Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4 AÐSENDAR GREINAR „Nú finnst mömmu gaman að hlusta á útvarpið“ Ríkisútvarpið hóf starfsemi sína 20. desember fyrir 65 árum. Pétri Péturs- syni fínnst stofnunin sjálf hafa litla tilburði uppi til að fagna tímamótunum, og bætir um betur með sínum hætti. ÞVÍ HEFIR oft verið lýst af til- finningu og prýði hvemig þjóðin fagnaði í sjálfu svartasta skammdegi ársins 1930 þegar Ríkisútvarpið hóf starfsemi sína með útvarpsending- um um dreifðar byggðir landsins hinn 20. desembermánaðar. Svo er að sjá sem stofnunin sjálf finni enga hvöt til þess að minnast 65 ára starf- semi sinnar. Kannski kvíða forráða- menn ellilífeyrisaldri og takmörkuðu fjárforræði við 67 ára aldurinn. Þeg- ar horft er um öxl koma í hugann margar minningar um dagskrárefni og flytjendur, starfsmenn stofnunar- innar og gesti, sem þangað komu ýmissa erinda. Annaðhvort til þess að '"ta ljós sitt skína eða segja starfsfólki til syndanna. Einn fremsti útvarpsmaður, stafn- búi um langa hríð, Helgi Hjörvar, var spurður svohljóðandi spurningar í nóvembermánuði 1941: „Getur út- varpið ekki verið skemmtilegra en það er nú? Hefir því ekki farið aft- ur, eins og margir segja? Og er það eðlilegt, ef svo er? Svar Heiga við spurningu blaða- mannsins er til marks um glögg- skyggni _ hans og framsýni. Hann segir: „Ég skal svara þessu beint, eins og spurt er. Jú, útvarpinu hefir „farið aftur“ og því er að „fara aft- ur“. Þetta er sjálfsagt og óhjá- kvæmilegt. „Framför" og „afturför" er fyrst og fremst sú fullnæging, sem allur fjöldi hlustenda hefir af útvarpinu. Fyrstu árin lifði útvarpið á nýjabruminu, við fábreytta dag- skrá, en nýstárlega þó fyrir sífelldu aðstreymi nýrra og þyrstra hlust- enda. Nú er allt nýjabrumið af og hversu mikið sem útvarpinu hefði farið fram, þá gæti það ekki, síst nú á þessum árum, haldið nándar nærri í við „þreytuna", sem óhjá- kvæmilega sígur á hinn almenna hlustenda, þegar fyrsta forvitnin er södd.“ Síðan vitnar Helgi til Hávamála um vanda útvarpsins, að orð þeirra muni sannast: „Ljúfur verður leiður, ef lengi situr.“ A liðnum árum hafa margar sög- ur verið sagðar um viðbrögð hlust- enda við dagskrá útvarpsins. Skiptir þar mjög og sýnist sitt hveijum. Menn greinir á um hljómlist, erindi, upplestur, Ijóð og leikrit. í hugann kemur saga frá fyrsta ári Ríkisút- varpsins. Það var þá til húsa í Edin- borgarhúsi, sem svo var kallað, í Hafnarstræti, þar sem Landsbanki Islands hefir nú aðsetur. Utvarpið hafði þá fjórar litlar stofur til afnota á annarri hæð. Kvöld nokkurt léku hljómlistarmenn létt lög hlustendum til skemmtunar. Það voru valinkunn- ir hljóðfæraleikarar. Þórarinn Guð- mundsson, Emil Thoroddsen og Þór- hallur Árnason. Að sögn þeirra, sem fylgdust með, var heitt í hljómleika- salnum og brugðu tónlistarmennim- ir á það ráð að opna glugga er sneri út að Hafnarstræti. Bílafjöldi í Reykjavík var þá hverfandi miðað við það sem síðar varð. Allnokkrir óku þó öðru hverju um bæinn og mun Steindór sennilega hafa verið hvað drýgstur og hafði stöð sína nokkrar húslengdir frá Edinborgar- húsi. Elísabet Foss, dóttir Kristjáns Jónssonar dómstjóra, hafði nýverið reist stórhýsi sitt, Hafnarstræti 11. Hjá henni var vinnustúlka vestan úr Dölum. Fylgdist hún með útsend- ingu tónleikanna í viðtæki frú Elísa- betar, en hafði jafnframt auga með bílaumferðinni. Þegar bílar hófu að þeyta Iúðra sína og blása í flautur ÚR SKEMMTIFERÐ útvarpsmanna þar sem oft var glatt á hjalla. Maðurinn þriðji frá hægri í efri röð með derhúfuna er Jón Leifs. varpsins. Hafði áður unnið á skrif- stofu Geo Gopelands fiskkaup- manns, ásamt Helga bróður sínum og Sigurði Þórðarsyni skrifstofu- stjóra og söngstjóra. Þegar stórveldi Copelands hrundi eins og spilaborg var örstutt leið fyrir Guðrúnu að fara úr Austurstræti 4 í Hafnar- stræti 10 þar sem útvarpið var. Sig- urður Þórðarson kom svo skömmu síðar og vann þar ævistarf. Önnur prestsdóttir var skömmu síðar ráðin til starfa við hljómplötuv- al og skráningu. Það var Sigrún Gísladóttir, Silla, sem svo var nefnd af vinum. Afi hennar var kunnur formaður á Eyrarbakka, Guðmundur Isleifsson, sem Gestur nefndi í ljóði sínu Háeyrarsvaninn. Sagt var að Guðmundur hefði þann sið í for- mennskutíð sinni að leggjast með eyra við fjöruborð og hlusta á hljóml- ist hafsins, eins og talið var að indí- ánar gerðu. Slökkt í Sillu í skemmtiferð starfsmanna, sem farin var á fyrri tíð, sat Þorsteinn Ö. Stephensenm hinn góðkunni þul- ur, við hlið Sigrúnar í bifreið þeirri er ók útvarpsmönnum. Nú varð Þor- steini það á er bíllinn brunar á leið í sveitasæluna að hann kastar vind- ilstubb út um gluggann. Hafði hann eigi gætt þess, að enn leyndist glóð í vindlinum. Vindilstúfurinn vildi ólmur inn í gleðskapinn og neytti næstu vindhviðu, er leið átti framhjá bílnum, og tók sér far inn um gluggann og hafnaði í hálsmáli Sillu, en féll síðan neðar og olli óþægind- um. Kallar nú Þórarinn Guðmunds- son fiðluleikari: Stopp, stopp. Það er kviknað í Sillu. Nam bíllinn stað- ar þegar í stað. Sigrún leitaði út- göngu, eins og segir í fornum sög- um. Var þess nú freistað að slökkva eld þann er reykur gaf til kynna að Ieyndist innan klæða. Tók það skamma stund og var ferð haldið fram, sem horfði, en Þórarinn hafði kallað: Það er búið að drepa í Sillu. Þorsteinn kvaddi sér hljóðs. Bað Sigrúnu velvirðingar á athæfi sínu. Flutti henni í sáttaskyni vísu er hann mælti af munni fram: Út því kápan ekki brann af eldsneytinu mínu, kysi ég heldur kostinn þann að kveikja í hjarta þínu. Var þessu vel fagnað og þess beðið að einhver úr hópi starfsmanna léti til sín heyra. Það mun hafa verið í einhverri ferð fjallagarpa sem Magnús Jóhannsson, er lengi var stöðvarvörður við útvarpsstöðina á Vatnsendahæð, kvað svo: Þessi djöfuls þorsti þjakar niðri tær. Læðist að mér losti að leggjast hjá þér mær. Hvað ætli það kosti, að koma henni nær, eina sneið af osti, eða kannske tvær. Þorsteinn Ö. Stephensen, sem fyrr var nefndur, var einkar vinsæll í þularstarfi. Hafði hann ótvíræða yfirburði er greidd voru atkvæði meðal áskrifenda Útvarpstíðinda og spurt um vinsældir þula. Ólína Jón- asdóttir skáldkona á Sauðárkróki mælti fyrir munn margra er hún kvað til Þorsteins. Ekki er klukkan orðin sjö, ennþá hefir birtan völdin. Hvað ég þrái hann Þorsteinn Ö. þegar fer að skyggja á kvöldin. Það vakti furðu margra, er Ríkis- útvarpið auglýsti með miklum gný ljósmynda- og kynningarsýningu á Lýðveldishátíðarafmæli á Þingvöll- um, 1944 að Þorsteins Ö. Stephen- sens skyldi þar að engu getið. Síðar var sýningin flutt í stórhýsi Ríkisút- varpsins, 16 þúsund fermetra höll í Efstaleiti. Þar blasa myndirnar við á jarðhæð hússins. Ekki hefir mynd Þorsteins fengið rúm þar. Hann var þó Iengi aðalþulur Ríkisútvarpsins eða allt til ársins 1943 er við skiftum starfi til jafns. Síðar varð hann leik- listarstjóri. Á sjálfu lývðeldisárinu lét Þorsteinn mjög að sér kveða í dagskrá útvarpsins. Það er því ámælisvert að sökkva honum í þagn- á ferð sinni um Hafnarstræti hljóm- uðu hljóð þeirra einnig í útvarps- tækjum hlustenda. Þá varð vinnu- stúlkunni að orði: „Nú finnst mömmu gaman að hlusta á útvarp- ið.“ Jæja, var spurt. Hefir hún svona gaman af tónlist? „Nei, henni finnst svo gaman að heyra í bílunum þegar þeir flauta.“ Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri lét sér mjög annt um veg og velferð stofnunarinnar. Hann var fjölhæfur maður, ritfær vel, fróður og fjölvís. Samdi einnig lög m.a. við ljóð Step- hans G. Stephanssonar: „Sestu í hornið hjá mér.“ Bjó Emil Thorodds- en það til flutnings. Sagan segir að Jónas hafí sagt við Emil er hann vann að raddsetningu undirleiks: „Emil minn. Þú hefur þetta ekki allt á svörtu nótunum." Það fylgdi sögunni að Emil hafði þá nýverið leikið Etýðu Chopins „Á svörtu nót- unum“ í útvarp. Guðrún Reykholt var prestsdóttir, systir Ásmundar biskups og Helga bankastjóra. Hún var ráðin fyrst allra starfsmanna í þjónustu Ríkisút- í ÞULARSTOFU í Landssímahúsinu. Pétur Pétursson (t.v.) og Þorsteinn Ö. Stephensen. FRÁ heimsókn útvarpsmanna í Sementsverksmiðjuna á Akranesi. F.h. Baldur Pálmason, Jón Múli Árnason, Pétur Pétursson, kona hans Birna, Knútur Skeggjason og ónefndur leiðsögumaður. arbrunn með þessum hætti. Hver er tilgangurinn með slíkum vinnu- brögðum? Umdeildur útvarpsmaður Séra Sigurður Einarsson frétta- stjóri var einn kunnasti og jafnframt einn hinn umdeildasti starfsmaður Ríkisútvarpsins. Halldór Laxness hefir lýst Sigurði, gömlum herberg- is- og skólafélaga frá menntaskólaá- rum. í „Sjömeistarasögu" ritar Hall- dór langt mál, þar sem hann ýmist hælir Sigurði og tíundar gáfur hans og snilld, én dregur hann jafnframt sundur og saman í háði vegna frjáls- legrar meðferðar á niðurstöðum „út- lendra sérfræðinga". Jafnframt seg- ir Halldór að Sigurður hafi aldrei „sem betur fer“ komist „í snertingu við tónlist og sakir sjóngalla mynd- list ekki heldur.“ Þessu var á annan veg farið. í bók sinni „Líðandi stund“, sem er safn fyrirlestra og ritgerða um ýmis efni, ritar Sigurður grein um málverkasýningu, sem haldin var í Listamannaskálanum við Kirkjustræti. Afstaða Sigurðar til málaralistar er byggð á stéttarvit- und verkalýðs. Hann spyr: Hvaða erindi á verkamaður á þessa sýn- ingu? Styður hún með verkum sínum málstað verkamanna og alþýðu? Verður listin baráttutæki almúgans til aukinna áhrifa? Hver er afstaða Iistamannsins til þeirrar baráttu, sem háð er? Eitthvað á þessa leið hljómar boðskapur séra Sigurðar. Þessi afstaða er mjög í samræmi við kröfu Sovétmanna á sinni tíð um hollustu listamanna við málstað verkalýðs. Sigurður var á sínum tíma einn helsti forystumaður Sovétvinafé- lagsins. Eitt snjallasta ljóð sitt kveður hann á ferð um Finnland að lokinni borgarastyrjöld og sigri hvítliða. „Sordavala" er magnþrungin ljóð, hvað sem afstöðu líður til atburða. Þeir sofa, þeir sofa meðal svartra grenifjala, synir þínir Sordavala. En verkamannaríkið það er veruleiki þó það vakir og það hlustar. Svo kemur niðurstaða ljóðsins um þau öfl er stóðú að baki hvítliðum og börðu niður byltingu rauðliða: En vittu að það var armur hinna amerisku dala sem sló þig Sordavala. Þegar deilur verða hvað ákafastar um herstöðvarkröfu Bandaríkjanna á íslandi gera ýmis samtök harða hríð að Ríkisútvarpinu og krefjast þess að efnt verði til dagskrá um málið. Séra Sigurður er þá fulltrúi Alþýðuflokks í útvarpsráði. Hann snýst öndverður gegn ósk stúdenta um útvarpsdagskrá og styður þann meirihluta, sem vísar á bug tilmæl- um um að fjallað verði um herstöðv- ar og leyndarhjúpi svipt af samn- ingamakki stjórnvalda. Á fundi útvarpsráðs er synjað beiðni fjögurra stjórnmálafélaga há- skólastúdenta er óska eftir umræðu- kvöldi til þess að ræða setu Banda- ríkjahers á íslandi. Beiðninni synjað með 3:2 atkv. Góð vinátta var milli okkar Sig- urðar þótt aldursmunur væri mikill. Ég sótti einkatíma í ýmsum greinum til þeirra hjóna, séra Sigurðar og Guðnýjar, fyrri konu hans. Það var fermingarár mitt. Þær stundir geym- ast í minni. Svo gaf hann okkur saman í hjónaband, mig og unnustu mína, Ingibjörgu Birnu. Þá stóð veisla fram undir morgun og lenti í deilum milli Björns magisters Bjarnasonar og séra Sigurðar. Björn bar nú oftast sigurorð af þeim, sem hann deildi við. Fræg er sagan af Birni og Texasbúa einum, er stóð við barinn á Hótel Borg. Klappar sá ameríski á öxl Björns, er þar var nærstaddur. Spyr: Excuse me, sir. Do you speak english? Björn svarar að bragði: Yes. Of course. Do you? Ljón á miðjum Laugavegi Séra Sigurður ræddi eitt sinn um menn, sem hefðu einstakt minni. Það sem Danir kölluðu „klæbehjerne“. Um Björn Sigfússon háskólabóka- vörð sagði hann: „Hann er svo minn- isgóður hann Björn Sigfússon að hann getur engu gleymt." Svo þagði Sigurður litla stund, en bætti svo við: „Hugsaðu þér ef hann væri lang- rækinn." Svo einstakt vald hafði séra Sigurður yfir áheyrendum á mannfundum með mælsku sinni og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.