Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Urslit á Guðmundar Arasonar-mótinu í skák réðust í síðustu umferðinni Þröstur og Albert Blees urðu efstir ÞRÖSTUR Þórhallsson og Albert Blees urðu efstir og jafnir að stigum, með 7 vinninga hvor, á Guðmundar Arasonar-skákmót- inu sem lauk í gær. í þriðja til fjórða sæti urðu jafnir að stigum Andrew Martin og Niklaj Borge með sex vinn- inga. í fimmta til níunda sæti urðu jafnir að stigum Jón Garðar Viðarsson, Jón Viktor Gunnars- son, Liafbem Riemersma, Ivar Bera og Tobias Christensen með fímm og hálfan vinning hver. Alls voru tefldar níu umferðir á mótinu og réðust úrslit í efstu sæti í seinustu umferðinni í gær þegar Þröstur Þórhallsson og Andrew Martin gerðu jafntefli. Skák Jóns Garðars Viðarssonar og Alberts Blees lauk einnig með jafntefli en Jón Garðar þurfti á sigri að halda til að ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Morgunblaðið/Asdís GUÐMUNDUR Arason afhendir Jóhanni Hjartarsyni stórmeistara íslandsmeistarabikarinn en ein- vígi Jóhanns og Hannesar Hlífars Stefánssonar um íslandsmeistaratitilinn fór fram samhliða Guð- mundar Arasonar-mótinu og lauk með sigri Jóhanns sl. miðvikudag. Lagt til að stofna sjálfseignarstofnun um rekstur Háskóla íslands Gæti þýtt hærri skólagjöld Bankamenn mótmæla afgreiðslu- tíma STJÓRN Sambands íslenskra bankamanna hefur samþykkt álykt- un þar sem því er harðlega mót- mælt að bankar og sparisjóðir skuli einhliða ákveða að hafa afgreiðslu- tíma nokkurra þjónustustaða sinna opna á Þorláksmessu. Stjómin bendir á að bankarnir hafi tekið þessa ákvörðun án sam- ráðs við samninganefnd SÍB. Þar með hafi þeir brotið ákvæði 12. greinar kjarasamnings banka- manna þar sem segi að leita skuli samkomulags við stéttarfélagið vegna breytinga á opnunartíma. Kannað var hvort starfsmenn vildu vinna Samband íslenskra viðskipta- banka (SÍV) sendi í gær frá sér fréttatilkynningu þar sem ásökun SIB um brot á kjarasamningum er mótmælt. „Af þessu tilefni vill Sam- band íslenskra viðskiptabanka taka fram að í kjarasamningi banka- starfsmanna er kveðið á um sam- ráðsskyldu við starfsmannafélögin og/eða SÍB í tilvikum sem þessum. Stjórnendur bankanna höfðu sam- band við starfsmannafélögin í tengslum við þessa ákvörðun auk þess sem kannað var hvort þeir fáu starfsmenn sem hér um ræðir væru reiðubúnir að vinna þetta^ kvöld,“ segir í fréttatilkynningu SÍV. og fæm nemendur í HI NEFND á vegum Háskóla íslands hefur skilað afdráttarlausri niður- stöðu á þá leið að mælt er með að hafist verði handa við undirbúning sjálfseignarstofnunar um rekstur HÍ. Það sé álitlegasti kosturinn, hvort sem litið sé á fjárhag, starfsmannamál, stjórnkerfi eða gæði menntunar og rannsókna. Sveinbjöm Bjömsson háskólarektor segir að málið verði tekið til umræðu innan háskólaráðs 4. janúar. Hugmyndin sé ekki ný af nálinni en hann reikni með að hún verði skoðuð veí. Slík breyting á rekstrarformi gæti þýtt takmörkun á fjölda nemenda og ekki sé víst að pólitísk samstaða sé um að takmarka aðgang að Háskóla íslands. Deilumar í Langholtskirkju Sóknamefnd hefur útvegað organista ENGAR líkur eru nú taldar á að sættir náist í deilu organista og kórs Langholtskirkju annars vegar og sóknarprestsins hins vegar. Herra Ólafur Skúlason, biskup ís- lands, hefur leitað sátta undanfama daga en án árangurs. Sóknamefnd Langholtskirkju hefur nú útvegað annan organista til að leika á orgel við messur um jólin en allt er í óvissu um hvort tekst að fá söngfólk til að annast kórsöng. „Spillir jólafriði og jólagleði“ „Ég er mjög hryggur og leiður yfír þessu. Þetta varpar dimmum skugga, ekki aðeins yfir Langholts- „STAÐAN er óviss. Það er verið að leitast við að kanna hvort það sé einhver samkomulagsgrundvöll- ur. Enn er þó ekkert sýnilegt í hendi en það er viðleitni á báða bóga þó það beri ennþá mikið á milli,“ sagði Þórir Einarsson ríkissáttasemjari í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Þá stóð enn sáttafundu'r í kjaradeilu flugumferðarstjóra og ríkisins sem hófst upp úr hádegi. sókn, heldur yfír kirkjulíf og kristni á íslandi. Við vissum að það yrðu skuggar um þessi jól vegna hörmu- legra slysa í Súðavík og á Flateyri. Það fólk hefur gert sitt til þess að horfast í augu við lífíð og framtíð- ina þrátt fyrir mikinn missi og mik- ið tjón. Ég var hjá því fyrstu helg- ina í aðventu og dáðist að því hvað fólkið er duglegt og ákveðið að halda áfram að lifa. Ég vissi að margir skuggar lægju yfir allri þjóðinni af þessum hörmungum en mér datt aldrei í hug að svona skuggar af mannavöldum myndu spilla fyrir okkur jólafriði og jóla- gleði,“ sagði Ólafur Skúlason bisk- up í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Sáttafundur með samninga- nefndum ríkisins og Félagi íslenskra flugumferðarstjóra hófst hjá ríkis- sáttasemjara á fimmtudag. Var honum haldið áfram kl. 13 í gær og stóð fundurinn enn yfir þegar Morgunblaðið fór í prentun. Hugs- anlegt var talið að boðað yrði aftur til fundar í dag. Að sögn Þóris eru deiluaðilar nú famir að ræðast við af meiri alvöru en áður. Nefndin leggur einróma til að rekstarformi HI verði breytt úr rík- isstofnun í sjálfseignarstofnun og telur kosti slíkrar breytingar ótví- ræða. Nefndin telur að breyting skólans í sjálfseignarstofnun sé hagkvæmasta leiðin til að tryggja að tekjur séu jafnan í samræmi við nemendafjölda og að gæði kennslu og rannsókna rými ekki vegna fjár- skorts, sem nú sé augljós hætta á. Pólitísk samstaða óviss Sveinbjöm Bjömsson segir að til- lögur nefndarinnar hafí ýmislegt jákvætt að geyma, en einnig geti leynst þar gallar. „Yrði þetta gert er líklegt að við fengjum skóla sem gæti betur stýrt kostnaði sínum, en eina leiðin til þess er að stýra fjölda nemenda inn í skólann, sem ýmsum þætti ókostur," segir hann. Nefndin telur ekki síst mikilvægt að skólinn fengi fullt ákvörðunar- vald um kjör starfsmanna sinna. „Hjá sjálfseignarstofnun eru starfsmenn ekki ríkisstarfsmenn og þá ræður skólinn því á hvaða kjörum Málið AUSTURRÍSKA fyrirtækið Rubert Hofer Gmbh. kveðst ekki vera hætt við að kaupa Sorpu, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, heldur hafi fyrirtækið ákveðið að draga sig í hlé meðan nefnd sem skipuð hefur verið til að skoða rekstrarbreytingar á Sorpu er að störfum. Jónas H. Guðmundsson, umboðsmaður Ru- bert Hofer hérlendis, segir forráða- menn fyrirtækisins undrandi yfir að svar við tilboði fyrirtækisins í Sorpu hafi ekki borist. í frétt frá fyrirtækinu kemur fram að forstjóri Rubert Hofer hafi gert munnlegt tilboð í rekstur Sorpu í mars sl., á þá leið að sveitarfélögin sem eiga Sorpu myndu eiga fyrir- tækið áfram en reksturinn yrði leigð- ur Rubert Hofer að öllu leyti eða hluta, eftir því sem best þætti henta. þeir eru fengnir til vinnu. Það er að vissu leyti kostur, einkum í þeim greinum sem skólinn gæti þurft að keppa við frjálsan markað um starfs- menn. Til að fjármagna skólann finnst mér líklegt að sjálfseignar- stofnun yrði bæði að taka há skóla- gjöld og takmarka fjölda í hveija námsgrein. Það er nokkuð róttæk breyting og spumingin er hvort þjóð- in vilji að háskóli, sem litið er á að þjóðin öll eigi, vinni með slíkum hætti,“ segir Sveinbjöm. Lagt er til að fjárframlög úr ríkis- sjóði yrðu ákvörðuð með samningi skólans og ríkisvaldsins, þar sem tekið yrði mið af fjölda nemenda og kostnaði þess náms sem nem- andi stundar. Nefndin telur að með samþykki laga um listmenntun á háskólastigi hafi ríkisstjórn og Alþingi lagt til að sjálfseignarstofnun annist slíka menntun og undirstrikað kosti þess rekstrarforms. í skýrslunni er bent á að nokkrir skólar á háskólastigi starfi nú þegar samkvæmt þessu fyrirkomulagi. Borgarstjóri Reykjavíkur hafi síðan óskað eftir skriflegu tilboði í þessa veru. Engin viðbrögð borgar „Þar sem engin viðbrögð vom við þessu tilboði að hálfu borgarinn- ar,“ segir Jónas, „var ákveðið af hálfu Rubert Hofer að fara út í samkeppni við Sorpu. ítarlegar markaðsrannsóknir vom gerðar hér í allt sumar og var ákveðið að fara út í móttöku iðnaðarsorps með þar til gerðum flokkunarvélum sem fyrsta skref. Þetta mál var komið það langt á veg, að hafin var gerð útboðsgagna og innlendum aðilum kynnt áform vegna hugsanlegra hlutabréfaútboða sem Austurríkis- menn ætluðu að bjóða innlendum sjóðum og fyrirtækjum." Eru ekki skyldugir til að koma til vinnu Stjórn SÍB segist líta svo á að starfsmenn banka og sparisjóða séu alls ekki skyldugir til að koma til vinnu á Þorláksmessu. -----» ♦ ♦---- Laufa- brauðsdeigið flatt heima HEILBRIGÐISNEFND Eyjafjarðar sendi brauðgerðum á Akureyri er- indi fyrir nokkm, þar sem fram kom að bannað væri að fletja út laufa- brauðsdeig sem búið væri til í heimahúsum. Var þetta gert til að fyrirbyggja hugsanlegt smit frá heimilum í brauðgerðir bæjarins. Nokkuð hefur verið um að al- menningur léti einstaka brauðgerð- ir fletja út deigið, en nú er sá mögu- leiki ekki lengur fyrir hendi. Valdi- mar Brynjólfsson, heilbrigðisfull- trúi, sagði að einhverrar óánægju hefði gætt hjá fólki með þessa ákvörðun en slík viðbrögð hafí ekki komið frá brauðgerðunum. Hann segir ennfremur að þegar átti að fara að hrinda þessari að- gerð í framkvæmd hafí umræða um Sorpu loks hafist í borgarstjórn og samkvæmt þeim upplýsingum sem borist hafi RH verið samþykkt þar að breyta rekstrarfyrirkomulagi Sorpu yfír í hlutafélagsform og bjóða innlendum sem erlendum aðil- um upp á að gerast hluthafar í fyrir- tækinu. Hættir við samkeppni „Þegar þessi frétt barst eigend- um Rubert Hofer var sú ákvörðun tekin að hætta við áðumefnda framkvæmd. Er það því rangt að eigendur Rubert Hofer séu hættir við að kaupa Sorpu. Rétt er að þeir em hættir við að fara út í sam- keppni við Sorpu að svo stöddu." Sáttasemjari um flugvirkjadeiluim Meiri alvara í viðræðum Austurríska fyrirtækið ekki hætt við að kaupa Sorpu er í biðstöðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.