Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 13 er spáð 5 til 7 prósentum á lands- vísu. Bændaflokkurinn Annar flokkur sem er að missa fylgi frá síðustu kosningum er Bændaflokkurinn. Hann er mjög tengdur Kommúnistaflokknum og undanfarin tvö ár hefur ríkt full- komin eindrægni með þessum tveimur flokkum á þingi. Bænda- flokkurinn fékk 8 prósent atkvæða 1993 og sigraði í 12 einmennings- kjördæmum. Kommúnistaflokkur- inn og Bændaflokkurinn höfðu sam- anlagt 81 þingmann á síðasta þingi. Það er ekki ólíklegt að þótt Komm- únistaflokkurinn nái ekki hreinum meirihluta, þá muni hann geta myndað þingmeirihluta með Bændaflokknum, það er að segja ef Bændur komast yfir 5 prósenta múrinn. Þeim er spáð um 5 prósent- um atkvæðanna. Konur Rússlands Konur Rússlands urðu óvænt í fjórða sæti 1993, fengu meira fylgi en bæði Jabloko og Bændaflokkur- inn, 8,1 prósent. í þessum kosning- um er þeim spáð 5 til 7 prósentum. Konur Rússlands standa nálægt Kommúnistum og Bændaflokknum í flestum málum og þvi gætu þær orðið þriðji aðili að formlegum þing- meirihluta ef Bændum og Kommún- istum tekst ekki að ná sameiginleg- um meirihluta. Slíkur meirihluti yrði þó miklu veikari en ef hinir kæmust af á kvennanna, því að þessi rússneski kvennalisti hefur sýnta það á undanfömum árum að hann lætur ekki binda sig á klafa. Áfram Rússland! Flokkur Boris Fjodorovs, sem var ráðherra í stjóm Gaidars, Áfram Rússland! gæti orðið þriðji lýðræðis- flokkurinn til að sigrast á fímm pró- senta múmum. Fjodorov hefur rekið mjög beitta og óvenjulega kosninga- baráttu og hvergi dregið af sér við að sverta andstæðinga sína. Egor Gaidar, sinn fyrmm félaga, segir hann óhæfan stjómmálamann og að Val Rússlands sé deyjandi hreyf- ing. Fjodorov segir flokk sinn eina raunvemlega hægri flokkinn í Rúss- landi og líkir stefnu flokksins gjam- an við stefnu Bandaríska Repúblik- anaflokksins. Áfram Rússland! er spáð 4 til 5 prósentum atkvæða. En fjórir lýðræðisflokkar til við- bótar eiga tæpast nokkra mögu- leika á að fá tilskilin fimm prósent atkvæða. Þeir eru Repúblikana- flokkurinn sem Ella Pamfilova leið- ir, en hún var einsog Fjodorov ráð- herra í stjórrr Gaidars; Flokkur um efnahagslegt frelsi, 'stjórnað af Konstantin Borovoi, þekktum kaup- sýslumanni; Sameiginlegur Má!- staður sem Irina Khamada leiðir og loks Sósíaldemókratar, en leið- togi þeirra er Gavriil Popov sem um hríð var borgarstjóri í Moskvu. Bonner hvetur til samstöðu Elena Bonner, ekkja andófs- mannsins Andrei Sakharovs, sendi forystumönnum þessara flokka í vikunni bréf og bað þá lengstra orða að draga lista sína út úr kosn- ingunum en lýsa þess í stað yfir stuðningi við annaðhvort Gaidar eða Javlinskíj. Slíkt gæti orðið síð- asta von lýðræðisflokkanna til að ná umtalsverðum áhrifum á þingi, því að gera má ráð fyrir að þessir fjórir flokkar fái samanlagt allt að 10 prósentum atkvæða, án þess að koma einum einasta manni að. Rybkinblokkin Loks er rétt að nefna kosninga- samtök Rybkins sem undanfarin tvö ár hefur verið forseti þingsins. Þau ganga undir nafninu Rybkinblokkin og voru upphaflega stofnuð til að ná atkvæðum frá þeim kjósendum sem hneigjast til að kjósa Kommún- istaflokkinn eða Bændaflokkinn. Rybkin hefur hinsvegar ekki haft árangur sem erfíði, og telja má úti- lokað að samtökin fái 5 prósent. Sumir segja að Rybkinblokkin hafí verið stofnuð að undirlagi Jeltsins og að forsetinn hafi þingforsetann í vasanum, en því neitar Rybkin harðlega. Mikilvægustu kosningamálin Allir reyna að hreinsa sig af ábyrgðinni ÞEGAR kosið var til þings í Rússlandi fyrir tveimur árum, lék enginn vafí á því hver væru stórmál kosninganna. I fyrsta lagi var kosið um stjórnarskrá sem Jeltsín forseti hafði látið semja þrátt fyrir ósamkomulag um mikilvæg atriði. Stjórnar- skráin kvað á um starfs- og valdsvið þingsins og því hefðu kosningarnar í raun farið fyrir lítið ef ný stjórnarskrá hefði ekki verið sam- þykkt um leið og þing var kosið. í öðru lagi snerust kosningarnar um hug kjósenda til stjórnar Jeltsíns. Þótt hvorki hann né ríkis- stjórnin hafi lýst stuðningi við einn flokk frem- ur en annan, þá var alveg ljóst að fengju lýð- ræðisflokkarnir slæma útreið, mætti búast við eilífum deilum þings og stjórnar sem hefðu lamandi áhrif á alla stjórnsýslu í landinu, að ekki sé nú talað um tilraunirnar til að breyta efnahagskerfinu til hins betra. í hvorutveggja slapp Jeltsín með skrekkinn. Stjómarskráin var naumlega samþykkt og þótt bæði íhaldsmenn og þjóðernissinnar fengju mikinn stuðning, þá dugði það þeim ekki til að ná yfirhöndinni á þingi. Þetta tvennt varð til þess.að völd forseta og þings hafa verið í sæmilegu jafnvægi síðastliðin tvö ár og íhaldsmenn og fijálslyndari öfl hafa neyðst til að vinna saman. Það hefur skapað lýðræð- inu í Rússlandi ákveðinn farveg: Menn eru miklu reyndari í pólitísku samstarfí og mála- miðlunum nú heldur en var fyrir tveimur árum. Þrátt fyrir að ágreiningur um stjórnarskrána sé ekki úr sögunni, ríkir í raun samkomulag um að virða hana að svo stöddu. Heita stöðugleika og öryggi í kosningunum nú er dálítið annað uppi á teningum. Oánægja fólks með ástandið í land- inu er miklu meiri og skýrari en hún var fyr- ir tveimur árum. Þetta veldur því að nokkur loforð hafa algjöran forgang hjá flestum flokk- um. Þau eru: Stöðugleiki í peningamálum, að opinberum starfsmönnum verði tryggðar greiðslur á réttum tíma, að kaupmáttur launa og ellilífeyris aukist verulega, harðar aðgerðir til að draga úr glæpum og bætt öryggi ríkis- ins. Nú reyna allir flokkar að hreinsa sig af ábyrgðinni á því hvaða stefnu málin hafa tek- Reuter ÁRÓÐURSSPJALD fest á rauða stjörnu frá sovéttímanum í Lúbertsjí, nærri Moskvu. ið. Sú skoðun er útbreidd að vitlaust hafi ver- ið staðið að flestu síðan Sovétríkin voru lögð niður og að það hafi í raun verið mesta heimska að léggja ríkið niður með þeim hætti sem það var gert. Þess vegna snúast kosningarnar nú ekki síst um það hver sökudólgurinn sé. Á að kenna Jeltsín og hans mönnum um? Eða Gardar og öðrum forsvarsmönnum skjótra umbóta í efnahags og atvinnumálum? Eru kannski svókallaðir umbótasinnar í heild sinni þeir seku? Eða eru það kommúnistarnir fyrir valdstjórn fortíðarinnar og andstöðu við breyt- ingar á athafnalífi landsins? Kosningarnar snúast auðvitað líka um framhald umbótastefnunnar. Efasemdirnar um réttmæti einkavæðingar ríkisfyrirtækja eru miklar meðal almennings og því eiga flokkar sem vilja að haldið verði áfram á sömu braut eða jafnvel gengið harðar fram undir högg að sækja. Bæði Kommúnistaflokk- urinn og Samtök rússneskra samfélaga telja nauðsynlegt að endurskoða sölu á ríkiseign- um og jafnvel ógilda einkavæðingu stjórn- valda að hluta. Kosið um Rússland framtíðarinnar Það er augljóslega verið að kjósa um hvern- ig menn vilja að Rússland framtíðarinnar verði. Samkvæmt núgildandi stjórnskipan er Rúss- land sambandsríki 89 sjálfstæðra eininga, sem hver um sig hefur eigin löggjöf og lands- stjórn. Þetta fyrirkomulag er hinsvegar litið hornauga af mörgum þeirra flokka sem líklegt er að verði aðsópsmiklir í kosningunum. Það má búast við því að ef fulltrúar lýðræðisflokk- anna og stjórnarflokksins verða í minnihluta, reyni hinir að ná samstöðu um breytingar á stjórrrskipan landsins, jafnvel að reynt verði að afnema sambandsskipulagið. Að vísu er ólíklegt að slíkar tilraunir beri mikinn árang- ur, en deilur sem óhjákvæmilega mundi leiða af þeim, gætu haft sitt að segja þegar forseta- kosningarnar fara að nálgast. Áð sumu leyti eru þingkosningarnar upphitun fyrir forseta- kosningarnar. Tilvonandi forsetaframbjóðend- ur geta séð á úrslitum þingkosninganna hvaða mál eiga fylgi að fagna og hver síður. Líkleg- ustu forsetaframbjóðendurnir í hópi flokksleið- toga eru Gennadíj Zjúganov leiðtogi kommún- ista, Alexandr Lebed einn forystumanna Sam- taka rússneskra samfélaga, Grígoríj Javlinskíj leiðtogi Jabloko, að ógleymdum Vladimir Zhir- inovskíj. Ennþá er allt á huldu um hvort Jelts- ín býður sig fram aftur, en Tsjernomyrdin forsætisráðherra hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að bjóða sig fram. Það gæti þó breyst ef Jeltsín ákveður að gefa ekki kost á sér. Kosningarnar stærsta kosningamálið? Kannski eru kosningarnar sjálfar þó mikil- vægasta kosningamálið. Menn hafa verið að gera því í skóna allt þetta ár að kosningunum verði aflýst og margir frammámenn hafa lýst því yfir að þeir telji óráð að kjósa til þings á nýjan leik nú aðeins tveimur árum eftir að núverandi þing var kosið, þar á meðal tveir helstu aðstoðarmenn Jeltsíns, Sergei Filatov og Georgíj Satarov. Fyrir fáeinum dögum gaf Tsjernomyrdin samskonar yfirlýsingu, þótt sjálfur hafi hann ekki dregið af sér í kosninga- baráttunni. Ástandið er þrátt fyrir allt enn það ótryggt í Rússlandi að hveijar kosningar geta orðið hinar síðustu. Það mætti því i raun kalla það sigur lýðræðisaflanna ef útkoma þessara kosninga verður sú að vænta megi annarra. Fundur Rannsóknarráös íslands um matvælavinnslu og matvælarannsóknir boöar til almenns fundar um rannsóknir og nysköpun í íslenskri matvælafram- leiöslu í Borgartúni 6 mánudaginn 18. desember kl. 12.00—13.30. Dagskrá: Matvælarannsóknir - Einar Matthíasson. Umsóknir til Tæknisjóös - Snæbjörn Kristjánsson. OTin húm verður sœtari 1 úipufrá okkur IJIpur Kápur Treflar Hanskar Hattar jjölbrejtt úrval Utlarjokkar i nnkht iirvali. Stirniir }4 - 12 Opið sunrtud. kl. 12-18 Næstu viku kl. 10-22. ílcnni vcnhir híýti. iika wu njanaricturnar i uipu fhi okkur. \(#ttl/ISIÐ Mörkinni 6, simi 588 5518. Bílastæði við búðarvegginn | Erum flutt af Laugavegi iMörkina 6 - Sími 588 5518 (við hliðina á Teppalandi) -I Fundarstjóri: Magnús Magnússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.