Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 20
A ÞORLAK / MATIIMIM MIIMIM . . ' „SKOTUNEYSLA á Þorláksmessu hefur meira en tvöfaldast á allra seinustu árum,“ sagði Úlfar Eysteins- son matreiðslumeistari um leið og hann kveikti undir pottunum. Rúnar Marvinsson, góðvinur hans og kollegi, rak nef- ið í hráefnið og kinkaði kolli ánægður á svip. Veitingastaðirnir, sem þeir Ulfar og Rún- ar standa fyrir, Þrír frakkar og Við Tjörnina ------ voru þeir einu sem auglýstu sérstk- lega fyrir jólin, að þeir væru ekki með jólahlaðborð. Þeir félagar eru greini- lega trúir köllun sinni, halda sig við sjávarréttina, enda eru þeir þar á heimavelli. Og þeir eiga von á mörg- um matargestum í dag. Vísan hér til hliðar bendir þó ekki til að fiskátið á Þorláksmessu hafi verið tilhlökk- unarefni meðal forfeðra okkar. En nú er öldin önnur. Báðir voru þeir til sjós hér á árum áður og telja það ómetanlega reynslu. „Ég byrjaði sem messagutti á Meistararnir í matseld sjávarrétta, Rúnar Marvinsson og Úlfar Eysteinsson, sjóða saman skötu í tilefni dagsins. Steingrímur Sigurgeirsson velur drykkina. Sveinn Guðjónsson rabbaði við þá um matseld, skötuát og hefðir á Þorláksmessu. Esjunni, en það var ekki fyrr en ég var kominn á togara að ég fékk að kenna á því,“ sagði Úlfar. Rúnar var 14 ára þegar hann fór fyrst til sjós, á litlum báti, og honum var skipað að elda ofan í mannskapinn því hann þótti ekki nýtast sem skyldi á dekkinu. Það var á þessum árum sem þeir báðir kynnt- ust skötunni og fiskmeti almennt. Vand lykt Steingrímur Sigurgeirsson, sælk- eri og vínsmakkari Morgunblaðsins, kveðstekki þekkja kæsta skötu nema bara af lyktinni. „Og hún þykir mér ekki góð,“ segir hann. „Ég kynntist henni fyrst á bamsaldri, en þá bjó í sama húsi fólk að vestan, sem hafði þann sið að sjóða skötu á Þorláksmessu. Við það gaus auðvitað upp hinn mesti fnykur í húsmu, sá versti sem ég hafði fundið. Ég hef ekki fundið verri lykt síðan.“ A Þorláksdagímatinn minn morkinn fékk ég hákarlinn harðan fískiim hálfbarmn og hákarlsgrútarbræðinginn Þarna eru sælkerinn og blaða- maðurinn á sama báti. Sá síðarnefndi hefur aldrei komist lengra en í and- dyri húss þar sem kæst skata er á borðum. En þeir Rúnar og Úlfar hafa ráð undir rifi hverju varðandi lyktarvandamálið. Þeir hafa okkur með sér í eldhúsinu svo að fnykurinn síast hægt og sígandi í vit okkar og út í blóðrásina. „Galdurinn er sá að útiloka lyktina einbeita sér að bragðinu," segir far. og e Ulfa Tindabikkja ng skata_________________________ í eldhúsinu eru þeir Úlfar og Rúnar í essinu sínu. Hráefnið er frá Fiskbúð Hafliða og Fiskbúðinni Hafbjörg og þarna er bæði um að ræða tinda- bikkju og skötu. Tindabikkja er smá- skata, hámark 2 kg, og þeir félagar segja að hún sé mýkri undir tönn. Hráeftiið er verkað á þrjá mismunandi vegu: Bara kæst og hengd upp, þ.e. þurrkuð. Kæst, sölt- uð og útvötnuð og svo bara kæst, en í því tilvikL- verður að hafa salt í soðinu. Og auðvitað mat- reiða þeir einnig skötu- stöppu. „Það hringdi í mig maður um daginn,“ segir Rúnar, „og gaf mér upp alveg nýja uppskrift af skötustöppu. Hann byr- jar á því að laga hafra- graut. Síðan setur hann treikvart af töflu úr hnoðmör í grautinn. Mikilvægt er að kartöflurnar og skatan hafi verið soðin í gær og Stöppu- uppshríft Soðin skata eða tinda- bykkja án brjósks. fiskurinn er þeyttur með sleif eða piskara. salti bætt út í og sfðan hnoðmðr, sem hitaður er f vatnsbaði. þetta er hrært vel þar til skötu- stappan verður hvft. stöppuna má krydda eftir smekk, t.d. með hvftlauk eða öðrum kryddum. rúgbrauð, róf- ur, kartöflur og meira af hnoðmör er gefið með. stöppuna má einnig borða kalda. Þá er hún borðuð með rúgbrauði. geymt í ísskáp yfir nótt. Svo er þetta allt saman brytjað smátt út í hafra- grautinn og hrært og verður vel þykkt svona ískalt. Og svo er þetta bara borðað með vel blautum aftan- söng.“ „Ég hef aldrei heyrt þetta með hafragrautinn,“ segir Úlfar. Þeim fél- ögum kemur greinilega vel saman og það er skemmtileg upplifun að fylgj- ast með þeim rökræða um matseld- ina, þótt aðeins brot af þeirri latínu komist til skila í heilabúi blaða- mannsins. Um hnoðmörinn sögðu þeir meðal annars að mikilvægt væri, að hann væri „vel fiðraður"??? ? „Já, loðinn af myglu,“ útskýrir Rúnar. - En þetta getur fjandakornið ekki verið hollur matur? „Ég er viss um að kæst skata er holl, því hún er búinn að brjóta sig,“ segir Úlfar. „En það er klárt að hnoðmörinn er baneitraður andskoti," bætir Rúnar við. Hvítvín ng skata Steingrímur fær það erfíða hlutverk að ,velja drykki með réttunum. „Það er best að velja rauðvín sem rífur svolítið í eins og til dæmis Masson Cabernet Sauvignon ‘92 frá Kaliforníu og örlítið kryddað hvitvín eins og Gewurztraminer Dopff & Irion ‘94 frá Elsass,“ segir hann. Að auki höf- um við bjór, Egils pilsn- er, vatn og auðvitað íslenskt brennivín á borðum, allt í tilrauna- skyni að sjálfsögðu. Úlfar og Rúnar eru Krakkamir þar fara VETUR I BANDARISKUM SKOLA Trúi nokkurn veginn á jólasveininn „í skólanum úti æfðum við hvað við ættum að gera ef kviknaði í skólanum eða fellibylur kæmi, og einu sinni lenti ég í fellbyl og kannski hefði einhver meiðst ef við hefðum ekki vitað hvað ég átti að gera. Ég átti að hlaupa niður í kjallara og grúfa mig niður með hendur á hnakkanum til að meiða mig ekki ef ég fen- gi stein í hausinn,“ segir hann. Vilja stelpumarí níu ára bekk nokkuð líta á jafnaidra sína? Eruþærekki allar skotnar í eldri strákum? „Ég veit það ekki. Mér fannst ein stelpa sæt í bekknum mínum, en mér finnst það ekki lengur. Ég hef engan áhuga á henni og engan áhuga á stelpum núna. Ég hef mestan áhuga á að læra, en hef ekkert að læra í jólafríinu nema ég vilji gera fullt aukalega í móðurmálinu og er kannski að hugsa um að gera það. Þegar ég er ekki að læra fæ ég oftast lánaðar bækur eins og Lukku- Láka á bókasafninu stutt frá húsi ömmu og afa í Sólheimum.“ Lestu mikið? „Ég les stundum Enid Blyton og svoleiðis bækur en finnst þær ekki mjög spennandi, nema stundum. Myndasögubækur eru hins vegar miklu skemmtilegri og ég er búin að finna bækur um gormadýrið sem er stundum sýnt í Sval og Val. Það á heima í Suður-Ameríku og ér fyndið." En hvað með „Ég fer ekki oft í bíó. Úti í Ameríku ráða for- bíómyndir? eídramir hvort maður megi horfa á myndir og mamma fer alveg eftir reglunum þar. Mig lan- MorgunhlaíiíVKristinn JÓLAHÁTÍÐIN - Gunnar Már segir uð Kristur sé ekki fæddur ájóladaginn, en haldið sé upp á afmæliðþá vegna þess að meira sé a f snjó. gar að horfa á Mortal Combat-myndina, því að ég er mikið fyrir tölvuleiki. Næsta vor kemur ný tölva sem heitir Nintendo Ultra 64 og þá á ég 10 þúsund krónur í bankanum og þarf bara að safna aðeins meiri peningum til að kaupa hana og spila örugglega mikið. í Nintendo spila ég oft leik sem heitir Mario World.“ Langar þig þá „Nei, ég vil frekar bara eitthvað sem fólk velur í tölvuleik í eða peninga til að geta keypt einhverja leiki jólagjöf? fyrir Nintendo Ultra 64 þegar ég eignast hana. Afi minn í Svíþjóð sendir oft peninga, því að það kostar svo mikið að senda pakka. Mig langar ekki í bækur nema að það sé myndabók, en HANN VAR 6 ARA 0G VAR ÞRJA GUNNAR MAR 0TTARSS0N ER N í U ÁRA 0G HEFUR BÚIÐ í 0H I 0 í BANDARÍ KJUNUM hetur eftir reglunum Eru allir þínir vinir líka á kafi ítölvum? Finnst þér ekki jólahaldið ólíkt í Banda- ríkjunum ogá íslandi? Trúirðu þá ennþáá jólasveininn? Hvað skiptir þigmestu máli ísambandi við jólin? Hefurðu velt fyrirþér afhverju krist- nirmennhal- dajól? Ertu trúaður? En hvernig skýrirðu þá öll kraftaverkin sem Biblían segirfrá, ef Kristur var ekki sonur guðs? kannski skemmtilega geisladiska. Mér finnst rapp og popp skemmtilegast, en man ekki eftir neinni sérstakri hljómsveit." ' „Nei, ekki allir. Að vísu er vinur minn, sem hefur verið vinur minn í langan tíma, en er hættur að vera vinur minn út af einhverju sem ég veit ekki hvað er og orðinn óvinur minn eða eitthvað, þannig. En svo er ég kominn með tvo nýja vini, Zacharías og Harald, og svo er Geirharður glænýr vinur minn.“ „Nei, þetta eru eiginlega sömu jólin. Að vísu eru jólasveinarnir þrettán héma en jólasveininn, Sankti-Kláus, í Ameríku setur líka litlar gjafir í sokkana manns í staðinn fyrir skóna, þannig að það er nærri því enginn munur.“ „Tja, ég trúi nokkurn veginn á jólasveininn sem er í Hveragerði. En á jólaballinu í skólanum komu ekki alvöru jólasveinar, bara 11 og 12 ára strákar í eldri bekkjunum með gerviskegg. Það skipti mig samt engu máli.“ ,Að lenda ekki í jólakettinum og fá að minnsta kosti kerti og spil, eins og segir í söngnum. Um jólin fær maður líka oftast að hitta alla í fjöl- skyldunni og maður fær skemmtilega pakka, ég er alltaf spenntur fyrir þeim.“ „Það eina sem ég veit er að við erum að halda upp á afmæli Krists. En svo er annað mál að Kristur er ekki fæddur á jóladaginn. Pabbi var eitthvað að tala um hann væri fæddur 16. desem- ber að ég held og hann er ekki bara að segja slíkt, það er rétt hjá honum. Kannski höldum við upp á afmælið eftir á, vegna þess að það er meiri snjór 24. desember. Við getum auðvitað ekki gefið Kristi gjafir en hann segir að það sem við gefum bræðrum hans, gefum við honum. Allt fólkið í heiminum eru bræður og systur hans Krists, en ég held að presturinn hafi gleymt að segja _ eða ég ekki heyrt það _ að það sem maður gerir systrum hans, gerir maður honum líka.“ „Ég trúi á Krist, en veit ekki alveg um guð. Kristur var náttúrulega bam Jóseps og Maríu.“ „Kannski hefur hann staðið fyrir ofsjónum, og þær síðan breyst í veruleika. Én það er nátturu- lega ekki hægt, _ æi, nei ég veit það ekki. Mér finnst bara meiri vit í því að fyrir milljón árum hafi eitthvað safnast saman í geimnum og orðið heimurinn. Eiginlega trúi ég því samt að guð hafi búið til lífið á jörðinni.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.