Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ VIKU IM LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 21 Q MATSELDIN - Rúnar Marvinsson og Úlfar Eysteinsson elnbeittir á svip í eldhúsinu. H LYKTIN - Rúnar rekur nef- ið í hráefnið enda verður lyktin að vera í lagi. Q SÆLKERINN - Steingrímur Sigurgeirsson yfir pott- unum, vantrúaður á svip. Q HOLLUSTAN - „Skatan er holl, en hnoðmörinn er baneitraður andskoti. g SMÖKKUNIN - Sérfræð- ingarnir bera saman bæk- ur sínar áður en sest er að borðum. Q DRYKKURINN - Stein- grímur smakkar á hvítvín- inu og Úlfar biður um meiri snafs. sammála um að mest sé drukkið af bjór og snafs með skötunni. Skýringin er líklega sú að bjórinn og íslenska brennivínið eiga vel saman, en hins vegar erum við sammála um að bjórinn og skatan eigi ekki sérlega vel saman. Eftir að hafa prófað okkur áfram er niðurstaðan sú að hvítvínið er áberandi best með skötunni, nema hvað rauðvínið hafði vinninginn þegar skötustappan var annars vegar. Þetta kann að hljóma einkennilega, en er staðreynd engu að síður. Reyndar skaut Steingrímur þeirri athugasemd inn, að áhöld væru um hvort nokkur drykkur ætti við sterkustu bitana. „Þeir væru tæpast mannamatur." Að halda í hsfðina Undir borðum eru rifjaðar upp skötusögur úr ýmsum áttum eins og þessi um vestfírska bankastjórann og íyrrverandi ráðherra, sem er rekinn út í bílskúr á Þorláksmessu. Þar situr hann yfír prímus og sýður sína skötu í óþökk heimilisfólksins. Ulfar segir frá vel þekktum kaup- sýslumanni, sem oft kemur með er- lenda viðskiptavini til hans á Prjá frakka. „Nýlega kom hann með menn frá Suður-Kóreu, og málið var að ganga fram af þeim með því að gefa þeim vel kæsta skötu. En í stað þess að hlaupa út risu þeir fagnandi upp frá borðum, enda kom í ljós að kæst fískmeti þykir herramannsmatur í þeirra heimalandi. Og ég hef ekki heyrt af neinum öðrum stað í heim- inum, utan íslands og Suður-Kína, þar sem menn leggja sér svona mat til munns.“ Úlfar sagði að eini bletturinn á skötuhefðinni væri þegar menn vildu gera sér þetta að féþúfu. Þannig hefði verðið á skötu rokið upp, úr 240 krónum í 650 krónur fyrir kílóið. „Það er allt í lagi að borga gott verð fyrir gott hráefni, en þetta nær auðvitað ekki nokkurri átt. Svo mega menn líka passa sig á því þegar verið er að auglýsa óeðlilega lágt verð, því þá er oft um að ræða úldið hráefni og óætt, eins og nýlegt dæmi sannar.“ Menn voru sammála um að sjálf- sagt væri að halda í þessa skemmti- legu hefð, að borða skötu á Þorláksmessu. Við Steingrímur vor- um orðnir innvígðir og fundum ekki íyrir lyktinni. Bragðið var að vísu misjafnt, eftir því hver verkunin var. Ein útgáfan var svo sterk að mann logsveið niður í kok af ammoníak- bragðinu. Að okkar mati var skatan og tindabikkjan best söltuð og þurrk- uð, með hvítvíninu góða. Stappan kom líka vel út með rauðvíni og kannski á maður einhvern tíma eftir að prófa hana með hafragraut? #1/ nauðsyn SKÖTUÁT á Þorláksmessu var hér fyrr á öldum iðkað af illri nauðsyn. Arni Björnsson, þjdðháttafræðing- ur, segir í bók sinni Saga daganna, að „ósennilegt sé að skata, megringar eða stappa hafi í upphafi verið hugsuð sem hátíðarmatur. Líklegra er að í fyrstu hafi þótt um fátæklegan mat að ræða, sem scinna fer að þykja Iostæti. Dæmi er um að ríkismönnum fannst h'tilfjörlegt að hafa skötuna stappaða í mörfloti og vildu hafa hana með smjöri. Gamlar stökur um heimilisbrag á stórbýli í Strandasýslu benda í átt til sömu mismununar þar sem húsbændum er ekki skömmtuð skötustappa: Skötustnjyix slíömmtuðvaríEyjum aKrtimguinnanranns utan Bjamiogkonahans. Bóndkm yálfurlxix'íaáisinérogkakLi enhansknnaystangraut kfraaðankEnndiþrauL Árni bendir ennfremur á að raun- ar má vel hafa þótt við hæfi að búa við heldur rýran kost síðasta dag fyrir jól og ekki síst fiskmeti, svo að viðbrigðin yrðu sem greinilegust þegar kjötveislan hófst kvöldið eftir. Stöð3 býður sérstaklega gott barnakonfekt á jólahátíðinni til að skemmta börnunum. Jóladagur, 25. desember. Kl. 10:30. Ríkasti maður heims kemst að því, að það er ýmislegt fleira en peningar sem skiptir máli í lífinu þegar hann hrekur hina munaðarlausu Önnu litlu á brott Anna litla fær hjálp úr óvæntri átt, nefnilega að handan.Talsett. Jólin Ihmmar Önnu llitíu Annar í jólum, 26. desember. Kl. 17:00. Skemmtileg ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna. Sagan gerist í skóla fyrir norniren þar gengur alltá afturfótunum. Nemendur eiga það til að hverfa, galdraseyðin eru undarleg og þegar litlu nornirnarfara með þulurnarsínar getur allt gerst ri nrfiw é tji t/ Litla nomin HELGI HÁLFDANARSON JÓLAVÍSUR NÚ FARA í hönd þær vikur ársins þegar allmik- ið er um gleðisamkomur barna. Þá er leikið og sungið af hjartans íþrótt. Því miður hefur borið á því hin síðari ár, að rangt sé farið með gamlan og góðan kveðskap, þegar útvarpað er frá jólasamkomum yngstu kynslóðar. Þulan alkunna um Þyrnirós kóngs- dóttur er afbökuð á þann veg að úr verður afleit smekkleysa. Lokastefið, sem að réttu lagi er „Þá varð kátt í hárri höll“, er haft „Þá var kátt í höllinni". Þar er leitaður uppi leirburður auk þess að brotið er gegn íslenzkum bragreglum sem vandlega er fylgt í allri þulunni. Líku máli gegnir þegar sungið er „Þyrnirós svaf heila öld“ í stað hins rétta, sem er „Þyrnirós svaf eina öld“. Þar hefur einhverjum ekki þótt seinna vænna að höggva á „stuðlanna þrískiptu grein“. Svo er það jólasveina-vísan sem einatt er höfð á þessa leið: Jólasveinar ganga um gólf með gylltan staf í hendi; móðir þeirra sópar gólf og flengir þá með vendi. Fyrir allmörgum árum gat undirritaður þess til í blaðagrein (Mbl. 4.1. 1980), að þarna væri komin afbökun á vísu sem eitt sinn var höfð svo: Jólasveinar ganga um gátt með gildan staf í hendi; móðir þeirra hrín við hátt og hýðirþá með vendi. Þarna hefur þá Grýla kerling tekið til að sópa hjá sér parketið af óvæntum þrifnaði, og í leiðinni sópað burt úr kveðskapnum bæði rími og ljóðstöf- um og öðrum hégóma. Vissulega minnir þessi gyllti stafur meir á skrautlegan búnað heilags Nikulásar aðskota- jólasveins en gönguprik hinna íslenzku Grýlu- sona, og kynni sú persóna að eiga þátt í því að setja í vísuna „gylltan staf‘ í staðinn fyrir „gildan staf'. Þó að mér þættu líkurnar til þessarar afbökun- ar býsna sterkar, taldi ég ekki fráleitt að vísan um gyllta stafínn og sópaða gólfíð kynni að vera eldri, og hin gerðin aðeins nýleg endurbót á efni og brag. En síðan hef ég fengið það staðfest, að gamalt fólk í Húnavatnssýslu kannast við gilda- stafs-vísuna frá barnæsku. Þykir mér því einsætt að mæla með henni í staðinn fyrir það endemis rugl sem börnum hefur verið kerint að syngja. S-<:---- Jólasveinar ganga um gátt með gildan staf í hendi; móðir þeirra hrín við hátt og hýðir þá með vendi. Þyrnirós var bezta barn. Þar kom ein galdra-kerling inn. Sofna þú, mín Þyrnirós. Þyrnirós svaf eina öld. Þyrnigerði hóf sig hátt. Þá kom hinn ungi konungsson. Vakna þú mín Þyrnirós. Þá varð kátt í hárri höll. Aðfangadagur jóla, 24. desember. Kl. 10:50. Skemmtilegt ævintýri hjá litlu skrýmsl- unum á jólakvöld. Jólasveinninn dettur óvart af sleðanum sínum og lendir í arninum hjá Tomma og vipum hans, skrýmslunum. Þau ákveða að hjálpa honum við aó koma út jólagjöfunum í tæka tíð. Talsett. SkríTmlajól ...aðrir góðir molar Kálgarðsbörnin halda jól Bráðum koma jólin Saga jólasveinsins Hvít jól Börnin fá sannkallað jólakonfekt ocj síðan aukaskammt afjólagleði á Stöð 3. ls

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.