Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 31 A-1010 INGUNN í Stakkaskiptum í Þjóðleikhúsinu 1995 adidas íþróttQgallar Skór, úlpur, húfur og töskur í miklu úrvoli INGUNN í Stundarfriði, leikriti Guðmundar Steinssonar, árið 1979. fyrir innan. Dyravörðurinn var mjög elskulegur og vísaði mér áfram upp stigann og upp á ballettsal. Dyrnar inn í salinn stóðu opnar og ég gekk bara inn. Karlarnir við borðið inni í salnum heilsuðu og spurðu hvað ég héti. Skyndilega varð allt óskaplega kalt og ópersónulegt og tauga- óstyrkur minn jókst. En svo brosti einn þeirra, frekar fíngerður maður, svo uppörvandi, jafnvel svolítið kan- kvíslega til mín. Þá létti mér nú svolítið og spurði bara beint hvort ég ætti ekki að byija. Jú, jú, þeir kinkuðu kolli. Ég setti allt af stað, hellti mér í hlutverkin, hvert á fætur öðru. Ég var svo ör og allt í einu svo örugg, skemmti mér í rauninni óumræðilega vel. Svo var allt búið og ég mátti fara en bíða augnablik frammi. Mér fannst þetta svo gaman að ég held að ég hafi ekki staðist freistinguna að máta mig aðeins við þetta hús. Aldeilis væri það skemmtilegt að læra að leika, þá fengi ég líka einhveija menntun. Fyrir utan salinn var ungur piltur greinilega líka að bíða og skömmu síðar var okkur báðum tilkynnt að við hefðum staðist prófíð. Við hálf- svifum út úr húsinu og gengum sam- an niður eftir Hverfisgötunni. Ég var nokkuð sæl með mig en þó ekki öruggari en svo að þegar ungi mað- urinn fer að segja mér frá hræðileg- um draumi sem sig hafí dreymt þá setti að mér ugg. Ég var ekkert farin að segja foreldrum mínum frá þessu og þótt þau tækju þessu vel þá var ljóst að ég yrði líka að fá að fara svolitlu fyrr af skrifstofunni á næstunni til þess að geta verið mætt í skólann klukkan fimm. Ég varð í rauninni ofsalega hissa að ég skyldi fá inngöngu í skólann. Ég hafði ekki tekið þetta próf mjög hátíðlega, þetta var bara eitthvað sem ég ætlaði að prófa og þótt það gengi ekki þá var mér það ekki svo mikið mál. Alls ekki þannig að allt hefði hrunið. Náttúrlega héfði ég orðið leið en ég bjóst ekkert frekar við því. Þetta var svo ótrúleg tilviljun því svo er ég bara strax farin að vinna við leiklist og hef ekki gert annað síðan. Þegar mér var sagt að ég hefði staðist prófið hugsaði ég enn ekkért um leiklist sem lífsstarf, sá ekki frægð og frama í hillingum. Ónei, en mér fannst ég strax eiga svolítið heima í leikhúsinu. Það er dásamlegt að vinna við það sem manni finnst skemmtilegast. Foreldrum mínum þótti ekki neitt sérstaklega til þess koma að ég færi í leiklistarskóla en þeim fannst það ekki heldur ómerkilegt og þau studdu mig vel og pössuðu Jens minn. Almenningsálitið var auðvitað að allir gætu gert þetta, leikið. En maður sér það á leiklistinni í dag hvað menntunin gerir. Þegar ég var að leika í Hafnarfirði í Stanz-aðal- braut-stopp fann ég að frú Mörthu Bjömsson fannst það merkilegt að leika og þá fannst mér það merki- legt líka, úr því að henni þótti þetta svona stór list. Við vorum sjö sem byijuðum í Leiklistarskóla Þjóðleikhússins haustið 1956, Flosi auðvitað, Einar M. Guðmundsson, Bragi Jónsson og Tómas Símonarson og svo við stelp- urnar, Dóra Reyndal, Ása Jónsdóttir og Sigríður Þorvaldsdóttir sem var langyngst af okkur. Tómas hætti svo við leiklistarnám þannig að við vor- um eftir sex. Pilturinn sem ég hafði verið samferða niður Hverfisgötuna þegar við fengum að vita að við hefðum staðist prófið var ekki á meðal nemendanna. Það var leiðin- legt mál, það hafði komist í hámæli að hann væri hómósexúal og ein- hveijir leikarar í húsinu tóku sig víst saman og skrifuðu undir plagg gegn honum, vildu ekki fá svoleiðis lýð inn í leikhúsið. Ég gerði mér enga grein fyrir um hvað málið sner- ist, hugsaði meira um drauminn sem hann hafði sagt mér um svört ský. Það er ótrúlegt að hugsa til þess núna að þetta skyldi hafa komið í veg fyrir að hann gæti lært. En tíðar- andinn var gjörólíkur og sjónarmiðin hafa svo mikið breyst síðan þetta var. Ég kem náttúrlega alveg ómeng- uð inn í leikhúsið, þekkti ekkert alla þessa leikara. Ég var eins og hver annar sakleysingi utan af landi. Ég man að einhvern tíma kom formaður þjóðleikhúsráðs og tók í höndina á mér og þakkaði mér svo hlýlega fyrir, ég held eitthvert af þessum fyrstu hlutverkum. Ég bara brosti, settist svo og spurði hver þetta væri. Ég held meira að sejgja að ég hafi spurt hann sjálfan. Eg skammaðist mín hræðilega fyrir að hafa orðið uppvís að því að þekkja ekki form- ann þjóðleikhúsráðs. Þá var nokkuð um liðið frá því ég byijaði í skólanum og það hefði nú kannski mátt vera búið að kynna mann fyrir fulltrúum þjóðleikhúsráðs. 9Kristbjörg Þorkelína. Jórunn Sigurðardóttir ræðir við Krist- björgu Kjeld. Útgefandi er Bjartur. Bókin er 250 bls. Verð 2.980 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.