Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 41 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Sjaldan einum að kenna er tveir deila Að breyta gleði í græðgi Frá Valborgu Kjartansdóttur: ÞAÐ HEFUR víst ekki farið framhjá neinum að innan Langholtskirkju hafa verið deilur og ætlun mín með þessu bréfi er ekki sú að koma með eina rétta skoðun á þeim deilum eða kveða upp dóma. Ég hef aldrei verið kirkjurækin eða virk í kirkjulegu starfi og oft hefur mér fundist deilt um keisarans skegg innan safnaða þessa lands og síst hefur hvarflað að mér að eyða tíma eða orku í að setja mig inn í þau mál. Þær deilur sem nú eru innan Langholtskirkju hafa þó (aldrei þessu vant) höfðað til mín frá einum sjóparhóli séð. í ijölmiðlum hafa talsmenn kórs- ins rökstutt mál sitt m.a. með því að kirkjusókn hafi minnkað, ferm- ingarbörn hafi farið annað og kór- stjórinn hefur fullyrt að presturinn sé ekki hæfur til samstarfs. Málefnalega séð er deilan líklega nokkuð flóknari Kór Langholtskirkju er sá kór hér á landi sem ég hef hlustað hvað mest á og það leynir sér ekki að söngur kórsins er mjög vandaður og að kórstjórinn og kórfélagar ástunda öguð vinnubrögð. Ég þekki ekki séra Flóka en son- ur minn fermdist hjá honum og meðan á undirbúningnum stóð fór ég á fræðslukvöld hjá Flóka. Það er skemmst frá því að segja að þetta vetrarkvöld hlustaði ég á vandaða og vel flutta fræðslu um kirkjusiði. Mér fannst Flóki miðla einlægri trú og vilja til að boða trúna á agaðan hátt. Hann vakti mig til umhugsun- ar um ýmislegt í kirkjuhaldi sem gerði það að verkum að þær messur sem ég hef síðan sótt hafa snert mig á allt annan hátt en áður. Fermingin sjálf kom mér á óvart vegna þess hve hún var hátíðleg og þar var ekki síst að þakka prestinum. Auðvitað átti góður söngur einnig þátt í því hve falleg athöfnin var. Eftir athöfnina ræddi ég við Flóka og þar mætti ég hlýju og einlægni Ákall Lag: „Ein bischen frieden“ Ljóð: Jónbjörg Eyjólfsdóttir Vinur minn hvar sem í heiminum er heyrðu mitt ákall og liðsinntu mér. Reynum að uppræta angur og kvðl afnema stríðsins böl. Stöndum við saman og störfum sem eitt stefnunni ef til vill getum við breytt. Smíðum úr vopnunum verkfæri þörf, verum í huga djörf. Burt með hræðslu sem byrgð er inni, burt með hatrið úr veröldinni, burt með sprengjur sem brenna svörð. Biddu með mér um frið á jörð. Burt með hungur og burt með sorgir, burt með deilur og hrundar borgir, burt með sprengjur sem brenna svörð. Biddu með mér um frið á jörð. Berum upp allsstaðar bænina um frið, bænina stærstu sem nú þekkjum við, bænina einu sem bjargað nú fær barninu frá í gær. Burt með hræðslu sem byrgð er inni, burt með hatrið úr veröldinni, burt með sprengjur sem brenna svörð. Biddu með um frið á jörð. Frið á jörð, já frið á jörð. Frið á jörð, já frið á jörð. (Birt með leyfi höfundar.) Um leið og við minnum á friðargönguna á Þorláks- messu, óskum við þess að jólin verði öllum hátíð friðar og kærleika. Umhverfis- og friðarnefnd Fé- lags íslenskra leikskólakennara. án tilgerðar. Hann talaði vð okkur hjónin um son okkar í tilefni dagsins og ég minnist þessa samtals vegna þess hve mér fannst hann þekkja strákinn vel eftir fermingarundirbún- inginn. Það er því ljóst í mínum huga að hann hefur lagt alúð í starf sitt. Þetta vil ég að komi fram af minni hálfu vegna þess að mér hefur aldr- ei líkað sú aðferð í deilum að beina ljósinu frá málefninu þegar deilt er. Þegar það er gert er stundum reynt að beina því að aukaatriðum og ís- lenska orðið yfír það er hártogun. Því er ekki að heilsa hér heldur er ljósinu beint allt annað þ.e. að þeirri skoðun sem kórinn eða stjórn- andi hans hefur á Flóka. Það er fullyrt, eins og það sé sjálfsagður hlutur, að hann sé haldinn ótilgreind- um löstum og að þess vegna sé deilt. Til að styðja þennan „málflutning" hefur verið vísað í persónulega skoð- un kórstjórans og það að fermingar- börn og safnaðarfólk fari annað. Vegna þess hve mér þykir slíkur málflutningur ógeðfelldur á opinber- um vettvangi hef ég kosið að koma þessu á framfæri. VALBORG KJARTANSDÓTTIR, Nökkvavogi 22, Reykjavík. Frá Sverri Björnssyni: ÞRIGGJA ára dóttir mín er mikil áhugamanneskja um jóladagatöl. A hverjum morgni er ég vakinn fyrir allar aldir til aðstoðar við að opna glugga og taka þátt í gleðinni yfir litlum myndum af englum, jólasvein- um, kertum og öðrum táknum jól- anna. Það vakti því áhuga minn þegar ég um daginn sá nýstárlegt jóla- dagatal. Þetta jóladagatal er þeirrar náttúru að börn geta unnið pening ef réttar myndir leynast undir málm- þynnu sem skafin er ofanaf mynda- reitum dagtalsins. Mér fannst þetta forvitnilegt og fór að gera mér í hugarlund hvernig svona peninga- jóladagatal gæti virkað. Er þetta kannski miklu skemmtilegra og meira gefandi en dagatalið dóttur minnar? Spennan hlýtur að vera mikil og stigmagnast eftir því sem nær dregur jólum og fleiri og fleiri dagar koma í ljós. Einhver vonbrigði hljóta að verða þá morgna sem eng- an vinning er að hafa. En börn eru vongóð að eðlisfari og munu því vakna á hverjum morgni full bjart- sýni og vonar um að krækja í þann stóra. Spennan mun magnast dag frá degi því að líkurnar á vinningi hljóta að aukast eftir því sem af meiru er skafið. Og í samræmi við eðli jóládagatala og barna_ mun spennan ná hámarki þann 24.1 mik- illi geðshræringu verður skafið af seinasta reitnum ... og sjá! Á bak við málminn er enga pen- inga að finna - bara Jesú. Þessi óvænta uppákoma Jesú mun væntanlega valda miklum vonbrigð- um. Reyndar verða einhver börn svo lánsöm að fá ekki bara einhveija jólamynd heldur peninga í staðinn. En það má víst einu skipta hvernig og hvort börnin vinna eða ekki, hug- myndin að breyta jóladagatali í pen- ingaspil er einkennileg. Og ég held að við feðginin hættum ekki gleði okkar og fjármunum í þessu fjár- hættuspilanámskeiði fyrir börn. Það er Happdrætti Háskólans sem framleiðir þeetta sérkennilega jóla- dagatal. Þess var að vænta að æðsta menntastofnun þjóðarinnar stæði að svo mögnuðu kennslutæki, sem kennir börnum á aðeins 24 dögum að helstu táknmyndir jólanna - eru einskis virði! SVERRIR BJÖRNSSON, Ránargötu 46, Reykjavík. Húsnæðissparnaðar- reikningur Samkvæmt ákvæðum 3. málsl. 7. gr. laga nr. 49/1985 um húsnæðissparnaðarreikninga hefur ríkisskattstjóri reiknað út þær fjárhæðir sem um ræðir í 2. mgr. 2. gr. laganna og gilda vegna innborgana á árinu 1996: Lágmarksfjárhæð skv. 2. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna verður 46.856 kr. og hámarksfjárhæð 468.560 kr. Lágmarksfjárhæð skv. 3. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna verður 11.714 kr. og hámarksfjárhæð 117.140 kr. Reykjavík, 18. desember 1995 RSK RÍKISSKATTSTJÓRI KENWOOD kemur sér vel! kr. 4.495.- stgr. KENWOOD HÁRBLÁSARI 1600 W kr. 3.595.- stgr. KENWOOD RAFMAGNSPANNA RÉTT VERÐ 11 .295.- stgr. KENWOOD HRÆRIVÉL MEÐ HAKKAVÉL kr. 25.900.- stgr. KENWOOD HANDÞEYTARI 180 W kr. 3.229.- stgr. KENWOOD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.