Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ beykireykta laxinn. Þetta er tilraun sem unnin hefur verið í samvinnu við heildverslun Valdemars Gísla- sonar, sem lagt hefur til blöndurn- ar. Þeir hafa verið boðnir og búnir til að verða við öllum okkar óskum og hefur það verið ómetanlegt. Fyrir nokkru má segja að við höfum fyrst orðið ánægðir með ár- angurinn, nógu ánægðir til þess að við höfum sett á boðstóla í móttök- unni bæði koníaks- og hunangs- reyktan lax. Þetta hefur fengið fín- ar viðtökur og við erum bytjaðir að þreifa fyrir okkur erlendis. Búnir að koma á fót útibúi í Danmörku. Þar höfum við kynnt vöruna að undanförnu og fengið þær umsagn- ir að laxinn sé mjög góður en held- ur dýr, enda er reyktur lax í Dan- mörku mjög ódýr. Það er aftur venjulega reyktur eldislax og hefðin stendur með þeirri vöru. Samt erum við vongóðir um að fínna hóp neytenda sem setur gæði ofar kostnaði. Sá markhópur er fyr- ir hendi, það þarf bara að einangra hann og kynna vöruna rétt. Ég skal ekkert segja á þessu stigi hvernig þetta ævintýri fer hjá okkur, það eru vissir möguleikar fyrir hendi, en tíminn verður að leiða í ljós hvað gerist," segir Ólafur. Hvað með framboð á laxi, þar sem hafbeit fer að dragast saman og kvíaeldi er nánast ekki nema brot af því sem áður var? „Við erum með þessi mál í athug- un. Það er nú svo, að maður kemur í manns stað og nýjar stöðvar líta dagsins ljós. Bestur er villti laxinn, það er ekki spurning, en ekki á vís- an að róa með framboðið á honum. En það sem menn átta sig kannski ekki á, er að við erum góðu vön á íslandi. í Danmörku er reykti laxinn daufbleikur og daufur á bragðið. Þetta er norskur eldislax og ódýr. Það er alveg eins inni í myndinni að kaupa lax frá Noregi, þar er enginn skortur á framboði. Eftir áramótin ætla ég að fara til Evrópu og kynna mér hvað aðrir í þessum geira eru að senda frá sér. Spá síð- an betur í spilin eftir það.“ Tvö tonn af taði Taðreyking er ein af arfleifðum fortíðarinnar sem haldið hefur velli til okkar dags. Gömul, góð og þjóð- leg leið til að reykja kjöt og fisk. Nú á dögum fækkunar sauðfjárbúa og vaxandi tækni í fjárhúsum væri ekki úr vegi að spyija Ólaf hvort að taðreyking eigi ef til vill undir högg að sækja. „Það gæti svo farið að þess hátt- ar tað sem ég nota verði uppurið. Það er helst að fá hjá gömlum körl- um sem eru með fjárhús upp á gamla mátann og það er Hálfs ann- ars árs ferill að verka taðið þannig að það sé nothæft. Fyrst þarf að stinga út úr fjárhúsinu og það er gert á vorin. Flögur eru reistar upp á rönd og látnar standa þannig allt sumarið, en um haustið er öllu sam- an safnað í hauga. Þannig er taðið látið standa yfír veturinn og þá frýs það. Þetta kalla karlarnir að taðið „brjóti sig“ og það er besta taðið í reykinguna. „Ég fæ allt mitt tað úr Húna- vatnssýslunum og það eru tveir menn þar sem ég treysti á, Bjarni Kristmundsson í Ytri Melrakkadal og Óli Aadnegard bílstjóri á Blöndu- ósi sem útvegar tað hjá einhveijum gömlum bændum í héraðinu. Þetta gera tvö tonn á ári og ég hef ekki leyft mér að íhuga hvað gerist ef þessi gömlu bú detta upp fyrir sem gæti þó orðið raunin í framtíðinni. Um það er ekki annað að segja en koma tímar koma ráð.“ Hvað ganga viðskiptavinir langt í öfgunum, hvað koma þeir með í reykingu sem kemur ykkur á óvart? „Það er nú eiginlega ailt mögu- legt og ómögulegt sem menn detta hérna inn með og það er fátt sem kemur okkur á óvart nú orðið. Við erum beðnir um að reykja fugla, allt frá kjúklingum til svartfugla, en um fuglareykingar gilda strangar reglur. Þá hefur komið beiðni um að reykja alls konar osta. Það er helst fólk, held ég, sem hefur vanist þess háttar í Austurríki. Aðrir, sem kynnst hafa fiskréttum í Miðjarðar- hafínu, biðja okkur um að reykja humar og rækju. Það er mjög góður matur. I I i ' Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir ÚR BRUNA í BREYTINGAR vrosrapn/flwiNNULíF Á SUNIMUDEGI ► Olafur H. Georgsson keypti fyrirtækið Reykofninn í Kópavogi, ásamt Gylfa Ingasyni matreiðslumeistara, árið 1978, en það var þá ársgamalt. 20. desember 1981 brann fyrirtækið hins vegar og stokkaði Ólafur þá spilin rækilega. Ólafur er ósérhlífinn dugnaðar- forkur sem fæddist í Reykjavík 10 desember 1949. Þótt hann hafi alist upp í Reykjavík telur hann sig vera Dýrfirðing, en við komum að því síðar. Eftir Guðmund Guðjónsson OLAFUR ólst upp á Klepps- holtinu og síðar í Teiga- hverfínu. Allt tíl tólf ára aldurs var hann þó flest sumur hjá afa sínum og ömmu á Þingeyri, bæði við leik og störf. „Þar kynntist ég atvinnulífinu og fólkinu í litlu sjávarplássi. Það hafði þau áhrif á mig, að þó ég sé fæddur í Reykjavík, lít ég alltaf á mig sem Dýrfírðing. Ég er meira að segja í Dýrfirðingafélaginu,“ segir Ólafur. Ólafur fór hefðbundna mennta- leið ungs fólks á barns- og unglinga- aldri. Þegar hann hafði aldur til og menntun, fór hann í Iðnskólann og lagði stund á kjötiðn. Utskrifaðist frá skólanum árið 1970. Meistara- nafnbótinni bætti hann við sig eftir tamir í Kjötveri og Vörðufelli í Kópavogi. Hann kom síðan að Reykofninum árið 1978 eins og áður var getið um. I byijun var fyrirtækiðaf öðmm toga en menn þekkja það í dag. Þá var um almenna kjötvinnslu að ræða með 10 til 12 manns í vinnu. í dag er þetta hreinræktað alhliða reykhús þar sem einungis tveir menn, Olafur og hinn danski Ole Pedersen, standa pligtina einir og allt að því dmkkna í vinnu er mest gengur á. En hvað olli breyttum áherslum í fyrirtæk- inu? Ólafur svarar því. „Þetta fór vel af stað, en árið 1979 var fyrirtækinu breytt í hluta- félag og Gísli Ámason, sem stofn- aði fyrirtækið, fór til annarra starfa og eftir vomm við Gylfi Ingason, sem nú er kokkur og veiðileiðsögu- maður við Vatnsdalsá. Það leit allt vel út, starfsemin var komin í fullan gang, þegar reiðarslagið dundi yfír. Rétt fyrir áramótin 1981-82 brann ofan af okkur. Það var aga- legt sjokk og okkur leist ekki á blik- una. Úr varð alger uppstokkun, ég keypti Gylfa út úr fyrirtækinu og breytti því í alhliða reykhús. Síðan höfum við Ole staðið vaktina hlið við hlið. Fleiri hafa komið til og um tíma vom 4-5 í vinnu hér og synir mínir tveir Auðunn Georg og Kári Pétur vom nánast aldir upp innan veggja Reykofnsins. Af ýmsum ástæðum hefur þó komið betur út að við Ole séum ein- ir að vasast í þessu þótt við ráðum tæplega við það þegar mesta ösin er, enda koma þúsundir manna í fyrirtækið á hvetju ári til að fá þjón- ustu af einhvetju tagi. Annars er Ole fjarri góðu gamni, það féll hurð ofan á fótinn á honum fyrir nærri tveimur mánuðum og það brotnaði illa á honum annar hællinn. Mér til aðstoðar á meðan hann jafnar sig er vinur minn Tómas Kristinsson." En hvenær er mesta ösin og hvað emð þið helst að reykja? „Það má segja að ösin byiji með laxveiðivertíðinni í júní og standi linnulaust til jóla. Það má þó segja að mestu traffíkinni lýkur nokkm fyrir jól, er við hættum að taka á móti hráefni þegar útséð er að við ráðum ekki við að ljúka því fyrir hátíðirnar. Sá tími er nú kominn og það er miður, því enn er mikið spurt. Við getum því miður ekkert að gert, reyking tekur sinn tími og tíminn er ekki lengur fyrir hendi gagnvart hátíðunum. Yfír sumarið er það aðallega lax sem við fáum og stendur það fram á haust, enda veitt fram eftir sept- ember. Þá er farið að styttast í hátíðimar og það myndast ekki hol- rúm. Þá er fólk að koma með kjöt í reykingu, í hangikjöt, hamborgara- hryggi og raunar ýmislegt fleira. Og enn meira af laxi. Við höfum einnig reykt fyrir verslanir, ég hef t.d. reykt allan laxinn fyrir Pétur í Kjötbúrinu og það skiptir tonnum. Við reykjum einnig fyrir okkur sjálfa, því í móttökunni hjá okkur er einnig vísir að lítilli verslun þar sem fólk getur keypt bæði kjötvöru og beyki- og taðreyktan lax.“ Reykmeistari fyrir norðan Ólafur lærði að reykja lax hjá landsfrægum reykmeistara norður í landi og var það dýrmætur lær- dómur. „Vissulega var það góður skóli og eftir skólunina taðreykti ég um tíma allan lax eftir hans aðferð. Við reyktum þá mikið fyrir útlendinga, mest Þjóðveija og Austurrík- ismanna, en það brá svo við að yfír okkur heltist þessi líka reiðinnar býsna af óánægju. Laxinn þótti of sterkur, bragðmikill og saltur. Upp úr því fórum við því að þróa beyki- reykingu samhliða gömlu taðreyk- ingunni sem ég hafði þó mildari heldur en þá gömlu og hefðbundnu. Það líkaði bæði innlendum og er- lendum betur.“ Og hvort gengur betur, beyki- reyktur lax eða taðreyktur? „Það er nú svo magnað að beyk- ið hefur nauma forystu, 51 prósent á móti 49 prósentum í taðinu. Taðið hefur kannski nauma forystu á heimamarkaðinum þar sem útlend- ingamir vilja helst beykireykta físk- inn. Hann er mun mildari en sá taðreykti." Er það tilfellið að útlendingar vilji helst bragðlausan mat? „Ég vil nú ekki taka svo djúpt í árinni, enda er beykireyktur lax allt annað en bragðlaus. Hins vegar er ekki hægt að ganga að því vísu að það sem gengur á íslandi gangi í útlöndum. Það er reynsla manna og þó ég segi ekki beinlínis þetta vera rétt þá er eigi að síður margt til í þessu. Viss tímamót Er þá borin von að þjóðarbúið geti haft eitthvað upp úr því að selja taðreyktan lax til útlanda? „Ég skal ekki segja um taðreykta laxinn, en það má geta þess úr því að þetta ber á góma að það eru viss tímamót í fyrirtækinu hjá okkur um þessar mundir. Við höfum síðustu þijú árin verið að gera tilraunir með ýmsar krydd- blöndur sem við höfum notað á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.