Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 9 Yfirlýsing vegna deilna í Langholts- kirkju MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá sr. Sigurði Hauki Guðjóns- syni fyrrverandi sóknarpresti í Langholtskirkju: „í tilefni viðtals við sr. Flóka Kristinsson í Morgun- blaðinu í dag mun ég svara svívirðingum hans á hendur frumheijum Langholtssafnað- ar, sem hann hefur líka haft uppi í útvarpi, milli jóla og nýárs. Mig hefur hann oft atað auri, skiptir mig engu, en fyr- ir látna frumherja safnaðarins mun ég svara. Satt er: Guð fer ekki í sumarfrí, en hann gengur framhjá sumum kirkj- um, nennir ekki að koma þar við.“ FRÉTTIR Nokkrir afgreiðslustaðir banka og sparisjóða opnir á Þorláksmessukvöld Peningar í vörslu og afgreidd skiptimynt VIÐSKIPTABANKAR og spari- sjóðir hafa ákveðið að á morgun Þorláksmessu verði afgreiðslustaðir opnir frá kl. 20-24 í Búnaðarbank- anum Kringlunni og Laugavegi 3, íslandsbanka Kirkjusandi og Bankastræti 5, Landsbankanum Laugavegi 77, Sparisjóði Reykja- víkur og nágrennis Austurströnd 3 og Sparisjóði vélstjóra Síðumúla 1. Á þessum afgreiðslustöðum verða peningar teknir til vörslu og skiptimynt afgreidd, en engin inn- legg verða bókuð fyrr en 27. desem- ber næstkomandi. Utan höfuðborg- arsvæðisins munu útibússtjórar ein- stakra lánastofnana taka ákvörðun um afgreiðslutíma í samráði við aðalstöðvar sínar og tilkynna við- skiptavinum sínum. Framkvæmdastjórn Kaup- mannasamtaka íslands beindi því til banka og sparisjóða 15. desem- ber sl. að einhverjir afgreiðslustaðir þeirra yrðu opnir til kl. 23 á Þor- láksmessu til að kaupmenn gætu komið mikilli veltu verslana á þess- um degi í örugga geymslu. Farið var fram á að öll innlegg yrðu bók- færð til sama tíma og bæru þar með vexti. í fréttatilkynningu frá Kaupmannasamtökunum kemur fram að þau fagna því að bankar og sparisjóðir skuli með ofangreind- um hætti tryggja að hægt sé að koma fjármunum í örugga geymslu og afgreiða skiptimynt, en þykir miður að þeir skuli ekki treysta sér til að vaxtafæra innleggin samdæg- urs. if: ir sem gle allan fagmrk' erana= EGGERT feldskeri Sími5511121 Fallegar ullarkápur með flauelskraga Munið gjafakortin TE88 - Verið velkomin - Opiðídagkl. 10-23, neðst við - aðfangadagkl. 10-12. Dunhaga, sími 562 2230 Fjölbreytt úrval af sparifatnaði v Stórar stœrðir. Gjafavöruúrval. ' Sérverslun Sími 5S3 2347 RADCREfÐSLUR Undirfatnaðurinn frá /l443IEL_JO Góð jólagjöf Laugavegi 4, sími 551 4473. laðar fram kynþokkann Skólavörðuslig 10 sími 561 1300 ■'Usmið' Handsmíðaðír silfur og gull ^ skartgripír. Fagleg þjónusta á staðnum. Líttu á verðið!! SEVERIN raftækin eru v-þýsk gæðavara á verði, sem á sér vart hliðstæðu hérlendis. SEVERIN raftækin hafa verið seld hér í fast að 50 ár og tryggir frábær reynsla gæðin. Hagstæð magninnkaup okkar tryggja lægsta mögulegt verð og getum við nú boðið yfir 60 gerðir af þessum gæðatækjum! Vöfflujárn frá kr. 4.160. Gufustraujárn frá kr. 2.993. Hárblásarar frá kr. 1.188. Hraðsuðukönnur frá kr. 2.233. Handþeytarar frá kr. 2.650. TILB0Ð Kaffivél, sem sýður vatnið sjálf, kr. 9.975. Aðrar kaffikönnur frákr. 1.605. Dósaopnarar frá kr. 1.881. (Allt verð er með 5% staðgreiðsluafslætti). Einar Farestveit&Cohf Borgartúni 28 ‘ZT 562 2901 og 562 2900 Komið í verslun okkar í Borgartúni 28 eða til einhvers umboðsmanna okkar og skoðið úrvalið af SEVERIN raftækjunum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.