Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ IMEYTEIMDUR Islenskt silkí í rúmið HEILDVERSLUNIN K. Kristins- son sér um framleiðslu á rúm- og náttfatnaði úr silki. í framleiðsluna er notað svokailað Charmeuse siiki sem flutt er inn frá Kína. Varan er saumuð á íslandi og helstu útsölustaðir eru Joss og Se- lena í Kringlunni, Dux í Faxafeni, Nettó á Laugavegi og ýmsar versl- anir víða um land. Kalkúnakrydd frá Pottagöldrum FYRIRTÆKIÐ Pottagaldrar hefur sett á markað nýja kryddblöndu, svo- kallað kalkúna- krydd. Færst hefur í vöxt að kalkúnn sé hafður á borðum um jólin og á kryddið að auð- velda matreiðsluna. Salvía er áberandi í kryddblönd- unni og hún er ætluð fyrir hvaða fyllingu sem er. Kalkúnakryddið inniheldur engin aukefni og hvorki salt né pipar þar sem neytendur eiga sjálfír að ráða salt- og pipar- notkun sinni. Leiðrétting Á neytendasíðunni fimmtudaginn 14. desember stóð að Erla Sigurðar- dóttir hafi teiknað Grýlu, Leppalúða og jólasveinana samkvæmt fýrir- mynd Þjóðminjasafnsins. Hið rétta er að hugmyndin að út- liti íslensku tröllanna, sem notuð er á barmmerki, er hennar eigin. Erla er beðin velvirðingar á þessum misskilningi. ÞEGAR hún fær ferska síld tek- ur hún sig til og býr til bollur og buff í frystikistuna. Ef fjöl- skylda og vinir koma í heimsókn skynja þeir ekki að um síldar- rétti sé að ræða og giska miklu fremur á kjöthakk en síld þegar hún spyr hvort gestirnir viti hvað er í bollunum eða buffun- um. Guðrún Einarsdóttir býr á Fáskrúðsfírði. Hún segist frá því á síldarárunum hafa notað ferska síld í matargerð og byrj- aði þá meðal annars að búa til síldarbollur og frysta. Auk þess sem Guðrún hakkar síldina og býr til bollur og buff þá gerir hún ýmsa sfldarrétti fyrir jólin og saltar síldina jafn- vel sjálf áður en hún setur hana í legi. Maðurinn hennar Albert Stef- ánsson skipstjóri sem er hættur á sjónum kom alltaf heim með ferskan físk og úr honum bjó hún til fiskibollur í frystinn. „Mér hefur alltaf þótt gott að eiga tilbúna rétti í frystikistunni og geta gripið til og haft matinn tilbúinn á skömmum tíma. Það er nefnilega svo margt annað við tímann að gera en eyða honum í eldhúsinu. Þegar ég hef verið í mestu stuði hafa fiskibollumar orðið allt að fímm hundruð." Guðrún segir alltaf mikinn gestagang hjá sér á sumrin og þá veiti ekki af að eiga eitthvað í kistunni. „Fólk ætti að nota frystikisturnar sínar meira en það gerir því það er bæði sparar tíma og síðan er peningaspam- aður fóiginn í að nýta hráefni eins og síldina sem er ódýr og fískinn þegar hann fæst á hag- stæðu verði.“ - Er ekki mikið af beinum í síldinni? „Það er að vísu sérstök kúnst að flaka sfld en með lagni eiga ekki að vera fyrirferðarmikil bein í sfldinni. Auðvitað finnur fólk fyrir þeim ef síldin er soðin eða steikt fersk en þegar búið er að hakka hana í bollur og buff verð- ur enginn var við bein. Við báðum Guðrúnu um upp- skrift að sfldarbollum og buffum og hún vildi endilega hvetja les- endur til að prófa og fínna þvílík- Bollur og buff úr ferskri súd ur herramannsmat- ur þetta væri. „Með tímanum fer fólk síðan að fíkra sig síðan áfram með að krydda sfldina eftir smekk. Guðrún hefur aldrei skrifað hjá sér málin í bollurnar eða buffín en hún segir að þetta sé svona um það bil. Síldarbollur 500 g fersk _____síldorflök_____ 4-5 meðalstóror soðnar kortöflur 4 msk. kartöflumjöl 2egg 1 -2 laukar (ekki setja lauk í bollurnar ef þæreiga að faraí frysti) sítrónupipar, salt Síldarflökin eru hökkuð tvisvar sinn- um og sett í hræri- vélarskál og hrærð með hinu hráefninu. Bollur mótaðar og steiktar í matarolíu. Að steikingu lok- inni era bollurnar soðnar í um það bil 5 mínútur í vatni og sósan búin til með því að bæta í soðið kjötteningum, örlitlum pipar og Guðrún Einarsdóttir. salti og smakka til með kryddi. Þykkt með hveitijafningi. Guð- rún mælir með soðnum kartöfl- um sem meðlæti, rauðkáli og grænmetissaiati. Einnig segir hún að remúlaði sé gott með bollunum. Hún seg- ist hinsvegar vilja benda á að laukur eigi ekki heima í deiginu ef frysta á bollumar. Eigi að borða bollurnar strax er gott að bæta 1-2 meðalstóram laukum í þær. Að lokinni steikingu era bollumar settar í frysti. Síldarbuff 500 g fersk síldarflök 5-7 meðalstórar kartöflur 3 msk. kartöflumjöl ______________1 egg____________ sitrónupipgr, salt, arómat, kjötkrydd Síldarflökin eru hökkuð einu sinni og kökur mótaðar með rök- um höndum. Buffín era steikt á pönnu í matarolíu og með þeim ber hún fram það sama og ef um kjötbuff væri að ræða, léttbrúnaðan lauk, rauðkál, hrásalat og kalt kartöf- lusalat. Fiskibollur Guðrúnar Listin við að búa til góðar fískibollur er að hræra deigið nógu vel og lengi. 500 g ýsuflök __________pipgr og salt_________ _______3 msk. kartöflumjöl_____ 4 dl nýmjólk og vgtn Hakkið flökin og piprið og saltið. Bætið kartöflumjöli í físk- deigið og hrærið mjólkina smám saman út í deigið. Hrærið deigið þangað til það er létt og gott. Guðrún mótar bollur og steik- ir á pönnu í matarolíu. Að þessu búnu pakkar hún þeim inn og frystir í mátulegum skammti fyrir hveija máltíð. Þegar matreiða á bollurnar fara þær beint úr kistunni í pott- inn og era þá soðnar í um það bil korter. Með þeim ber Guðrún gjarnan fram remúlaði eða léttbrætt smjör, ferskt hrásalat og kartöflur. ■ Við höfum opið: Aðfangadag frá kl. 8-15 Jóladag- lokað Annan í jólum frá kl. 10-19 Gamlársdag frá kl. 9-15 Nýársdag- lokað Þorláksmessu frá kl. 9-23 Morgunblaðið/Sig. Jóns. ÓLI Olesen kokkur, Björn I. Björnsson kjötvinnslustjóri, Björg- vin J. Björnsson rekstrarstjóri og Kolbeinn I. Kristinsson fram- kvæmdastjóri Hafnar-Þríhyrnings með léttreyktan lambahrygg. Léttreyktur og saltaður lambahryggur í ofninn „ÞAÐ eru alltaf að koma fram fleiri og fleiri möguleikar með lambsskrokkinn sem hráefni," sagði Björn Ingi Björnsson, kjöt- vinnslustjóri hjá Höfn-Þríhymingi hf. á Selfossi, en fyrirtækið kynnti nýlega léttreyktan og léttsaltaðan lambahrygg sem setja má beint í ofninn án þess að sjóða hann fyrst. Björn Ingi sagði að möguleikarnir væru miklir i lambaskrokknum því hann væn mjög gott hráefni að vinna úr. í keppni kjötiðnaðar- nema nú í haust útbjó einn kepp- andinn 24 rétti úr einum lambs- skrokk og vakti það mikla athygli. Auk létta lambahryggsins var var einnig kynnt hentug aðferð við að bera fram hangikjöt. Kjötið er hálffryst og siðan skorið i næf- urþunnar sneiðar og borið fram með meðlæti, ristuðu brauði og grænmeti sem forréttur. Þá kynntu þeir Hafnarmenn að auki nýjan úrbeinaðan hamborgar- hrygg í neti. Þessar nýjungar eru eins og aðrar vörur fyrirtækisins seldar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Ujá Höfn-Þríhyrningi, sem er 6. stærsta fyrirtækið á Suður- landi, vinna alls 115 manns en fyrirtækið er með starfsemi á Selfossi, Hellu og í Þykkvabæ. í kjötvinnslunni á Selfossi vinna 25 manns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.