Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Tvísýnustu þingkosningar Austurríkis eftir stríð Hætt við pólitísk- um landskjálfta ÞEGAR Jörg Haider varð leiðtogi Frelsisflokks- ins í Austurríki árið 1986 var fylgi hans um 4% en undir forystu hans hefur flokkurinn smám saman sótt í sig veðrið og fékk 22,5% atkvæða í þingkosningunum í október í fyrra. Hann varð þá öflugastur þeirra flokka á Vesturlöndum, sem teljast lengst til hægri og vilja ganga lengst í að fækka innflytjendum. Ef marka má skoðanakannanir hefur fylgi Frelsisflokksins auk- ist frekar og verið um 24-25% síðustu vikur. Jafnaðarmenn, undir forystu Franz Vranitzkys kanslara, og Þjóðarflokkur Wolf- gangs Schussels utanríkisráð- herra hafa lengst af verið hníf- jafnir samkvæmt skoðanakönn- unum síðustu vikna, með um 30% fylgi. Kannanir, sem birtar voru í vikunni sem leið, benda þó til þess að jafnaðarmenn séu í sókn, með 34-36%, en Þjóðarflokkurinn með 26-28%. Um fimmtungur aðspurðra hafði ekki gert upp hug sinn og þar af sagði helmingurinn að til greina kæmi að kjósa flokk Haid- ers. Frelsisflokkurinn gæti því fengið atkvæði stórs hluta þeirra sem voru óákveðnir. Sakaður um lýðskrum Haider er lögfræðingur að mennt og yngstur leiðtoganna þriggja, 45 ára að aldri. Hann þykir vel gefinn, tekur sig vel út á sjón- varpsskjánum og hefur skemmt mörgum kjós- endum með hnyttileg- um háðsyrðum um spillingu í stjórnkerfmu og bitlinga til stuðn- ingsmanna jafnaðarmanna Þjóðarflokksins. Flestir eru hins vegar sam- mála um að Haider geti seint talist stefnufastur stjórnmála- maður og hann hefur margoft verið sakaður um lýðskrum og hentistefnu. Til að mynda var hann í fyrstu hlynntur aðild Aust- urríkis að Evrópusambandinu en lagðist síðan gegn henni. Tveir þriðju austurrískra kjósenda studdu ESB-aðildina í þjóðarat- kvæðinu í júní S fyrra, meðal annars vegna loforða sem ráða- menn vilja nú gleyma um að verð matvæla myndi lækka. Ef marka má síðustu skoðanakönnun eru nú 60% Austurríkismanna sama sinnis og Haider og telja inn- gönguna í ESB mistök. BAKSVIÐ Búast má við pólitískum landskjálfba í Austurríki fái Frelsisflokkur Jörgs Haiders um 28% atkvæða í þingkosningunum í dag, skrifar Bogi Þór Arason. Haider hefur lagt áherslu á að vísa beri ólöglegum innflytjendum úr landi en vinsældir hans meðal austurrískra kjósenda má ekki síður rekja til gagnrýni hans á spillinguna sem þrifíst hefur í skjóli samtryggingar stóru flokkanna tveggja. Deilt um nið- urskurð á vel- ferðarkerfinu og fjárlög og Andstæðingar Haiders hafa sakað hann um nasisma og vísa m.a. til þess að hann fór eitt sinn lofsamlegum orðum um stefnu Hitlers í atvinnumálum. Haider hefur höfðað til margra verka- manna, sem hafa stutt jafnaðar- menn, með því að kynda undir óánægju þeirra með ólöglega inn- flytjendur, einkum frá fyrrver- andi kommúnistaríkjum í Austur- Evrópu. Haider kveðst ætla að beita sér fyrir því að ólöglegum innflytj- endum verði vísað úr landi, en segir að út- lendingar, sem hafa at- vinnu- og dvalarleyfí í Austurríki, eigi að halda réttindum sínum. Að sögn Haiders er Austurríki orðið að „miðstöð alþjóðlegrar glæpa- starfsemi eftir fall járntjaldsins - eiturlyfjasmyglara, bílaþjófa, melludólga og ræningja“. Haider segir að áður en Austurríkismenn taki við fleiri útlendingum þurfi þeir að tryggja eigin verkafólki atvinnu og sóma- samlegt húsnæði. Hann hefur ennfremur gagnrýnt aðstoð Austurríkis við önnur lönd og segir t.a.m. ótækt að stjórn jafn- aðarmanna og Þjóðarflokksins skuli hafa veitt fjárhagsaðstoð til að byggja_ upp skóla í Suður- Afríku og ísrael meðan böm Austurríkismanna sjálfra þurfi að sætta sig við niðurníddar skólabyggingar. Reuter LÍFVERÐIR standa við hlið Jörgs Haiders á kosningafundi í Vín. Haider hefur einnig gagnrýnt há laun og hlunnindi embættis- manna og lofað að skera upp herör gegn fjáraustri í skjólstæð- inga stjómarflokkanna tveggja sem hafa setið að kjötkötlunum. Slík loforð fá góðan hljómgrann hjá lífeyrisþegum, sem óttast að næsta stjórn skerði Iífeyris- greiðslur þeirra til að minnka fjárlagahallann. Jafnaðarmenn hafa verið í stjórn í 25 ár samfleytt, þar af síðustu níu árin með Þjóðar- flokknum, sem er mið- og hægri- flokkur. Þessir tveir flokkar hafa haft bæði tögl og hagldir í austurrískum stjómmálum frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Samanlagt fengu þeir rúmlega 90% atkvæða í öllum þingkosn- ingum til ársins 1991. Allan þennan tíma hafa flokk- arnir tveir skipt á milli sín æðstu embættunum - ekki aðeins í sendiráðum, ráðuneytum og bönkum, heldur einnig í skólum og sjúkrahúsum. Mörgum opin- berum samningum og jafnvel húsnæði hefur verið úthlutað stuðningsmönnum flokkanna eft- ir ákveðinni formúlu, að sögn breska tímaritsins The Econom- ist. Náin samvinna flokkanna hef- ur einnig sett mark sitt á sam- skipti verkalýðshreyfingarinnar, sem hefur verið á bandi jafnaðar- manna, og samtaka vinnuveit- enda, sem hafa stutt Þjóðarflokk- inn. Aðilar vinnumarkaðarins Franz Vranitzky hafa samið sín á milli á bak við tjöldin, komið þannig í veg fyrir vinnudeilur og verkföll og stuðlað að stöðugum hagvexti. Margir Austurríkismenn hafa fengið sig fullsadda á samtrygg- ingu flokkanna tveggja. Þessi óánægja er akkur fyrir Frelsis- flokkinn, enda er hann eina stjómmálaaflið sem getur boðið flokkunum tveimur byrginn. Jafnaðarmenn segja að ekki komi til greina af þeirra hálfu að mynda stjóm með Frelsisflokknum en Þjóðarflokkurinn hefur léð máls á því þótt hann vilji fyrst ganga úr skugga um hvort hægt verði að Haider ógnar samtrygging- arkerfi flokk- anna halda áfram samstarfi stjórnar- flokkanna tveggja. Jafnaðar- menn gætu einnig myndað stjóm með flokki græningja og Fijáls- lyndum vettvangi sem hafa verið með 5-7% fylgi hvor. Deilt um velferðarkerfið Stóru flokkarnir þrír eru allir sammála um að minnka beri fjár- lagahallann, sem er nú um 5% af vergri þjóðarframleiðslu. Austurríki getur ekki gengið í Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) nema þetta hlut- fall lækki í 3%. Hins vegar kom upp alvarlegur ágreiningur milli stjórnarflokk- anna tveggja um hvernig bregð- ast ætti við þessum vanda og hann skapaði mestu stjórnmála- Wolfgang Schussel kreppu í landinu frá lokum heim- styrjaldarinnar síðari. Þegar ljóst var að flokkarnir gátu ekki kom- ið sér saman um fjárlög næsta árs boðaði stjórnin til kosninga í október, aðeins ári eftir síðustu kosningar. Jafnaðarmenn vilja rétta flár- hag ríkisins við með því að draga nokkuð úr útgjöldum til vel- ferðarkerfisins en hækka einnig skatta til að vemda þá sem minnst mega sín. Þjóð- arflokkurinn leggur hins vegar áherslu á að breyta þurfi velferð- arkerfínu verulega, skerða lífeyrisgreiðslur — og bætur til fjöl- skyldna. Haider hamrar aftur á móti á því að afnema beri opinbera styrkjakerfið sem stjórnarflokk- amir tveir hafa byggt upp, t.a.m. styrki til dagblaða landsins sem hafa numið jafnvirði tveggja milljarða króna á ári. Frelsis- flokkurinn hefur jafnvel gengið svo langt að lofa skattalækkun- um, þótt ljóst sé að ekki verði svigrúm til slíks á næstu árum. Haider spáir því að hann verði kanslari Austurríkis ekki síðar en eftir tvö ár og fái þá tæki- færi til að framfylgja umdeildri stefnu sinni. Hann segir viðbúið að stjórnarflokkamir tveir reyni að bjarga samtryggingarkerfinu og myndi næstu stjórn eftir þess- ar tvísýnustu þingkosningar í sögu Austurríkis eftir stríð. Ekkert samkomulag VIÐRÆÐUM Bandaríkjaþings, þar sem repúblik- anar eru í meirihluta, og Bills Clintons forseta um fjárlög næsta árs var slitið aðfaranótt laugar- dagsins. Clinton var ómyrkur í máli í sjónvarps- ávarpi og sagði repúblikana fresta greiðslum til stjórnkerfisins til að styrkja samningsstöðu sína í viðræðunum. Myndi hann ekki láta undan slík- um kúgunum og sakaði þá um að hafa slitið við- ræðum þar sem hann vildi ekki falla á niður- skurð til félagslegra málefna. Bob Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, sakaði forsetann um að fara rangt með varðandi ágreining sinn við repúblikana. Hið rétta væri að repúblikanar hefðu aukið framlög t.d. til heilbrigðismála. Reuter Töpuðu Thatcher og Bush Persaflóastríðinu? London. Reut- MARGARET Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, telur að færa megi rök fyrir því að hún og George Bush hafi { reynd farið halloka í stríðinu gegn Irökum árið 1991 vegna þess að Saddam Hussein sé enn við völd en þau ekki. Thatcher sagði þetta í viðtali sem BBC hyggst sjónvarpa í næsta mán- uði. „Leiðtogi innrásarhersins, Saddam Hussein, er enn við völd. Þáverandi forseti Bandaríkjanna er ekki lengur við völd. Forsætisráðherra Bretlands, sem átti allnokkurn hlut að máli, er ekki heldur við völd. Ég velti því fyr- ir mér hver hafí sigrað,'1 sagði forsæ isráðherrann fyrrverandi í viðtalin Thatcher kvaðst tejja að hún hef sannfært Bush um nauðsyn þess ; beita íraka hervaldi eftir innrás þeiri í Kúveit í ágúst 1990. Hún neyddi hins vegar til að segja af sér se forsætisráðherra og leiðtogi bresl íhaldsflokksins í nóvember sama á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.