Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 15 Kaffileikhús- ið fer í jólafrí NÚ er sýningum í Kaffileikhús- inu í Hlaðvarpanum lokið fyrir jól og leikhúsið fer í jólafrí þangað til í byrjun janúar. Fyrsta frumsýning eftir ára- mót verður á „Margföldum ein- leikjum" í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur. Það er Amar Jónsson leikari sem mun Ieika tvo einleiki. Fyrirlestur fyrir Akademíu eftir Franz Kafka og nýjan einþáttung eftir Ólaf Hauk Símonarson, sem enn hef- ur ekki hlotið endanlegt nafn. Sem dæmi um nýjungar á nýju ári má nefna grísk kvöld þar sem Sif Ragnhildardóttir mun syngja lög og ljóð gríska skáldsins Theodorakis við und- irleik þekktra tónlistarmanna. Umsjón með þeirri dagskrá hef- ur Þórunn Sigurðardóttur. Á grískum kvöldum verður boðið upp á ekta grískan mat í Kaffi- leikhúsinu í Hlaðvarpanum. Ljósmyndasýn- ing, upplestur og tónlist Á KAFFIHÚSINU Café Au Lait, Hafnarstræti 11, verða ýmsar uppákomur dagana 18-21 desember; Mánudaginn 18. desember kl. 21, ljósmyndasýning Magn- úsar Unnar, Dj. Tommi spilar. Þriðjudaginn 19. desember kl. 22, Andn Snær Magnason og Björgvin ívar lesa upp úr nýút- komnum ljóðabókum sínum. Miðvikudaginn 20. desember kl. 22, klassískt kvöld og fimmtudaginn 21; desember kl. 23, Bryndís Ásmundsdóttir flytur jazz og blúslög frá 1920 til okkar tíma. Jólabarokk JÓLABAROKK tónleikar verða haldnir í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, þriðjudaginn 19. desember kí. 20.30. Leikin verður frönsk barokk- tónlist á upprunaleg hljóðfæri, eftir Marin Marais, Boismortier, Rameau, Philidor, Hotteterre og Dornel. Þeir sem köma fram á þess- um tónleikum eru; Camilla Söd- erberg blokkflautur, Martial Nardeau og Guðrún Birgisdóttir barokkflautur, Peter Tompkins barokkóbó, Elín Guðmunds- dóttir semball og Páll Hannes- son violone. Jólatónleikar á Hellu og Heimalandi DAGANA 19. og 20. desember mun Tónlistarskóli Rangæinga halda sína árlegu jólatónleika og verða þeir haldnir 19. des- ember í Grunnskólanum á Hellu og 20. desember á Heimalandi og hefjast báða dagana kl. 21. Þar munu nemendur sýna afrakstur starfsins á þessari önn sem nú er að ljúka og verð- ur boðið upp á bæði söng og hljóðfæraleik, en einnig mun lúðrasveit skólans láta til sín heyra. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill. Sólstrandagæjar, Súkkat og Zebra 1 Leikhús- kjallaranum TÓNLEIKAR þriggja hljóm- sveita verða haldnir í Leikhús- kjallaranum þriðjudaginn 19. desember. Fyrst ber að geta Sólstranda- gæja, í annan stað dúettinn Súkkat og að síðustu tvíeykið Zebra. Tónleikarnir byija kl. 23 og eru allir velkomnir. Guðni Franzson og Gerrit Schuil leika Brahms og Schumann TONLIST Hljómdiskar BRAHMS, SCHUMANN Guðni Franzson (klarínett). Gerrit Schuil (píanó). Upptökustjóri: Hreinn Valdimarsson. Utgáfa og dreifing: Japis. JAP 9532-2. „DAG nokkurn í september 1853 stóð tvítugur piltur við dyrnar á heimili Clöru og Roberts Schumann í Diisseldorf og spurði eftir hús- bóndanum. Þetta var Johannes Brahms, kominn alla leið norðan frá Hamborg. Hann hafði tekið með sér nokkrar af tónsmíðum sínum og var nú beðinn að setjast strax við hljóð- færið. Eftir að hafa hlustað á fá- eina takta stökk húsráðandi á fætur með þessum orðum: „Gjörið svo vel að bíða smástund, ég verð að kalla á konuna mína.“ Þannig uphófst djúp og fræg vinátta þriggja fá- gætra listamanna, sem entist fram- yfir gröf og dauða. Það er því eink- ar viðeigandi að gera þeim öllum skil á einum hljómdiski. Clöru Schu- mann líka, því hún á hér „lokaorð- in“: Ich stand in dunkeln Tráum- en ... Aðalefni disksins eru tvær klari- nettusónötur eftir piltinn frá Ham- borg, sem reyndar var kominn á sjötugs aldur og frægur og dáður, þegar hann heimsótti Clöru ásamt ungum klarinettuleikara, með són- öturnar í farteskinu og bað hana að gagnrýna. Þá átti hún tvö ár ólifuð og farin að tapa heym. „En ég veit nóg,“ sagði hún, „til að gera mér grein fyrir að aftur hef- urðu samið meistaraverk." Bæði eru verkin framúrskarandi fínar tónsmíðar, með þessari sér- . stöku blöndu af djúpu látleysi og tilfinningahita, sem Brahms er eig- inleg. Sú fyrri, í f-moll, fylgir strangri klassískri hefð, dramatísk og heilsteypt, meðan sú síðari, í Es-dúr, er fijálsari og minnir á köflum meira á fantasíu en sónötu í ströngu formi. En Brahms hafði þetta allt í hendi sér og þessar tónsmíðar bera öll merki meistarans. Á hljómdiskinum eru líka Þijár rómönsur (op. 94) og Fantasíuþætt- ir (op. 73) eftir Robert Schumann, yndisleg verk, og stutt í sönginn. Og, einsog tæpt hefur verið á, end- ar hljómdiskurinn á mjög fallegri tónsmíð eftir Clöru Schumann. Leikur Guðna Franzsonar (sem ég þekki betur í seinni tíma tónlist) og Gerrit Schuil (sem er hollenskur píanóleikari og hljómsveitarstjóri, búsettur hér) er fallegur, blóðríkur og ekta. Enda eins gott í tónlist sem þessari. Hér er um að ræða mjög vandað- an hljómdisk að öllu leyti (bækling- ur líka) og má vera kærkominn þeim sem dá Brahms og unna Schu- mann. A,, D... Oddur Bjornsson og fegurð hafsins. í fatnaðinn, sem fyrst og fremst á að vera glæsilegur enum leið þægileg- ur og ævintýralegur, notaði Dura einungis gerviefni eins og poliester og nylon til að leggja áherslu á Iéttleika og drumkennt frelsi hafmeyjunn- ar. Gerviefni munu vera í mik- illi uppsveiflu í tískuheiminum í dag enda bjóða þau upp á ótæmandi möguleika auk þess að vera mjög auðveld í allri notkun. Til að leggja enn frekari áherslu á mýkt klæðanna og heimkynni íshafmeyjunnar voru sýningarstúlkur Duru ævintýralega málaðar í litum sjávarins. Einnig málar hún mikið á efnin og nær þannig fram samsvörun lita og nátt- úru hafs og íss sem undirstrik- ar dulúð þessarar tvískiptu og sjálfstæðu konu sem er hálf mennsk en um leið kvenleg og ósnertanleg, íshafmeyja. Hildur Inga lauk námi í graf- ískri hönnun frá Myndlista- og handíðaskóla Islands árið 1990. Tveimur árum síðar hélt hún til Italíu þar sem hún nam málaralist við Akademina di Belle Arti di Brera í lista- mannahverfi Mílanóoborgar. Haustið 1994 hélt hún einka- sýningu sem bar heitið „Um konu - frá konu“ í Portinu í Hafnarfirði, við góðar undir- tektir. Masters- próf í tísku- hönnun Mílanó. Morgunblaöið. NÝLEGA lauk listakonan Dura eða Hildur Inga Björnsdóttir masters-gráðu í tískuhönnum frá hinum virta skóla Domus Academy í Mílanó. Námsárinu lauk með hófi og samsýningu útskriftarnema tískudeildar en skólinn tekur einungis um 20 nemendur inn á ári hveiju. Sýningarstúlkur gengu um salinn og sýndu fatn- að hannaðan af nemendum þar sem áberandi mesta athygli vakti hönnun og fatnaður hinn- ar íslensku listakonu enda frumleiki og norænn kraftur í fyrirrúmi. Masters-verkefni Duru var íshafmeyjan en hún sækir þema verka sinna til ferskleika hins norræna hafs og í heim konunnar. í heim hinnar sterku nútímakonu sem fórnar öllu fyrir framann en skiptir um ham á kvöldin þegar heim er komið, konuna sem fær út- rás fyrir frelsisþrá sína í mýkt Morgunblaöið/Haraldur Hannes ÍNA Hrund ísdal sýnir dæmi um kvöldklæðnað íshafmeyjunnar. Kór á tímamótum TONLIST Kristski rkja KÓRTÓNLEIKAR Verk eftir Báru Grímsdóttur, Ingi- björgu Þorbergs, Björgu Björns- dóttur, Sigfús Halldórsson, Eyþór Stefánsson, Sigvalda Kaldalóns og Mozart. Þuríður G. Sigurðardóttir sópran, Bernadel kvartettinn, Páll Hannesson kontrabassi, Peter Tompkins og Eydis Franzdóttir, óbó, Agnar Th. Möller og Kári H. Einarsson horn, Jakob Hallgríms- son orgel og Selkórinn. Stjórnandi Jón Karl Einarsson. Kristskirkju, miðvikudaginn 13. desember kl. 21. KAÞÓLSKA kirkjan í Landakoti var stútungsfull á aðventutónleik- um Selkórsins á miðvikudagskvöld- ið var. Dagskráin bar ekki vott um lítinn metnað, því seinni hluti tón- leikanna var helgaður verkum eftir W.A. Mozart, og eru sum þeirra anzi kröfumikil fyrir kór, þótt frem- ur stutt séu, að ekki sé talað um kröfurnar sem Exultate Jubilate leggja á herðar einsöngvarans. Dagskráin virtist einkennast af samspili, að maður segi ekki tog- streitu, milli dæmigerðra viðfangs- efna áhugamannakórs sem syngur aðallega sjálfum sér og nákomnum til skemmtunar, og kórs sem stefnir hærra. Eftir ýmsu að dæma gæti Selkór- inn verið kominn að þeim tímamót- um í lífi flestra kóra, þegar sam- söngsárangur gefur tilefni til að íhuga hvort lengra skuli haldið á kostnað staðbundins félagsgildis og út fyrir þröngan hóp heima í hér- aði. Með hækkandi gæðastaðli í tónlistarlífinu almennt - bæði með- al atvinnu- og áhugamanna - þýð- ir það óhjákvæmilega auknar fórnir að færa út kvíamar, og mun þróun- in án efa leiða almennt til skýrari „stéttaskiptingar" á milli sönghópa landsins en áður hefur þekkzt. Val- ið um stefnu er því orðið meira knýjandi en nokkru sinni. Selkórinn söng fyrst Jól, látlausa smáperlu eftir Báru Grímsdóttur. Hin fyrstu jól eftir Ingubjörgu Þor- bergs, Maríu sonur eftir Björgu Björnsdóttur, Heimkoma eftir Sig- fús Halldórsson, Ó, Jesú bam eftir Eyþór Stefánsson og hið mars- kennda Aðfangadagskvöld jóla eftir Sigvalda Kaldalóns í útsetningu Victors Urbanisch [sic] hljómuðu þokkalega en stundum óþarflega dapurt, og gáfu til kynna helztu vankanta kórsins, áður en að viða- meiri hluta tónleikanna kom, nefni- lega ákveðna sighneigð, tilburði einstakra meðlima til að renna sér á milli tóna, óskýran texta og allt of fámennar karlaraddir, þó að hin- ir sex tenórar heyrðust furðu vel innan um 17 sóprana og 15 al'ta. Á hinn bóginn báru raddgæði flestra kórmeðlima vott um, að með auk- inni þjálfun og úthaldi gæti kórinn komizt mun lengra. Kom það gerr fram í seinni hluta tónleikanna, sem helgaður var Moz- art. Fyrst léku Jakob Hallgrímsson og Peter Tompkins Adagio fyrir orgel og óbó mjög fallega, nema hvað deila mátti um gildi hins nær víbratólausa breiðblöðungslega bar- okkóbótóns fyrir þessa vínarklass- íska tónsmíð. Sex dömur úr Sel- kórnum sungu söng loftbelgsknap: anna þriggja úr Töfraflautunni, í dag er glatt í döprum hjörtum, og náðu drengjahljómnum mjög vel, þó að smá taugaóstyrkur gerði vart við sig á efstu tónum. Agnus Dei úr Missa brevis K65 var fullhægt sunginn, svo jaðraði við þunglama, og kórinn var sömuleiðis ögn þreytulegur í Laudate dominum. Betur tókst til í hinu fallega og til- tölulega viðráðanlega Ave verum corpus, og var það jafnbezta fram- lag Selkórsins þetta kvöld. Hin orðspara tónleikaskrá greindi í engu frá ferli einsöngvar- ans í Exsultate jubilate, sem mun undirrituðum, og vafalaust fleirum, lítt kunnur. Sömuleiðis hefði nafn- tilgreining þátta getað komið í veg fyrir ónauðsynlegt klapp í miðju verki. Þuríður G. Sigurðardóttir hefur fallega rödd og söng margt vel í þessu níðþunga sýningar- stykki, sem byggt er upp sem n.k. einleikskonsert fyrir sópran (það hefur m.a.s. „kadenzur"), en þó vantaði herzlumuninn upp á að allt flúrið og tónstökkin kæmust klakk- laust til skila. Þar hefði meiri skól- un og reynsla trúlega skipt sköpum, enda söngkonan ung að árum. Lokaverkið var Te Deum, Vér lofum þig Guð; eftir tónverkaskrá Mozarts að dæma bernskuverk, eina tónsetning hans á þeim texta, og frá Salzburg 1769. Hljómsveit- aráhöfnin átti skv. téðri skrá að vera eins og í hefðbundinni Vínar- kirkjusónötu, þ.e. 2 fiðlur, fylgi- bassi og orgel, að viðbættum 4 trompetum, sem hér voru fjarver- andi. Verkið kom ekki beiniínis illa út, en miðað við kröfur dagsins virt- ist það ofvaxið núverandi getu Sel- kórsins, einkum í lokafúgunni, In te Dominum speravi, sem hefði þurft á meira öryggi í tónstöðu og hiynskerpu að halda. Á kórinn að þessu leyti spölkorn ófarið. En sú staða gæti breytzt án fyrir- vara, því Jón Karl Einarsson var greinilega skýr og röggsamur stjómandi með metnað. Framhaldið sýnist þar af leiðandi einkum háð metnaði kórfélaganna sjálfra. Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.