Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska Ferdinand Smáfólk Þú bjóst til frábær- Þakka þér Stattu nær ... hann langar að an snjókarl... fyrir. heilsa þér með handabandi... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Að fyrirbyggja ofbeldi Frá Valgerði Baldursdóttur: OFBELDI er vaxandi samfélags- legt vandamál. Bæði þolendur og gerendur ofbeldis eru að meirihluta til ungt fólk. Fjöldi rannsókna rennir stoðum undir þá kenningu að rætur ofbeldis liggi í æsku. Sá þáttur sem hefur sterkast forspár- gildi fyrir ofbeldisfulla hegðun á fullorðinsárum er árásargjörn hegðun á bemskuárum. Samfella þessi frá bernsku til fullorðinsára er staðreynd sem samfélagið verð- ur að horfast í augu við og gera ráðstafanir til að draga úr ef nokk- ur kostur er. Við getum ekki full- yrt að alfarið megi fyrirbyggja þessa hegðun, en til mikils er að vinna ef draga má úr tíðni hennar og alvarleika. Ofbeldisfull hegðun er flókið fyrirbæri og fjöldi kenninga til um orsakirnar byggðar á sálrænum, líffræðilegum og félagslegum þátt- um. Ofbeldi er afbrigðileg hegðun og um hana gildir eins og flest mein sem fengist er við innan læknisfræðinnar, að betra er heilt en gróið. Mun vænlegra til árang- urs er að fyrirbyggja að hegðunin fái yfírhöfuð að þróast en að reyna að ráða við ástand sem staðið hef- ur í lengri tíma. Árásargjamri hegðun ber að bregðast við strax og hennar verður vart. Sjálfsagt mál ætti að vera að vinna með samskipti barna hvar sem þau koma saman í hópum, svo sem í leikskólum og grunnskólum. Ef hegðun fær að versna hefur hún fljótlega alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir einstaklinginn sjálfan og aðra. Erfítt er fyrir foreldra að ná tökum á uppeldi barna sinna og fá einhveiju ráðið um hegðun þeirra sem orðin em 15 ára, ef barnið hefur ráðið sér að mestu sjálft jafnvel allt frá 2-3 ára aldri. Svipað er ástatt um hegðunartrufl- anir almennt, erfítt eða ómögulegt er að fá við þær ráðið áratug eftir að þær birtast fyrst - því miður er reglan sú að hegðunartruflanir versna eftir fyrirfram þekktu mynstri og með þeim versnar með- ferðarárangurinn. En hvað segja þær rannsóknir sem benda til sterks sambands milli óæskilegrar hegðunar í æsku og andfélagslegrar hegðunar hjá fullorðnum um orsakimar? Hvaða þættir em það í lífí bama sem tengjast aukinni hættu á árásar- gjarnri hegðun? Þegar foreldra- hlutverkinu er ekki sinnt á full- nægjandi hátt, hegðunartruflanir em ekki meðhöndlaðar, sjálfsmynd barnsins er lág og þrot í skóla em staðreynd, vitum við að töluverðar líkur eru á því að bamið vaxi upp til þátttöku í afbrotumj ofbeldi og hvers kyns andfélagslegri hegðun. Rannsóknir beinast nú að því víðs- vegar í heiminum að finna út hvemig og hvenær við getum grip- ið inn í hegðunartmflanir með sem minnstum tilkostnaði og sem mest- um árangri. Hegðunartruflanir með árásar- hneigð getum við greint hjá böm- um allt niður í forskólaaldur. Þeg- ar slík hegðun er tíðari en almennt gerist hjá bömum á sama aldri er það hættumerki sem full ástæða er til að vera vakandi fyrir. Því miður era böm í fyrstu bekkjum gmnnskólans ósjaldan þegar kom- in með hegðun sem erfítt er að ráða við. Skýringin er einkum sú að það sem helst virðist hjálpa er að vinna með barnið í gegnum foreldrana. En þar sem foreldrar þessara bama eru hlutfallslega oftar en aðrir foreldrar ýmist óör- uggir í hlutverki sínu eða af öðram orsökum ráða ekki fyllilega við að sinna því sem skyldi (ath. hvers kyns álag á foreldra dregur úr getu þeirra til að sinna bömum sínum), þá er hér um vítahring að ræða sem getur krafíst öflugra stuðningsúrræða svo ijúfa megi vítahringinn. Órói af hvaða orsök- um sem er truflar þroska barna og hefur gjarnan svipaðar afleið- ingar og hegðunartmflanir þ.e. lága sjálfsmynd, þrot í skóla, sam- skiptaörðugleika, vinaleysi og fleira. Ofvirkni er mjög algeng orsök óróa og einbeitingarskorts hjá bömum og er mikilvægt að grípa snemma inn og fylgja málinu vel eftir og a.m.k. þegar upp koma ný vandamál. Börn hafa ekki sterka málssvara í samfélaginu. Þjónusta við börn með hegðunartmflanir er í lág- marki hér á landi, eins og gildir um hvers kyns geðræn vandkvæði barna. í kringum hvert mál bams sem hefur vandkvæði sem koma fram í erfíðri líðan, hegðun, sam- skiptaörðugleikum, námsörðug- leikum o.s.frv. þurfa að jafnaði að koma margir fagaðilar. Fátt er hægt að laga með tækjum eða lyfj- um en skoða þarf ítárlega líf bams- ins og síðan vinna að því að hafa áhrif á þroska- og lífsskilyrði þess í heild. Þessi þjónusta kostar fyrst og fremst mannafla, en frá hendi hins opinbera fær aðeins lítið brot af þessum bömum hjálp meðan hægt er að ná varanlegum ár- angri. Eins og er bíða yfir 50 böm eftir að komast í fyrsta viðtal á Bama- og unglingageðdeild, en flest hafa vandamál af því tagi sem hér um ræðir. Bráðamál sem ekki geta beðið úrlausnar taka starfs- kraft stofnunarinnar svo til að fullu, en í þeim er oftast um sjálfs- vígshættu að ræða. Mikilvægt er að almenningur átti sig á að fyrir hönd bama sinna hafa foreldrar engan skilgreindan rétt á þjónustu á sviði bamageðlækninga. Lögin segja aðeins að veita skuli þá bestu heilbrigðisþjónustu sem tök eru á. Meðan hið opinbera skuldbindur sig ekki frekar til að sinna þörfum barna, verður ekki unnið forvarn- arstarf að nokkm gagni gegn vímuefnamisnotkun, ofbeldi eða annarri andfélagslegri hegðun. VAIÆERÐUR BALDURSDÓTTIR, yfirlæknir á Barna- og unglingageðdeild. Allt efni sem birtist f Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt f upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.