Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.12.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1995 19 LÚPÍNAN - QFLUGT UPPGR JEÐSLUT ÆKI SVEINN Runólfsson landgræðslustjóri hefur mikið haft með lúpínu að gera í sínu starfi. „Mér líkar illa þessi neikvæða um- ræða sem hefur spunn- ist um alaskalúpínuna sem landgræðslujurt,“ sagði Sveinn í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. „Lú- pínan er hvorki góð né vond, hún er bara jurt. Hún er notuð til land- græðslu af því að hún framleiðir sinn eigin áburð og er kröftugur landnemi sem gerir hana að ódýrasta og öflugasta upp- græðslutæki sem við höfum í dag. Nýting lúpínu til ýmissa annarra nota býður upp á geysilega mögu- leika og við eigum að nýta okkur eiginleika lúpínunnar." Hvað segir þú um þá gagnrýni sem fram hefur komið að lúpínan ryðji burt öðrum jurtum? „Hún getur breiðst inn á gróður- lendi sem eru ekki í eðlilegu jafn- vægi miðað við verðurfar og að- stæður. Það er að segja, þegar gróð- urlendi hefur verið raskað með of- nýtingu á einn eða annan hátt þá eru slík gróðurhverfi oft rofin og lúpínan getur leitað inn á þau svæði, sérstaklega í halla. Lúpínan er dug- leg að sá sér, einkum niður í móti. Við getum tekið sem dæmi Þing- vallasvæðið. Náttúrulegt gróðurfar Þingvalla er kjarrlendi, birki og víð- ir. En með ofbeit og hrishöggi fyrri alda hefur verið raskað eðlilegu gróðutjafnvægi þessa svæðis. Lú- pínan leitar þá inn í rofsár á slíku landi. Þá fer hún stundum yfir þann gróður sem fyrir er. Mitt mat er að þótt að slíkt gerist, þá sé það ekki til langframa. Menn deila um hvenær lúpínan víki og horfa þá oft til mjög skamms tíma. í mínum huga er hálf eða ein öld skammur tími í gróð- ursögunni. Við höfum mörg dæmi um að lúpínan víkur að nokkrum ára- tugum liðnum og þá kemur í staðinn gras- lendi sem síðar tekur náttúrlegri gróðurframvindu, ef að landið er friðað fyrir beit. Aðrar tegundir en grös taka oft að vaxa í landi sem lúpían hefur vikið frá, t.d. sóley og túnfífill og sums stað- ar birki og víðir. Þessi gróðurfram- vinda er afar breytileg, t.d. er mik- ill munur á Suðurlandi og Norður- landi í þessu tilliti. Miðað við þau miklu verkefni sem framundan eru við stöðvun gróðurs- og jarðvegseyðingar þá höfum við einfaldlega ekki efni á því að hafa skoðun á því hvort lúpínan er falleg eða ljót. Hún er fyrst og fremst mikilvæg jarðvegs- bindandi jurt. Algengt er að menn séu á móti lúpínu af þvi hún sé útlensk. Allar jurtir sem hér vaxa eru á einn eða annan hátt aðkomnar. Er einhver munur á þvi hvort einhver tegund fluttist hingað fyrir eitt hundrað árum eins og lúpínan, eða fyrir ell- efu hundrað árum þegar land byggðist. Víkingar höfðu gjarnan jarðveg í kjölfestu á skipum sínum. Á þann hátt er t.d. talið að bauna- gras hafi flust til landsins og raun- ar fleiri jurtir. Eyðimerkur á íslandi eru ekki í neinni útrýmingarhættu, nema síð- ur sé. Það eru ekki neinar líkur á því að það verði farið að sá lúpínu í öll þessi flæmi. Ég tel að við eig- um að græða þær auðnir sem skap- ast hafa af manna völdum en nátt- úrulegar auðnir, eins og t.d. Veiði- vatnasvæðið munum við að sjálf- sögðu ekki snerta og eftirláta nátt- úrunni sjálfri að annast. Vigdís Finnbogadóttir forseti segir í Árbók landgræðslunnar um þetta efni: „Og þótt við höfum fyrir löngu lært að skilja fegurð og búsæld, lært að meta fegurð nakinna fjalla og úfins hrauns - þá er eitthvað í okkur sem andmælir því að kalla þær auðnir fagrar sem mannfólkið skapar sjálft með umstangi sínu. Það er eitthvað ónotalegt við það landslag, eitthvað sem er blátt áfram siðferðilega rangt.“ Hins vegar ber að leggja áherslu á að lúpínan sé ekki notuð á svæð- um þar sem hún getur þreytt sér- stæðu náttúrufari eins ög t.d. í Þórsmörk, Dimmuborgum og víðar. íslendingar hafa skuldbundið sig til þess að ekki verði meiri koltvísýr- ingur í lofti hér árið 2000 en var árið 1990. Vandséð er hvernig því takmarki verði náð nema með stór- felldri ræktun á lúpínu. Koltvísýr- ingur verður til vegna bruna á elds- neyti og lúpínan er einhver besti kostur sem völ er á til þess að eyða umframmagni af honum. Lúpínan býr yfir merkilegum eiginleikum og við eigum að rannsaka hana og skoða eins og vert er.“ Sveinn Runólfsson LÖPÍNUSEYÐIÐ ÚPÍNUSEYÐI það sem Ævar Jóhann- esson hefur sett saman og fjölmargir hafa þegar reynt, er soðið úr rótum af lúpínu, tveimur tegundum af hvönn, litunarmosa, njóla og börk af tré sem vex í Suður-Amer- íku og er kallaður lapacho, og er mjög þekkt jurtalyf við krabbameini og fleiri sjúkdómum. „Hinu síðasttalda hef ég orðið að sleppa undanfarið af því að það hefur ekki fengist.," sagði Ævar. „Ég nota líka smávegis af rauðum pipar og salti til þess að gera seyðið bragðbetra. Áður en ég læt þetta á flöskur læt ég svolít- ið af C-vítamíni i löginn svo hann geymist betur. EIR Baldur Líndal og Ásgeir Leifsson verkfræðingar hafa að undanförnu gert rannsóknir á möguleikum á því að vinna úr lúp- ínu etanol, sem er alkohól, og fóður- efni og áburð. Að sögn Baldurs Líndals gæti þetta leitt til orkufreks iðnaður þar sem jarðgufa væri að- al- orkugjafinn. „Lúpínan myndi þá verða ræktuð, t.d. á söndunum sunnanlands og flutt þaðan í leiðslu Ég hef ekki ná: kvæma tölu á þeim sem drekka seyðið en venju- lega eru það nokkur hundruð manns, og miða ég þá við það magn sem fer af því. Ég bý að jafnaði til 75 til 80 lítra á dag, alla daga vikunnar. Hver maður drekkur tvo og hálfan desilítra á dag að jafnaði. Geysilega margir hafa haft samband við mig og lýst yfir að þeir hafi haft umtalsvert gagn af seyðinu. Auð- vitað er ekki hægt að lækna öll krabbamein, en seyðið hefur áhrif í þá átt að krabbameinssjúklingum líði betur og lifi kannski lengur. Við teljum að blóðið í þeim krabba- meinssjúklingum sem nota seyðið verði betra en í hinum sem ekki að verksmiðju sem gæti verið stað- sett í námunda við jarðhitasvæði," sagði Baldur. „Þetta myndi skapa mikla atvinnu bæði við ræktun og hirðingu á lúpínuökrunum og líka í verksmiðjunni sjálfri. Við höfum gert á eigin spýtur forathugun á þessu sem kemur vel út. Nú erum við að leita eftir stuðningi stjórn- valda til þess að gera viðeigandi framhaldsrannsóknir í þessu máli.“ neyta þess, einkum á þetta við um þá sem eru í geisla- eða lyfjameð- ferð. Seyðið hefur líka verið notað við ýmsum öðrum sjúkdómum en í miklu minni mæli. Ég hef verið svolítið nískur við að láta aðra en krabbameinssjúklinga hafa seyðið, ég kemst ekki yfir að búa til mikið meira af því en ég geri og mér finnst að krabbameinssjúklingamir þurfí þess mest með.“ Verið er að gera efnafræðilegar rannsóknir af seyðinu hans Ævars hjá Raunvísindastofnun Háskólans, en engar niðurstöður liggja fyrir ennþá. Að sögn dr. Sigmundar Guð- bjarnarsonar er þessi rannsókn á lúpínuseyðinu liður í rannsóknum á islenskum lækningajurtum. „Við erum að leita að líffræðiiega virkum efnum sem gætu skýrt þau jákvæðu áhrif sem menn telja sig fínna við að neyta þessara jurta eða seyða af þeim. Rannsóknirnar eru ekki það langt komnar að hægt sé að skýra frá neinum niðurstöðum ennþá. Við höfum fundið ýmis áhugaverð efni en það er ekki tímabært að fjalla um þau að sinni," sagði Sigmundur. Síðastliðinn vetur voru gerðar læknisfræðilegar rannsóknir á seyðinu á vegum Hjartaverndar og ónæmisdeildar Landsspítalans. Að sögn Ævars Jóhannessonar urðu niðurstöður þær að seyðið virtist ekki hafa áhrif á kólestrolmagn í blóði en marktækar breytingar voru sýnilegar á blóðrauða. Einnig kom fram að seyðið virtist hafa ákveðin áhrif á ónæmiskerfið sem þarf að athuga nánar. Líklegt þykir að þær athuganir verði gerðar innan tíðar. Ævar Jóhannesson IÐNAÐUR BYGGÐUR í LÖPÍNU? Jólabærinn Hveragerði er Ijósum prýddur og Jólalandið í tívolíhúsinu Há»'ð,”Man b* slær í gegn! Opið kl. 13-19. í vers"»nU"' íslensk skemmtidagskrá fyrir alla góð k°np ’ fjölskylduna, Brúðubíllinn, tónlistaratriði, jó\eb8BnU<T' leikritin: „í Grýluhelli", „Fyrir löngu í fjöllunum...", um íslensku jólasveinana og „Smiður jólasveinanna". Sankti Kláus er á ferli og kynnir er álfurinn Mókollur. Gestir í dag: Barnabros. Góðir jólasveinar gefa vegabréf í skóinn. Þau fást hjá Samvinnuferðum - Landsýn. „ Nið t r ðtHaf i m ¥@ður inni í Mlðianá! FLUGLEIDIR TIVOLI • OKEYPIS A HESTBAK • VEITINGAHÚS MARKAÐSTORG • JÓLAPÓSTHÚS ÆTSSSSSSKSi k, SS35SS oo A Ð V E N T U Siemens bakstursofn HB 34520FN Fjölvirkur Siemens baksturoíii. Yfir- og undirlfiti, blástur, glóðarsteiking með og án blásturs. Rafeindaklukka, létthreinsikerfi, sökkhnappar. Gæði hvert sem litið er. Verð kr. 55.614 stgr. Siemens uppþvottavél SN 33310SK Velvirk, sparneytin og hljóðlát Siemens uppþvottavél. Tekur borðbúnað fyrir 12 manns. Verð kr. 64.914 stgr. Siemens myndbandstæki FM711Q6 Tveggja hausa gæða-myndbandstæki frá Siemens. Nauðsynlegt í jólamyndaflóðinu. Verð kr. 37.810 stgr. Siemens sjónvarpstæki FC 210R6 20" sjónvarpstæki með „Black Matrix“-myndlampa. Islenskt textavarp. Frábært verð: 46.550 stgr. UMBOÐSMENN OKKAR Á LANDSBYGGÐINNI: Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs • Borgarnes: Glitnir • Borgarfjörður: Rafstofan Hvitárskála • Hellissandur: Blómsturvellir • Grundarfjörður: Guðni Hallgrimsson • Stykkishólmur: Skipavfk • Búöardalur: Ásubúð • fsafjörður: Póllinn • Hvammstangi: Skjanni • Sauðárkrókur: Rafsjá • Siglufjörður: Torgið • Akureyri: Ljósgjafinn • Húsavik: öryggi • Þórshöfn: Noröurraf • Neskaupstaður: Rafalda • Reyðarfjörður: Rafvélaverkst. Árna E. • Egilsstaðir: Sveinn Guömundsson • Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson • Höfn í Homafirði: Kristall • Vestmannaeyjar: Tréverk • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangaeinga • Selfoss: Árvirkinn • Grlndavik: Rafborg • Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. • Keflavik: Ljósboginn • Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiði í verslnn okkarað Nóatúni SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 511 3000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.