Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stjórn lœknarábs Landspítalans seglr óbreytt fjárlagafrumvarp lelba tll breyttrar heilbrigblsþjónustu. Skilaboö um aö draga beri úr lækningum rGT-yiu MD- Nýja velferðastefna stjórnvalda á stofugangi. . . Úrskurður um umhverfismál alþingismanni í vil Niðurstaðan styrkir almannarétt verulega SÉRSTÖK úrskurðarnefnd hefur úrskurðað að stjórn Hollustuvernd- ar ríkisins beri að fjalla efnislega um athugasemdir sem Hjörleifur Guttormsson alþingismaður sendi til stofnunarinnar vegna endurskoð- aðra tillagna að starfsleyfi fyrir íslenska álfélagið. Hjörleifur sagði á Alþingi í gær að almannarétturinn í umhverfis- málum hefði styrkst verulega við þessa niðurstöðu og tóku fleiri þing- menn undir þá skoðun. Forsaga málsins er að Hjörleifur sendi Hollustuvernd í október at- hugasemdir við tillögur að starfs- leyfi til ÍSAL vegna stækkunar ál- versins í Straumsvík, Meirihluti stjórnar Hollustuvemdar úrskurð- aði í nóvember á grundvelli lög- fræðiálits Eiríks Tómassonar pró- SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS stendur nú fyrir átaki til að fækka slysum vegna flug- og skotelda um áramótin. Af því tilefni hefur öllum grunnskólum landsins, 214 að tölu, verið sent fræðslumyndband sem sýnt hefur verið skólabömum nú fyrir jólin. Um síðastliðin áramót stóð Slysavamafélagið fyrir átaki undir heitinu „Eldklár um áramót“. Var þá framleitt tónlistarmyndband til að vekja athygli barna og unglinga á hlífðargleraugum og réttri með- ferð þeirra. Nú verður átakinu haldið áfram og hefur heilræðum frá ungu fólki verið bætt inn í myndbandið, sem sent hefur verið til allra gmnnskóla 'á landinu. fessors, að Hjörleifur ætti ekki rétt á að skjóta þessu máli til stjórnar- innar þar sem einungis þeir sem eigi sérstakra eða verulegra hags- muna að gæta eigi slíka kæruaðild. Þennan úrskurð kærði Hjörleifur til sérstakrar úrskurðarnefndar sem starfar samkvæmd lögum um holl- ustuhætti og heilbrigðiseftirlit. Taldi Hjörleifur m.a. að brotin hefðu verið á honum stjórnsýslulög, þar sem honum gafst ekki kostur á að tjá sig um efni álitsgerðar Eiríks Tómassonar og á þeim forsendum einum væri niðurstaðan markleysa. Þá taldi Hjörleifur að á fyrri stigum málsins hefði hann skilað athuga- semdum til Hollustuverndar og skipulagsstjóra ríkisins og þá hafi aldrei komið fram að hann teldist ekki réttur aðili að málinu. Að auki Ungmennin eiga það sameiginlegt að hafa slasast af völdum flugelda eða heimatilbúinna sprengna. Með- al annars kemur fram níu ára drengur sem um síðustu áramót rak blys að auga sér, en hlaut ekki skaða af þar sem hann var með hlífðargleraugu. Aftur á móti mátti sjá vænan brunablett á gler- augunum og ljóst er að án þeirra hefði orðið alvarlegt slys. Samkvæmt tölum frá Borgar- spítalanum verður að jafnaði eitt alvarlegt slys á klukkutíma vegna flugelda um hver áramót og svip- aða sögu er að segja af þrettándan- um. Flestir sem slasast eru börn og unglingar og mörg þeirra bera varanlegan skaða af. sé í lögum um umhverfismál bein- línis gert ráð fyrir afskiptum al- mennings og áhrifum á ákvarðanir í þeim efnum. Úrskurðamefndin er skipuð Magnúsi Thoroddsen lögmanni, Guðmundi Sigurðssyni og Finnboga Björnssyni. Niðurstaða þeirra var að stjórn Hollustuverndar hafi borið að kynna Hjörleifi álitsgerð Eiríks Tómassonar og gefa honum kost á að tjá sig um efni hennar. Þar sem það hafi ekki verið gert beri að ógilda úrskurð hennar og leggja fýrir stjórnina að taka kærumálið upp að nýju og fjalla efnislega um athugsemdir Hjörleifs enda verði framkoma stofnunarinnar gagnvart honum í þessu máli ekki túlkuð á annan veg en þann að hún hafi í reynd viðurkennt kæruaðild hans. Umhverfisleyfið skilyrt? Hjörleifur kynnti úrskurðinn ut- an dagskrár á Alþingi í gær og túlkaði hann svo að starfsleyfið til ÍSAL sem umhverfisráðherra gaf út 7. nóvember væri nú skilyrt. Starfsleyfið hefði verið gefið út að fengnum tillögum Hollustuverndar án þess að stjórn hennar hefði fjall- að um athugasemdir Hjörleifs. Nú væri stjórninni skylt að gera það og ef sú umfjöllun leiddi til annarr- ar niðurstöðu gæti þurft að breyta starfsleyfinu. Guðmundur Bjarnason umhverf- isráðherra sagði að öll þau atriði, sem Hjörleifur hefði gert athuga- semdir við þegar starfsleyfistillögur Hollustuverndar lágu frammi, hefðu einnig komið fram við mat á umhverfisáhrifum. Guðmundur sagði að Hjörleifur hefði kært úr- skurð skipulagsstjóra til umhverfis- ráðuneytisins sem hefði kveðið upp úrskurð 7. nóvember. Þannig hefði ráðuneytið í réynd þegar tekið efn- islega afstöðu til athugasemda Hjörleifs og því yrði starfsleyfinu ekki breytt. Atak til að fækka slysum um áramót Leiklist og bókmenntir Maður vildi helst gera allt sem mann langar til Bergljót Arnalds BERGLIÓT Arnalds heitir ung leikkona og rithöfundur sem verður mjög í sviðs- ljósinu um hátíðirnar. Hún leikur hlutverk í kvikmynd Egils Eðvarðssonar, Ag- nesi, sem var frumsýnd í gær, föstudag, hún leikur einnig eitt af aðalhlut- verkunum í uppfærslu Leikfélags Akureyrar á Sporvagninum Girnd eftir Tennessee Williams, sem frumsýnt verður þriðja í jólum, og hún er handrits- höfundur ásamt Sigur- birni Aðalsteinssyni að sjónvarpsmynd fyrir börn, Litlu þorpararnir, sem frumsýnd verður á annan í jólum í Ríkissjónvarpinu. Bergljót er lærður leikari frá Queen Margaret Coll- ege í Edinborg í Skotlandi. Hún var fastráðin hjá Leikfélagi Ak- ureyrar á síðasta leikári en leik- ur í tveimur verkum þar á þessu, Drakúla og Sporvagninum. — Þú hefur átt annríkt síðast- liðna mánuði? „Já, og raunar hefur verið mikið að gera allt árið. Ég hef fengist við mörg og ólík verk- efni. Það er sérstaklega skemmtilegt að vinna hérna hjá Leikfélagi Akureyrar því maður fær svo margvísleg hlutverk að takast á við. Svo er það auðvitað ólík að leika á sviði og í kvik- mynd, að ég tali nú ekki um muninn á því að skrifa og leika. Að auki eru þessi þrjú verk mjög ólík. Ég er að leika mér svolítið í barnamyndinni; ég vildi gera mynd sem væri sem líkust þöglu myndunum, byggðist sem mest á myndmálinu en hefði lítið tal. Þetta er því mynd þar sem er mikið á seyði, sagan er sögð með aksjóninni en ekki með texta. í Agnesi leik ég Sigríði sem er viðhald Natans en í Girndar- vagninum leik ég Stellu sem er eiginkona Stanleys Kovalsky. Það er svolítið gaman að bera saman þessar konur sem eru mjög ólíkar. Sigríður er mjög saklaus og kúguð, hún þorir ekki að beijast. Hún verður vitni að morði og er nauðgað en hefur ekki uppburði í sér til að takast á við þetta. Stella verð- ur líka fyrir áföllum en er svo miklu sterk- ari og þorir að taka á sínum vandamálum, hún rífst og slæst við eiginmann sinn og bregst þannig allt öðruvísi við en Sigríður. Þær eiga það hins vegar sameiginlegt að báðar eru þær þolendur, báðar verða þær fyrir missi. Það er geysilega skemmtilegt að takast á við þessi ólíku hlutverk en kannski svolít- ið krefjandi líka.“ — Hver er munurinn á því að leika á sviði og í kvikmynd? „I grundvallaratriðum er lítill munur þar á en kosturinn við að leika í kvikmyndum er að maður getur leikið nokkuð eðli- lega. A sviði þarf maður hins vegar að ýkja allar hreyfingar og tala skýrar og hærra en venjulega. Aðalkostur sviðsleiks er sá að maður fær viðbrögð strax frá áhorfendum, maður veit frekar hvort maður er að ►Bergljót Arnalds er fædd 15. október árið 1968 í vestur- bænum í Reylgavík. Hún lauk stúdentsprófi af fornmála- braut frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1989 og stundaði nám í íslenskum bók- menntum við Háskóla íslands árin 1989-1991. Hún hélt þá til Edinborgar í Skotlandi þar sem hún stundaði leiklist- arnám við Queen Margaret College. Hún útskrifaðist það- an 1994 sem leikari. Bergyót á átta ára gamlan son að nafni Matthías Arnalds. gera vel eða illa. Einnig er það kostur við sviðið að þar stendur hver sena aðeins stutta stund, þegar maður er að leika í kvik- mynd þarf maður að leika sömu senuna hvað eftir annað. Það getur verið sérstaklega erfitt þegar verið er að fara í óþægileg atriði. í Agnesi leik ég til dæmis í nauðgunarsenu sem tók tólf klukkutíma að taka. Svo er biðin á tökustað alltaf erfið og gerir undirbúning fyrir hvert atriði mjög snúinn." — Hefur þú fengist við að skrifa áður? „Ég hef skrifað tvö leikrit. Annað var sýnt af Stúdentaleik- húsinu og Leikfélagi Sauðár- króks en það hét Ein, tvær, þijár og jafnvel fjórar, hitt var flutt í Ríkisútvarp- inu á alþjóðlega leik- listardeginum árið 1993 og hét Svanur er alltaf svanur, hvort sem hann er hvítur eða svartur. Þegar ég var í Mennta- skólanum í Hamrahlíð skrifaði ég líka leikrit sem hét Gullin mín og var það sett upp þar. Núna er ég svo að skrifa barna- bók sem Skjaldborg ætlar að gefa út á næsta ári.“ — En hvað er framundan, ætlarðu að einbeita þér mcira að skriftum? „Það er auðvitað mikil tog- streita í manni. Ég verð að vinna í Sporvagninum og þessari barnabók eitthvað fram eftir vetri en síðan verður bara að koma í ljós hvað verður. Vitan- lega myndi maður helst vilja gera allt sem mann langar til en það getur verið erfítt þegar það eru aðeins 24 tímar í sólar- hringnum." Mikil tog- streita í manni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.