Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ HALLDOR Þ. JÓNSSON + Halldór Þormar Jónsson fœddist 19. nóv. 1929 á Mel í Staðarhr., Skag. Hann lést á Sauðár- króki 14. desember síðastliðinn og fór útförin fram 21. desember. FYRSTU kynni mín af Halldóri Þ. Jónssyni ■ voru þegar ég réð mig sem fulltrúa hans við embætti sýslumanns- ins T Skagafjarðarsýslu og bæjarfógetans á Sauðárkróki vorið 1983. í á þriðja ár starfaði ég undir hans stjórn og naut leið- sagnar hans. Halldór var einstakt ljúfmenni, glöggur embættismaður og sérlega góður yfirmaður. Veit ég að þeir sem hafa stigið fyrstu skrefin að loknu námi í skjóli Hall- dórs, njóta þess í öllum sínum störf- um. Ég held að ég hafi sjaldan séð samrýndari hjón en þau Halldór og Aðalheiði. Það var greinilega engin tilviljun að þau völdu að eiga sam- 'leið.Var þeim er þau þekktu augljós sá jákvæði andi sem einkenndi við- mót þeirra á milli. Ég naut, ásamt konu minni, gest- risni þeirra hjóna fyrir fáeinum árum. Þeir dagar sem við áttum á heimili Halldórs og Aðalheiðar eru í sérstöku afhaldi í sjóði minning- anna. Það hefur verið dýrmætt að hafa átt þess kost að starfa með Hall- dóri Þ. Jónssyni og ekki síður mik- ils virði að haf átt hann að vini, 'þar bar aldrei nokkurn tímann skugga á. Aðalheiður, við Nanna vottum þér, bömum ykkar Halldórs og ættingjum, okkar innilegustu sam- úð. Megi Guð blessa minningu Hall- dórs Þ. Jónssonar. Hilmar Baldursson. Hugurinn reikar til bernskuár- anna, þar sem allt var kyrrt og all- ir voru á „sínum stað“. í hugskotinu er mynd af Halldóri, þar sem hann var á „sínum stað“ á Skólastígnum, húsinu með langa stiganum. Kannski hef ég haldið að hann yrði þar alltaf, en auðvitað vissi ég að 'svo yrði ekki. Húsið breyttist úr Skólastíg í Víðigrund, en maðurinn var ætíð sá sami. Þegar ég var lítil passaði dóttir Halldórs mig, hún Hanna, og hún fór oft með mig heim í húsið með langa stiganum. Stundum var Halldór þar og í minningunni fínnst mér sem alltaf hafí verið fartö í bíltúr fram á Mel. Ég man vel eftir bíltúrunum fram eftir. Halldór var þá bílstjóri og Aðal- heiður sat við hlið hans, eins og ávallt, ög við krakkarnir aftur í, en það skrýtna er að minningin geymir bara leiðina fram eftir en aldrei þá sem lá til baka. Árin liðu, ég óx úr grasi en minn- ingin um húsið með langa stiganum og fólkið sem þar bjó gleymist ekki. Þegar ég lauk lagaprófí vissi ég að Halldór vantaði fulltrúa og hringdi ég í hann og bauð honum krafta mína. „Ert þetta þú, Hjördís litla," sagði hann, og segja má að þar með hafí ég verið ráðin. Þannig endurnýjuðust kynnin. Að vera fulltrúi hjá Halldóri var ógleymanlegur skóli. Ljúfari og betri yfirmann var vart hægt að hugsa sér. Hann var ávallt reiðubú- inn að hlusta, ávallt tilbúinn til að gefa góð ráð, ávallt tilbúinn til að kenna og ávallt tilbúinn til að skilja, bæði samstarfsfólkið sem og alla þá sem erindi áttu til hans á sýslu- skrifstofuna. í einu samtali okkar sagði Hall- dór að hann leitaðist alltaf við að vera sanngjarn í starfi sínu sem sýslumaður og held ég að honum hafi fullkomlega tekist það. Hann gerði aldrei mannamun, fyrir hon- um voru allir jafnir og allir hlutu úrlausn sinna mála með sama hætti. Nú þegar hugurinn reikar til baka, og miningarnar rifjast upp, kemur ein af starfsreglum hans upp í hugann, ég ung og óreynd bar undir hann hvort og hve langan greiðslufrest ætti að veita mönnum. Ég man að hann hallaði sér aftur í stólnum og sagði að það hefði reynst sér vel að treysta alltaf mönnum þar til annað kæmi í ljós. Viðhorf Halldórs var það, að allir skyldu fá tækifæri til að sýna að þeir voru trausts verðir. Mig langar til að nota tækifærið og þakka fyrir hin endurnýjuðu kynni og vináttuna sem þau Halldór og Aðalheiður auðsýndu mér og minni fjölskyldu og bið þess að al- góður Guð styrki þá sem sárast sakna og syrgja. Blessuð sé minning Halldórs Þ. Jónssonar. Hjördís Stefánsdóttir. t Maðurinn minn, HARALDUR SIGURÐSSON fyrrverandi bókavörður, sem lést 20. þ.m., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 28. des- ember nk. kl. 13.30. Sigrún Á. Sigurðardóttir. t Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi, BJARNI ÞÓRIR BJARNASON, andaðist 22. desember. Þóra Katla Bjarnadóttir, Jón Grétar Kristjánsson, Guðbjörg Gréta Bjarnadóttir, Hermann Gunnarsson, Láretta Bjarnadóttir,. Guðmundur Jónsson, Einar Bjarnason og barnabörn. MINNINGAR Látinn er um aldur fram, hrifinn brott á snöggu andartaki, mann- kostamaður og afar mætur emb- ættismaður, Halldór Þ. Jónsson, sýslumaður á Sauðárkróki. Sól sortnar yfír einu fegursta héraði íslands, Skagafirði, við at- burð þann. Harmur mikill er kveð- inn að ijölskyldu Halldórs, eigin- konunni Aðalheiði B. Ormsdóttur og börnum þeirra fjórum, fjölskyld- um þeirra og öðrum vinum og vandamönnum. Halldór var norðlenskrar ættar, fæddur og uppalinn á Mel í Staðar- hreppi, Skagafirði, sem var annálað myndar- og menningarheimili. Halldór var mikill Skagfirðingur. Hann skildi gjörla kjör fólks og þarfir landsins í heild til öflugrar byggðaþróunar. Starfsvettvangur- inn varð og allur á landsbyggð- inni, utan tæpt ár er hann starf- aði, sem fulltrúi í fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, eftir embættispróf í lögfræði frá Háskóla íslands í jan- úar 1957. í árslok 1957 flyst Halldór og fjölskylda hans til Stykkishólms og tekur þar við framkvæmdastjórn í fyrirtækjum Sigurðar Ágústssonar. Þremur árum síðar eða í desember 1960 er starfsvettvangur orðinn á Sauðárkróki, framkvæmdastjórn við sjávarútvegsfyrirtæki og versl- unarrekstur. Hugurinn mun hafa stefnt í heimahaga, rætumar traustar í þeirri ágætu byggð, Skagafirðinum. Það er svo um mitt ár 1964 sem Halldór gerist fulltrúi við embætti sýslumanns í Skagafírði og bæjar- fógeta á Sauðárkróki. Settur bæjarfógeti á Siglufírði í júlí 1976 til janúar 1977, þá áfram við emb- ættið á Sauðárkróki til 31. júlí 1980 er hann skipaður bæjarfógeti á Siglufírði. Þann 31. október 1982, er hann síðan skipaður sýslumaður og bæjarfógeti á Sauðárkróki og starfaði þar til dauðadags. Halldór sannaði sig á Siglufirði, sem myndugt yfirvald, en jafn- framt mildur og sanngjarn við þegna sína, þá er hann varð sjálf- stæður embættismaður. Þótti öllum eðlileg sú embættisveiting, er hann varð yfirvald í sinni heimasýslu, Skagafirði og bæjarfógeti á Sauð- árkróki. Það sýndi sig best í því að kollegar hans létu sér eigi til hugar koma að sækja í Skagafjörð, þó álitlegt embætti væri, svo sjálf- sagt þótti að Halldór tæki þar við embætti. Varð og sú raunin að alla embættistíð sína norður þar, hafði Halldór traust og virðingu íbúa héraðsins. Á fulltrúaárum sínum á Sauðár- króki sinnti Halldór fjölda trún- aðarstarfa í þágu kaupstaðarins. Hann sat í bæjarstjórn árin 1970- 1978 sem fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, var forseti bæjarstjórnar og í bæjarráði, megnið af þeim tíma. Á héraðsvettvangi var Hall- dór virkur vel. Hann var og vara- þingmaður 1970-1974, og sat á Alþingi vorið 1972. Vísast hefði Halldór orðið traust- ur þingmaður og fullfær ráðherra, enda hafði hann flest til að bera að svo hefði mátt verða. Prúð- mennskan og fáguð framkoma löð- uðu fólk að honum og hann ávann sér traust, prýðilegum gáfum gæddur, fljótur að átta sig og draga réttar ályktanir, talnaglöggur og síðast en ekki síst ræðumaður snjall og vel ritfær. Hann fylgdi málum Sérfræðingar i blóniaskreytingiim við öll iækilæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 IB ■ blómaverkstæði MNNA* fast eftir, ef á þurfti að halda. Aðstæður höguðu því þannig að þröngt var setinn bekkurinn í Norð- urlandi vestra og Halldór braust ekki um til að ná þingsæti: Trú mín er sú að Halldór Þ. Jóns- son, hafí ekki síður unnið byggð sinni vel, sem embættismaður og félagsmálamaður, en þó hann hefði farið í pólitíkina. Enginn er eyland. Gæfa Halldórs var góð kona og mannvænleg böm. Árið 1953 gengu þau í hjúskap, Aðalheiður B. Ormsdóttir fædd á Hólmavík. Þeirra börn eru: Hanna Björg, Jón Ormur, Ingibjörg og Halldór Þormar. Ávállt voru þau Halldór og Aðal- heiður nefnd í sömu andrá, af þeim er vináttu þeirra áttu. Jafnræði var með þeim hjónum og félagar voru þau góðir bæði hvort öðru, svo og þeim er nutu samvista og vinskap- ar við þau. Var gott með þeim að vera, glaðvær, fróð og vel máli farin, svo hratt flaug stund. Þau voru verðugir fulltrúar síns héraðs. Halldór var næmur á hið skoplega, húmorinn hárfínn, en eðlislæg prúðmennska kom í veg fyrir grág- lettni, hvað þá meira. í hópi sýslumanna var Halldór frá fýrstu tíð vel virtur, og til hans leitað um forustu í félagi þeirra. Hann sat í stjórn Sýslumannafélags íslands árin 1986-1994, þar af sem formaður síðustu tvö árin. Þar nutu sín vel hæfileikar hans, gjörhygli, yfirveguð hugsun, og góð mála- fyigja. I hugann kemur sólbjartur sum- ardagur norður á Hólum í Hjaltad- al 1991, þar er verið að vígja nýjan vígslubiskup, Bolla Gústafsson. Ganga nú leikir og lærðir í prósess- íu til endurreistrar Hóladómkirkju. Þar fór margt vel búið stórmennið geistlegt og hnarreist. Þar fór og fulltrúi ríkisvaldsins og hans ekta- kvinna. Hinn gullprýddi búningur sýslumanns og einkennishúfan brattlega, hvorttveggja með ögn erlendu yfirbragði, féll vel að þess- ari prúðu göngu, og hefur mér aldr- ei fundist það betur borið með ljúf- mannlegu og fáguðu yfirbragði Skagfirðingsins Halldórs Þ. Jóns- sonar. Þarna var jafnræði með geistlegum og veraldlegum yfir- völdum og trauðla ágreiningur um hvort skyldu fremur gilda guðs eða landslög. Persónulega á ég Halldóri Þ. Jónssyni margt gott upp að una. Til hans fór ég oft í smiðju með álitsmál af vettvangi starfsins. Hann kunni sinn jús, en beitti einn- ig „sýslumannaréttarfari", þar sem það átti við og var skilvirkt. Ávallt kom ég vel nestaður frá þeim sam- tölum og kjarninn glóði en hismið hvarf. Ég þakka einnig fyrir hönd dótt- ur minnar, sem nánast beint frá prófborðinu varð fulltrúi hjá Hall- dóri, í fjögur ár og mat hann mik- ils, svo og vináttu þeirra hjóna. Vitna vil ég til orða Halldórs, er hann lét falla á aðalfundi Sýslu- mannafélags íslands, að Kirkju- bæjarklaustri í október sl., er rædd var niðurlagning embætta. Kvað hann það röng vinnubrögð að koma með niðurfellingartillögur í fjár- lagafrumvarpi. Mál þessi þurfí að vinna með vandvirkni, og í samráði við heimamenn, og þá að leggja þau fram í sérstöku frumvarpi. Halldór varaði við þessum að- gerðum. Kæra Aðalheiður. Við Ingunn sendum þér og þínu fólki djúpar samúðarkveðjur, í fullvissu þess að minningin um góðan dreng mildar sorg og trega. Friðjón Guðröðarson. Mig setti hljóðan er mér var færð fregnin af skyndilegu fráfalli Halldórs Þ. Jónssonar. Mikils met- inn forystumaður var í einni svipan hrifinn á brott. Yngsti sonur sæmd- arhjónanna á Mel var, sem bræður hans tveir, fallinn í valinn langt um aldur fram. Við blasir skarð, sem ekki verður fyllt um sinn. Kynni okkar Halldórs hófust fyr- ir nær 30 árum þegar framboð mitt til Alþingis var í fyrsta sinn á döfinni. Þá var Halldór fulltrúi sýslumanns á Sauðárkróki, en jafn- framt formaður kjörnefndar Sjálf- stæðisflokksins, vaxandi forystu- maður og burðarás í félagsstarfi sjálfstæðismanna á Sauðárkróki. Fáum árum síðar varð hann forseti bæjarstjórnar. Við Halldór vorum nálega jafnaldrar, með okkur var frændsemi og skoðanir okkar og starfssvið leiddu okkur saman. Það var gott að hitta hann og alla stund munaði um hann þar sem hann lagðist á árar. Hann hafði mikla yfirsýn, var ráðhollur og hófsamur í skoðunum. Hann var mikill ræðu- maður, hispurslaus, yfirvegaður og traustur og svo fastur fyrir að aldr- ei var hvikað frá því sem hann taldi sannast og réttast. Störfum sínum gegndi hann af árvekni og reglu- semi og lipurð í samskiptum var honum eiginleg. Halldór átti um skeið sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu og sat á Alþingi sem varaþingmaður, en upp úr miðjum áttunda áratugnum hvarf hann að verulegu leyti frá pólitísku starfí og helgaði sig embættisstörfum í vaxandi mæli. Hann var settur bæjarfógeti í Siglufirði 1976 og ’77 og skipaður fógeti þar 1980. Árið 1992 var hann skipaður sýslumaður Skagfirðinga, sem hann gegndi við miklar vinsældir til dauðadags. Einnig á þeim vettvangi var hann valinn til forystu sem formaður sýslumannafélagsins síðari árin. Eftirlifandi eiginkona Halldórs, Aðalheiður Ormsdóttir, Stella eins og við vinir þeirra hjóna köllum hana ávallt, var öflugur samverka- maður manns síns, hvort sem var á opinberum vettvangi eða í póli- tísku starfi, ellegar sem húsmóðir á heimili þeirra. Þau voru afar sam- hent og hvort öðru samboðin. Það var gott að eiga þau að vinum Halldór var mikill heimilisfaðir og lánsmaður í einkalífi. Börn þeirra hjóna eru í senn búin slíku atgervi og prúðmennsku, að þau bera glöggt vitni um sinn uppruna. Við Helga komum alloft á heimili þeirra hjóna, þó við finnum nú að þær ferðir hefðu mátt vera fleiri. Rausn þeirra Halldórs og Stéllu brást ekki. En þau tóku líka á móti okkur með alúð og hlýju, sem verður lengi minnisstæð. Umræðuefni skorti ekki, hvort sem um var að ræða alvöru eða gamanmál. Örlát kímni Halldórs var góðlátleg en aldrei rætin og aldrei heyrði ég hann kasta kersknisorðum í garð nokkurs manns. Góðvild hans og drengskap þurft.i enginn að efa. Bækur settu svip á heimilið, enda var Halldór víðlesinn og fróður. Iðulega kom það fram hve Halldóri var heimilið og fjölskyldan kær og hygg ég að úr því hafi síst dregið með árunum. Yfir heimilinu hvíldi sérstæður blær og mér fannst ég ævinlega fara þaðan betri maður en ég kom. Að leiðarlokum flyt ég Halldóri þakkir fyrir samskipti öll, vináttu og margháttaðan stuðning og óska honum fararheilla á landi lifenda. Við Helga vottum Stellu, börnum þeirra, tengdabörnum og barna- börnum einlæga samúð og biðjum þeim blessunar og styrks í þungri sorg. Pálmi Jónsson. í dag verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju Halldór Þ. Jóns- son sýslumaður frá Mel í Staðar- hreppi í Skagafirði. Andlát hans bar brátt að og mun því hafa komið vinum hans flestum og sennilega einnig þeim sem nær honum standa í opna skjöldu og mjög að óvörum. Að því er mikill sjónarsviptir þegar slíkir menn sem Halldór var falla frá fyrir aldur fram. Að vísu var hann búinn að skila miklu dags- verki við ýmis störf, sum tengd atvinnulífi þjóðarinnar, önnur í þágu hins opinbera, að ógleymdum störfum hans á sviði félags- og stjórnmála. Þess vegna m.a. hefði það verið við hæfi að njóta lengur lífdaga og ævikvölds. Leiðir okkar Halldórs hafa oft legið saman og gerðu það fyrst í litlum unglingaskóla á Sauðárkróki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.