Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SlMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Þorkell Kostnað- ur við tannlækni greiddur SKÓLATANNLÆKNINGAR Reykjavíkur hafa fallist á kröfu Jónu Möller um að greiða annan kostnað en kem- ur í hlut Tryggingastofnunar vegna tannviðgerða sonar hennar hjá einkatannlækni. Þrátt fyrir að sonur Jónu væri skráður hjá skólatann- lækni reyndist hann með 10 skemmdar tennur þegar hann fór til einkatannlæknis eftir heiftarlega tannpínu í haust. Jóna segir að skólatann- lækningar bjóðist til að greiða 40% kostnaðarhlutfall hennar vegna tannviðgerða Williams hjá einkatannlækni frá 13. október 1994 til 15. desember 1995, en skýring skólatannlæknis á því hvern- ig fór hafi m.a. verið sú, að drengurinn hafi verið erfiður í samstarfi. Frábær jólagjöf Jóna segir bréfið frábæra jólagjöf rétt fyrir hátíðirnar. Hún sé afar sátt við málalok- in vegna máls Williams. Hins vegar sé hún ekki búin að ákveða hvort hún ítreki aðrar kröfur sínar, t.d. að önnur börn, sem eru undir eftirliti sama skólatannlæknis, verði skoðið. Um aðrar kröfur segir í svarbréfinu að þær verði að skýra og rökstyðja nánar. Jóna sagði að í skýrslu einkatannlæknis kæmi fram að ekki hefði verið vandkvæð- um bundið að gera við tennur sonar hennar. KETKROKU R ©Leendert DAGUR TIL JOLA Jóla- stúdentar SEXTIU nemendur voru braut- skráðir úr Fjölbrautaskólanum við Armúla í Háteigskirkju í fyrradag. í ræðu staðgengils skólastjóra, Sölva Sveinssonar, kom fram að 836 nemendur hefðu hafið nám við skólann í haust og hafa ekki verið fleiri. Stúdentarnir á meðfylgjandi mynd litu á árangurinn og ekki er annað að sjá en þeir hafi ver- ið ánægðir. Sjónarmiðum komið á framfæri hjá EFTA-dómstólnum ísland hefur aldrei notað rétt sinn ÍSLAND hefur samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins aldrei notað rétt sinn til að koma eigin sjónarmiðum á framfæri í málflutningi fyrir EFTA-dómstóInum í Genf. Noregur hefur notað þann rétt í öllum mál- um, sem hafa verið flutt fyrir dómn- um. Þannig kom afstaða Islands t.d. ekki fram í máli, sem varðaði það hvort stofnanir Evrópska efnahags- svæðisins hefðu lögsögu um við- skipti með sjávarafurðir, en dóms- málið tengist deilunni, sem upp er komin vegna þess að ESB hefur ákveðið lágmarksverð á innfluttum laxi frá EFTA-ríkjunum. Aðildarríkjum EFTA gefst kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við málflutning fyrir EFTA-dómstólnum og gæta þannig hagsmuna sinna í viðkomandi máli, jafnvel þótt þau eigi ekki að því beina aðild. FYá því dómstóllinn tók til starfa hefur Noregur ævinlega nýtt sér þennan rétt sinn en ísland aldrei. Afstaða til bókunar 9 kom ekki fram íslenzk og norsk stjórnvöld eiga nú í deilu við Evrópusambandið vegna þess að það telur öryggis- ákvæði EES-samningsins eiga við um viðskipti með sjávarafurðir, þótt um þau sé fjallað í sérstakri bókun við EES-samninginn, bókun 9, en ekki í meginmáli sjálfs samningsins. Á grundvelli þessa hefur ESB, að kröfu skozkra Iaxeldisstöðva, beitt öryggisákvæðum EES til að ákveða lágmarksverð á innfluttum laxi til að bregðast við offramboði af laxi frá Noregi. EFTA-ríkin telja að almenn ákvæði EES gildi ekki um viðskipti með sjávarafurðir. Er samtök skozkra laxeldisstöðva kærðu ríkis- styrki Norðmanna til laxeldis á síð- asta ári vísaði Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) málinu frá og taldi sig ekki hafa lögsögu yfir sjávarútvegi, sem laxeldið fellur undir. Skozku sam- tökin kærðu frávísunina til EFTA- dómstólsins, sem í marz á þessu ári vísaði málinu aftur til ESA vegna ónógs rökstuðnings. Við málflutning kom fram af hálfu norskra stjórn- valda að þau styddu afstöðu ESA. Tækifæri ekki notað Það, að afstaða íslendinga kom ekki fram, hefur að mati viðmælenda Morgunblaðsins ekki spillt fyrir mál- stað íslands í núverandi deilu við ESB. Hins vegar var tækifærið til að koma afstöðu íslendinga til þessa hagsmunamáls á framfæri ekki not- að. Það sama hefur átt við um önnur mál, þar sem íslenzkir hagsmunir hafa komið við sögu. Þannig lýsti íslenzka ríkið ekki afstöðu sinni í máli finnska fyrirtækisins Resta- mark, en á grundvelli forúrskurðar EFTÁ-dómstólsins í því máli hefur fyrirkomulagi innflutnings og heild- sölu á áfengi nú verið breytt í Finn- landi, Noregi og á íslandi. Jólagjöfum útdeilt í Sarajevo FJÖLDI barna og foreldrar þeirra þyrptust kringum ís- lenskan jólasvein sem útdeildi jólagjöfum í garði í miðborg Sarajevo í gær. í Reuters-frétt- um segir að jólasveinninn hafi hruflast í látunum, svo mikið lá mörgu ungmenni stríðshrjáðrar borgarinnar á að fá gjafir. Hefð er fyrir því að Serbar í Sarajevo, sem annars halda jól 6. janúar og múslimar, sem ekki líta á Krist sem son Guðs, fagni einnig á jólum en það gera að sjálf- sögðu Króatar, sem eru kaþólsk- ir. Undanfarna 43 mánuði hefur stríðið í Bosníu valdið því að lít- ið hefur verið um jólahald. Gjaf- irnar eru frá íslenskum fyrir- tækjum og einstaklingum, en samtökin Friður 2000 stóðu að þessu framtaki. Samningsgerð milli ASÍ og VSÍ vegna tilskipunar Evrópusambandsins NÚ ER unnið að samningi milli ASÍ og VSÍ um skyldu atvinnurekenda til að ganga frá skriflegum ráðning- arsamningi við starfsmenn. Hefur samkomulag náðst um flest megin- atriðin, að sögn Ara Skúlasonar, framkvæmdastjóra ASÍ, sem unnið hefur að samningsgerðinni. Allar upplýsingar um ráðningarlyör Samkomulagið er til komið vegna aðildar Islands að samningnum um Evrópskt efnahagssvæði og er byggt á tilskipun Evrópusambands- ins frá 1991 um skyldu atvinnurek- enda til að skýra starfsmönnum frá ráðningarfyrirkomulagi og á að gera það bindandi fyrir alla atvinnu- rekendur á íslandi. „Þetta er spurning um að launa- Skylt að gera skriflega ráðn- ingarsamninga fólk eigi rétt á að fá ráðningarskil- yrðin sem það býr við vottuð á sér- stöku eyðublaði sem atvinnurek- endur þurfa að fylla út. Við höfum þegar náð samkomulagi um eyðu- blaðið," segir Ari. Samkvæmt samningnum verður þess krafist að allir starfsmenn, sem ráða sig til vinnu til lengri tíma en eins mánaðar og vinna lengur en átta klukkustundir á viku að meðal- tali, fái skriflega staðfestingu á ráðningunni, eigi síðar en tveimur mánuðum eftir að störf hefjast. Verði aðrar breytingar á ráðningar- kjörum en þær sem leiða af lögum eða kjarasamningum verður að til- kynna þær skriflega. í ráðningar- samningi á að vera að finna allar upplýsingar sem varða ráðningar- kjör starfsmanna, þ.e.a.s. vinnutit- ill, staða, tegund starfs eða stutt starfslýsing, mánaðar- eða viku- laun, lengd ráðningar sé hún t.íma- bundin, orlofsréttur, uppsagnar- frestur og lengd venjulegs vinnu- dags eða vinnuviku. Ari kvaðst telja líklegt að lands- sambönd ASÍ gætu fljótlega tekið afstöðu til samningsdraganna. Hugsanlega yrði samningurinn svo settur inn í almenna kjarasamninga og gerður bindandi á vinnumarkaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.