var vinátta þeirra fjög- urra, Gísla og Lillu, mömmu og pabba. Hafi Gfsli heila þökk. Gunnar, Dóra, Guðrún, Davíð og Snæfríður Þóra Egilson. TRAUSTIHAF- STEINN GESTSSON + Trausti Hafsteinn Gestsson var fæddur í Reykjavík 28. október 1931. Hann lést á heimili sínu, Skólabraut 10, Seltjarnarnesi, 11. desember siðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Gestur K. Jónsson, verka- maður, f. 11.12. 1906, d. 1.7. 1994, og Guð- rún Siguijónsdóttir, f. 20.8. 1905. Systkini hans eru: Siguijón Hreiðar, f. 1930, Alm- ar, f. 1932, Baldvin, f. 1934, systir, f. 1939, dó óskírð, Guð- mundur Rúnar, f. 1945, Krist- inn, f. 1947, Gunnar, f. 1947, d. 1970. Trausti vann við múr- verk á yngri árum, en sl. 34 árin var hann starfsmaður Þvottahúss ríkisspítalanna. Utför hans fer fram frá Foss- vogskirlqu mánudaginn 18. desember, og hefst athöfnin klukkan 15. ELSKU bróðir. Mig langar að kveðja þig með nokkrum fátæklegum órðum og þakka þér fyrir allt. Það var að kvöldi 11. desember sl. á afmælisdegi föður okkar, er lést í fyrrasumar, en hann hefði orðið 89 ára, sem Trausti hné niður og lífsgöngu hans var lokið, aðeins 64 ára að aldri. Trausti átti lengi við geðræn veikindi að stríða sem rekja mátti til slyss er hann varð fyrir á ungl- ingsárum. Síðustu þijá áratugina komst líf hans í fastar skorður og honum tókst að verulegu leyti að sigrast á veikindum sínum. Þeir tveir þættir sem mestu máli skiptu í þessu sambandi voru að hann átti heimili á Bjargi á Skólabraut 10, Seltjarnarnesi, sem Hjálpræðisher- inn rekur með miklum myndarbrag, en þar leið honum ákaflega vel, og að sl. 34 árin hafði hann fasta vinnu í Þvottahúsi ríkisspítalanna. Öllu þessum aðilum, félögunum, starfs- fólki og forstöðumönnum að Bjargi svo og samstarfsfólki í þvottahús- inu vil ég færa bestu kveðjur og þakkir fyrir hans hönd. Honum þótti ákaflega vænt um allt þetta fólk og oftlega bar það á góma er hann ræddi við mig. Honum varð tíðrætt um herbergisfélaga sína til ijölda ára, þá Hallbjörn og Jóhann, Erling og fjölskyldu, og Rannveigu, forstöðumenn á Bjargi nú síðustu árin, og marga fleiri. Þórhildur, forstöðumaður í Þvottahúsi ríkis- spítalanna, var honum og ákaflega kær. Fjölskylda okkar er stór, allir uppteknir eins og víða virðist vera í dag, og hún skiptist upp í litla hópa sem lítið samband hafa haft hver við annan. En Trausti hafði samband við alla og frá honum fékk ég fréttir af því hvað hver hafðist að og hvernig hveijum leið. Daglega hringdi hann til mín og mjög oft kom hann í heimsókn. Trausti var ákaflega blíður og hjálpsamur og vildi öllum rétta hjálparhönd og láta gott af sér leiða. Hann var ákaflega barngóður og í hans augum var kynslóðabil ekki til. Stundum er hann hringdi til sonar míns, svaraði 5 ára sonardótt- ir mín í símann og þau áttu hróka- samræður saman, kvöddust síðan með virktum og er þau hittust mátti sjá að þeim þótti mjög vænt hvoru um annað. Aldraðri móður okkar var hann ákafiega mikils virði, kom oft til hennar og stytti henni stundirnar. Missir hennar nú er mikill. Sá tími sem ég hef átt með Trausta er mér mjög dýrmætur og skilur mikið eftir sig. Hann sýndi mér mikla umhyggju og var minn helsti velgjörðarmaður. Elsku Trausti, ég bið algóðan Guð að geyma þig og þakka þér af ástúð fyrir allt það er þú gerðir fyrir mig. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, •hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þinn bróðir, Kristinn. Tryggur vinur Trausti var trúr í sínu starfi, hann var vinsæll allstaðar, vér hryggjumst af hans hvarfí. Lýsti ætíð ljósið hans, lífgaði hvem skugga, hann var sannur sonur lands, sem alla vildi hugga. Hver sem mætti honum hér hafði á honum mætur, minnistæður mun hann mér, meðan húmið grætur. (Hallbjöm Benjamínsson) Þessar línur lýsa Trausta vel, þær eru settar saman af herbergisfélaga Trausta. Hallbjörn og Trausti deildu herbergi á Bjargi í 28 ár án þess að verða nokkurn tíma sundurorða, þetta geta engir nema sannkallaðir heiðursmenn og það var Trausti svo sannarlega. Hér á heimilinu var hann ljúflingur og hugsaði vel um sína félaga. Trausti bar nafn sitt vel, þvílíka umhyggju og traust sýndi hann bæði bræðrum sínum og foreldrum, og veit ég ekki til þess að liðið hafi svo helgi eða frí- dagur að hann heimsækti þau ekki, og jókst ábyrgðartilfinningin fyrir móður hans, eftir að faðir hans dó fyrir rúmu ári. Trausti vann á þvottahúsi Ríkisspítalanna í mörg ár og sinnti hann því starfi með sóma. Trausti bar veikindi sín vel og hefur þurft að búa við þau til margra ára, en kallið kom snöggt. Það er sárt að missa þig, en við vitum að þú hvílir hjá Drottni. Ég, sem þessar línur rita, vil þakka þér fyrir samveruna, það gera einnig allir heimilis- og starfs- menn Bjargs. Elsku Guðrún, þú hefur misst góðan son. Við vottum þér og bræðrum Trausta sem og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúð. Drottinn blessi ykkur- og varð- veiti. F.h. heimilis- og starfsfólks Bjargs, Rannveig Höskuldsdóttir. Marpr einn í aldurs bióma undi sæll við glaðan hag, brátt þá fregnin heyrðist hljóma: Heill í gær, en nár í dag. - Ó, hve getur undraskjótt yfír skyggt hin dimma nótt! Fyrir dyrum dauðans voða daglega þér ber að skoða. (B. Halld.) Okkur langar til að minnast hans Trausta frænda, sem var svo svip- lega tekinn frá okkur. Efst í huga okkar er þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samverustunda með honum í gegnum tíðina. Trausti var einlægur og velviljaður þeim er honum stóðu næst. Hann hafði gaman af börnum og reyndist Sunnu Dís dóttur okkar vel. Trausti var skyldurækinn og hafði reglu- lega samband við sína nánustu, hann hringdi gjarnan og spjallaði þá við þá stuttu sem fundið hafði vin í frænda. Oft leit hann einnig inn heima hjá okkur og hafði þá gjarnan eitthvað smálegt meðferðis til að gauka að litlu frænku sinni. Þegar yngri dóttir okkar fæddist sl. vor var Trausti með þeim fyrstu sem komu til að líta á hana og samgleðjast okkur. Hún fer nú á mis við mikið að fá ekki að njóta nálægðar hans og einlægni. Elsku Guðrún amma, Guð styrki þig og veri með þér í sorg þinni. Guð blessi minningu um góðan dreng, hvíl í friði. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Hjörleifur, Linda, Sunna Dís og Eydís Lena. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTU JÓNSDÓTTUR, Skólagerði 37, Kópavogi. Ólafur Guðjónsson, Jónína Vilborg Ólafsdóttir, Karl Olsen jr., Oddur Ólafsson, Elsa Sigtryggsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Sonur minn, bróðir okkar og félagi, TRAUSTI HAFSTEIININ GESTSSON, Skólabraut 10, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 18. desember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Guðrún Sigurjónsdóttir, Sigurjón H. Gestsson, Inga Gunnlaugsdóttir, Almar Gestsson, Elín Jónsdóttir, Baldvin Gestsson, Lotte Gestsson, Guðmundur R. Gestsson, Ásta D. Björnsdóttir, Kristinn Gestsson, Valgerður M. Ingimarsdóttir, og fjölskyldur þeirra, heimilisfólk og starfsfólk Bjargi, Seltjarnarnesi. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.