Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Sjö undanfarin ár hafa veður verið frábrugðin því sem við áttum að venjast árin þar á und- an. Og menn spyrja sig: Er veðurfarið að breytast? Eru einhver áhrif hnattrænna breytinga eða ferla í veðrahvolfí eða heið- hvolfí? Þá eru oft nefndar til hnattrænar umhverfísbreytingar svo sem gróðurhúsa- áhrifín eða eyðing ósonlagsins. Elín Pálmadóttir hefur reynt að leita svara eða skýringa á þessu. UNDANFARIN ár virðist veðravélin hér í Norður- Atlantshafi hafa verið óvenju öflug. Þrálátar og mjög krappar lægðir hafa geng- ið yflr Island með lágum loftþrýst- ingi og fylgt mikil úrkoma, með afleiðingum sem við sjáum í sr.jó- flóðum. Nú er líka útbreiðsla sval- sjávar mikil. Kaldur sjór er á suður- leið úti fyrir Vestfjörðum. Þá var meðal yfírborðshiti sjávar í vor á stórum svæðum allt að 3 gráðum á C undir meðallagi, og líkist frekar síðvetrarástandi en sumarástandi. Og getum er að því leitt að það sé afleiðing þrálátrar norðanáttar sem var ríkjandi í fyrravetur og vor. En loftkuldi veldur því að sjórinn kóln- ar og sjórinn verður svo aftur til þess að hlýnun seinkar. Því hljóta að vakna spurningar um hvort brautir heimskautaskila- lægðanna (Polar Front Cyclone), séu að færast sunnar eða nær land- inu. Og hvernig þau ferli séu sem eiga sér stað í lofthjúpnum. Samspil í háloftunum óljóst Samspil veðrahvolfs og heið- hvolfs eru ný rannsóknaverkefni, en talið víst að breytingar á sam- spili þeirra muni hafa áhrif á lang- tímabreytingar á veðurfari. Líkön af hringrásinni í lofthjúpnum og höfunum eru notuð til að meta áhrif breytinga sem maðurinn veldur á efnasamsetningu lofthjúpsins. Nú er talið víst að aukning á gróðurhúsalofttegundum hafi vald- ið hnattrænni hlýnun, sem mælst hefur 0,5 gráður á C frá því á síð- ustu öld. Bestu spár fyrir árin 1990- 2050 gera ráð fyrir 0,3 gráðu hlýn- un að meðaltali yfir jörðina á einum áratug. En í þessum tölum eru margir óvissuþættir, m.a. um áhrif þeirra á mismunandi stöðum svo sem á Norður-Atlantshafí í nánd við ísland, þar sem hafið skiptir svo miklu máíi, eins og Bjöm Erlings- son hafeðlisfræðingur hjá Haf- og lofthjúpsfræðistofunni benti á. En talið er að meðal markverðustu fylgifiska gróðurhúsaáhrifa sé að heildarúrkoma aukist vegna auk- innar uppgufunar, hafís á norður- hjara muni minnka og breytingar verða fyrst og fremst haust og vor og að norðurslóða- og heimskauta- svæðin muni hafa hærra vetrarhita- stig. „Þessi atriði varða forsendur hlý- sjávarstreymis á norðurslóðir og viðkomu þessarar mikilvægu hrin- grásar _fyrir veðurfar og vatnabú- skap á íslandi og lífríki hafsins. Það má segja að hlýsjávarrásinni sé haldið gangandi af miklum hita- stigsmun norðurs og suðurs og aukið ferskvatnsstreymi dregur úr styrk hringrásarinnar. Sumir ganga svo langt að leiða að því líkum að hún gæti snúið við. Með breytingum af þessum toga breytist ganga veðrakerfanna sem koma yfír land- ið og viðkoma þeirra verður með öðrum hætti, með öllu því sem það getur haft í för með sér. Með þessu móti færumst við„nær“ heim- skautasvæðunum þar sem norður- slóðaskilin færast sunnar, en Vest- firðir eru þama í fremstu víglínu, ef svo mætti að orði komast,“ segir Björn. Vantar ósonrannsóknir yfir íslandi í stuttu símtali við Guðmund G. Bjarnason, eðlisfræðing og sér- fræðing í háloftarannsóknum, sagði hann að framkvæma þyrfti miklar rannsóknir áður en hægt væri að segja til um áhrif ósoneyðingar og slæmt að þær hafa ekki farið fram yfir íslandi enn. Hins vegar sé sennilegast að veðrakerfin í heið- hvolfinu breytist verulega þar sem óson hitar upp lofthjúpinn og knýr þannig loftflæðið þar og þá m.a. stærð og stefnu sterkra hálofta- vinda, sem svo hafa áhrif á lægða- brautimar. Staðsetning pólhvirfíls- ins sé líka mikilvæg. Guðmundur hefur haldið því fram í greinum í erlendum vísindaritum, að sú staðreynd að óverulegrar ósoneyðingar gætti yfír landinu á veturna kæmi til vegna aukins lægðagangs undanfarna 1-2 ára- tugi. Slíkt gæti skýrt aukinn óson- flutning frá suðlægum breiddargr- áðum, sem fyllir þá upp í gatið sem annars myndast.„Þessar aðstæður em sérstæðar fyrir landið", sagði Guðmundur. Breytingar ekki ótvíræðar Spurningin um hvort einhveijar breytingar hafí orðið á veðurfars- kerfínu vegna breytinga í himin- hvolfunum, voru bomar undir Trausta Jónsson veðurfræðing, sem starfar m.a. í norrænu túlkunar- verkefni á veðurgögnum og tekur einnig þátt í alþjóðlegri og evr- ópskri útekt á veðurbreytingum. Hann segir að athuganir á tíðni hamfaraatburða gefi ekki tilefni til að tala um verulegar breytingar á þessu sviði og hann sjái ekki þessar breytingar svo ótvírætt sé, enda erfítt að tengja þannig breytingar einstaka atburðum. Fremur sýnist fréttaheimurinn vera að þenjast út, ferðir og byggð að aukast, en göm- ul byggt er fyrst og fremst á tiltölu- lega öraggum stöðum. Það hafí breyst gífurlega mikið á þessari öld. „Veðurlagið sem við höfum verið að sjá hér undanfarin 7 ár er þó að mörgu leyti óvenjulegt. Loft- þrýstingurinn hefur verið lægri hér á landi en um langt skeið. Þessi lágþrýstiár hafa einkennst af breytilegu veðurfari. Ekki mjög köldu, en síðasti vetur þó allur jafn- kaldur í ríkjandi norðanátt. Áhlaup- in hafa verið hörð, norðanveðrin mjög slæm og snjóburður mikill. En við höfum fengið norðanáttar- ár fyrr, þau síðustu 1966-1969,“ segir hann. Þetta veðurlag hafi ekki verið ólíkt því sem var á fyrsta áratug þessarar aldar. En að við höfum þó ekki fengið jafnslæm veð- ur og voru á síðustu öld. Kaflinn 1859-92 hafi verið miklu verri og munaði þá mest um hitafarið. Nú höfum við ekki fengið slíka veðra- kafla með 15-20 stiga frosti. í þessu sambandi má minna á þær miklu sveiflur sem verið hafa á veðurfari hér á norðurhveli, svo sem nýlega hefur komið fram í ís- kjömum úr Grænlandsjökli, þar sem eina stöðuga tímabilið er núverandi hlýskeið. Bæði á hlýviðris- og kuldaskeiðum hafa orðið sífelldar og gríðarlegar sveiflur á veðurfari, gat kólnað um allt að 10 gráður á mjög skömmum tíma. Svo virðist sem landnámsmenn Islands hafi komið í hlýnandi veðri, sem svo kólnaði. Kalda tímabilið á íslandi 1600-1900 hefur jafnvel verið kall- að „litla ísöld“. En þeir sem lifðu á íslandi á mesta hlýskeiði um aldir, frá því um 1927-1965, miða gjam- an við þann tíma. Gróðurhúsaáhrif og ósoneyðing Trausti Jónsson tók með semingi undir það að hægt væri að kenna koltvísýringi með gróðurhúsaáhrif- um eða stækkun ósongatsins um að veður versnandi fari, þótt hvort tveggja sé fyrir hendi. Koltvísýring- urinn er alltaf að aukast í andrúms- loftinu og vitað að ef svo fram held- ur þá muni það eitt og sér valda hlýnun. Aftur á móti séu svo marg- ir flóknir gagnverkandi þættir, sem geti flækt þetta mjög mikið. Ekki er reiknað með að hlýnunin verði jöfn. Sum líkönin gera ráð fyrir að hér norðurfrá kólni fyrst í einhveija tugi ára áður en fer að hlýna en önnur að hlýnunin verði hér álíka mikil og meðaltalið í heiminum en minna en á meginlöndum á sömu breiddargráðu. Trausti telur að ekki þurfi að hafa áhyggjur af kólnun vegna þynningar ósonlagsins. Frekar að hún virki í þá átt að draga úr hlýn- un af koltvísýringi. Óvéfengjanlega er ósoneyðingin á Suðurhveli að vaxa en er ógreinilegri hér á Norð- urhveli. Trausti segir að ósoneyð- ingin sem slík hafi ekki áhrif á veður, heldur sé hún afleiðingin af tvennu, af efnamengun frá jörðinni og síðan sé hún hugsanlega afleið- ing af lækkandi hita í heiðhvolfinu, sem þá gæti verið tengd hækkandi hita hér í veðrahvolfinu. Þetta er því æði flókið samspil. Elstu veðurmælingar á íslandi eru um 200 ára gamlar. Miklum gögnum er búið að safna í norrænu túlkunarverkefni á slíkum gögnum. Sagði Trausti að verið væri að skila skýrslu til Norðurlandaráðs og Evr- ópusambandsins. Þá verði betri möguleikar á túlkun. Er nú verið að bera gögnin saman við þau mörgu reiknilíkön sem gerð hafa verið og hefur sá samanburður ekki komið mjög vel út fyrir líkönin. Eitt Evrópuverkefnið er að rann- saka storma við Norður-Atlantshaf, en með suðurstönd íslands hefur á heimskorti vinda verið merkt annað mesta stormabelti heims, á eftir beltinu norðan Suðurskautsins. Sagði Trausti að bráðabirgðatölur sýni ekki að hér hafi orðið miklar breytingar á því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.