Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 37 MINNINGAR miklu í lífí Dísellu, allt frá barns- aldri. Ung lærði hún að spila á píanó og hún lék á það hljóðfæri meðan hún hafði heilsu til. A Akureyri tók Herdís Elín þátt í að byggja upp tónlistarlíf, sat í stjórn Tónlistarfé- lagsins og hlúði að músíklífi í bæn- um. Herdísi Elínu var margt gefið. Hún var vitur, glaðvær og bjartsýn. En hún hafði líka til að bera festu og ákveðni og var trú lífsgildum sínum; mannúð, kærleik og um- burðarlyndi. Hugsun og afstaða Matthíasar afa hennar var henni alla tíð mjög mikils virði. í Barna- sálmi segir Matthías meðal annars: Þú býr á háum himnastól og hefur skapað þessa sól og alla veröld víða; þú klæðir grösum fagra fold þú fæðir veikan orm í mold og dýr og fuglinn fríða. Þitt blessað ljósið lýsir mér, svo lifi ég og fylgi þér á vísdóms vegi sönnum; en auk mér þroska dyggð og dáð, svo dafni ég í Jesú náð hjá Guði og góðum mönnum. Ég þakka tengdamóður minni samfylgdina. Sumarliði R. ísleifsson. Það er stundum sagt að við eig- um að gleðjast, þegar einhver deyr sem á enga batavon og hefur þjáðst lengi. Það er nefnt lausn. Líklega er það rétt, en það er sárt. Andláts- frétt æskuvinkonu minnar Herdísar Elínar Steingrímsdóttur kom ekki á óvart en það var samt sárt. Við Dísella, eins og hún var ávallt nefnd meðal vina, kynntumst á Akureyri ungar stelpur. Þá voru foreldrar hennar skilin, en Díselta kom norður á sumrin meðan faðir hennar bjó þar enn og hélt sínu gamla heimili í glæsilegu læknis- húsi skammt fyrir neðan gamla sjúkrahúsið. Systir Steingríms, Matthea, var þar um skeið og ég man Halldóru, sem Dísella nefndi ævinlega Abdúllu og mjög kært var með þeim. Læknisheimilið var fal- legt með garði sunnan við húsið. Þar man ég marga glaða stund í sumarsól, þegar vinir og kunningjar unga fólksins litu inn. Við vinstúlk- urnar fórum saman í sund daglega og lékum stundum tennis áhyggju- lausar og kátar, og þegar Dísella fór hófust miklar bréfaskriftir. Þetta var yndislegur tími og lífið framundan óskrifað blað. Ellefu ára að aldri hafði Dísella farið með móður sinni til Indlands, siglt með stóru skipi um Miðjaðar- haf og Súezskurð, og ég man hvað hún sagði skemmtilega frá og hve mér þótti þetta stórkostlegt ævin- týri, enda sjaldgæft að fólk færi til íjarlægra landa á þessu skeiði sög- unnar. Við Dísella vorum 13 og 14 ára sumarið sem við fórum saman ógleymanlega ferð þótt ekki væri langt farið. Faðir hennar átti bústað í Vaglaskógi og Dísella hafði nefnt, að okkur langaði mikið að fá að fara í Skóginn. Það var auðsótt ef ég fengi leyfi foreldra minna, og ekki stóð á því. „Dísella er skáti og kann allt,“ sagði ég og það var t Móðursystir mín, GUÐRÚN LOFTSDÓTTIR frá Haukholtum, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 27. desember kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Hulda Gunnlaugsdóttir. t Hjartans þakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúð og elskuleg- heit vegna andláts móður minnar og ömmu, GUÐLAUGAR BJÖRNSDÓTTUR, Fögrugrund, Akranesi. Unnur Leifsdóttir, Hrönn Eggertsdóttir, Hlynur Eggertsson og fjölskyldur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, KRISTÍNAR GUÐBRANDSDÓTTUR, Njálsgötu 80, Reykjavik. Franz Jezorski, Sesselja Berndsen, Guöbrandur Jezorski, Barbara Haage, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, fóstur- móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Búrfelli, Grímsnesi. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól. Guörún Á. Halldórsdóttir, Björn Jensen, Ólöf Erla Halldórsdóttir, Róbert Björnsson, Kristín Sólveig Krowl, Skúli Þór Smárason, Hjördís Davíðsdóttir, Halldór Björnsson, Benedikt Smári Skúlason, Róbert Sindri Skúlason, Gauti Gunnar Halldórsson. rétt, hún var sannur skáti og fór víða um heim á skátaþing og fundi. En Steingrímur setti skilyrði: Við áttum að ganga upp að Hálsi og bera séra Ásmundi kveðjur hans og svo yrðum við að yrkja brag, sem hann fengi að sjá, þegar við kæmum heim’. Oft minntuijist við stöllur þessarar dýrðlegu viku, sem við vorum í Selinu. Við böðuðum okkur í Fnjóskánni, stripluðumst eins og böm og burstuðum tennur léttklæddar úti í ánni. Heim komum við gangandi yfir Vaðlaheiði og bárum Steingrími kveðjur séra Ás- mundar og afhentum honum brag- inn inni á skristofu hans. Þetta var langur bragur, en ég þóttist lesa úr svip og viðbrögðum læknisins, að heyrt hefði hann betur kveðið. Meðan Steingrímur las braginn hlustuðum við grafalvarlegar. Hann kom til okkar, klappaði okkur og sagði að við værum ágætar stelpur. Steingrímur kunni að tala við börn og mér þótti strax vænt urri hann. Árin liðu og leiðir skildi, en þau eru býsna haldgóð böndin sem bundin eru á æskuárum, og þau slitnuðu aldrei, þótt vík væri milli vina. Herdís Elín gekk að eiga Sig- urð Ólason lækni árið 1943, eignað- ist ijögur börn sem hún annaðist af miklum kærleika og dáði, síðar komu barnabörnin tíu, sem hún til- bað. Ég heimsótti þau þegar Sig- urður var við framhaldsnám árið 1947. Þá bjuggu þau í Södertálja skammt frá Stokkhólmi ásamt fyrsta barni sínu, Sigríði. Þegar þau settust að á Akureyri þar sem Sig- urður starfaði lengst af sem yfir- læknir á röntgendeild sjúkrahúss- ins, var ég að flytja af landi burt og kom ekki aftur til búsetu á Akureyri. Fundir urðu strjálir en þegar ég var í Davíðshúsi á útmán- uðunum 1993 hittumst við oft, og ég hlakkaði til að fá hana suður. Sigurður var hættur störfum, og þau vildu vera nálægt börnum sín- um og höfðu búið vel um sig á Öldugötu 3 hér í borg. En dvölin þar varð skemmri eri vonir stóðu til. Heilsu hennar hrakaði stöðugt, og þótt hún væri glöð og nokkuð bjartsýn framan af, segðist hlakka til að fara að aka bíl og heilsa upp á gamla vini með vori, þá kom það vor aldrei í hennar lífi heldur upp- hófst spítaladvöl á Vífilsstöðum sem varð löng og erfið. Nú er hún far- in, þessi góða og gáfaða kona, sem var dul og prúð en bjó yfir miklum hæfileikum, tónlistamæmi og ást á fögrum listum eins og hún átti kyn til. í blóma lífsins var hún hlátur- mild og skemmtileg og húmorinn afar fínn. Ég kveð kæra æskuvin- konu með söknuði og þökk. Guð blessi hana og styrki ástvini hennar. Anna S. Snorradóttir. -------» ♦ 4-------- BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Akureyrar Þriðjudaginn 19. desember var spil- aður eins kvölds jólatvímönningur og fengu þrjú efstu pörin hangikjöt í verð- laun. Utslit urðu þessi: Skúli Skúlason - Guðmundur Jónsson 192 Stefán Sveinbjörnsson - Öm Einarsson 189 Stefán Ragnrsson - Sigurbjöm Haraldsson 189 Þetta var síðasta spilakvöld félags- ins á þessu ári, en Akureyrarmót í sveitakeppni hefst þriðjudaginn 2. jan- úar. Skráning sveita er þegar hafin hjá Páli H. Jónssyni sími 462-1695 og væri gott að menn létu skrá sig fyrir áramót. íslandsbankamót sem er Mikael-tvímenningur verður spilaður laugardaginn 30. desember í Alþýðu- húsinu, Skipagötu, og hefst kl. 10. Skráning keppenda er hafin hjá Páli H. Jónssyni, sími 462-1695, og er æskilegt að menn láti skrá sig fyrir kl. 20 föstudaginn 29. desember. íslandsbanki gefur öll verðlaun í mótið. Útslit í Sunnudagsbridsi 17. desember urðu þessi: Sveinbjöm Sigurðsson - Tryggvi Gunnarsson 189 Anton Haraldsson - Sigurbjöm Haraldsson 188 Sveinbjöm Jónsson - Sveinn Torfi Pálsson 179 Eiður Gunnlaugsson - Guðmundur Jónsson 176 Matur og matgerð Ósætt jólabakkelsi Flestar uppskríftir af jólabakkelsi eru með sykri, en sykursjúkir þurfa líka að fá sitt segir Kristín Gestsdóttir og gefur okkur uppskriftir af ósætu jólabakkelsi. FLESTIR íslendingar hafa kom- ið sér upp einhverjum hefðum í mat og drykk um jólin. Bland úr malti og appelsíni er ómiss- andi hjá mörgum, svo ómissandi að það er sent milli heimsálfa til að hafa um jólin. Þegar ég var í skóla hér áður fyrr voru samgöngur þannig að ég komst aldrei heim um jól og páska enda átti ég heima á Seyðisfirði og ferðir strandferðaskipanna pöss- uðu ekki við jólafríið. Ég var alltaf boðin til ættingja í mat um jólin og fékk auðvitað alltaf mjög góðan mat þó það væri ekki sami matur og ég hafði vanist heima hjá pabba og mömmu. Eitt sinn rifust systkin- in á einu af þessum heimilum mikið út af því að systir þeirra hefði eyðilagt jólin með því að búa til ananasfrómas í stað kaf- fifrómas. Ég hefi aldrei getað gleymt þessu, mér fannst þetta svo léttvægt og fjarri því að skyggja á jólagleðina. Vissulega gleðjumst við við góðan mat og drykk um jólin og nú hin síðari ár við mikið sælgæti. Kökurnar eru víða borðaðar á jólaföstu en sælgætið bíður jóla. Sumir mega aldrei borða neinn sykur en jólin koma samt til þeirra. í þessum þætti verða uppskriftir af ósætu jólabakkelsi. Nú fæst alltaf frosið smjördeig (butterdeig) í útflöttum plötum, sem legga má saman með ein- hvetju gómsætu, skera í ræmur og baka. Þetta eitthvað getur verið alls konar ostur sem strá má á ýmiss konar jurtakryddi, poppyseed eða sesamfræi, einnig má nota muldar jarðhnetur eða aðrar hnetur, tómatsósu eða pizz- usósu, smátt mulið steikt beikon eða pylsur, kjöt- eða grænmetis- kraft eða Marmite. I þessu er best að láta smekk og þarfir hvers og eins ráða, en ekki skað- ar að hafa svolítið hugmyndaflug með. Gæta verður þess vel að baka þetta við frekar lágan hita, smjördeig er ekki gott þegar það brúnast. Smjördeigvafningar með Marmite 3 plötur smjördeig 2 tsk. sveppasmurostur eða annar ostur 2 tsk. Marmite 1. Raðið plötunum á bretti, smyijið smurosti á eina plötu, legg- ið aðra ofan á, smyrjið Marmite á hana, leggið þriðju plötuna ofan á 2. Fletjið þetta örlítið út með kökukeflefli, skerið síðan í cm ræmur á styttri hliðina, vefjið örlít- ið upp á og leggið á bökunarpapp- ír, þrýtið aðeins á endana svo að vafningarnir losni ekki. 3. Hitið bakaraofn í 150-160 C, blástursofn í 140-150 C. Setjið í miðjan ofninn og bakið í 15 til 20 mínútur. Þetta á alls ekki að brúnast. Kryddað uppblásið jólakex Notið piparkökumót 500 g hveiti 1 'A tsk. salt ‘A tsk. turmeric, gult ódýrt krydd, má sleppa 'A msk. papríkuduft 2 msk. poppyseed, gráleitt krydd fersk eða þurrkuð steinselja 5 egg 1 dl kalt vatn 1. Setjið hveiti, salt, turmeric papríkuduft, poppyseed og stein- selju í skál. 2. Setjið egg og vatn út í og hnoð ið deig. 3. Fletjið deigið þunnt út, skerið með pipaarkökumótunum og raðið á bökunarpappir. 4. Hitið bakaraofninn í 250 C, setj ið í miðjan ofninn og bakið í urn 5-6 mínútur. Við þennan rnikla hita á kexið að blása eins og pítu brauð. 5. Geymið á köldum stað eða frySt' Gleðileg jól.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.