Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 22
Morgunblaðið/Þorkell / JOLATRE / STOFU STEIMOUR Hápunktur jólaundirbún- ingsins er lík- lega skreyting jóla- trésins og fer sú hel- giathöfn víðast hvar fram á Þorláksmessu. Flestir kjósa að hafa lifandi tré vegna ilm- sins sem frá því leg- gur. Raunar hefst jólatrésathöfnin þegar tréð er valið og kennir þar ýmissa grasa. „Rauðgrenið er í rauninni hið eina fullkomna jólatré vegna hins þægilega ilms sem frá því leggur,“ segir Kristinn Skæringsson, fram- kvæmdastjóri Landgræðslusjóðs. „En það verður að hugsa vel um það, svo að það felli ekki barrið. Stafafuran og þinurinn eru hins vegar barrheldnari tegundir, þótt þær þurfí sömu umönnun og rauð- grenið í sambandi við vökvun.“ Kristinn leggur áherslu á mikilvægi þess að saga þunna sneið neðan af stofninum til þess að æðarnar í ysta lagi viðarins geti þjónað því hlutverki sínu að flytja næringu til greinanna. Tréð sem um ræðir í þessari um- fjöllun er svokallaður „Normannsþinur", æt- taður frá vesturströnd Jótlands, en Kristinn segir að dönsk tré, einkum frá Vestur- Jótlandi þyki sérstak- lega eftirsóknarverð vegna hins hæga vax- tar í ófrjórri jörð. Þau verði því ákjósanleg í lögun, með stinnar greinar sem beri vel uppi ljós og skraut. Skreytingin er tilfínningamál Hendrik Berndsen í Blóma- verkstæði Binna tók að sér að skreyta tréð. Hann tók undir orð Kristins varðandi mikilvægi þess að opna stofninn í fætinum til að vatnið nái til æðanna. „Varðandi skreytinguna sjálfa er þægilegast að hafa lykkjur á skrautinu til að festa í greinarnar," sagði Binni. „Það er bæði fljótlegra og fer betur með tréð en sú aðferð að þröngva bandspotta utan um greinarnar." Binni valdi „gula línu“ í Hvernig fará fagmenn að því að velja og skreyta jólatré? Kristinn Skæringsson og Hendrik Berndsen tóku að sér verkið, enda sérfræðingar á sínu sviði. VALIÐ - „Mikilvægt er að vanda vel valið,“ seglr - Kristinn og lítur rannsakandi augum fag- mannsins yfir staflann. Q FÓTURINN - Tll að tréð standi beint f fætlnum þarf oft að hðggva til stofn- endann. PÖKKUNIN - Kristinn og Gunnar Sigurðsson pakka trénu f þar til gert net. UPPHAFIÐ - Binni á Blómaverkstæðinu tekur víð trénu og byrjar á þvf að festa það f fætinum. ENGILLINN - Fyrstl engillinn festur á grein. □ □ VERKLOK - Binni leggur síðustu hönd á skreyt- Inguna og hnýtir slaufu í toppinn. Morgunblaðið/Kristinn í : ; : :

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.