Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Stöð 3 komin til Eyja ÚTSENDINGAR Stöðvar 3 nást nú í Vestmannaeyjum. Er efni stöðvar- innar flutt með ljósleiðara til Eyja og þar tekur sjónvarpsfélagið Fjöl- sýn við því og dreifir því í gegnum örbylgjudreifíkerfi sitt til notenda í Vestmanneyjum. Útsendingar Stöðvar 3 hófust sl. miðvikudag í Vestmannaeyjum og að sögn Jóns Ólafssonar, stjórnar- formanns Pjölsýnar, nást útsend- ingamar víðast hvar ágætlega en eitt skuggasvæði er þó enn i bænum þar sem eru um 15 hús. Sjónvarpsstöðin Pjölsýn í Vest- mannaeyjum hóf formlega starf- semi í haust. Fjölsýn hefur sent efni út með örbylgjusendingum á sex rásum, þar af eru fímm erlend- ar rásir sem endurvarpað er gegn- um gervihnött en á einni rás er sent út ýmiss konar innanbæjar- efni, auglýsingar, textaðar bíó- myndir og fleira. Nú bætast fímm rásir Stöðvar 3 við valkosti sjón- varpsnotenda og að sögn Jóns eru vel á þriðja hundrað áskrifendur komnir með örbylgjuloftnet á hús sín til að taka við sendingunum. Hann sagði að mikil ös hefði verið síðustu daga við að afgreiða loftnet til notenda. Morgunblaöið/Ásdís Hvað það verður veit núenginn SÍÐUSTU dagar aðventunnar eru lengi að líða hjá börnunum sem bíða óþreyjufull eftir að- fangadagskvöldi. Ekki dregur úr eftirvæntingunni þegar farið er í bæinn þar sem skreytingar lýsa upp skamm- degið. Hann Gylfi Þór Sig- urðsson gleymdi sér um stund við að skoða allt jóladótið í verslunarglugganum. Úthafsveiðiheimildir þýskrar útgerðar Mecklenburger vill nýja skipan í skiptingu kvóta ÞÝSKA útgerðarfyrirtækið Meckl- enburger Hochseefischerei, sem er dótturfyrirtæki Útgerðarfélags Ak- ureyringa hf., hefur krafist þess að komið verði á nýrri skipan í skipt- ingu úthafskvóta milli þýskra út- gerðarfyrirtækja, en honum hefur verið skipt með svipuðu móti undan- farin ár. Kvótaskiptingin var til umræðu á fundi, sem haldinn var í Hamborg í gær, og munaði það miklu á kröfum þeirra fjögurra útgerðarfyrirtæki, sem kvótinn hefur skipst á milli, að settur var frestur til 15. janúar til að kanna hvort unnt yrði að miðla málum. Gunter Drexelius, sem stjóm- aði viðræðunum í Hamborg fyrir hönd þýska ríkisins, sagði í fyrradag að þetta væri í fyrsta skipti í tíu ár, sem slíkt ósætti væri um skiptingu kvótans að sér tækist ekki að miðla málum. „Skipt í hlutfalli við sóknargetu" Guðmundur Tulinius, fram- kvæmdastjóri Mecklenburger, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að ekki væri verið „að fara fram á ann- að en að kvótanum sé réttlátlega skipt og í hlutfalli við þá sóknargetu, sem nú. er“. Auk Mecklenburger skiptist kvót- inn milli Doggerbank, sem gerir út á síld og makríl, Eurotrawl og De- utsche Fischfang Union (DFFU), sem fyrirtækið Samheiji á Akureyri á í meirihluta. Milli hinna þriggja síðast- nefndu ríkir samkomulag um að kvótaskiptingin verði áfram óbreytt. Guðmundur sagði að staðan hefði verið þannig að DFFU hefði haft um 80% þess kvóta, sem væri til skipt- anna, en Mecklenburger 15%. Meck- lenburger hefði sótt í sig veðrið und- anfarið með því að sækja 90% afla síns á úthafssvæði, sem ekki væru bundin kvótum. Mecklenburger hefur sex skip, en DFFU ijögur. Skip DFFU eru hins vegar öfíugri en skip Mecklenburger. Forsvarsmenn Mecklenburger halda því fram að þegar afl og veiðigeta skipanna sé borið saman standi þau jafnfætis og það verði að hafa til hliðsjónar við skiptingu kvótans. '„Það er kominn tími til að endur- skoða þetta,“ sagði Guðmundur og bætti við að hér væri ekki á ferðinni óeining milli íslensku hluthafanna í hinum þýsku útgerðarfyrirtækjum. Alþingi afgreiddi fjárlög næsta árs með innan við 4 mílljarða halla FJÁRLÖGIN voru samþykkt með 33 atkvæðum stjómarliða en stjóm- andstæðingar sátu hjá við atkvæða- greiðsluna. Samkvæmt fjárlögunum verða útgjöld ríkisins 124,8 milljarð- ar króna á næsta ári en tekjurnar 120,9 milljarðar. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði við atkvæðagreiðsluna að fjárlögin væru afgreidd með inn- an við 4 milljarða halla, sem svaraði til 0,8% af landsframleiðslu. Ef nið- urstöður fjárlaganna gengju eftir myndu útgjöld lækka um 1,5% frá árinu 1995 í hlutfalli við landsfram- leiðslu, eða úr 27,1% í 25,6%, og hefði það hlutfall ekki verið lægra síðan 1987, skattlausa árið svo- nefnda. Skatttekjur myndu lækka, lánsfjárþörf ríkisins væri talin geta lækkað um 2-3 milljarða í um 11 milljarða og skuldir ríkisins myndu lækka í hlutfalli við landsfram- leiðslu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru hins vegar lítið hrifnir af frum- varpinu. Við atkvæðagreiðsluna sagði Ágúst Einarsson, þingmaður Þjóðvaka, að frumvarpið endurspeg- laði alvarlega aðför að velferðarkerf- inu. Svavar Gestsson, þingmaður Alþýðubandalagsins, tók í sama streng og sagði að íjárlagahallinn yrði mun meiri en áætlað væri þar sem forsendur fjárlaganna væru víða mjög veikar. Kristín Halldórsdóttir, þingmaður Kvennalista, sagði að í frumvarpið vantaði með öllu einhveija sönnun þess að skilningur á kvenfrelsi og nauðsyn þess að jafna stöðu kvenna og karla væri að auk- ------------------- ast SparnaAurinn Jón Baldvin Hannib- ,en||jr á fjár#est. ðSJSS? ingum á næsta árl sagði að þjóðin greiddi “ nú 35 milljarða árlega í vexti til útlendra lánardrottna. Fjárhags- Útgjöld og skuldir eiga að lækka fjárlagafrumvarpinu þegar það var lagt fram. Þeim tekjuauka hefði ver- ið ráðstafað til nýrra útgjalda sem að stærstum hluta mætti rekja til yfirlýsingar ríkisstjómarinnar sem gefin var út í lok nóvember í kjölfar viðræðna við aðila vinnumarkaðar. Einnig kostaði nýr búvörusamningur aukna fjármuni á næsta ári. „Ríkisútgjöldin munu lækka á næsta ári ef fjárlögin ganga eftir. Lánsfjárþörf ríkisins verður lægri en verið hefur um árabil og það ætti að stuðla að meira og betra jafnvægi á lánsfjármarkaði og lægri vöxtum. Þá gerist það, ekki síst vegna batn- andi afkomu þjóðarbúsins, að gera má ráð fyrir að skuldir ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu lækki á næsta ári en slíkt hefur ekki gert í nærri áratug," sagði Friðrik. Hann sagði að þegar væri hafinn undirbúningur fjárlaga ársins 1997 en markmið ríkisstjómarinnar væri að ná þá jöfnuði í ríkisfjármálum. „Það verður auðvitað afar erfítt verk- efni því á næsta ári lendir spamaður- ------------ inn fyrst og fremst á fjárfestingum en hlýtur að koma fram í rekstr- inum árið 1997 og slíkt er alltaf viðkvæmara en að spara í fjárfest- ingum,“ vandi þjóðarinnar væri því fyrst og fremst fortíðarvandi og því hefði þurfti að taka á í ríkisfjármálum og beita aðhaldi í fjárlögum. En þrátt fyrir stórauknar tekjur í ljósi aukins hagvaxtar hefði ríkisstjórninni mis- tekist þetta. Skuldír ríkisíns lækka FViðrik Sophusson sagði við Morg- unblaðsins að tekjur ríkisins yrðu talsvert meiri en ráð var fyrir gert í sagði Friðrik. Sjúkrastofnanir í brennidepli Friðrik sagði að á næstu mánuð- um væri mikilvægt að fylgja eftir áformum í fjárlagafrumvarpinu og ríkisstjóminni væri að sjálfsögðu ljóst að það gerðist ekki af sjálfu sér. Staða sjúkrastofnana hefði verið í brennidepli undanfarna daga og það hlyti því að vera forgangsverk- efni að fara ofan í þann rekstur og gera sér grein fyrir því hvernig eigi að breyta honum þannig að hann FJÁRLÖG fyrir næsta ár voru samþykkt á Al- þingi í gær. Guðmund- ur Sv. Hermannsson fylgdist með fjárlagaaf- greiðslunni og ræddi við ármálaráðherra um horfumar á næsta ári. svari til talnanna í fjárlögunum. „Það er auðvitað hægt að gera með ýmsum hætti, en þar skiptir tvennt sérstaklega máli. Annars veg- ar hvernig stóra sjúkrahúsunum tveimur í Reykjavík tekst að vinna saman og draga þannig úr kostnaði. Hins vegar þarf auðvitað að sam- ræma gjaldtöku sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta tekur tíma en er eitt brýnasta verkefnið sem við stöndum frammi fyrir,“ sagði Friðrik. Stjórnarandstaðan beindi spjótum sínum mjög að tillögum stjórn- arflokkanna um framlög til sjúkra- stofnana. Bryndís Hlöðversdóttir, Alþýðubandalaginu sagði, þegar hún flutti minnihlutaálit fjárlaganefndar, að svo virtist sem stór vandi sjúkra- húsanna á höfuðborgarsvæðinu væri óleystur. Halli hjá Ríkisspítulum yrði gífurlegur á næsta ári, miðað við kynnta stöðu fyrir fjárlaganefnd og vandi Sjúkrahúss Reykjavíkur skipti hundruðum milljóna. Við atkvæðagreiðsluna um fjár- lögin sagði Svavar Gestsson að framlagið til Ríkisspítalanna væri stórhættulegt og Jóhanna Sigurðar- dóttir, þingmaður Þjóðvaka, sagði að þjónustu og öryggi sjúkrahús- anna væri stefnt í hættu, vinnuskil- yrði yrðu fyrir neðan velsæmismörk og um væri að ræða ógnvænlega stefnu sem myndi engum raunhagn- aði skila. Erfiðleikar á sjúkrahúsum Þegar Friðrik Sophusson var spurður hvort tölur fjárlaganna um rekstarframlög til sjúkrahúsanna væru ekki óraunhæfar miðað við reynslu fyrri ára sagði hann að sjúkrahúsin væru vissulega veikasti þátturinn í fjárlögunum. Hann sagði að gerður hefði verið samningur við Ríkisspítalana um fjárlög yfírstandandi árs, en sá samningur hefði ekki gengið eftir vegna tapreksturs á fyrri hluta árs- ins en rekstrarstaða Ríkisspítalanna væri nú betri. Jafnframt hefði stjórn Ríkisspítalanna lagt fram tillögur um rekstarsparnað. „En það er rétt að það geta orðið erfíðleikar bæði á Landspítala og Sjúkrahúsi Reykjavík- ur. Það skiptir þess vegna afar miklu máli að samstarf náist milli sjúkrahúsanna og sam- starf þeirra við ráðu- neyti heilbrigðis- og fjármála verði með þeim hætti að allir leggi sig fram við að ná viðunandi niðurstöðu. Auðvitað kann að þurfa að end- urskoða fjárheimildir til sjúkrahús- anna síðari, en það er ekki hægt að gera slíkt fyrr en fyrir liggja bein- harðar og raunhæfar tillögur for- stöðumanna sjúkrahúsanna um reksturinn næstu árin,“ sagði Friðrik. Sjúklingaskattar Þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu atkvæði gegn tillögu sem Stjórnarandstaða segir starf sjúkra- húsa í voða tengdist ákvörðun heilbrigðisráð- herra að hækka komugjald á heilsu- gæslustöðvar með reglugerð. Sig- hvatur Björgvinsson, þingmaður Alþýðuflokksins, sagði að þetta fæli í sér 17% hækkun komugjalda hjá almenningi og 50% hjá gömlu fólki. Slíka innheimtu hefði Fram- sóknarflokkurinn kallað sjúklinga- skatta síðustu 4 ár en væri nú að hækka gjöldin þótt engin rök væru fyrir því. Þingflokksformenn allra flokka nema Kvennalista lögðu til að út- gáfustyrkur til þingflokka hækkaði um 25 milljónir í 123,2 milljónir. Kvennalistinn stóð ekki að tillögunni og sat hjá við afgreiðslu hennar. Sagði Guðný Guðbjörnsdóttir, að Kvennalistinn teldi sjálfsagt að veita stjórnmálaflokkum framlög til starf- semi sinnar og hefði oft staðið að slíkum tillögum. En nú treysti flokk- urinn sér ekki til að standa að tillög- unni þar sem stjórnarflokkarnir hefðu ekki treyst sér að standa að fullu við nýsett lög um greiðslu til þolenda ofbeldisbrota og spöruðu með því 15 milljónir á næsta ári. Því væri fyrst og fremst um tákn- ræna aðgerð að ræða. Tillaga Hjörleifs samþykkt Tillögur um að leggja á veiði- leyfagjald á næsta ári komu fram bæði frá Þjóðvaka og Alþýðuflokkn- um. Tillaga Þjóðvaka var felld með með atkvæðum stjórnarflokkanna gegn atkvæðum Alþýðuflokksins og Þjóðvaka og Kvennalista, en þing- menn Alþýðubandalagsins sátu hjá. Ögmundur Jónasson sagðist við atkvæða- greiðsluna vera hlynntur veiðileyfa- gjaldi, en vildi ekki greiða tillögunum at- sem nánari útfærslu kvæði þar vantaði. Tillaga Alþýðuflokksins var felld með atkvæðum stjórnarflokkanna og Kristins H. Gunnarssonar, Al- þýðubandalaginu, gegn atkvæðum Alþýðuflokksins, Kvennalista, Þjóð- vaka og Ólafs Ragnars Grímssonar. Ein tillaga frá stjórnarandstæð- ingum var sainþykkt. Hún var frá Hjörleifi Guttormssyni, þingmanni Alþýðubandalagsins, um að hækka framlag til Náttúruverndarráðs um 6 milljónir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.