Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 27
26 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 2 7 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VERULEGUR ÁRANGUR ALÞINGI hefur afgreitt fjárlög fyrir árið 1996 með rúmlega 3,9 milljarða kr. halla og er hann sá minnsti, sem verið hefur á ríkissjóði í tólf ár, gangi framkvæmd fjárlaganna eftir. Hallinn er áætlaður 8,9 milljarðar króna í ár og lækkar hann því um firhm milljarða á næsta ári. Ríkisstjórnin og Friðrik Sophusson fjármálaráðherra hafa mark- að þá stefnu að eyða fjárlagahallanum á tveimur árum. Það.er nauðsynlegt til að skapa skilyrði til varanlegs hagvaxtar og aukinn- ar atvinnu, án þess að stefna efnahagslegum stöðugleika í hættu, og til lækkunar erlendra skulda. Vaxtalækkun er jafnframt brýn vegna stöðu atvinnuvega og mikillar skuldasöfnunar heimilanna, en vextirnir lækka ekki nema ríkisfjármálin séu í jafnvægi. Þegar fjármálaráðherra lagði fjárlagafrumvarpið fram í október- bytjun var gert ráð fyrir tæplega 3,9 milljarða króna halla á ríkis- sjóði á næsta ári. Telja verður mikinn áfanga, að hallinn eykst ekki eftir meðferð frumvarpsins á Alþingi. Slíkt hefur verið nán- ast föst venja. Ríkisstjórnin og þingflokkar hennar voru greinilega staðráðnir í því að hvika ekki frá settu marki. Það gefur vonir um, að meginmarkmið ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum náist. Útgjöldin jukust að vísu um rúman milljarð í meðförum fjárlaga- nefndar, en tekjur ríkissjóðs hækka um nánast sömu upphæð á móti. Þar munar langmestu um auknar tekjur af tekjuskatti og virðisaukaskatti, sem stafar af auknum efnahagsumsvifum á næsta ári, m.a. vegna stækkunar álversins. Augljóst er þó, að ákveðnum vanda í ríkisfjármálum hefur verið frestað og þá fyrst og fremst vegna rekstrarhalla og skuldasöfnunar sjúkrahúsanna. Óhjákvæmilegt er að finna þar lausn á sem fyrst. Verulegur þrýstingur var á ríkisstjórnina og þingmenn að auka ríkisútgjöldin í kjölfar niðurskurðar síðustu ára og væntinga vegna aukins hagvaxtar. Staðfesta stjórnarliðsins í því að auka ekki útgjöld, nema auknar tekjur eða niðurskurður kæmi á móti, en til fyrirmyndar og eykur tiltrú á stefnumörkun ríkisstjórnarinnar. SKILJANLEG GAGNRÝNI VEITING ríkisábyrgðar að upphæð milljarður króna til Spalar hf., sem hefur gerð jarðganga undir Hvalfjörð með höndum, hefur verið gagnrýnd harðlega á Alþingi, bæði af stjórnarandstæð- ingum og stjórnarliðum. Sú gagnrýni er vel skiljanleg í ljósi fyrri yfirlýsinga forsvarsmanna fyrirtækisins og fulltrúa skattgreið- enda. Ævinlega hefur verið gengið út frá því að Spölur myndi fjár- magna göng undir Hvalfjörð án aðstoðar ríkisins. Ástæðan kom fram í grein Gylfa Þórðarsonar, stjórnarformanns fyrirtækisins, hér í Morgunblaðinu fyrir tæpum tveimur árum: „Það lá fyrir í upphafi af hálfu ráðamanna í vegamálum, að engar líkur væru á að þessi framkvæmd væri á vegaáætlun, þ.e. kostuð af ríkinu, a.m.k. næsta aldarfjórðunginn. Því hefur alltaf verið ljóst og út frá því gengið, að ef í þessa framkvæmd. yrði ráðizt þyrfti hún að fjármagnast af öðrum en ríkinu,- án ríkisábyrgða og endur- greiðsla kæmi af vegtolli af umferðinni.“ í samræmi við þetta var samið við Spöl hf. um einkarétt á að gera göng undir Hvalfjörð, gegn því að fyrirtækið fjármagnaði framkvæmdina með vegatolli og afhenti ríkinu göngin er þau hefðu borgað sig upp. I marz 1993 kom fram af hálfu Halldórs Blöndals samgönguráðherra, einnig í Morgunblaðsgrein, að tryggi- lega yrði að ganga frá öllum atriðum áður en gangagerðin yrði boðin út, „þ.á.m. hversu mikið framkvæmdirnar megi kosta, þann- ig að þær séu innan þeirra arðsemismarka, að ekki þurfi að koma til ríkisábyrgðar, en umferðin greiði kostnaðinn við göngin." í júní sama ár samþykkti þáverandi ríkisstjórn reyndar að lána Speli hf. 50 milljónir króna til að ljúka rannsóknum vegna fram- kvæmdanna og lét samgönguráðherra þá svo um mælt að það yrði lokaframlag ríkisins til fyrirtækisins og ekki yrði um frekari skuldbindingar eða kvaðir af hálfu ríkisins að ræða. Engu að síð- ur lánaði ríkið Speli enn 70 milljónir króna fyrr á þessu ári og nú hefur ríkisábyrgð verið samþykkt. Fram hefur komið af hálfu stjórnarmeirihlutans á Alþingi að til frekari ríkisábyrgðar eigi ekki að koma vegna verksins, en miðað við það, sem að framan er rakið, er ekki að furða að á Alþingi hafi verið spurt hvaða trygging sé fyrir því að ekki verði síðar beðið um meira. Samkomulagið við Spöl hf. markaði að mörgu leyti tímamót í samgöngumálum; það opnaði möguleika á því að í arðbærar sam- gönguframkvæmdir sé ráðizt af einkaaðilum og að notendur greiði kostnaðinn, án áhættu fyrir skattgreiðendur. Það er skiljanlegt, meðal annars í því ljósi, að ríkisstjórn og Alþingi vilji tryggja að gangagerðinni undir Hvalfjörð verði lokið. Hins vegar gefa lánveit- ingar og ríkisábyrgðir varasamt fordæmi gagnvart þeim, sem hugsanlega feta í fótspor Spalar. Eiga þeir að geta treyst á að ríkið komi þeim til hjálpar? Ekki má heldur gleyma því að fari illa og ríkisábyrgðirnar falli á skattgreiðendur, hefði einkaframtak af'þesSu tagi b'eðið alvarlegan hnekki og slíkt væri mikill skaði. Kosningar í Dagsbrún 267.809 manns áttu lögheimili á íslandi 1. desember 1995 Morgú nbl aðið/RAX ÝMSIR fundarmenn skemmtu sér vel þegar skotið var á stjórnina úr ræðustól á Dagsbrúnarfundi í Bíóborginni en þá var tillaga um uppsögn almennra kjarasamninga í landinu til umræðu meðal fundarmanna. Allt eða ekkert Sá listi sem flest atkvæði fær í kosningunum í Dagsbrún fær kosna alla stjóm og önnur embætti innan félagsins. Minnihlutinn kemst hvergi að. I grein Helga Bjarnasonar kemur fram að í sumum öðmm verkalýðsfélögum er kosið um helming stjómar annað hvert ár. LÍKUR eru á að almennar kosningar til stjórnar og trúnaðarráðs Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar fari fram 19. og 20. janúar næstkomandi, nokkrum dögum fyrir 90 ára afmæli félagsins. Hópur Dagsbrúnarfélaga hefur tilkynnt framboð gegn lista nú- verandi stjórnar. Kosið er samkvæmt gömlum reglum, sá listi sem fær fleiri atkvæði fær alla stjórnarmenn, trún- aðarráð og aðra embættismenn en hinn listinn kemur engum manni að. Að mótframboðinu stendur breið- fylking manna sem vill nýja Dags- brún, opna og lýðræðislega, að sögn Kristjáns Árnasonar, verkamanns hjá Reykjavíkurborg, sem er formannsefni framboðsins. Listinn hefur það á stefnuskrá sinni að breyta kosninga- fyrirkomulaginu í Dagsbrún og gera það líkara því „er tíðkast í lýðræðisleg- um verkamannafélögum". Samkvæmt lögum Dagsbrúnar þarf að lágmarki 120 menn til að bjóða fram lista. Á listanum þurfa að vera boðnir fram 100 menn í trúnaðarráð og 20 til vara. Úr þessum hópi koma síðan sjö stjómarmenn og þrír til vara, stjórn vinnudeilusjóðs, stjórn sjúkra- sjóðs, skoðunarmenn og að lokum væntanlega einnig menn í fulltrúaráð sameinaðs lífeyrissjóðs. Loks þarf 75 til 100 meðmælendur en þeir mega einnig koma úr trúnaðarráðshópnum. Kristján Ámason segir að helst þurfi 150-200 manns að standa að framboð- inu. Segir hann að forsvarsmenn fram- boðsins hafi verið að fara á milli vinnu- staða og séu langt komnir með að ná tilskildum Qölda félagsmanna. Meginreglan hjá verkalýðsfélögum Við atkvæðagreiðslu í Dagsbrún fyrr í þessum mánuði vom 3.847 á kjörskrá og búast má við að heidur fleiri verði á kjörskránni við kosning- amar í janúar. Kjörnefnd hefur ekki verið skipuð og því ekki enn verið ákveðinn kjördagur eða auglýst eftir framboðum. Halldór Björnsson, vara- formaður Dagsbrúnar, býst við að kosið verði 19. og 20. janúar. Sá Iisti sem fær fleiri atkvæði fær kosna alla stjórnina, trúnaðarráðið og aðra emb- ættismenn félagsins, en kosið er til eins árs í senn. Frambjóðendur hins listans komast hvergi að. Ný stjóm tekur við á aðalfundi sem oft er hald- inn í lok mars. Þetta fyrirkomulag er meginreglan hjá verkalýðsfélögum landsins, sam- kvæmt upplýsingum Halldórs Grön- vold, skrifstofustjóra Alþýðusambands íslands. Hjá minni félögunum er þó stundum kosið á aðalfundum. Halldór segir að félög hafí á undanförnum árum verið að breyta kosningafyrir- komulaginu í þá átt að kjósa helming stjórnarinnar í einu og þá til tveggja ára í senn, einnig með listakosningum. Iðja og Verslunarmannafélag- Reykja- víkur hafa til dæmis þennan hátt á og raunar hefur svo verið lengi hjá VR, samkvæmt upplýsingum frá skrif- stofu félagsins. Annað fyrirkomulag er viðhaft við kjör til forystu ASI, Verkamannasambandsins og fleiri samtaka launafólks. Æðstu forystu- menn, t.d. formaður og varaformenn, eru kosnir hver fyrir sig á aðalfundi og síðan eru aðrir stjómarmenn eða miðstjórnarmenn kosnir í einu lagi. Fylgjandi endurskoðun laga Halidór Bjömsson er formannsefnið á lista stjórnar og trúnaðarmannaráðs eftir að Guðmundur J. Guðmundsson hefur lýst því yfir að hann muni láta af störfum á næsta aðalfundi. Gengið verður frá þeim lista 28. desember. Hann segir að þetta kosningafyrir- komulag sé búið að vera við lýði allan þann tíma sem hann hafi starfað með félaginu, eða að minnsta kosti frá 1958. Með því að viðhafa allsheijar- atkvæðagreiðslu sé kerfið opið og lýð- ræðislegt. Hann neitar því að kosningafyr- irkomulagið sé vörn sitjandi forystu gegn breytingum, segir að þó kosning- ar hafi verið fátíðar nú seinni árin hafi árlega verið mótframboð hér fyrr á árum. Nú sé yfirleitt reynt að koma saman lista stjórnar og trúnaðarráðs með sátt og samlyndi. Sjálfur segist hann véra fylgjandi því að endurskoða lögin með það í huga að gefa félags- mönnum kost á að skipta um hluta af stjórninni í hvert sinn. Hann bendir jafnframt á að ekki sé svigrúm til þess nú þar sem samþykkja þurfi laga- breytingar á tveimur félagsfundum og bera þær síðan undir félagsmenn í allsheij aratkvæðagreiðslu. Fá ekki aðgang að félagaskrá Kristján Árnason gagnrýnir Halldór Björnsson fyrir að neita sér um að- gang að félagaskrá Dagsbrúnar vegna undirbúnings framboðsins. „Þar rak ég mig á Berlínarmúrinn,“ segir Krist- ján. Hann segir að fjöldi manna sem greiði fullt félagsgjald til Dagsbrúnar séu aukafélagar og hafi hvorki kjör- gengi né kosningarétt. Þessu vill hann breyta, þannig að allir sem greiði fé- lagsgjöld séu fullgildir félagar. En hann segir að nú þurfi þeir sem vinna að framboðinu að fá aðgang að félaga- skránni til þess að geta séð hveijir eru í félaginu og hveijir ekki. Annars sætu þeir ekki við sama borð og and- stæðingar í kosningabaráttunni sem hefðu aðgang að þessum upplýsingum í tölvum sínum á skrifstofunni. Halldór Björnsson telur ekki að fé- lagið hafi leyfí til að afhenda félaga- skrána og það hafí heldur ekki verið gert við síðasta stjórnarkjör þrátt fyr- ir að það hafi verið sótt hart. Hins vegar geti hver félagsmaður fyrir sig hringt eða komið til að fá upplýsingar ■ um eigin stöðu. Halldór segist ekki kannast við að starfsmenn félagsins hafi misnotað þær upplýsingar sem þeir hafi aðgang að á skrifstofunni. Síðast kosið 1991 Listi stjórnar og trúnaðarráðs Dags- brúnar hefur yfirleitt verið sjálfkjörinn undanfarin ár. Árið 1991 kom þó mótframboð Jóhannesar Guðnasonar, bílstjóra á fóðurflutningabíl, og félaga. Þá voru nítján ár frá því síðast kom til stjórnarkjörs í félaginu. Listi Jó- hannesar fékk 486 atkvæði, eða 35,5% fylgi. Listi stjórnar fékk 852 atkvæði eða 62,5% fylgi og hélt velli. Á kjör- skrá voru um 3.500 manns en 1.365 kusu eða innan við 39% félagsmanna og var það minnsta kosningaþátttaka í sögu félagsins. Fylgi stjórnar og trúnaðarráðs var minna í þessum kosningum en oftast áður en þó kom fram hjá Guðmundi J. Guðmundssyni, formanni Dagsbrún- ar, þegar úrslit lágu fyrir að stjórn félagsins hefði tvívegis fengið lakari kosningu. Fylkingar takast á Ekki er gott að átta sig á styrk fylk- inganna sem nú takast á í Dagsbrún nú. Fulltrúar mótframboðsins hafa haft fremur hægt um sig fram að þessu. Þeir hafa þó sést á vinnustöðum og gerðu fyrst vart við sig opinberlega svo eftir var tekið á félagsfundi Dagsbrún- ar í Bíóborginni þegar kynnt var tillaga stjórnarinnar um að standa við uppsögn samninga. Þar laust fylkingunum sam- an í „framboðsræðum" og nánast leyst- ist fundurinn upp í kjölfarið. Fulltrúar stjórnarandstöðulistans hafa nú kynnt framboð sitt opinberlega og hert á baráttunni. Á sama tíma vinna stuðningsmenn stjórnarinnar að því að setja saman sinn lista og eru línur famar að ský- rast á þeim bænum. Tímamót eru í félaginu þegar Guðmundur J. Guð- mundsson lætur af forystustörfum og Halldóri Bjömssyni varaformanni er ætlað að halda uppi merkinu. Halldór er 67 ára gamall og hefur verið að draga sig út úr félagsmálunum. Er hann augljóslega biðleikur, enginn framtíðarforingi félagsins eins og hann sjálfur viðurkennir, vegna þess að eng- inn sjálfsagður arftaki Guðmundar finnst í hópi yngri forystumanna. Bind- ur fólk úr röðum ráðamanna í Dags- brún vonir við að eitthvað af því fólki sem kemur nú nýtt inn á lista stjómar- innar geti orðið að framtíðarforingjum félagsins. Erfitt er að átta sig á því hvaða afleiðingar afsögn Guðmunar J. hefur á stöðu þess hóps sem stýrt hefur félaginu í áratugi. Guðmundur J. hef- ur setið undir stöðugri gagnrýni ein- stakra félagsmanna eða hópa á undan- förnum ámm. Ekki er þó að heyra á mönnum úr röðum gagnrýnenda hans að þeir sætti sig frekar við Halldór Björnsson, þeir segja nú að Guðmund- ur hafi notið ákveðinnar virðingar hjá félagsmönnum vegna hans einstæða ferils 5 verkalýðsmálum þó margir telji að hann hefði átt að hætta fyrr. And- staðan sé enn meiri við Halldór sem stjórnað hafi skrifstofunni og verið mjög valdamikill í félaginu á undan- förnum árum. Minnsta fólksfjölgun síðan áríð 1900 ISAMANTEKT frá Hagstof- unni kemur fram að svo virð- ist sem tala aðfluttra til landsins á þessu ári verði um 1.400 lægri en tala brottfluttra, en tala fæddra um 2.400 hærri en látinna. Að líkindum fæðast um 4.300 börn á árinu en um 1.900 manns deyja. Til landsins flytjast um 3.000 manns en frá því um 4.400. Hafa ekki fleiri flust af landi brott á einu ári, en hafa verður í huga að skráning fólksflutninga er fyllri eftir að sívinnsla þjóðskrár hófst 1986 heldur en áður var. Brottfluttir umfram aðflutta á þessu ári eru álíka margir og hvort ár 1969 og 1970, en annars er það einungis árið 1887 sem þessi tala var hærri en þá stóðu vesturfarir sem hæst. Verulegar sveiflur verða ár frá ári í fólksflutningum milli landa. Árin 1984-1986 fluttust um 1.000 manns fleiri brott af landinu en fluttust hingað frá útlöndum. Árin 1987 og 1988 fluttust svo hingað 2.800 fleiri en af landinu og hefur aðflutningur fólks aldrei fyrr orðið svo mikill. Á árunum 1989 og 1990 fluttust fleiri frá landinu en til og munaði um 1.100 árið 1989 og 700 árið 1990. Árið 1991 fluttust 1.000 fleiri til landsins en frá því, en árin 1992-1994 voru brottfluttir um 750 umfram aðflutta. Eru þá brottfluttir umfram aðflutta á tímabilinu 1992-1995 um 2.600 alls. Þrátt fyrir aukin brottflutning síðustu ár flytjast hingað fleiri er- lendir ríkisborgarar en fara héðan. 2-3% færri barnsfæðingar Horfur eru á að 2-3% færri börn fæðist árið 1995 en á árinu 1994. Árin 1985 og 1986 fæddust færri börn en nokkurt ár síðan 1947, tæplega 4.000 hvort ár, og hafði þó tala kvenna á barnsburðaraldri ríflega tvöfaldast síðan þá. Árið 1987 fjölgaði fæðingum aftur, í um 4.200, og árin 1988-1993 fæddust um 4.500-4.800 börn, en fækkaði í rúmlega 4.400 börn 1994 og sennilega um 4.300 börn 1995. Ef fæðingartíðni á hveijum aldri kvenna yrði til frambúðar hin sama og árið 1995 yrðu ófæddar kyn- slóðir jafnmannmargar kynslóð foreldranna, en um árabil hafa í flestum löndum V-Evrópu og N- Ameríku fæðst færri börn sen sem svarar því að komandi kynslóð verði eins mannmörg og sú sem er nú á barneignaraldri. Mannslátum fjölgar óvenjulega mikið árið 1995, eða um allt að 10%. Ekki skýrist hvað veldur fyrr sen síðar þegar unnar hafa verið dánarskýrslur fyrir árið, en fimmt- ungur aukningarinnar er vegna snjóflóðaslysanna á Vest- _______ fjörðum. Mest fækkun á Vestfjörðum íslendingum fjölgaði um 1,026 eða 0,38% á árinu 1995 samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Islands sem miðast við 1. desem- ber. Mannfjöldinn þá var 267.809 og þar af voru karlar 134.224 ogkonur 133.585. Þetta er minnsta fólksfjölgun á landinu síðan árið 1900. Árið 1994 fjölgaði landsmönnum um 1.867 eða 0,70%, en síðastliðin tíu ár hefur íbúum fjölgað um 25.720 manns eða um 1,01% að meðaltali á ári. Fjöldi fólks 1400 1200 1000 800 600 400 200 0 . -200 +1256 +828 -400-------- -600 2 1 % 0 -1 -2 -3 -4 -5 Fólksfjölgun eftir iandsvæðum 1995 -22 -138 -435 -115 -121 -131-126 ~MrMTMTHr Hlutfallsleg fólksfjölgun eftir landsvæðum 1995 -0,1% -1.0% +1,2% +1,6% ■■ o> lO +_—i* ..... (5 Q> £—g-JL C o 42 1 j m (o CD _ QC :o ^ co 3 g I ; ■2 "a *o 1 1 c TO Norðu vestrá Norðu eystra Austu, 3 “O co Mannfjöldi óx um 1,3% á höfuðborgarsvæðinu árið 1995 en á öllum öðrum landsvæð- um fækkaði fólki. Minnst fækkaði á Suðurnesjum, eða um 0,1%. Á Norðurlandi eystra fækkaði um 0,5%, um 0,6% á Suðurlandi, um 0,8% á Norðurlandi vestra, um 1,0% á Austurlandi og Vestur- landi, og á Vestfjörðum fækkaði um 435 íbúa, eða um 4,6%. Hefur aldrei orðið svo mikil fólksfækkun A einu ári þar né á neinu öðru landsvæði á þessari öld, og hafa íbúar á Vestfjörðum ekki verið færri síðan fyrir 1860. í Reykjavík fjölgaði fólki um 1.256 eða 1,2%. I öðrum sveitarfé- lögum á höfuðborgarsvæðinu fjölg- aði um 1,5%, mest 2% í Mosfellsbæ. --------- í Hafnarfirði íjölgaði um 1,8% í Bessastaða- hreppi um 1,7%, í Garðabæ um 1,5%, í Kópavogi um 1,3% og á Seltjarnarnesi um 0,9%. íbúar í Kópavogi eru nú 122 fleiri en í Hafnarfirði og hefur Kópavogur verið annað fjöl- mennasta sveitarfélag landsins síð- an árið 1966. Á Suðurnesjum fjölgaði fólki í Garði um 2,9% og í Grindavík um 1,1% en fækkaði um 4,9% í Sand- gerði. í Reykjanesbæ stóð mann- fjöldi í stað, fjölgaði lítilsháttar í Njarðvík en fækkaði í Keflavík. Á -Vesturlandi hefur fólki fækkað ár Líkur á aö 2-3% færri börn fæðist í ár en í fyrra Hlutdeild o landsvæðanna í fólksfjölgun 1985-1995 1985/1990 1990/1995 Reykjavík Önnur sveitar- félög á höfuð- borgarsvæðinu 1,1% Önnur landsvæði -4,3% Heimild: Hagstofa íslands frá ári síðan 1983 nema árið 1993 og eru íbúar þar nú 961 færri en var fyrir 12 árum. í sveitum á Snæfellsnesi og í Dölum hefur fólki fækkað um 20-25% á áratug. Á þessu ári fjölgaði um 4,1% í Grund- arfirði og 2,9% í Stykkishólmi. Á - Akranesi fækkaði um 1,0%, í Borg- arnesi um 0,7% og um 2,1% í Ólafs- vík. Á Akranesi hafa íþúar ekki verið færri síðan 1979. í strjálbýli í Borgarfirði hefur fækkað um 8% síðan 1985. Á Vestfjörðum fækkaði fólki stórlega. Eini staðurinn þar sem fólki .fjölgaði lítillega á árinu er Hólmavík. Mest fækkaði íbúum á Þingeyri, um 9%, og á Súðavík og Flateyri um 7%. Fækkun í kringum 5% varð á Tálknafirði, Bíldudal, Suðureyri og í Bolungarvík. Á ísafirði fækkaði um 143 íbúa eða um 4,1%. Minnst fækkun varð á Patreksfirði um 1,4%. í sveitarfé- lögum sem mynduðu V-Barða- strandarsýslu og V-ísafjarðarsýslu hefur fækkað um 634 á tíu árum eða 18%. í strjálbýli við ísafjarðar- djúp búa nú 116. Þar voru 304 íbúar árið 1970, 511 árið 1950 og 1.385 árið 1910. Á Norðurlandi vestra eru íbúar nú 600 færri en 1985. Á Hvamms- tanga íjölgaði um 2,2% og á Sauð- árkróki um 1,4%. Annars fækkaði fólki lítillega á þéttbýlisstöðum, en þá fækkaði um 3,2% á Skaga- strönd. í stijálbýli hefur fækkað um 17% á síðustu 10 árum, mest í V-Húnavatnssýslu, um 24%, og í A-Húnavatnssýslu, um 22%, en minna í Skagafirði, eða um 11%. Á Norðurlandi eystra fækkaði fólki lítillegga en yfirleitt hefur fólki ^ölgað þar alla öldina. Síðast fækkaði þar árin 1984-1986. Á Akureyri og Ólafsfirði stóð mann- fjöldi í stað en á Dalvík og Húsa- vík varð fólksfækkun um .rúmlega 1%. í stijáíbýlinu hefur fækkað um 9% á liðnum áratug, mest í N-Þing- eyjarsýslu, um 16%. í stijálbýli S-Þingeyjarsýslu hefur fækkunin orðið 10% en 6% í sveitum Eyja- fjarðar. Á Austurlandi fækkaði fólki enn og hafa íbúar þar ekki verið færri síðan 1979. Nokkuð fjölgaði á Djúpavogi, Fáskrúðsfirði og Reyð- arfirði, en annars varð yfirleitt fólksfækkun. Mest varð hún á Eskifirði, 5,5%, Seyðisfirði, 4,2%, og 2,6% á Vopnafirði. Á Seyðisfirði hefur bæjarbúum fækkað um fimmtung á liðnum áratug. Á Eg- ilsstöðum fækkaði um 1,2%. Síðan sveitarfélagið var stofnað 1946 hefur aðeins tvisvar áður orðið lít- ilsháttar fólksfækkun þar, árin 1953 og 1955. í stijálbýli á Austur- landi hefur orðið 13% fólksfækkun síðan 1985, mest á Fljótsdalshéraði en minnst í A-Skaftafellssýslu. Á Suðurlandi hafði fólki ekki fækkað síðan árin 1985-1987. í Þorlákshöfn fjölgaði um 1,6% og um 1,0% á Selfossi. Annars varð fólksfækkun á þéttbýlisstöðunum. Á Hellu fækkaði um 4,6% og Vestmannaeyjum um 1,7%. Á Flúð- um í Hrunamannahreppi hefur íbú- um Qölgað um 76% á tíu árum. í strjálbýli Rangárvallasýslu hefur íbúum fækkað um 16% á síðustu 10 árum, 13% í sveitum V-Skafta- fellssýslu og 5% í sveitum Árnes- sýslu. Sveitarfélög voru 170 á landinu 1. desember 1995 og hafði fækkac um eitt á árinu og 53 síðan 1984 þegar tekið var að sameina sveitar- félög í meira mæli en fyrr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.