Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ VIKU IM ERIK Bagger gullsmiður á heiðurinn af sterklegri rúðusköfu úr stáli, gúmmfi og plasti sem ekki hefðl verið ónýtt að geta griplð til síðastliðið þriðjudagskvöld. Verk Baggers eru til sýnis i Nútímalistasafni New York borgar og meðal frægari gripa úr hans smiðju eru flugnabani, sem minnir talsvert á trommubursta, og léttvínstappi fyrir þá sem hófsamari eru. HÖFUNDUR rakvélarinnar sem vikið er að í inngangí er Fleming Bo Hansen. Hún er gerð úr áli og á heima í smekklegu svörtu plastboxi með svipaða lögun. Ekki er allt upp talið því með gripunum heyrir rakbursti úr áli og greifingjahárum. ■ Q EINNIG hefur Bagger | gert kertastjaka með svipuðu sniði, sem er þeirrar náttúru að geta 1 yddað kerti sem ekki passa. J g ERIK Bagger hefur I ennfremur hannað flöskuhálsskera, tappatogara og stút, auk tappans fræga. □ VÍÐFÖRUL hnífapör Bojesens. ' : ■ . E: , l.v '' a *•>•»« I | . U: i ::gg: skreytinguna. Englar af ýmsum stærðum og gerðum, perlulengjur í gulu og ljósaseríu í sama lit. Síðan kom gul slaufa í toppinn. „Svona skreyti ég ekki jólatréð heima hjá mér,“ sagði Binni með áherslu. „Skreytingin er tilfinn- ingamál þar fjölskyldan öll leggur hönd á plóg. Eg er enn með jóla- trésskrautið sem krakkarnir bjuggu til þegar þau voru lítil.“ Og þannig er það líklega hjá flestum. Sumir hafa að vísu þann sið að skreyta tréð seint á Þor- láksmessukvöld, þegar börnin eru farin að sofa, til að auka eftirvænt- ingu þeirra á sjál- fan aðfangadag. Algengast er þó að börnin taki þátt í skreytin- gunni. Jólin eru nú einu sinni hátíð barnanna. BARA RA^JÐAR KULUR VANI og sérviska af ýmsu tagi fylgja víða skreytingu jólatrésins. Ónefndur Reyk- víkingur og kona hans, sem hafa verið gift í 25 ár, skreyta til dæmis tré sitt eingöngu með rauðum kúlum, og hefur svo verið frá fyrsta hjúskaparári. Þessi sérviska er þannig til komin, að skömmu fyrir fyrstu jólin þeirra saman, kom konan frá Ameríku með jólaplötu hlj ómsveitarinnar Beach Boys, sem var i miklu uppá- haldi hjá mann- inum. A framhlið plötunnar var mynd af hljómsveitarmeð- limum að skreyta jólatré, og þar voru bara rauðar kúlur. Þetta þótti þeim hjónum sérstæð skreyting og falleg og hafa haldið sig við rauðu kúlurnar síðan. Beach Boys platan er svo sett á fóninn um leið og skreyt- ing hefst, til að ná upp réttu stemmningunni, - og hún stendur enn fyrir sínu, eftir árlega notkun í aldar- fjórðung. FYRIRMYNDIN - Lidsmenn Beach Boys skreytn jólatré sitt med rauóuni kúlum. LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 23 Stöð 3 býður unnendum vandaðra bíómynda sannkailað augnakonfekt af bestu gerð um jólin, nýlegar úrvalsmyndir ásamt bragðgóðum skammti af kvikmyndaklassík. Jóladagur, 25. desember kl. 20:35. Sígild Óskarsverðlaunamynd með úrvalsleikurunum Omar Sharif, Julie Christie, Alec Guinnes og Rod Steiger. Viðburöarík, spennandi og áhrifamikil ástarsaga úr stríðinu. Annar í jólum, 26. desember. Kl. 21:25 Borgari X (Citizen X). Afbragðs vönduð bandarísk spennumynd með Donald Sutherland og Stephen Rea (The Crying Game). BorgariX segirfrásakamálum í Moskvu. Frumsýning á íslandi. Jóladagur, 25. desember. Kl. 22:35 Nóttin sem við hittumst aldrei. (The Night We Never Met). Rómantísk gamanmynd. Brian, Sam og Ellen leigja íbúð saman með nokkuð óvenjulegum hætti. Pau búa þar ekki saman, hafa aldrei hist en nota hana til skiptis. Fyrir misskilning liggja leiðir þeirra saman og í kjölfarið fylgja kátbroslegar flækjur. Annar í jólum, 26. desember. kl. 23:45. Gjálífi (Body Language). Lögfræðingurinn Gavin St. ClairfTom Berenger), flækist í vef klækja og blekkinga þegar hann tekur að sér vörn í máli konu sem er ekki öll þar sem hún er séð. Frumsýning á íslandi. Njóttu jólanna á Stöð 3 í félagskap við úrvalsmyndir og klassísk meistaraverk sem bragð er að. við ailru húeflji Húsi verslunarinnar, Kringlan 7, Áskriftarsími 533 5633

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.