Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 39 FRETTIR Aðventutónleikar að Brúarási Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson ÞAÐ var Samkór Norður-Héraðs sem stóð að aðventutónleikunum. Samkór Norður-Héraðs ásamt sextett með tónleika BÖRNIN á tónleikunum hlustuðu hugfangin á. Jökuldal. Morgunblaðið. SAMKÓR Norður-Héraðs stóð fyrir aðventutónleikum þriðju helgi í að- ventu að Brúarási. Þar kom líka fram söngsextettinn Hjá Geira, ásamt söngdúett. Húsfyllir var og góður rómur gerður að söngnum, en kórinn, sem nú var skipaður þrjátíu manns, aðallega búsettum á Jökuldal og í Hlíð og Tungu, söng tólf lög en helmingur laganna var jólalög. Stjórnendur kórsins eru Rose- mari Hewlett og Þórður Sigvalda- son, og undirleikari er Julian Hew- lett. Einsöng í laginu Lindin söng Rosemari Hewlett. Sextettinn Hjá Geira skipa Rosemari Hewlett, Ás- dís Snjólfsdóttir, Julian Hewlett, Egill Pétursson, Anna Alexanders- dóttir og Guðbjörg Björnsdóttir. Sungu þau lög úr ýmsum áttum án undirleiks. Einnig kom fram dúett skipaður Agli Péturssyni og Skákæfing áÞor- láksmessu TAFLFÉLAG Reykjavík heldur skáæfingar fyrir börn og unglinga á hveijum laugardegi kl. 14. Æf- ingarnar eru opnar öllum 14 ára og yngri. Mikill áhugi er á þessum æfingum og þangað koma bæði sterkustu skákmenn landsins í þess- um aldursflokki og eins þeir sem skemmra eru komnir. Aðgangur er ókeypis. Síðasta æfingin fyrir jól verður haldin á Þorláksmessu. Hún hefst eins og áður segir klukkan 14 og lýkur um klukkan 17. Á æfingunni verða veitt verðlaun fyrir bestu mætinguna og besta árangurinn nú í haust. Einnig verður öllum þátt- takendum boðið upp á veitingar. Mikilvægt er að þátttakendur mæti tímanlega. Æfingin er í boði BYKO. ----» ♦ '4- Jólamessa kvenna- kirkjunnar JÓLAMESSA kvennakirkjunnar verður fimmtudaginn 28. desember kl. 20.30. Sr. Auður Eir Vilhjálms- dóttir predikar og talar um boðskap jólanna umburðarlyndið gagnvart sjálfúm okkur. Bára Kjaransdóttir kennari flytur hugleiðingu um trú sína. Hallfríður Ólafsdóttir leikur á flautu. Kór kvennakirkjunnar og aðrar kirkju- konur syngja jólasálma við undir- leik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Jólakaffi í safnaðarheimilinu eftir messu. Önnu Alexandersdóttur við undir- leik Egils á gítar og Julians Hew- lett á píanó. Tónleikagestir voru á öllum aldri og bar ekki á öðru en yngsta kyn- slóðin skemmti sér vel og fylgdist FÉLAG hrossabænda í Vestur- Húnavatnssýslu og Hrossaræktar- samband Vestur-Húnavatnssýslu hafa sameinast í eitt félag, fyrst félaga á landinu. Sameining heild- arsamtaka hrossabænda og hrossa- ræktenda er á döfinni næsta haust samkvæmt samþykkt sem gerð var á aðalfundi þeirra nú í haust. Félög- in í V-Húnavatnssýslu áttu aðild að sitthvorum heildarsamtökunum en eiga nú aðild að þeim báðum þartil af sameiningu þeirra verður. „Við tókum bara af skarið. Sam- þykktir fyrir sameiningu lágu fyrir og menn voru tilbúnir. Hagsmunir félaganna fara saman enda eru meira og minna sömu mennirnir í báðum félögunum. Við erum að sameinast í eitt nýtt félag og verð- um sterkari á eftir að mínu áliti. Samþykktir félagsins taka gildi strax eftir áramót og þar með sam- starf,“ sagði Júlíus Guðni Antons- son varamaður í stjórn hins nýja félags, sem ber nafnið Hrossarækt- arsamtök Vestur-Húnavatnssýslu. Jólakveðjur til sjómanna EFTIRTALDAR tíðnir verða notað- ar til stuttbylgjuútsendinga RUV á jólakveðjum til sjómanna á hafi úti: Aðfangadagur kl. 15-16: Til Evrópu: 3295, 7740 og 9275 kHz. Til Ameríku: 13870 kHz. með athygli og höfðu yngstu krakk- arnir fulla skoðun á hvaða aukalög skyldi syngja þegar atriði voru klöppuð upp og tónleikagestir fengu að koma með tillögur um hvaða lög skyldi syngja aftur. Júlíus sagðist vænta þess að önnur samtök á landinu myndu fylgja í kjölfarið. Þórir ísólfsson er formaður hins nýja félags og með honum í stjórn eru Indriði Karlsson, Matthildur Hjálmarsdóttir, Eggert Pálsson og Bjöm Sigurvaldason. Boney-M á Hótel Islandi DISKÓHUÓMSVEITIN Boney-M verður í fyrsta sinn á Islandi með 10 manna hljómsveit ásamt Liz Mitc- hell, sem er upprunaleg söngkona hljómsveitarinnar, og söngvurum föstudaginn 5. janúar nk. Boney M hóf feril sinn í Þýska- landi 1975 og var fyrsta plata þeirra „Do you want to bump?“ Skömmu síðar fylgdu á eftir plöturnar „Sunny“ og „Daddy Cool“. Frægð- arferill hljómsveitarinnar teygði sig síðan út um allan heim með ótrúleg- um hraða og sala hljómplatna þeirra sló öll met en um 120 milljónir platna seldust, segir í fréttatilkynningu. Miðasala og borðapantanir hefjast á Hótel Islandi miðvikudaginn 27. desember frá kl. 13-18 og forsalan er alla daga fram að tónleikunum. Kynnir kvöldsins verður Þorgeir Ástvaldsson. Einnig verður í boði þetta kvöld danssýningar ásamt dansleik þar sem hljómsveitin Karma leikur. Miðaverð á sýninguna með þriggja rétta kvöldverði er 4.800 kr. en ef einungis er keyptur miði á tónleikana er verðið 2.200. Lands- byggðarfólk getur snúið sér á næstu Flugleiðaskrifstofu og fengið pak- katilboð á tónleikana ásamt flugi og gistingu. ♦ » ♦------ Síðustujóla- svéinarnir á Þjóðminjasafnið ÍSLENSKU jólasveinamir hafa und- anfarið heimsótt Þjóðminjasafnið daglega. Nú eiga aðeins tveir þeirra eftir að koma til byggða þeir Ket- krókur og Kertasníkir. í dag, Þor- láksmessu, kemur Ketkrókur kl. 14 og á aðfangadag jóla kemur Kerta- sníkir í safnið kl. 11. Hópur af bömum á öllum aldri tekur á móti jólasveinunum. Guðni Franzson tónlistarmaður er á staðn- um, stjórnar söng og spilar undir á ýmis hljóðfæri. í Bogasal Þjóðminjasafnsins er jólasýning og fjallar hún um Jólaljós- ið og þar er einnig jólasveinadagatal sem böm hafa gaman af að skoða. í anddyrinu er stórt jólatré sem menntamálaráðherra Bjöm Bjama- son kveikti á við hátíðlega athöfn á Nikulásmessu 6. desember sl. Tréð er að þessu sinni skreytt samkvæmt ósk ráðherra og konu hans Rutar Ingólfsdóttur með skrautlegum pip- arkökum og hvítum ljósum. • Safnið verður opið eftir jólin á venjulegum opnunartíma safnsins kl. 12-17 þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga nema hvað lokað er á gamlársdag og nýárs- dag. Jólasýningu lýkur á þrettánda degi jóla 6. janúar 1996. Hjartans þakkir fœrum viÖ öllum þeim, er veittu okkur stuöning og hlýjar óskir er viÖ systur fórum í aÖgerÖina til SvíþjóÖar í haust. GleÖileg jól og farsœlt komandi ár. Bestu kveÖjur. Jóhanna S. Daníelsdóttir, Vesturbrún 9, Flúðum. Ástriður G. Danielsdóttir, Halldór Guðnason, Efraseli, Hrunamannahreppi. Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem glöddu mig á 90 ára afmœli mínu þann 4. desember sl. með hlýjum handtökum, blóm- um, gjöfum, skeytum og símtölum. Sérstakar þakkir sendi ég til barnanna minna, tengdabarna, barnabarna og fjölskyldna þeirra fyrir ógleymanlega afmœlisveislu á Hótel Sögu. GuÖ blessi ykkur öll og gefi ykkur gleÖileg jól ogfarsœlt nýtt ár. Ragnheiður Jónsdóttir frú Þrúðvangi. Sameining í V-Húnavatnssýslu Nýtt félag hrossa- ræktenda og bænda meö hollum mat! Manneldisráð Vinningstölur 22. des. 1995 3.4 «7*12 •15*17*28 Eldri úrslit á símsvara 568 1511 Skatthol frá kr. 28.000. Sófaborð í miklu úrvali frá kr. 23.000 Kommóður, náttborð, smáborð, símabekkir, bókaskápar og skrifborð á mjög hagsstæðu verði. Opið í dag kl. 10-23 Yalhúsgögn Ármúla 8, sfmar 5812275 og 5685375 KÍN -leikur að Itera! Blab allra landsmanna! DfotðtsttMittofr - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.