Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Eru konur konum verstar? Kaupmannahafnarbréf A undanfömum áratugum hafa noirænar konur öðlast lagaleg réttindi til jafns við karlmenn. Samt gengur hægt að þoka þjóð- félaginu í átt að því að karlar og konur setji til helminga svip sinn á það. Það gefur tilefni til vangaveltna, eins og Sigrún Davíðsdóttir rekur hér á eftir, meðal annars um saumaklúbba og vináttusambönd kvenna. KONUR á Norðurlöndum fóru að fá kosningarétt snemma á öldinni, svo og ýmis önnur réttindi og mögu- leika til að nýta þau, til að stunda nám og vinnu eftir því sem hug- urinn girntist og lagalegt jafn- rétti. Nú eru varla lengur neinar lagalegar hindranir á að konur á okkar breiddargráðum geti stefnt á þann feril sem þær kjósa helst. Á pappírnum eru þeim engar hindranir sjáanlegar. Samt, já samt, tala tölurnar sínu máli. Menntunin skilar þeim ekki sömu launum og körlum og oft á tíðum ' virðast þær einfaldlega ekki hafa áhuga á að takast á við störf, utan hefðbundinna kvenna- greina. Þeim hefur heldur ekki tekist að fá karlana til að axla barnauppeldi og heimilisstörf til jafns við sig og fleira í þessum dúr. Það er hægur vandi að skella skuldinni á svarna, þögla og stað- fasta andstöðu karlanna. En hvernig taka konur öðrum kon- um? Af hverju ættu konur að styðja sljórnmálakonur? Fyrir skömmu skrifaði finnska skáldkonan og rithöfundurinn Márta Tikkanen hugleiðingu í sænska blaðið Dagens Nyheter. Tikkanen muna vísast margir eftir frá því hún skrifaði Ástar- sögu aldarinnar og frá íslands- heimsókn hennar. Hugleiðingar- efni Tikkanen er hin nýja kven- gerð, sem hún þykist sjá að farið sé að örla á meðal ungra kvenna: Vel menntaðar, sjálfsöruggar konur, sem rækta bæði ytri og innri mann og eru ekki haldnar þeirri áráttu að þurfa stöðugt að standa uppi í hárinu á körlunum, en standa engu að síður fastar fyrir á sínu. Þora að vera kven- legar, en eru einnig gallharðar í horn að taka, þegar því er að skipta. Tikkanen hafði nýlega séð eina slíka brillera í umræðuþætti í sjónvarpinu. Það vakti hjá henni spurningu um hvernjg aðrar kon- ur tækju slíkum konum. Finnsku forsetakosningarnar rifjuðust upp fyrir henni, þar sem Elisa- beth Rehn tapaði naumlega fyrir Martti Ahtisaari. (Hér má kannski rifja upp að sem nýbak- aður forseti vakti Ahtisaari meiri athygli í opinberri heimsókn er- lendis en venja er um finnska forseta af því hann datt í opin- berri veislu. Sjálfur sagði hann það stafa af því hann væri á svo glænýjum lakkskóm, meðan aðrir álitu hann óstöðugan á fótum vegna þess að hann hefði gert sér of gott af veisluveigunum. Rehn hefur hins vegar þótt standa sig frábærlega vel, bæði í og utan veisluhalda, jafnvel lika á háhæluðum skóm.) Af finnskum kosningaskýrsl- um er ljóst að konur studdu Rehn ekkert sérstaklega. Hún höfðaði einfaldlega ekki til kynsystra sinna. Og af hverju ættu konur svosem að kjósa konur umfram karla? Er nokkur ástæða til þess? Nei, öldungis ekki. Hins vegar má líka snúa spurningunni við og spyija af hverju þær kjósi ekki konur. Er það af því að kon- ur fyllast fremur öfund og af- brýðissemi yfir framgangi ann- arra kvenna? Af því að þær þola körlum frekar að komast áfram en kynsystrum sínum? Já, ein- mitt, segja sumir. Enginn virðist ímynda sér að karl kjósi ekki karl, af því að hann sé karl og kjósi frekar konu til að stuðla ekki að framgangi annars karls. Hins vegar virðist alveg til í dæminu að konur kjósi einmitt frekar karl, af því þær vilji ekki styðja framgang kynsystur sinnar. Ekki svo að skilja að karl- menn séu heilagar og upphafnar verur, sem þekki ekki nagandi tilfinningu afbrýðis og öfundar, samanber Lyga-Mörð og Jagó, en látum bókmenntagreininguna liggja milli hluta hér... Fortíðin fryst Vangaveltur Tikkanen og efa- semdir hennar um heilindi kvenna í garð kynsystranna rifj- uðu upp fyrir mér íslenskt fyrir- bæri, sem mér verður oft hugsað til þegar kvennamálin ber á góma, nefnilega saumaklúbbana íslensku og áhrifa þeirra á stöðu kvenna og þjóðlífið almennt. Saumaklúbbar eru að ýmsu leyti séríslenskt fyrirbæri, eða að minnsta kosti í þeirri mynd, sem þeir tíðkast þár. í Danmörku tíðkast til dæmis ýmiss konar samvera kvenna. Þær hittast til að deila áhugamálum eins og dansi, til að fara út að borða, í leshringum og svo framvegis. Sérstaða íslensku klúbbanna felst auðvitað ekki í að þar sé setið við sauma, heldur af því að í þeim eru oft skólasystur, jafnvel síðan í barnaskóla, meðan dönsku hóparnir eru samsettir á fjöl- breyttari hátt. Samsetning ís- lensku hópanna helgast auðvitað af því að Islendingar flytja síður, vegalengdir eru stuttar og auð- velt að halda sambandi. Á yfirborðinu er það meira en notalegt að fólk, í þessu tilfelli konur, haldi sambandi og vináttu árum og áratugum saman. Ég efast þó oft um hollustuna, því ég held að æskuvinátta hafi á sér eitt sterkt einkenni: Hún lítur allar breytingar ómildum augum. Fyrir nokkrum árum átti ég tal við íslenska konu á fimmtugs aldri. Hún var einmitt í svona skólasystrasaumaklúbbi, sem haldið hafði hópinn síðan meðlim- irnir voru á barnsaldri. Skólasyst- urnar áþtu allar svipaðan feril, sem þær deila með mörgum öðr- um konum af þessari -kynslóð: Þær höfðu gifst mönnum, sem fóru í langskólanám og þær þá unnið fyrir þeim. Þegar mennirn- ir voru komnir á fast í vinnu fóru þær flestar í nám, en yfirleitt í styttra nám eins og hjúkrun og kennslu og fóru svo að vinna. Þannig gekk þetta í einhver ár og áratugi að viðmælandi minn fór að sinna öðru og æfintýra- legra starfi en áður. Og henni gekk meira að segja vel og þessi nýi ferill hennar skilaði henni áfram, svo hún gat látið af fyrra starfi. Við vorum að ræða þennan vendipunkt í lífi hennar, þegar hún bætti við: „En veistu... Vin- konur mínar í saumaklúbbnum spyrja mig aldrei hvernig mér gangi eða hafa yfirleitt orð á því sem ég er að gera.“ Ég varð ekkert sérlega undr- andi yfir orðum hennar, heldur staðfestu þau aðeins þá mynd, sem ég hef oft haft af sauma- klúbbum og æskuvináttu kvenna. Að vináttan verði iðulega til við ákveðnar aðstæður, sem síðan er ríghaldið í, svo vináttan geti fremur orðið fjötrar en uppörvun, ef viðkomandi skiptir um spor í lífinu og fellur ekki lengur að þeirri mynd, sem æskuvinkon- urnar hafa af henni. Og mér er spurn hver áhrif þetta geti haft á löngun íslenskra kvenna til að skipta um feril, eða takast á við ný viðfangsefni, kannski á þeim sviðum, sem karlar setja annars mestan svip á. Það rifjaðist líka upp fyrir mér að hafa heyrt um skólasystrahóp, sem hittist um áratug eftir að sameiginlegri skólagöngu þeirra lauk. Sumar höfðu haldið hópinn, aðrar ekki, en þarna hittust þær allar. Þær vora varla sestar, þeg- ar sú fantalega byrjaði að stríða sömu stelpunni/konunni og hún hafði alltaf gert á skólaárunum og sleikja sér upp við þá sömu og hafði verið leiðandi í hópnum þá. Með öðrum orðum þá var eins og tíminn hefði staðið kyrr og kvöldið varð meira í ætt við sál- fræðitrylli en raunveruleikann. Það er þessi tilhneiging í vin- kvennasamböndum til að frysta fortíðina kv'ennanna á milli, sem mér er spurn hvort að geti ekki verið dragbítur á framgang kvenna í þjóðlífinu. Næring líf sgæðakapphlaupsins Lífsgæðakapphlaupið er ekki séríslenskt fyrirbæri, en það heij- ar á íslendinga í æðra veldi en á nágrannaþjóðirnar sýnist mér. Ég hef velt því fyrir mér hvort saumaklúbbarnir séu ekki oft gróðrarstía þess óholla metnaðar og öfundar, sem lífsgæðakappa- hlaupið nærist að hluta á. Þar hittast konur, tala um það sem þær hafa eignast fyrir fé, utan- landsferðir og annað og horfa vorkunnaraugum á þær sem ekki eiga það sama... og þrýstingurinn er kominn af stað. (Áuðvitað er þrýstingurinn, sem fylgir lífs- gæðakapphlaupinu víðar að verk- um, svo sem innan fjölskyldna, á vinnustöðum og í karlaklúbbum, en hér eru það kvennasamböndin, sem eru til umræðu. Sterk fjöl- skyldutengsl ^ýta einnig undir þrýstingin. Á Italíu, þar sem lífs- gæðakapphlaupið og þrýstingur- inn til að lifa eftir ákveðnum for- skriftum er sterkur, eru fjöl- skyldutengslin helsta skýringin... en ég er ekki að freista neinnar heildarúttektar, heldur tek hér kvennaþáttinn fyrir). Norðurlandabúar, sem þekkja til á íslandi spyija oft hvers vegna ekki beri meira á kvenfólki í íslensku þjóðlífi, af hveiju það séu ekki fleiri konur í leiðandi stöðum í stjórnmálum og at- vinnulífi. Þeim finnst þetta stangast á við þá mynd þeirra af íslenskum konum að þær séu ákveðnar og dugmiklar. Mér vefst yfirleitt tunga um höfuð og fæ litlu svarað. Ekki ætla ég að halda því fram að slagsíðuna í jafnréttismálum á íslandi megi skýra með bölvun saumaklúbb- anna og annarra kvennaklúbba, en ég velti því þó á stundum fyr- ir mér hvaða áhrif þeir og sterk vináttusambönd frá því á æsku- árunum hafi á íslenskt kvenfólk og vilja þeirra til að fara ná- kvæmlega þær leiðir, sem þær vilja sjálfar, án tillits til hvað aðrir/aðrar hugsa og álíta... I I I I } > > > > i & I I t i I [ s I t í 1 Skíðaskálinn í Hveradölum —TltÆar fólfc {fjöllunum fllunið okkar frábæra jólahlaðborð Veró kr. 2.890 + . mann um Verðkr. 2.590 pr. mann virka da?ajv r^Tr"7r^ ____HÍBÍ ili JUL iiL iií «i« ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.